Morgunblaðið - 12.02.1993, Side 34

Morgunblaðið - 12.02.1993, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR.12. FEBRÚAR 1993 "STrgriiAuaa .iomom---------------------------- alltaf tíma til að eyða með mér og vinkonum mínum við hitt og þetta. Jón var mikill fagurkeri og unni öllu fögru. Hann málaði fallegar myndir sem prýða mörg heimili, m.a. mitt, og ég er stolt af þeim. Hann grúskaði mikið í ættfræði og fann það m.a. út að ég var frænka hans í raun og veru. Jón var mjög stoltur af uppruna sínum og vissi öll deili á sinni stóru fjölskyldu sem teygir anga sína m.a. til annarra landa. Hann unni fjölskyldu sinni og sýndi það best með því að reynast ömmu ákaflega vel eftir að afí dó. Systkinabömum sínum var hann afar kær. Alltaf gaf hann sér tíma til að rabba við þau um alla heima og geima. Jón Atli stundaði verslunarstörf, vann við garðyrkju og var á sjó. Þegar hann kom heim úr siglingum færði hann mér fallega hluti sem í mínum augum vom dýrgripir og ég leit upp til hans fyrir vikið. Jón var ókvæntur og barnlaus. Eg og íjölskylda mín sendum systkinum og tengdafólki Jóns Atla Wathne innilegar samúðarkveðjur. Jón Atla kveðjum við með eftirsjá og söknuði og vonumst til að hitta hann einhvem tíma einhvers staðar aftur. Veri hann kært kvaddur. Ég mun sakna hans. Hrefna Hektorsdóttir. Sumir yrkja ljóð meðan lífsferill annarra líkist fremur lögmálum þess forms en þeim vemleika sem flestum er tamt að lifa innan. Lífs- hlaup míns gamla vinar, Jóns Atla Wathne, var að ýmsu leyti með þeim hætti, að líkara var ljóði en daglegu amstri alls þorra fólks. Þetta var ljóð ólíkra lita og tóna. Á ytra borðinu sátu ljósu litimir og léttir tónar í fyrirrúmi en ég er ekki grunlaus um, að þegar innra dró, hafa litimir dökknað og tónarn- ir þyngst, ekki hvað síst eftir að móðir Jóns Atla, frú Lára Wathne lést fýrir u.þ.b. áratug, enda var Jón Átli alla tíð mömmudrengur. Það er ekki undmnarefni þeim sem kynntust mannkostum frú Láru og hinu barnslega hjartalagi Jóns Atla. Ætli ég hafí ekki verið sautján ára polli, þegar leiðir okkar Jóns Atla lágu fyrst saman. Ég var á röltinu vestur í bæ og þyrsti í kók. Brá mér því inn í sjoppu til að verða mér úti um flösku af þeim svarta dmkk. Sem ég nú stóð þarna við búðarborðið og drakk þjóðardrykk- inn hinn veikari, rak ég augun í pípu sem var þarna til sölu. Af- greiðslumaðurinn tók eftir þessu og mælti með því að ég keypti grip- inn. Því miður var ég ekki nógu fjáður til að geta það, en hann taldi það ekki til fyrirstöðu, ég gæti bara borgað pípuna við tækifæri. Ég gekk út með pípuna góðu. Þegar ég kom að borga hana var ákveðið að innsigla þennan nýja kunnings- skap yfír flösku af kjarnmeiri drykk en kóki. Kom þá í ljós, að Jón Atli Minning Jón Atli Wathne Fæddur 19. mars 1929 Dáinn 17. janúar 1993 Bróðir minn Jón Atli Wathne lést 17. þ.m. og hefur útför hans farið fram í kyrrþey. Jón Atli fæddist á Seyðisfírði 19. mars 1929, þriðji í röð íjögurra systkina, bama Lám og Jóhanns Wathne. Hann var mikill náttúm- unnandi og listamaður af guðs náð og má segja að hann hafí fæðst og lifað sem slíkur. Allt lék í höndum hans sem hann snerti á, en mestan áhuga hafði hann af málaralistinni og náði hann góðum árangri í þeirri grein og em margar fallegar mynd- ir til eftir hann. Faðir okkar málaði fallegar myndir í tómstundum sín- um