Morgunblaðið - 12.02.1993, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993
44
«CI2/Í/VÍW
„7ti/cÁ<x. átit hefurþú á her/ui<±l ? "
\
í rauninni má segja að Óli
hafi græna fingur. Hann
borgar alltaf garðyrkju-
manninum!
HOGNI HREKKVISI
,/MÉR t>ATT CKKI í HUC AO HÚhl ÖÆTl WWP...
BKKl VÍAR KNAPINN SVO þUMOtlR."
BREF TTL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Þakkir til Gunnars Kvarans
Frá Filippíu Kristjánsdóttur:
GUNNAR Kvaran sellóleikari skrif-
aði mjög góða grein á 40. síðu Morg-
unblaðsins 3. febrúar sl. Þar fer
saman viturleg íhugun og ágætt
málfar. Efni greinarinnar er að
mörgu leyti bergmál frá mínum eig-
in hugarheimi.
Sérstaklega greip mig sterkum
tökum þar sem hann minnist á Sjón-
varpið og áhrif þess á ungar sálir.
Sjónvarpið er dásamlegt tæki, því
þá ekki að nota það bæði til skemmt-
unar og uppbyggingar. Það þýðir
ekkert að tilkynna að þessi og þesi
mynd sé ekki heppileg fyrir böm að
horfa á. Þau verða enn áfláðari að
sitja við tækið. Sjónvarpið er kenn-
ari og til hvers er ætlast af kennur-
um? Að sá heilnæmu sæði í hjörtun
— eða hvað? Er það til of mikils
ætlast að fara þess á leit við stjóm-
endur Sjónvarpsins að vanda betur
efni til flutnings, meira af jákvæðu
efni en minna af sora og glæpaverk-
um. Við vitum að hé^ með okkar
þjóð eru að myndast undirheima-
gerningar sem okkur hefði ekki dott-
ið til hugar fyrir nokkmm árum að
við yrðum þátttakendur í. Okkur
fundust þessir atburðir svo óralangt
í burtu. Sjónvarpið gæti hjálpað til
að útiloka neikvæðu áhrifin. En það
er víst hægara að tala en fram-
kvæma
Nú er byijað að framleiða íslenzk-
ar myndir, ég er að bíða eftir því
að þær vegi á móti ljótleikanum.
Finnið einhver ráð, góðu sjón-
varpsmyndasmiðir okkar eigin þjóð-
ar. Framleiðið t.d. gamanmyndir,
þær létta lundina. Mér dettur í hug
hvort útlenda efnið sé mismunandi
dýrt eftir gæðum. Margt af þessum
myndum er hreinn viðbjóður og frá-
leitt að borga hann dýrum dómum.
Gunnar Kvaran minnist með réttu
á að allir þufi að hafa sín áhugamál
og tónlistin sé þar stór þáttur til
þroska og heilla. Þetta er hárrétt.
Svo er það skylda uppalenda að
ræða við bömin og hjálpa þeim til
að velja og hafna.
Reynum að beina sjónum okkar
til hæða. Þaðan kemur hjálpin. Ver-
um samtaka. Sameinaðir stöndum
vér, sundraðir föllum vér.
Filippía Kristjánsdóttir,
Hjallaseli 55.
Reykjavík.
Ummæli Þorsteins Vil-
hjálmssonar leiðrétt
Frá Bergsteini Jónssyni:
SUNNUDAGINN 7. febrúar sl.
stýrði Ólafur H. Torfason umræðu-
þætti á Rás 1. Var þar fjallað um
dr. Helga Pjeturss, jarðvísindastörf
hans og heimspekirit, Nýjalana. I
þætti þessum var talað við nokkra
menn, vel menntaða á sínu sviði.
Þeirra á meðal var Þorsteinn Vil-
hjálmsson frá Háskóla íslands, en
ummæli hans urðu mér tilefni til
að skrifa þessar línur. í máli sínu
lagði Þorsteinn á það áherslu að ef
vísindamaður gengi gegn því sem
raunvísindi hefðu staðfest væri hann
með því að vísa sjálfum sér út af
ræðuvellinum nema að benda á eitt-
hvað annað í staðinn. Svo var að
skilja að hann teldi dr. Helga hafa
fallið í þessa gröf í sambandi við
ferðahraða um hinn mikla geim þar
sem raunvísindi hefðu ekki staðfest
annan hraða meiri en ljóshraða og
hann væri ekki nægur til ferða í
slíkri víðáttu yrði þá að benda á
annað í staðinn ella væri kenningin
í uppnámi. Hver sem lesið hefur
Nýjal sér að bragði að þarna er
farið á hundavaði í málflutningi.
Eitt af því sem dr. Helgi undirstrik-
aði mjög í sínum útskýringum var
að ljóshraðinn væri snigilseinn til
svona ferða og benti svo sannarlega
á annan hraða sem alltaf hefði ver-
ið til staðar og hann byggði kenn-
ingar sínar ekki hvað síst á. Dr.
Helgi var afar ólíklegur til að lenda
í uppnámi með sínar kenningar á
miðri leið. Það er því töluvert undir
meðallagi að ætla að læða slíku að
fólki. Við slíkt má ekki bendla há-
skólann þó að hver einstakur hafi
rétt til að slá mælistiku á sjálfan sig.
Bergsteinn Jónsson,
Háaleitisbraut 20,
Reykjavík.
