Morgunblaðið - 28.02.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.1993, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993 ÆSKUMYNDIN... ERAFINGÓLFIHANNESSYNI, YFIRMANNIÍÞRÓTTADEILDAR RÚV Sigldi dnn um Hvítá 9 ára gamall ÆSKUMYNDIN að þessu sinni er af Ingólfi Hannessyni yfirmanni íþróttadeildar Ríkisút- varpsins. Ingólfur fæddist í Borgarnesi 23. júní 1953. Hann er yngstur fjögurra systkina. Elstur er Gústaf Hannesson albróðir en Jón Sigurðsson og Ingibjörg Sigurðardóttir eru sammæðra. Foreldrar, Hannes Ólafsson lax- veiðibóndi frá Hvítárvöllum, látinn, og Ása Björnsson. „Já, ég var yngstur í hópnum og iðulega dekraður í samræmi við það,“ segir Ingólfur. Hann var búsettur í Borgarnesi til fimm ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan vest- ur í bæ og bjó á Framnesveginum. „Þar var byijað að sparka bolta, einkum með Gunnari Gunnarssyni eiganda Trimmsins á Klappar- stíg. Allur frítíminn fór í sparkið og ævintýr- in á Framnesvellinum gamla, sem fóstraði marga snillinga í boltanum,“ segir Ingólfur. En þar með er ekki öll sagan sögð, því Ingólfur bætir því nú við, að öll sumur í æsku sinni hafi hann dvalið með foreldrum sínum við laxveiðar í net í Hvítá í Borgar- firði, en fjölskyldan átti þá hluta af jörðinni Hvítárvöllum. Bjuggu þau í sumarhúsi á árbakkanum sem ævinlega gekk undir nafninu Höll sumarlandsins. Þama var mikill veiðiskapur stundaður og Ingólfur segist þess fullviss að fáir hafi hand- leikið fleiri laxa á ævinni þó svo að margur væri stórtækur í stanga- veiðinni nú til dags. Bæði var að íjölskyldan veiddi óhemju og svo keypti hún lax af bændum fyrir ofan og neðan. Viðmælandi okkar segir þessi æskuár hafa verið skemmtileg þó svo að hann hafí fyrir vikið farið á mis við hefðbundna sumarleiki í stórum vinahópi og lítið hafí verið aðhafst annað í tilefni afmælis síns á Jónsmessu annað en að opna ávaxtadós. í staðinn hafí hann mót- að sjálfstæðan, rólegan og jafnan persónuleika sem hann búi að í dag Ingólfur fimm ára gamall, kotroskinn og ánægður á Hvítárbökkum. og hafí fleytt sér í gegn um strangt nám erlendis. „Þessi æskuár voru afskaplega skemmtileg og viðburða- rík og var ég snemma farinn að ferðast einn um ána, á hinum sér- stöku bátum sem bændur þama um slóðir nota, eða um leið og ég gat gangsett utanborðsmótorinn, 8-9 ára. Á tíunda ári var ég m.a. feng- inn til þess að lóðsa Sigurjón Rist, landskunnan vatnamælingamann, um ána og farinn að ná í lax til bænda ofan og neðan við Hvítár- brúna. Þannig varð ég mjög snemma sjálfstæður og ákveðinn, þó að lundarfarið hafí verið og sé rólegt og jafnt.“ Og Ingólfur nefnir dæmi um ákveðnina: „Á níunda ári var ég til að mynda á sundnámskeiði í hrepps- laug við Andakílsvirkjun og eftir á voram við keyrð til Hvanneyrar, um 5 kílómetra frá Höll sumarlandsins. Ég vildi öngva hjálp með afganginn, lagði 'af stað fótgangandi og ætiaði að stytta mér leið yfír þá miklu engjafláka sem þar era á milli. Þrjóskan og hinn sjálfstæði hugur komu mér þarna í mikla svaðilför yfír skurði, síki og votlendi, og fannst ég ekki fyrr en síðla kvölds, eftir talsverða leit, þreyttur, hrædd- ur og kaldur, en vonsvikinn yfír að hafa ekki komist óstuddur alla leið.“ ÚR MYNDAS AFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Afinæli Skiðafélags Reykjavikur Síðastliðinn sunnudag birtum við myndasyrpu frá skíðaiðk- un í Hveradölum fyrr á árum og við það rifjaðist upp að um þessar mundir er af- mæli Skíðafélags Reykjavíkur. Reyndar bar afmælisdaginn upp á föstudaginn síðastliðinn, en félagið var stofnað 26. febrúar árið 1914, og verður því áttatíu ára á næsta ári. í Morgunblaðinu 25. febrúar 1914 er auglýsing þar sem boðað er til stofnfundar í Iðnó og þess getið að um 100 manns standi að stofnun félagsins. Skömmu síð- ar er frétt í blaðinu þar sem seg- ir: „Skíðafélagið fer vel af stað. