Morgunblaðið - 12.02.1993, Side 35

Morgunblaðið - 12.02.1993, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 35 Minning Olafur Magnússon húsasmíðameistari Fæddur 29. desember 1907 Dáinn 2. febrúar 1993 í dag verður til moldar borinn Ólafur Magnússon húsasmíða- meistari, sem lézt eftir stutta sjúkrahússvist hinn 2. febrúar síð- astliðinn. Hann var mikill heiðurs- maður og hvers manns hugljúfi, prúður í allri umgengni. Þeir sem kynntus honum vissu að þar fór maður, sem hafði ekki hátt um sig og var vandaður í alla staði. Ólafur Magnússon fæddist hinn 29. desember 1907, sonur hjónanna Magnúsar Jóhannessonar og Maríu Ólafsdóttur, sem bæði létust um 1970 með árs millibili. Fyrir rúmum mánuði hélt Ólafur upp á 85 ára afmæli sitt á heimili dóttur sinnar hér í Reykjavík og þar var fjöl- menni mikið. Var augljóst að af- mælisbarnið var bæði vinsælt og vinmargt. Afkomendurnir eru orðn- ir margir, en Ólafi varð fjögurra barna auðið, barnabörnin eru 16 og barnabarnabörnin 19. Þannig eru niðjar hans í dag stór og föngu- legur hópur dugmikils fólks, 39 að tölu. Segja má, að Ólafur hafi verið mikill gæfumaður. Hann var tví- kvæntur. Fyrri konu sinni kvæntist hann 27. marz 1931. Hún hét Val- gerður Kaprasíusdóttir og var móð- ursystir konu minnar. Valgerður lézt fyrir aldur fram 23. janúar 1942, þá frá ungum börnum þeirra, Ólafi Alexander, sem þá var 11 ára og er nú málara- og múrarameist- ari í Reykjavík, kvæntur Maríu Gísladóttur, og Katrínu Guðrúnu, sem þá var 10 ára, nú húsfreyja á Akranesi, gift Braga Magnússyni trésmíðameistara þar. Þremur árum eftir fráfall Val- gerðar eða 27. október 1945 kvænt- ist Ólafur Magnússon eftirlifandi konu sinni, Helgu Ástu Guðmunds- dóttur ljósmóður. Með henni eign- aðist hann tvær dætur, Sólveigu Guðrúnu, sem gift er Haraldi Tyrf- ingssyni flugvélstjóra, og Maríu Magneu, sem gift er Márusi Guð- mundssyni trésmið. Eins og áður sagði eru barnabömin orðin 16 og barnabamabörnin 19, sem öll sakna vinar í stað þar sem afi og langafi var. Mér em þau hjón Helga og Ólaf- ur mjög minnisstæð, svo samhent í öllu sem þau voru. Eitt er víst að Helga hefur mikils misst og vil ég og fjölskylda mín færa henni okkar dýpstu samúðarkveðjur, svo og börnum hans og afkomendum öll- um. Ólafs Magnússonar verður lengi saknað. Megi hann hvíla í Guðs friði. Magnús Finnsson. í dag kveðjum við hinstu kveðju elskulegan afa okkar, Ólaf Magnús- son húsasmíðameistara, er andaðist í Landspítalanum 2. febrúar síðast- liðinn. Áfi var fæddur 29. desember 1907 á Kárastöðum í Borgarhreppi. Afí giftist ömmu okkar 27. mars 1931, Valgerði Kaprasíusdóttur, sem fædd var 12. maí 1904 og dáin 23. janúar 1942. Saman eign- uðust þau tvö börn, Ólaf Alexand- er, sem fæddist 27. janúar 1931, og móður okkar, Katrínu Guðrúnu, sem fæddist 15. mars 1932. Seinni kona afa, Helga Ásta Guðmunds- dóttir, fæddist 5. júní 1907. Saman eignuðust þau tvær dætur, Sólveigu Guðrúnu, fædda 12. september 1946, og Maríu Magneu, fædda 1. febrúar 1954. Þegar við lítum til baka minn- umst við afa okkar sem barngóðs og ástkærs afa. Það var alltaf til- hlökkunarefni að fara til Reykjavík- ur í heimsókn til þeirra. Alltaf átti afi eitthvað gómsætt í poka, sem hann laumaði að okkur og ávallt var hann reiðubúinn að taka í spil með okkur krökkunum og leika við okkur. Þá var það ekki síður spenn- andi er afi og Helga komu upp á Akranes til okkar, því að það þýddi að pakki var með í farteskinu og alls kyns góðgæti, sem hann greini- lega hafði unun af að gefa okkur krökkunum. Á stundum komu þau til þess að taka okkur með í ferða- lög eða í sumarbústað. Það eru í senn hlýjar og heillandi minningar, sem við eigum um ótal stundir með honum og Helgu. Elsku Helga mín, við biðjum Guð Magnea Osk Krist- vinsdóttir — Minning Fædd 7. desember 1927 Dáin 4. febrúar 1993 Elskuleg vinkona mína er dáin. Hún barðist hetjulega við einn skæðasta sjúkdóm sem heijar á mannfólkið í dag. Síðast þegar ég hitti hana, það var á Heilsuhælinu í Hveragerði í október