Morgunblaðið - 28.02.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993
Bn.ll
Ljósmynd Frank Johnston
Ljósmynd Frank Johnston
Ljósmynd Frank Johnston
Forsetar Bandaríkj-
anna við hinar ýmsu
aðstæður, Carter við
undirskrift friðar-
samninga, Ford með
hundinum sínum í
sundlauginni, og
Bush á heimili sínu
þegar stund var milli
stríða.
Sagðist ætla að dvelja þar yfir jól-
in og þangað mætti ég koma.
Allt í einu flugu upp allar hurð-
irnar fimm sem lágu að skrifstof-
unni, lífverðir geystust inn alvopn-
aðir og hófu tryllta leit undir sófum
og bak við gluggatjöld.
Ég hélt ég fengi hjartaáfall.
Hvað er að gerast?! hrópaði forset-
inn skelkaður. Viðvörunarbjallan
fór í gang herra forseti, sögðu líf-
verðirnir.
Þegar menn höfðu róast aftur
spjölluðum við saman um stund og
síðan fór ég fram þar sem vinur
minn einkaljósmyndarinn beið.
Hann spurði mig þungbrýnn hvað
ég hefði eiginlega verið að gera.
Þú varst þijátíu mínútur þama inni,
sagði hann og á meðan var Hvíta
húsið tæmt!
Öll þau ár sem hann hefði verið
í Hvíta húsinu hefði hann aldrei
upplifað neitt svipað.
Mér skilst að við skrifborð forset-
ans séu þijár bjöllur. Sú efsta er
notuð til að kalla á kaffi eða ann-
að, sú í miðið til að ná í ritarann,
og sú neðsta til að kalla á hjálp.
Þegar forsetinri teygði sig yfir
borðið til að sýna mér myndina rak
hann sig í þá neðstu.“
FORSETIÁ NÁTTFÖTUM
í jólafríinu fór Frank til Colorado
og heimsótti Ford forseta og fjöl-
skyldu hans.
„Ég var staddur hjá þeim á jóla-
morgni. Svo slysalega vildi til að
hitinn fór af húsinu einmitt þennan,
morgun. Fjölskyldan tók að sjálf-
sögðu upp jólapakkana á náttföt-
unum eins og siður er, en það var
svo fjári kalt að þau urðu að bregða
yfír sig úlpum. Þama sátu þau for-
setafjölskyldan á náttfótum og í
úlpum og tóku upp jólapakka! Ég
fékk fímm mínútur til að mynda
þau.
Þegar ég ætlaði að þakka fyrir
mig og fara, sagði forsetinn:
Heyrðu, hvert ertu að fara? Þú
borðar auðvitað morgunmat með
okkur.
Og ég sat hjá þeim í þijá tíma
og fékk meira að segja jólagjöf!
Ég held að fáir hafi myndað for-
seta Bandaríkjanna á náttfötunum,
ég var mjög heppinn."
Vegna bókarinnar um Hvíta hús-
ið fór Frank með Ford forseta til
Moskvu þar sem hann ætlaði að
eiga sinn fyrsta fund með Brez-
hnev.
„Ég var mættur í hús Brez-
hnevs, stóð í forsalnum niðri og
beið eftir að Ford forseti og fylgd-
arlið kæmi. Þá er kallað til mín á
ensku ofan af næstu hæð: Hæ,
hver ert þú?
Ég leit upp og sá að það var
sjálfur Brezhnev sem hallaði sér
yfir handriðið. Mér dauðbrá, ég
átti heldur ekki von á að heyra
móðurmálið talað þama. Hann tal-
aði sem sagt prýðilega ensku, sagði
mér blessuðum að koma upp í fund-
arherbergið svo ég gæti gert mig
kláran. Hristi hönd mína hressi-
lega.
Þegar forsetinn var kominn og
allir höfðu raðað sér niður, stóð ég
Rússamegin svo ég gæti betur
myndað Ford. Þá sá ég allt í einu
glitta í flösku undir borðinu hjá
Brezhnev, og ég gat ekki betur séð
en að það væri vodkaflaska. Ég
var ekki viss en hafði alltaf gætur
á flöskunni.
Ford og Brezhnev röbbuðu sam-
an og gerðu grín eins og gamlir
félagar og smám saman losnaði
um spennuna sem hafði legið í loft-
inu. Skyndilega beygir. Brezhnev
sig undir borðið, nær í flöskuna,
reisir sig upp, leggst með hálfan
líkamann yfír borðið og réttir Ford
hana. Þetta var dásamlegt tæki-
færi til að mynda og ég smellti af
eins og óður væri. Brezhnev var
bara að gantast og þetta reyndist
eftir allt saman vera gosdrykkjar-
flaska! Ford veltist um af hlátri og
salurinn allur. Og þetta var ein sú
fyndnasta mynd sem ég hef tekið.
En það var nú ekki allt búið.
Þegar ég kom á hótelið eftir mið-
nætti fékk ég að vita að filman
með þessari ágætu mynd hafi eyði-
lagst. Ég var svo miður mín að ég
gat varla sofíð. Um morguninn
hringdi kollegi minn í mig og sagði:
Frank, ég var að heyra að filman
þín hefði eyðilagst? Já því miður
sagði ég, en um leið og ég sleppti
orðinu kom þriðja röddin inn á lín-
una og ég þekkti þar strax Ford
forseta. Eg varð alveg gáttaður.
