Morgunblaðið - 28.02.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1993, Blaðsíða 2
£ S MÖRGÚNBLaMð SÚNNÚlDÁGÚR::28.: RÚBRÚAR 1993 eftir Arnold Indriðason ÞAÐ ERU tveir kvikmyndagerðarmenn í Clint Eastwood. Annar kemst seint á verðlaunapall. Sá gerir sundurtættar harðhausamyndir fyrir karlmenn sem ganga að formúlum hans vísum, vildu gjarnan af- greiða hlutina eins og hann en láta sér nægja að horfa <sem betur fer). Það er sá Clint sem var sagður fasisti á áttunda áratugnum og femínisti á þeim níunda. Eða var það öfugt? Hann er ein frægasta kvikmyndastjarna aldarinnar, dáður um allan hnöttinn. Það ber mun minna á hinum Clint. Sá spilar á píanó, er jassisti og óvenjugóður kvikmyndaleikstjóri með þrjár annálaðar, listrænar myndir að baki. Það er sá Clint sem Óskarsakademían tilnefndi til níu Óskarsverð- launa fyrir stuttu. Það er sá Clint sem kemst á verðlaunapall. Hin þeir eru samvaxnir þessir ■h tveir og engin skurðaðgerð _ akademíunnar getur kippt þeim í sundur. Eastwood hefur leikið margan aðkomumann- inn í myndum sínum og hann er sannarlega aðkomumaður í Óskar- borg. Eastwood hefur aldrei ekið með neina Daisy og hann dansar ekki við úlfa. Hann skýtur fyrst og gleymir svo að spyrja. Hann er amer- . íski einfarinn sem treystir á byssuna og á alltaf skot í henni fyrir rétt- læti og hefnd og sigur hins góða. Hann pírir augun og lyftir sterkleg- um kjálkanum og hreinsar út sóða- bæli eins og Helvíti. „Enginn er amerískari en hann,“ sagði rithöf- undurinn Norman Mailer um Eastwood og hittir kannski nagl- ann á harðhausinn. Hinir vægðar- lausu(„Unforgiven“), nýja vestran- um hans sem hlaut tilnefningamar níu, lýkur á því að hann hótar að „snúa aftur og drepa alla“ og í bakgrunni lýsir elding upp banda- ríska fánann. Ekkert síður skilaboð til Saddams en hvað annað; menn ættu ^að varast að æsa sig upp gegn landi vestrans. Hinir vægðarlausu er summan af verkum Eastwoods og í henni tekur hann afstöðu til 30 ára ferlis síns í bíómyndum þar sem dauði og ofbeldi hefur orðið að skemmti- efni. Hugmyndafræðin á bak við hana er einföld. Það hefur sínar afleiðingar að drepa og ofbeldi er viðurstyggilegt. „Dauðinn er engin skemmtun í Hinum vægðarlausu," segir Clint og það eru orð að sönnu. í einu eftirminnilegasta atriði myndarinnar verður dauðinn að til- fínningalausu sjónarspili þegar Eastwood og menn hans tveir sitja fyrir fórnarlambi sínu og drepa án neinnar eftirsjár. Þeir eru að þessu fyrir pening. Ahorfandinn finnur kuldann að baki verknað- inum og hann finnur líka að hér er dauðinn enginn leikur lengur heldur grimmasta, ljót- asta alvara. „Það er þó ekki eins og ég sé að gera yfirbót vegna þess sem ég hef gert á hvíta tjald- inu á undanfömum árum,“ segir Eastwood. „En handrit Hinna vægðarlausu var það fyrsta sem ég hef getað túlkað á þá vegu að dauðinn er ekkert sniðugur. Ein- hver kvelst af völdum hans, jafnvel sá sem olli honum." Það er William Munny sem veld- ur dauðsföllum í Hinum vægðar- lausu. Hann er aðalpersóna mynd- arinnar, klæðskerasniðin að Clint Eastwood á efri árum. Leikarinn er nú 62 ára og líkt og hjá Munny er tekið að hausta í lífí hans. Hún er tekin í köldum haustlitunum sem undirstrika þetta og á sama hátt og myndin boðar ákveðna niður- stöðu á löngum ferli Clints lítur Munny um öxl yfir farinn veg, iðr- unarfullur og hræddur við dauðann og syndagjöldin sem bíða. Hann er gamall byssubófi sem áður myrti menn, konur og börn þótt hann muni það ekki greinilega því hann EIN LÍTIL HUGLEIÐING UM CLINT EASTWOOD OG HINA VÆGÐAR- LAUSU í TILEFNIAF NÍU ÚTNEFNINGUM TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Breyttur Eastwood; afhjúpar goðsögnina um harðhausa Fyrstu skotin; Eastwood í sjónvarpsþáttunum villta vestursins. „Rawhide". Gamall og ryðgaður byssubófl Eastwood í Hinum vægðarlausu. ;;1* M /4%' wA % 3WB Wm § m liÍtdÉÉ ik ■u Mmtþ ■ / m 1 • j ^ r *rir iBMIwBÍ ■ li ) \ i. f M \ JH W ‘ \ • . var fullur allan tímann en hefur ekki snert á byssu eða brennivíni í 11 ár þegar myndin hefst. Konan í lífi hans fékk hann til að hætta en nú er hún látin og ungur byssu- bófí kemur til tveggja bama ekkju- mannsins og segir að í boði séu peningar fyrir tvo menn sem skorið hafa í andlit hóru. Munny, sem varla getur setið