Morgunblaðið - 28.02.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.1993, Blaðsíða 15
I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993 B 15 Tvöfaldur sigurvegari Jon Kjell Seljeseth samdi lagið Þá veistu svarið sem sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins, hann er einnig höfundur lags- ins Ég man hverja stund sem sigraði í keppninni um Landslagið. Það er ekki ósvipað að hanna hús og að smíða lag. Þetta eru skyld fyrirbæri. Bakgrunnur minn í byggingalistinni hefur oft komið sér vel í tónlistinni. Ég skynja hlutina á annan hátt. Við vitum að skynjun ólíkra áreita fer bara eftir því hvernig boðin eru lesin inn í heilann. Tónninn er ekki ólíkur ljósinu, annað fer inn um aug- un og hitt um eyrun. Litirnir geta endurspeglað mismun- andi tíðni hljóðbylgja. Eins er litstyrkur sambærilegur við hljóðstyrk, sterkur litur svarar þá til hávaða. Litimir eru mis- hreinir, rétt eins og tónarnir. Yfir- og undirtónar ráða því hvaða blæ tónninn hefur. Þetta laukst upp fyrir mér þegar ég fór að vinna við hljóðhönnun (sound design). Litafræðin úr byggingalistinni hjálpaði mér að greina hljóðin. Lagasmíði, útsetning og flutningur em samofnir þættir, líkt og öll þau svið sem koma saman við byggingu húss. Jon Kjell starfar langmest við upptökur nú orðið. Hann hefur lagt hönd á plóginn við gerð yfir 80 hljómplatna sem hljóðfæraleikari, útsetjari og upptökustjóri. Einnig hefur Jon Kjell komið við sögu í hvert sinn sem Söngvakeppni Sjónvarpsins hefur verið hald- in, utan einu sinni, sem hljóð- færaleikari og útsetjari. Þá hefur hann gert talsvert af auglýsingatónlist. Meðal þeirra sem hann hefur unnið með er hljómsveitin Stjórnin. Hún tók þátt í Söngvakeppn- inni í Zagreb í Júgóslavíu 1990, þá var Jon Kjell hljóm- sveitarstjóri og tók þátt í öllum undirbúningi. Stjórninni gekk mjög vel og lenti í 4. sæti, sem er besti árangur íslendinga til þessa. Nú kom Jon Kjell í fyrsta skipti við sögu sem höfundur. Hann valdi tiltölulega óþekkta söngkonu, Ingibjörgu Stefáns- dóttur, til að flytja lagið. Ingi- björg gat sér nýlega gott orð fyrir leik í kvikmyndinni Vegg- fóðri. - Átti það þátt í vali söng- konunnar? „Flytjandinn hefur heilmik- ið að segja og auðvitað er val- ið þaulhugsað. Ingibjörg hefur mjög heillandi framkomu og vekur athygli. Ég hef unnið með mörgum frægum söngv- urum og prófaði marga fyrir þetta lag. Þegar Ingibjörg kom til að prufusyngja lá við að ég yrði feiminn. Hún hefur sterka útgeislun. Reglurnar segja að það sé verið að keppa um lag, en í raun er það ekki svo. Dómnefndirnar greina ekki á milli einstakra þátta lags og texta, útsetningar og flutn- ings, heldur ræður heildar- myndin úrslitum. Ég var hræddari við viðbrögð fólks við laginu hér heima en úti, svo er bara að sjá hvað setur.“ Heldur þú að lagið þitt nái 4. sætið á írlandi í vor, eða fari jafnvél ofar? „Það er svo auðvelt að lofa einhveiju og lenda svo á botn- inum. Á næstu vikum bíður okkar gífurleg vinna og undir- búningur," svarar Jon Kjell. Hann telur allar líkur á að hann mundi tónsprotann á ír- landi í vor. Hann býr að reynsl- unni frá Zagreb og telur hana ómetanlega. Það mæðir mest á hljómsveitarstjóranum í þau tvö skipti sem hver flytjandi fær að æfa með stórhljómsveit keppninnar í tuttugu mínútur. í Júgóslavíu gafst vel að hafa hluta undirleiksins á tónbandi og allar líkur á að svo verði aftur nú. „Ég var með milli 10 og 15 mismunandi útgáfur af undirleiknum á tónböndum, breytta hljóðfæraskipan og ólíkar tónblöndur af undir- leiknum í Einu lagi enn. Á fýrri æfingunni í Zagreb var enginn píanóleikari mættur þegar við komum, loks þegar hann kom heyrði ég að hann fór býsna frjálslega með út- setninguna, enda hafði hann aldrei séð nóturnar fyrr. Ég fékk undanþágu til að nota undirleiksband með píanó- leiknum á og það var til bóta.“ Jon segir undirbúninginn vera mikilvægan en það sem skipti mestu máli á lokakvöld- inu sé hvort það er neisti í flutningnum. „Ég veit að söngkonan hefur ekki mikla reynslu, en ég fínn að hún er tilbúin til að leggja sig alla fram. Það er eitthvað við þessa stelpu...“ Gera Norðmenn ekki tilkall til þín, nú þegar þú ert tvöfaldur sigurvegari í dægurlaga- keppnum íslands? Þeir reyna eflaust að eigna sér mig - ef okkur gengur vel - en ég er löngu orðinn Islend- ingur. Þessar þjóðir eiga það sameiginlegt að hrósa sér af brottfluttum bömum sínum. Ef læknir af íslenskum ættum verður frægur í útlöndum þá eru allir fjölmiðlar hér fullir af því, þótt maðurinn hafí búið úti áratugum saman. Ég kann ákaflega vel við mig á Islandi og er kominn til að vera. Það eina sem fer í mig er gráa veðrið, þegar það er hvorki gott eða vont, blautt eða þurrt, bjart eða dimmt. Þegar veðrið er búið a vera þannig vikum saman verð ég pirraður.“ Jon Kjell hefur gott vald á íslensku, þótt hægt sé að merkja á mæli hans að hann Ég kann ákaflega vel við mig á Islandi og er kominn til að vera. Það eina sem fer í mig er gráa veðrið, þegar það er hvorki gott eða vont, blautt eða þurrt, bjart eða dimmt. er aðfluttur. Þegar honum er hrósað fyrir tungutakið segir hann vera dagamun á því hversu góða íslensku hann tali, það skipti líka máli í hvernig skapi hann er. „Þegar ég er í góðu jafnvægi gengur allt vel, en ef það fýkur í mig þá verð- ur málið skrautlegra. Konan mín segir að það þýði ekkert að rífast við mig, því ég verði svo fyndinn þegar ég reiðist! Annars er verst hvað ég er farinn að ryðga í norskunni. Þegar mamma hringir verð ég að setja í „norska gírinn" og jafnvel hugsa mig um til að fínna réttu orðin.“ Tilboðsdagar Vikuna 1.-5. mars verður haldin sérstök Knorr-vika í Fjarðarkaupum. Vörukynningar og tilboðsverð á hinum ljúfFengu Knorr pastaréttum, pottréttum, pastasósum, sápum, sósum, kryddi og fleiri úrvals vörum frá Knorr. Gegn framvísun þessa miða færðu I 1 stk. Knorr moussaka og/eða I Knorr Dijon sósu á hálfvirði /JS meðan birgðir endast. FJARÐARKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.