síðastliðnum, var hún að reyna að ná upp þreki eftir stóraðgerð. Það duldist engum, sem hana sá, að þar fór hetja sem hvergi mátti aumt sjá svo að hún væri ekki tilbúin að hjálpa. Henni fannst allir aðrir eiga svo bágt og í gegnum öll sín veikindi var hun að ýta hjólastólum og hugga þá sem hún umgekkst, þótt helsjúk væri. Magga var mikil myndarkona. Hún átti yndislegt heimili og var stórmyndarleg húsmóðir. Eigin- maður hennar, Valgarður Magnús- son málarameistari lést fyrir þrem- ur árum. Hann var elskulegur og , heillandi maður og stóð eins og I klettur við hlið fjölskyldu sinnar uns yfir lauk. Magga treysti á hann í a einu og öllu og sagði oft: „Hann I Valli getur það, hann Valli gerir það.“ Og hann bæði gat og gerði. - Möggu var fjölskyldan mjög I kær. Synirnir þrír, tengdadæturnar og barnabörnin hennar, sólargeisl- arnir sem hún hugsaði og talaði um sýknt og heilagt. Hún var fljót að opna budduna ef hún sá eitthvað fallegt sem gæti passað á eitthvert þeirra, hún lífði fyrir þau. Það var gott að eiga hana sem vinkonu. Hún var persónuleiki sem maður gleymir ekki, svo hlý, trygg og góð og bráðskemmtileg. Við hlógum oft svo að tárin streymdu, það var gott. Magga eignaðist góðan vin nú síðasta ár, Hermann Guðmundsson. Hann reyndist henni mjög vel og veitti henni mikinn stuðning í þess- um erfiðu veikindum. „Ég er svo heppin, úr því að kletturinn minn er horfinn, að eiga svo góðan vin og fjölskylduna mína sem allt gerir fyrir mig, svo að ég megi ná heilsu. Inga mín, sjáðu bara, ég næ mér.“ Þetta voru síðustu orðin hennar Möggu vinkonu minnar er við kvöddumst í október. Veri hún guði falin. Inga Jónasar, Súgandafirði. Eigi má sköpum renna. Þau sorg- artíðindi bárust okkur 5. febrúar sl. að daginn áður hefði horfið héð- an á braut vinkona okkar, vinkona sem var okkur kær. Við höfum ekki þekkt Möggu í mörg ár, en þau ár skilja eftir sig ljúfar minn- ingar. Hlýleiki, elska og almenni- legheit einkenndu hana og mátti að styrkja þig í sorg þinni og sökn- uði. Guð blessi minninguna um hann afa okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vé megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Valgerður, Hólmfríður, Helgi, Víðir og Guðrún. Mig langar að minnast með nokkrum orðum elskulegs langafa míns er lést í Landspítalanum 2. febrúar sl. Minningarnar streyma fram um skemmtilegar stundir hjá langafa og Helgu ömmu. Best man ég síðustu heimsóknina til þeirra á Dalbrautina fyrir jólin, þegar við ræddum um allt milli him- ins og jarðar. Þau voru svo ánægð og hraustleg, samhent um að gera allt bjart og fallegt í kringum sig, eins og litlu „sólstofuna" þeirra á svölunum og blómin. Langafi og amma Helga unnu á síðustu árum marga fallega hluti í föndurtímum enda voru þau bæði mjög vinnusöm. Langafi var smiður, hann var barn síns tíma og smíðaði það sem smíða þurfti, hvort sem það var að byggja hús, brýr eða lítinn kistil. Því finnst mér vel við hæfi að kveðja hann með orðum Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi: hún ekkert aumt sjá. Ávallt var hún tilbúin að aðstoða eftir megni ef á þurfti að halda. Margt eigum við henni Möggu okkar að þakka, margt sem enginn gat gefið okkur nema hún. Því viljum við hér kveðja hana, því án hennar hefði líf okkar verið fátækara. Minning hennar mun ávallt lifa með okkur og styrkja á lífsleiðinni. Við þökkum henni því þær sam- verustundir sem við áttum saman. Megi góður Guð geyma hana í faðmi sínum. Ættingum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sólrún, Sveinbjörg, Herdís, Guðmundur, llalldór og fjöl- skyldur.