Morgunblaðið - 28.02.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.02.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993 B 5 fimmtíu háskólar voru stofnsettir. Vestrænir vindar hleyptu lífi í rúss- neskar bókmenntir, blöð og tímarit spruttu upp og fjöldi bóka var gefinn út. Katrín vildi stjórna í anda upp- lýsts einveldis. Hún lagði áherslu á að koma skikk á rússneskt viðskipta- líf og embættismannakerfið, dró úr pyntingum og sýndi öðrum trúarhóp- um umburðarlyndi, enda hafði hún sjálf látið af trú sinni fyrir gifting- una. Þá létti hún skattabyrði borga- rastéttarinnar og hvatti til aukinnar framleiðslu, sem varð til þess að efla útflutning gífurlega. Árið 1767 skipaði Katrín mikla löggjafarnefrid sem semja átti heild- arlög fyrir rússneska ríkið. Skrifaði keisaraynjan sjálf leiðbeiningar fyrir nefndina en þær voru byggðar á lestri hennar á verkum frönsku heimspekinganna Montesquieu og Beccaria. Einnig skipulagði Katrín skrifræðisstjórn og skipti landinu í fimmtíu fylki. Afraksturinn var hins vegar rýr þrátt fyrir að yfirsýn yfir ríkið batnaði en hún var svo bágbor- in þegar Katrín tók við völdum að enginn vissi hveijar heildartekjur ríkisins voru. Ofugþróun Upphafleg ætlun Katrínar var að afnema bændaánauð en vegna and- stöðu aðalsins féll hún frá þeirri hugmynd. Varð raunin sú að á sama tíma og bændaánauð var á undan- haldi í Vestur-Evrópu, jókst hún í Rússlandi. í grundvallaratriðum þró- aðist Rússland því í þveröfuga átt við meginreglur upplýsingarinnar um frjálsa bændastétt. Katrín kom þó á margvíslegum umbótum innan- lands en dregið var úr þeim eftir bændauppreisnir á árunum 1773- 1775, sem urðu í kjölfar aukinnar ánauðar. Stærstu uppreisninni stýrði Donkosjakkinn Púgastjov en hann kvaðst vera eiginmaður Katrínar, Pétur III, sem þá hafði legið dauður í gröf sinni í rúman áratug. Upp- reisnin var bæld niður og Púgatsjov tekinn af lífí. Landvinningastefna Katrínar II færði henni fjölmarga sigra í vestri og suðvestri. Rússland náði stórum hlutum Póllands á sitt vald með samningum við Austurríki og Prúss- land á árunum 1772-1795, svo og svæðum Tyrkja norðan Svartahafs á árunum 1768-1774 og 1787- 1792. Var Rússland eitt helsta stór- veldi Evrópu á valdatíma Katrínar. Þrátt fyrir að Katrínu miklu tæk- ist ekki að koma eins miklu til Ieiðar og hún ætlaði sér, og þrátt fyrir að hún hreykti sér af árangri sínum við franska vini sína, hafði stjórnarseta hennar mikil áhrif í Rússlandi, ekki síst menningarleg. Ólæsi var út- breitt, jafnvel meðal aðalsins, og gerði Katrín tilraunir til að bæta menntun, þótt þær væru heldur van- máttugar. Hún sóttist eftir málverk- um og höggmyndum evrópsku meistarana, svo og ritum þeirra, komst meðal annars yfir bókasafn Voltaires, alls 7.000 bindi. Lista- verkaáhugi hennar breiddist út með- al rússneska aðalsins og mörg þekkt- ustu evrópsku listaverkin „hurfu“- inn í glæsihallir í austri. Sjálf hafði Katrín fest kaup á um 4.000 verkum þegar hún lést, sem var svipaður fjöldi og aðrir stórhöfðingjar Evrópu áttu. Heitar ástríður Katrín II skildi eftir sig djúp spor í sögu Rússlands vegna margvís- legra umbóta, endurbættrar löggjaf- ar, landvinninga og menningarmála og fýrir þetta hefur hún hlotið viður- nefnið „hin mikla“. En hún hefur einnig hlotið ámæli fyrir lauslæti, og þótt ástarlíf hennar hafi vissulega kostað dijúgan skilding setti hún hagsmuni Rússlands ofar öllu öðru. Katrín jós gjöfum yfir elskhuga sína, jafnt í lausafé, góssum og embætt- um. Hún kallaði þá gjaman nemend- ur sína og gantaðist með að í rekkju sinni væri hún að þjálfa þá í að þjóna Rússlandi. Þegar Katrín komst til valda var Grigori Orlov elskhugi hennar og velgjörðarmaður og hún launaði honum með því að sæma hann nafn- bótinni „prins“. En þegar hann fór að tala um hjónaband, fannst henni tími til kominn að senda hann í burtu. Hann fór sem sértakur sendi- Samdi eigin grafskrift í höilinnl. Samtíma koparstunga frá hirðlífinu í höll Katrínar miklu. fulltrúi hennar til Evrópu og er hann sneri aftur færði hann henni afar stóran demant, „Nadir-Shah“ de- mantinn sem einnig er kallaður Orlov-demanturinn og víðfrægur er. Orlov átti hins vegar ekki aftur- kvæmt í sæng keisaraynjunnar því þar hafði búið um sig ungur macjur, dökkur á brún og brá, Alexis Vasilsj- ik. Elskhugar Katrínar komu og fóru og samkvæmt sagnfræðingnum Will Durant voru fastir ástmenn hennar nafngreindir 21 talsins á íjörutíu árum og eru þá ónefndir allir þeir sem hún er sögð hafa kippt upp í ból til sín til skyndikynna. Þóttu sumir þessara manna lítið hafa til brunns að bera annað en frítt and- lit, æskuþrótt og íturvaxinn líkama. Þetta hefur þótt bera vott