og var vanur að segja þegar honum var hælt fyrir sínar myndir að Jón Atli hefði nú meiri hæfíleika en hann. Jón Atli lærði teikningu hjá Unni Briem, fór síðan í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og lærði undir stjóm Kurts Zier, Jón Engilberts og fleiri góðra manna. Ungur fór hann til Kaupmanna- hafnar og lærði verslunar- og gluggaskreytingar. Skömmu fyrir andlát móður okk- ar bað hún mig að hugsa vel um Jón Atla og vera honum góður og hef ég reynt að uppfylla þá ósk hennar. Jón Atli kvæntist aldrei en hann átti alltaf athvarf hjá okkur systkinum sínum og vissi að hann var æviniega velkominn til okkar. Það má segja um Jón Atla eins og stendur í Biblíunni að fuglamir safna ekki komi í hlöðuna, hann lét hverjum degi nægja sína sorg og gleði. Góðmennska hans lýsti sér best í því að böm hændust að honum og þeim leið vel í návist hans. Hann hafði mikla ánægju af samvistun við böm og bamaböm systkina sinna og fylgdist vel með þeirra högum. Nú seinni árin lagði hann oft leið sína á elliheimili borgarinnar til að sýna gamla fólkinu umhyggju og ekki síst til að fræðast, því að ann- að stórt áhugamál hans var ætt- fræði, og má segja að mikill fróð- leikur fari með honum á því sviði. Eins og áður segir þá var hann mikill náttúruunnandi o'g var með græna fíngur, eins og sagt er. Hann naut þess að hlúa að gróðri, ganga um náttúrana, horfa á snjókomin falla til jarðar eða setjast á stein og horfa á öldumar berja bergið. Á göngum sínum átti hann það oft til að staldra við gömul hús og hugleiða sögu þeirra. Jón Atli fæddist og dó sem nátt- úrabam og listamaður. Ég kveð kæran bróður og bið góðan guð að fylgja honum á ókunnum brautum. Albert. Ég minnist fyrst Jóns Atla úr bemsku minni. Osjaldan varð hann þá á vegi okkar Eiríks, bróðursonar hans. Hlýlegt viðmót Jóns var slíkt að maður hlaut að veita því sér- staka athygli og festa í minni. Ég gleymi til að mynda seint einum fallegum sumardegi þegar Jón bauð okkur Eiríki með sér upp í sumarbú- stað rétt fyrir utan bæinn. Þar átt- um við góða stund og hlógum mikið. Síðan skildu leiðir og ég hitti Jón ekki aftur fyrr en mörgum áram síðar, nú síðstliðið vor. Þá leigði hann íbúð hjá góðri vinkonu minni. Þar kviknaði brátt sú hugmynd, að Jón Atli málaði mynd í væntan- legri bók eftir mig: Ný útópía? All- an ágóða af sölu bókarinnar átti að leggja í SKB (Styrktarfélag krabbameinssjúkra bama) og skyldi mynd Jóns vera táknræn fyrir mál- eftiið. Það tók svolítinn tíma að sannfæra Jón um nauðsyn þess að hann málaði myndina en ekki ein- hver annar. Því þrátt fyrir ótvíræða my'ndlistarhæfíleika hans var hann Magnús B. Finnboga- son — Kveðja Magnús Björgvin indæll er, allir þetta heyri. Hann það nafn með heiðri ber, hjónanna á Eyri. Magnús sagði okkur að þannig hefði Símon Dalaskáld þakkað fyrir sig hjá föðurbróður sínum og nafna á Eyri við Reyðarfjörð, en þar gisti hann eitthvert sinn þegar Magnús var þar staddur, þá þriggja eða íjög- urra ára. Það er sjálfsagt að verða við bón Símonar og birta þessa vísu „svo allir heyri“, því hann reyndist sannspár. Við vorum nágrannar þeirra Magnúsar, Laufeyjar og hundsins Káins í átta skemmtileg og lærdóms- rík ár og þá lá Magnús ekki á liði sínu ef okkur vantaði tilsögn eða aðstoð við smíðar og þess háttar enda smiður góður. Það var skemmtilegt að fylgjast með þeim gömlu