------------------------- Höndin, sem hamarinum lyftir, er hafin af innri þörf, af líknsamri lund, sem þráir að létta annarra störf. Sá fagri framtíðardraumur er falinn í verkum hans, að óbomir njóti orku hins ókunna verkamanns. Blessuð sé minning hans. Katrín Guðjónsdóttir. Því eitt sinn verða allir menn að deyja. í dag verður afi minn jarðaður. Hann veiktist fyrir hálfum mán- uði og það leit ekki vel út. „Hann hefur það líklega ekki af“ var sagt. Auðvitað vonaði maður það besta. En það voru stutt veikindi, nokkrum dögum seinna var hann farinn. Afi minn var góður maður og alltaf mun ég hugsa með söknuði til þeirra stunda sem við áttum saman, eins og t.d. þegar við vorum lítil og hann fór með okkur á hveij- um sunnudagsmorgni í Langholts- kirkju til að taka þátt í barnaguðs- þjónustunni. Afi minn var húsasmíðameistari og ég er viss um að sá hlutur er ekki til sem hann gat ekki smíðað. Alltaf var hann að koma og búa til eða laga ýmislegt hjá okkur, og það var bara rétt fyrir veikindin sem hann kom seinast og smíðaði hlið í stigann fyrir litla langafabarnið sitt. Afí minn varð þeirrar gæfu að- njótandi að eignast tvær góðar kon- ur á lífsleiðinni. Fyrri kona hans var Valgerður Kaprasíusdóttir, en hún lést árið 1942, og eignuðust þau tvö börn saman. Og eftirlifandi eiginkona hans er Helga Ásta Guð- mundsdóttir, sem er amma mín, og áttu þau tvær dætur. Og svo má ekki gleyma öllum fjöldanum sem afabörnin og langafabörnin eru. Það er enginn vafí á því að hann afi minn átti sinn tíma og þó það sé sárt að missa hann þá vitum við að hann er á góðum stað núna og lítur eftir okkur hinum sem eftir erum. Kallið er koraið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss.þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma mín, ég bið þess að þú fáir allan þann styrk sem þú þarft á þessari sorgarstundu. Jóhanna. Vinarkveðja Ég kveð þig vinur, heill til hlýrra stranda, handan við dauða, þar sem sólin skín svo björt á heiðum himni vorsins landa. A helgum vegi bíður æskan þín. Þar anga blómin blíð á grænum vengi, í bemskuljóma framtíð vafin er. Þar eilífð leikur líf á hörpustrengi og ljúfir vinir aftur fagna þér. Við hjónin sendum öllum ástvin- um Olafs Magnússonar innilegar samúðarkveðjur. Marís Haraldsson og Guðrún Þórarinsdóttir. Minning Klara Gestsdóttir Fædd 27. nóvember 1942 Dáin 4. febrúar 1993 Elsku amma, góður Guð blessi minningu þína. Hve væri gott að vera.hér, ef væri friður hvar sem er og sundmng sæist engi, ef tvídrægninnar andi æ burt yrði að fara af hveijum bæ og hvergi húsrúm fengi. Sjá himinljósin hveija nátt sinn halda veg í friði og sátt og brosa blítt í hæðum. Ef saman gengi svo á jörð í sátt og friði Drottins hjörð, vér hvíld í hjarta næðum. Mitt hjarta, Guð minn, hneig til þín, í hafsins djúp gef reiði mín á undan röðli renni, og gef, að elskueldur sá, sem aldrei neitt sinn sloknar má, æ mér í bijósti brenni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Elsku afi, Hanna Gestur, Dóri og við öll, góður Guð styrki okkur og styðji og hjálpi okkur að styðja hvert annað. Björn Ingvar, Guðni Freyr og Kristbjörn Snær. Elskuleg amma okkar, Klara Gestsdóttir, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 12. febrúar. Engin orð fá megnað að tjá söknuð okkar. Amma gleymist aldrei. Góð- ur Guð blessi minningu hennar. Á einum Guði’ er allt mitt traust, engu skal ég því kvíða, angur míns hjarta efalaust á sér hans mildin blíða. Enn þó hörmungar efnin vönd á mig frekt geri’ að leita, almáttug Drottins hægri hönd, hún kann- því -öllu’ að-breytæ... Mannanna stoð og styrkur bregst, stofnar það oft til nauða, ævin með sorgum áfram dregst, endar loksins með dauða. Þá hljóta skiljast hold og önd og hérvist lífsins dvínar, almáttug Drottins hægri hönd, hún geymi sálu mína. í mínum Guði' eg huggun hef, hveiju sem öðru sætir, mig á hans vald og vilja gef, veit ég það, sem hann mín gætir, þó synda, eymda’ og sorgar bönd sárt vilji hjartað meiða, almáttug Drottins hægri hönd hún mun þau af mér greiða. Trúr er minn Guð, sem treysti’ eg á, trúr er Jesús, minn Herra, hans blessuð forsjón bezt mun sjá, nær böl og eymd mín skal þverra. Sem bylgjur hafs við sjávarströnd sín takmörk ei forláta, eins skammtar Drottins hægri hönd hverri sorg tíð og máta. (H. Pétursson.) Elsku afí, við biðjum góðan Guð að styrkja okkur öll og hjálpa okk- ur að styrkja hvert annað. Þórir Ingi, Anna Lilja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.