Víkveiji skrífar
Engir gera sjónvarpsmyndir í
eins háum gæðaflokki og
Bretar. Gott dæmi um það var
myndin um listaverkaráðgjafa
Bretadrottningar og njósnarann
Anthony Blunt sem ríkissjónvarpið
sýndi um síðustu helgi. Reyndar
voru það engir aukvisar sem stóðu
að baki þeirrar myndar. Handrits-
höfundur var Alan Bennett sem
þykir mikilhæfasti sjónvarpsleik-
ritahöfundur Breta um þessar
mundir og leikstjóri John Schlesing-
er, einhver fremsti kvikmyndaleik-
stjóri þeirra. Með James Fox í aðal-
hlutverki var auðvitað komin ávísun
á eitthvað sem lyftir afþreyingar-
miðli á borð við sjónvarp upp í list-
rænar hæðir. Ógleymanlegasta at-
riði myndarinnar er þegar drottn-
ingin kemur óvænt að listaverka-
ráðgjafa sínum þar sem hann er
að fjarlægja mynd eftir Titian til
frekari rannsóknar, og samtalið
þeirra á milli meðan aðstoðarmað-
urinn liggur í felum undir sófanum.
Bennett sýnir áhorfandum í þessu
atriði drottninguna sem dálítinn
galgopa en jafnframt hrífandi
gáfaða konu á þann hátt að ein-
hvem veginn hefur maður meiri
samúð með drottningunni eftir
mæðuárið mikla en áður. Á sama
hátt er áhrifamikið hveming höf-
undar myndarinnar sýna Blunt rýna
í málverk Titians og uppgötva að
undir yfirborðsmálningunni má
greina fímmta manninn á mynd-
inni. Röntgenmyndavélinni er beint
að að óljósum útlínum þessarar
dullarfullu manneskju en áður en
við fáum að sjá manninn taka á sig
mynd; blanda höfundarinnar ofur-
hægt inn í óljósar útlínumar. mynd
af yfirmanni bresku leyniþjón-
ustunnar í sjónvarpsmyndinni.
Skilaboðin em ótvíræð: Fimmti
maðurinn í þessum frægasta
njósnahring sögunnar var yfirmað-
ur sjálfrar bresku leyniþjónustunn-
ar. Djörf og áhrifarík brella og ekki
á færi nema stakra snillinga.
xxx
að mátti lesa það hér í blaðinu
í vikunni að aðsókn að Stræti,
sem Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss-
ins sýnir, er slík að orðið hefur að
fresta því verki sem við á að taka
um einhvem tíma. Leiklistargagn-
rýnandi Morgunblaðsins sagði á
sínum tíma þegar verkið var fmm-
sýnt að sýningin væri snöggtum
merkilegri en leikritið sem er fmm-
raun breska leikritaskáldsins Jims
Cartwrights. Undir það má taka
en það ánægjulegasta við þessa
sýningu er þó frammistaða unga
fólksins í leikhópnum. í sýningunni
er valinn maður í hverju rúmi. Eng-
um kemur á óvart að margsjóaðir
leikarar á borð við Róbert Amfinns-
son, Kristbjörgu Kjeld og Eddu
Heiðrúnu skili sínu með miklum
sóma. Hitt er merkilegt að sjá til-
tölulega nýútskrifaða leikara á borð
við Halldóm Bjömsdóttur, Baltasar
Kormák og Ingvar Sigurðsson, já
og Þór Thulinius, þótt lítið eitt eldri
sé í hettunni, ráða yfír þeirri tækni
og breidd í leik sem finna má í
þessari sýningu þar sem iðulega er
hlaupið á miili ólíkra hlutverka og
dregnar upp alls ólíkar persónur.
Islenskt leikhús á ekki að þurfa
neinu að kvíða með slíkt hæfileika-
fólk í uppsiglingu en það er um
leið góður vitnisburður um það verk
sem unnið er innan Leiklistarskóla
íslands sem menntastofnunar.
Og úr því Víkveiji dagsins er
lagstur í iistaumfjöllun, þá
þótti honum merkilegt að lesa það
í The Economist í dögunum að tíma-
ritið telur sig greina nýja stefnu í
viðfangsefnum ýmissa fram-
sæknustu tónlistarmanna Breta.
Þannig er píanóleikarinn David
Owen Norris farinn að hafa á efnis-
skrá sinni verk eftir Joni Mitchell,
drottningu þjóðlagarokksins, í
bland við verk eftir Walton,
Debussy, Haydn, Brahms og Mess-
iaen, og kollegi hans Joanna Mac-
Gregor leikur verk eftir djassfröm-
uðina Thelonius Monk og Erroll
Gamer í bland við Bartok, Debussy
og Ives. Fiðluleikarinn Nigel
Kennedy getur líka átt það til á
tónleikum að grípa í „All Blues“
Miles Davis næst á eftir Bartok-
sónötu. Breska nútímatónskáldið
John Adams er líka alls ófeiminn
við að birta í tónsmíðum sínum
skírskotanir í klassíska og nýklass-
íska höfunda á borð við Beethoven
og Berg, Messiaen og Scriabin í
bland við Gershwin, kvikmynda-
tónlist og Duke Ellington. Allt þetta
þykir blaðinu til marks um það að
hinir fornu múrar milli klassískrar
tónlistar og dægurtónlistar séu að
molna niður og yngra tónlistarfólk
sem alið er upp við klassíska tónlist
í miðri popp-menningunni víli ekki
fyrir sér að tileinka sér hvort
tveggja. Það er kannski vísbending
um að þessir straumar séu þegar
komnir hingað til lands að á tónleik-
um Skottís í nútímatónlist, í Ráð-
húsinu í fyrrakvöld, var m.a. flutt
verkið Tarzan fer til Hollywood eft-
ir Lárus Grímsson, þar sem djass-
leikararnir Sigurður Flosason og
Kjartan Valgarðsson léku á saxófón
og píanó við undirleik segulbands.