vinunum, Magnúsi og Káin. Þeir voru gjamir á að fara sínar eigin leiðir. Nú hefur Elli kerling sótt þá báða og við eram viss um að þeir voru tilbúnir þá. Af mörgum skemmtilegum stund- um með Magnúsi eru okkur eftir- minnilegastar heimsóknimar í kjall- arann á Gijótagötu 12. Þeim gleym- ir enginn sem þangað kom. Lauf- ey og aðrir aðstandendur, ykkur sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Egill og Halla. hæverskur úr hófí fram og gerði jafnan lítið úr sér þegar svo bar undir. Hógværð þessi fól í sér í senn styrk Jóns og veikleika. En fyrir tilstilli óbilandi þrautseigju vinkonu minnar sem og þijóskunnar í mér (sem nú kom að góðu gagni) lét Jón loks undan þrýstingi okkar og samþykkti að gera „tilraun“ eins og hann orðaði það sjálfur. í kjölfarið sigldu bollalengingar um það hvemig myndin ætti að vera og átti ég að gefa Jóni ein- hvers konar uppskrift að myndefni hennar. Þess reyndist þó ekki þörf því Jón vissi upp á hár hvað hann var að gera. Það var rétt eins og allar þær raðir tilviljana sem leiddu okkur Jón saman á nýjan leik, hefðu verið fyrirfram ákveðnar. Það var ekki aðeins, að Jón væri sérfræðing- ur í að mála böm, heldur bjó hann, sem enginn annar, yfír einstæðum hjartans auði, kærleika og birtu sem honum tókst að veita útrás í verkum sínum og svo um munar í um- ræddri mynd, „Lífsvon“. Það er svo sannarlega kaldhæðni örlaganna, að sjálfur höfundur verksins skyldi verða svartnættinu að bráð langt fyrir aldur fram. Myndir hans munu þó haida áfram að lifa og gefa öðram líf. Benedikt Sigurðsson rithöfundur. Eitt mesta lán hvers einstaklings í lífínu er að eiga trausta íjölskyldu og að eignast góða vini á lífs- göngunni. Hvort tveggja féll mér í skaut er ég kynntist ástkæram móður- bróður mínum, Jóni Atla Wathne, sem nú hefur kvatt okkur um aldur fram, aðeins 63 ára að aldri. Hjördís systir Jóns giftist föður mínum, Hektori Sigurðssyni, er ég var 7 ára gömul og þá eignaðist ég yndislega fjölskyldu, 3 nýja móðurbræður og dásamlegan afa og ömmu, Láru og Jóhann Wathne. Minningar mínar um Jón Atla era eins og perlur á bandi, hvítar og skínandi og á þær fellur ekki neinn skuggi. Oft gátum við setið saman langt fram á nætur og rætt eilífðarmálin. Þegar ég var ung stelpa og unglingur hafði Jón Atli hafði þekkt svipinn á mér, þar eð hann og faðir minn voru gamlir kunningjar. Margt var brallað næstu árin. Oft sátum við í risíbúð Jóns Atla í húsi móður hans við austurenda Faxaskjóls. Vínið rann ljúflega við ljóðalestur og frásagnir af liðnum atvikum. Hnígandi sól roðaði Ægissíðuna og minni Skeijafjarðar. Hafíð og Álftanesið og sólin runnu út í eitt. Þá má ekki gleyma því, að um tíma unnum við saman við endurreisn Hressingarskálagarðs- ins. Ég minnist eins kvölds frá þeim tíma. Við höfðum unnið allan dag- inn og fram á undir miðnætti. Eitt- hvað langaði okkur að væta kverk- arnar en höfðum ekki tök á því. Aftur á móti höfðum við verið leyst- ir út af Skálanum með tvo heita kjúklinga í poka. Sem við nú stóðum niður við Tjörn, nánar tiltekið fram- an við Iðnó, tek ég eftir því, að vinur minn Jón Atli horfír dreymnu augnaráði yfír Tjörnina. Eftir nokkra stund lyftir hann pokanum og segir eins og við sjálfan sig: Betri er ein flaska á borði en tvær púddur í poka. Með tilliti til að- stæðna verð ég að játa, að sannari orð hef ég ekki oft