hest lengur, vant- ar peninginn barnanna vegna og hóar í gamlan félaga sinn og sam- an ríða þessir þrír á vit síðustu drápsverka Munnys. A ferðalaginu afhjúpa þeir goð- sögnina, sem Eastwood á ekki lít- inn þátt í að skapa, um harðjaxla villta vestursins, um ofbeldi sem bestu lausnina, um einfararóman- tíkina. Boðskapurinn hefur breyst frá því hann gerði „High Plains Drifter" (1973), „The Outlaw Josey Wales“ (1976) og „Pale Rider“ (1985). Eastwood er þroskaðri og vísari. Hann keypti handrit Davids Webbs Peoples árið 1983 úr hönd- unum á Francis Ford Coppola en setti það til hliðar og beið eftir að það eltist og yrði eins og gott, þroskað vín. Sex árum síðar var kominn tími til að dusta af því ryk- ið. Hann vandaði valið á leikurun- um sem allir eru komnir á efri árin, Richard Harris, Morgan Freeman og Gene Hackman, sem hikaði af því hann vildi ekki of mikið ofbeldi og orðsporið sem fór af Eastwood í þeim efnum var ekki gott. „Ég veit nákvæmlega hvað þú átt við,“ sagði Eastwood við hann. „Ég hef gert margar ofbeldisfullar myndir en mér þætti vænt um ef þú vildir líta á þetta handrit því það er flöt- ur á því sem er gerólíkur því sem ég hef fengist við áður. Eg held það upphefji ekki ofbeldi og ef við gerum þetta rétt munum við ekki misnota það; boðskapurinn er raun- ar sá að það leysi engann vanda.“ Hackman var sammála. Byssumaðurinn Clint á sér mun lengri sögu en listamaðurinn. Margir hér heima veittu honum fyrst eftirtekt í kanasjónvarpinu þegar hann lék kúrekann Rowdy Yates í sjónvarpsþáttunum „Raw- hide“ en alþjóðlega frægð hlaut hann í þremur spagettívestrum ít- alska leikstjórans Sergio Leone, sem gerðir voru á Spáni. Þar mót- aðist kúrekahetjan, einfarinn og ofbeldismaðurinn. Spagettíhetjan flutti á mölina í Dirty Harry-mynd- unum í byrjun áttunda áratugarins og fram á þann níunda en í þeim lék Eastwood lögreglumanninn Harry Callaghan sem fannst fljót- legra að skjóta hina grunuðu en yfírheyra þá. Hin hliðin á Clint, hinn listræni kvikmyndagerðarmaður og jassisti, kom fram í myndinni „Bird“, sem Ijallaði um átrúnaðargoð East- woods, jassistann Charlie Parker. Þetta var langt í frá fyrsta myndin sem hann leikstýrði en hér var komin mynd frá aðalharðhausi hasarmyndanna sem hvergi átti heima í safninu hans, afar listræn, persónuleg og næstum ljóðræn út- tekt á kostum og göllum Parkers. Gagnrýnendum kom þetta jafnmik- ið á óvart og föstum aðdáendahópi hans. Vikuritið „Time“ sagði að með myndinni væri Eastwood kom- inn í hóp fremstu leikstjóra Banda- ríkjanna. Hann hélt áfram á þess- ari braut í myndinni „White Hunt- er, Black Heart“ og lét sér ekki nægja neitt minna en að leika John Huston á fílaveiðum í Afríku um það leyti sem hinn frægi leikstjóri gerði Afríkudrottninguna með Humphrey Bogart og Katharine Hepburn. Myndin var glettilega skemmtileg lýsing á veiðimannin- um og kvikmyndagerðarmanninum Huston, fyndin og sönn og styrkti Eastwood enn í sessi sem alvarleg- an kvikmyndaleikstjóra. í framhaldinu komu Hinir vægð- arlausu sem sameinar listrænan metnað Eastwoods, reynslu hans af kúrekamyndum og nýjan og greinilega tímabæran boðskap hans um dráp og ofbeldisverknaði. Gagnrýnendur og áhorfendur hafa tekið fagnandi þeirri þróun sem orðið hefur á ferli Eastwoods og kristallast í myndinni og óskar- sakademían er tekin að líta á hann með slíkri velþóknun að hvorki fleiri né færri en níu útnefningar eru honum veittar. Hann hefur aldrei sótt neitt í akademíuna eða Holly- wood, ekki kært sig um það, rekur kvikmyndafyrirtæki sitt í Carmel í Kalíforníu þar sem hann var áður borgarstjóri. Ófá dæmi sanna að níu útnefn- ingar þýða ekki endilega níu stytt- ur en það er óneitanlega kítlandi tilhugsun að sjá Dirty Harry raða á sig gullstyttunum. Nema hvað hann er enginn Dirty Harry leng- ur. Clint sagði nýlega í viðtaii að hann væri hættur að gera harð- hausamyndir sem eru eins og fílm- uð hasarblöð; að lokaskotbardaginn í Hinum vægðarlausu hafí verið hans síðasti. Hann hafí vaxið frá þeim. „Ég held að þeir dagar séu liðnir. Þetta er nútíminn fyrir mér. Ég læt yngri kynslóðum það eftir að fara með gæjalegar setningar og drita niður tonn af fólki. Það er hluti af því að eldast.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.