um laus- læti og brenglaða siðferðisvitund Katrínar, en á það má benda að sjálf- sagt hafa ástmenn Katrínar hvorki verið fleiri né færri en frillur þess karlpenings sem var í svipaðri að- stöðu vítt og breitt um Evrópu. En af því að hún var kvenmaður var það kallað „brókarsótt". Stóra ástin Sá maður sem nafnkunnastur varð allra ástmanna Katrínar miklu var Grigori Alexandrovitsj Potemkin og líklega hefur hann verið stóra ástin í lífi hennar. Hún var komin á fimmtugsaldur þegar hún féll fyrir honum og það svo rækilega að sum bréfa hennar til hans eru vart birt- ingarhæf, svo opinskátt játar hún girnd sína til hans. Sumir sagnfræð- ingar hafa haldið því fram að þau hafi verið gift á laun því í nokkrum bréfanna kallar hún hann sinn „elsk- aða eiginmann“ og talar um sjálfa sig sem „þín heittelskandi eigin- kona“. Potemkin var ekki aðeins elskhugi hennar heldur einnig sálufélagi og á milli kossa og hvílubragða ræddu þau stjórnmál og unnu samhent að þeim áformum að auka veldi Rúss- lands. Hann ruddi henni braut að Svartahafi og hún jós í hann pening- um, metorðum og völdum og sagt er að hann hafi kostað ríkisk^ssann um fimmtíu milljónir rúblna. Pot- emkin var einna þekktastur í sög- unni fyrir það að dubba upp þorp og bændur til að breiða yfir eymd rússneskrar alþýðu þar sem keisara- ynjan átti leið um og bera samtíma- teikningar þessu athæfi hans hlálegt vitni. Þegar hann lést er sagt að hún hafi fallið í yfirlið og ekki verið mönnum sinnandi lengi á eftir. Síðasti ástmaður keisaraynjunnar var ungur og fríður hirðmaður, Plat- on Zubov að nafni, fjörutíu árum yngri en Katrín, sem þá var um sextugt. Hann stóð við hlið hennar þar til hún lést skyndilega úr heila- blóðfalli þann 17. nóvember 1796. Zubov átti nokkrum árum síðar þátt í morðinu á Páli syni hennar, sem þá var sestur á valdastól. Eftirkomendur Sagt er að Katrín hafi beitt Pál son sinn harðræði, einkum eftir að hann fór að spyija óþægilegra spurninga varðandi morðið á föður sínum. Raunar þótti Páll oft hegða sér einkennilega, ekki ósvipað Pétri, þótt því væri haldið fram að hann væri alls ekki sonur hans. Jafnvel Pétur sjálfur afneitaði börnunum á meðan hann lifði og einhveiju sinni var hann sagður hafa hrópað til Katrínar, ölvaður í einni veislunni að ekki vissi hann hvaðan bömin kæmu. Svo mikið væri víst að hann ætti ekkert í þeim. En þótt fátt væri með þeim Katrínu og Páli syni hennar lagði hún ofurást á syni Páls, einkum þann elsta, Alexander. Páll tók við völdum eftir móður sína, en stóð stutt við og er í raun ekki þekktur fyrir annað en að vera faðir Alexanders keisara I. Hann kom til valda 1801 og vann í fyrstu að umbótum í fijálsræðisanda. Síðar fór hann í stríð við Napóleon Frakka- keisara og átti stóran þátt í falli hans og var áhrifamikill á Vínar- fundinum, sem haldinn var til að ákveða framtíðarskipan Evrópu. Bróðir Alexanders, Nikulás I., tók við ríki 1825. Hann var afturhalds- samur og vildi efla stórrússneska þjóðemishyggju. Sonur hans Alex- Árið 1778 samdi Katrín mikla eftirfarandi grafskrift fyrir sjálfa sig Hér hvílir Katrín II, fædd þann 21. apríl 1729 í Stettin. Atján ára leiðindi og einmanaleiki urðu til þess að hún las fjölda bóka. Er hún hafði tekið við völdum í Rússlandi, var hið góða henni hjartfólgið, hún lagði sig fram um að færa undirsátum sínum ham- ingju, frelsi og velmegun. Hún var fljót til að fyrirgefa og hataði eng- an. Umburðarlyndi hennar og lífs- gleði, áhugi á lýðveldisstefnunni og hjartagæska ávann henni vin- áttu margra. Starfið reyndist henni auðvelt og hún hafði yndi af samkvæmum og hinum fögru listum.“ ander II tók við ríki 1855 og reyndi að koma á ýmsum umbótum en varð lítt ágegnt vegna skorts á hæfum embættismönnum. Honum tókst þó að afnema bændaánauð árið 1861. Alexander III tók við ríki af föður sinum, Alexander II, og reyndist afar íhaldssamur. Sonur hans, Niku- lás II, tók svo við ríki af honum og var síðasti keisari Rússlands, en hann lét af völdum í kjölfar febrúar- byltingarinnar 1917 og var líflátinn ásamt fjölskydlu sinni árið 1918. Þar með hurfu síðustu áhrif Katrínar miklu á stjóm landsins, sem hún hafði ung tekið ástfóstri við. Már Hinriksson, Guðjón Gíslason og Garðar Ingþórsson eru ánægðir með sinn árangur: Þetta er stórfín þjálfun. Við hófum aukið þrek og þol til muna, við erum frískari í vinnunni og léttari andlega og líkamlega. Hefst 6. mars * Tækjaþjálfun og tröppuþrek 3x-5x í viku * Fitumælingar og vigtun * Aðhald og hvatning * Fræðslufundir Verð kr. 9.900 Ath.: Morgunhópur- hádegishópur og kvöldhópur AGÚSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 68 98 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.