Hann spurði hvað hefði gerst og
ég skýrði honum frá því. Honum
þótti leitt að heyra þetta og bauð
mér í sárabætur að koma í hús
Brezhnevs og taka nokkrar myndir
af sér og Henry Kissinger meðan
þeir ræddu málin úti í garði. Og
það gerði ég, náði þar mjög góðum
myndum."
AUGNABLIKIÐ FANGAD
Þegar ljósmyndarinn er spurður
hvað honum þyki skemmtilegast
að ljósmynda og á hvað hann leggi
helst áherslur, segist hann ætíð
reyna að fanga augnablikið. Sem
dæmi um það nefnir hann atvik
úr síðustu kosningabaráttu forset-
anna. Þegar Georg Bush forseti var
á kosningaferðalagi á síðasta ári,
var Frank á næstu grösum til að
ná myndum af forsetanum, kjós-
endum og stemmningunni hjá
starfsliði forsetans þremur dögum
fyrir kosningar. Forsetinn og fylgd-
arlið hans ferðuðust með lest og í
einni borginni hafði mikill mann-
ijöldi safnast saman á brautarstöð-
inni.
„Ég reyndi að ná myndum af
forsetanum og þegar ég er að at-
hafna mig þama í mannþrönginni
kom maður úr starfsliði forsetans
og spurði hvort ég vildi ekki koma
upp í lestina og mynda mannfjöld-
ann og forsetann þaðan. Ég þáði
það auðvitað og steig upp í lestina.
En þegar ég er að ganga um
klefana til að finna mér góðan stað,
kem ég auga á James Baker kosn-
ingastjóra forsetans og fyrrum ut-
anríkisráðherra, þar sem hann situr
aleinn við borð og horfir út um
gluggann. Mér varð hverft við því
þannig hafði ég aldrei séð Baker
áður. Hann sat hokinn í sæti sínu
eins og andlit hans var eins og á
níræðum öldungi. Ég ljósmyndaði
hann, en hann tók ekkert eftir því.
Ég gekk jafnvel framhjá honum
en hann sá mig ekki einu sinni.
Það er eitthvað mikið að hugsaði
ég, og hafði orð á því við frétta-
mann sem ég hitti. Hann sagði það
rétt vera, því stuttu áður en ég fór
inn í lestina hefði Baker verið til-
kynnt að þeir myndu tapa kosning-
unum.
Ég var að vonum mjög ánægður
með að hafa náð þessari mynd því
hún var dæmigerð fyrir þann at-
burð sem var að gerast, sendi hana
til Reuters-fréttastofunnar, sem
dreifði henni síðan um allan heim.“
Á löngum og viðburðaríkum ljós-
myndaferli hefur Frank þó ekki
myndað neitt jafn hryllilegt og
mannslíkin í Guyana. Þá frömdu
um 900 bandarískir borgarar
sjálfsmorð að skipun trúarleiðtoga
síns Jim Jones. Fyrir algjöra tilvilj-
un var hann eini ljósmyndarinn sem
fór inn á svæðið þar sem sjálfs-
morðin höfðu átt sér stað. „Slíkir
atburðir fylgja manni alla ævi,“
segir hann.
En hver skyldi vera besta mynd
ljósmyndarans að hans eigin mati?
„Það er mynd sem ég tók í stríð-
inu í Víetnam," segir Frank. „Hún
er af ungum hermanni sem situr
upp við altari í kirkju með byssuna
í fanginu. Við höfðum leitað skjóls
í kirkjunni, vorum aðeins um fjöru-
tíu eftir af sex hundruð manns.
Hann var aðeins 19 ára gamall en
leit út eins og gamalmenni. Eftir
að okkur var bjargað skildust leiðir
okkar og ég sá hann aldrei meir.
Fyrir nokkrum árum hafði svo
bróðir hans samband við mig eftir
að hafa séð þessa mynd í Time-bók-
unum. Og örlögin höguðu því þann-
ig að við urðum miklir vinir og
erum það enn í dag.
Bestu vini mína hef ég eignast
í starfi mínu sem ljósmyndari. Ef
ég lít til baka yfir feril minn, tel
ég að gæfa mín hafi verið sú að
vera ætíð á réttum stað og á réttum
tíma.“
Frank Johnston er nú yfirljós-
myndari á Washington Post eins
og áður er sagt, en mun hann halda
áfram að fara út á götu og mynda?
„Að sjálfsögðu, það versta sem
gæti komið fyrir mig væri að vera
inni. Ég verð að komast út með
vélina.“
Og þar með .var Ijósmyndarinn
góði horfmn út í Austurstræti með
vélina um hálsinn. Sagðist ætla að
mynda daglegt líf íslendinga, fisk-
urinn og höfnin heilluðu hann.
Ljósmynd Frank Johnston
Víetnam sautján árum eftir striáslok. „Þeir notuðu göngin bæði sem
sjúkraskýli og skólastofu. Við enda undirganganna tók paradís við,
strönd með pálmatrjám."
É