heyrt. Jón Atli var liðtækur frístunda- málari, þótt hann gæfí sig minna að þeirri iðju en skyldi. Svo var um fleira. Einhveiju sinni höfðu vinir hans manað hann til að halda sýn- ingu í gamla Listamannaskálnum. Myndimar vora hengdar upp á veggi eins og lög gera ráð fyrir. En nóttina áður en sýningin skyldi opnuð, fékk Jón Atli bakþanka, varð sér úti um kollu til halds og trausts, braust inn í skálann og fjar- lægði myndirnar. Hann taldi sig ekki þess verðugan að halda sýn- ingu á verkum sínum. Ég ætla ekki að dæma um það, hvort þessi gerð hans var af hinu góða eða illa. Hitt fullyrði ég, að margur maðurinn mætti taka sér þetta til fyrirmynd- ar, hér í þessu landi, þar sem fólk virðist álíta, að snillingar séu á hveiju strái, hvort heldur er í mál- aralist eða öðram listum. Við fátt undi Jón Atli sér betur en garðyrkju. Honum var ljúft að hlúa að veikburða jurtum hér norð- ur við Dumbshaf. Má vera, að í þeim hafí hann fundið sér sálufé- laga. Því Jón Atli var viðkvæm sál á þessu voru heimsins hjarni og hafði auk þess afar stórt hjarta, en gat á öllum vösum, eins og þeir menn sem kallaðir eru „praktískir" mundu orða það. Honum hélst því illa á þeim takmörkuðu veraldlegu gæðum sem honum hlotnuðust, en varð sjáfur fjársjóður í hugskoti okkar sem honum kynntust. Vissulega kveð ég vin minn Jón Atla Wathne með söknuði, en jafn- framt gleði yfír því, að vita hann nú á þeim slóðum, þar sem fagurt hjartalag er í hávegum haft, en hitt léttvægt fundið, sem mölur og ryð fá grandað. Pjetur Hafsteinn Lárusson. Hafsteinn Bergmann Halldórsson — Kveðja Minning Etín Gísladóttir Fædd 1. september 1927 Dáin 2. febrúar 1993 Síðastliðinn fimmtudag var gerð frá Fossvogskirkju útför Elínar Gísladóttur, sem andaðist 2. febr- úar, langt um aldur fram. Það er erfítt að kveðja þá sem manni þyk- ir vænt um og horfast í augu við þá staðreynd að eiga ekki eftir að sjá þá aftur í þessu lífí, ekki síst þegar góðar minningar standa eftir. Eg var svo Iánsöm að fá að kynn- ast Elínu Gísladóttur og eiga sam- leið með henni og hennar fólki síð- astliðin 20 ár, og fyrir það þakka ég nú. Á slíkri stundu er mér orða vant, en: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Höskuldur minn, böm, bamabörn og ástvinir, ég sendi ykkur hugheilar samúðarkveðjur, og bið Drottin Guð að varðveita ykkur og styrkja á sorgarstundu. Lára Bjamadóttir. Fæddur 23. febrúar 1935 Dáinn 22. janúar 1993 Með örfáum orðum langar mig að minnast félaga míns og sam- ferðamanns, Hafsteins Bergmanns Halldórssonar. Hafsteini kynntist ég 1973 og bjuggum við saman um nokkurra ára skeið. Þótt við hætt- um að búa saman slitnaði aldrei uppúr vináttu okkar. Hafsteinn var dagfarsprúður maður, trygglyndur og ákaflega greiðvikinn, hann var líka mjög lag- hentur og ávallt boðinn og búinn að hjálpa, þyrfti ég þess með. Böm- um mínum var hann ávallt góður. Hafsteinn var mjög menningar- lega sinnaður, sérstaklega mat hann mikils allt sem íslenskt er. Hann undi sér við lestur góðra bóka og hafði komið 3ér upp ágætu bóka- safni. Þrátt fyrir að Hafsteinn sé farinn frá okkur mun minningin um hann ávallt lifa. Líf hans snerist um að gera öðram gott og þannig munum við minnast hans. Bömum Hafsteins og öðram ætt- ingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Svava V. Jónsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.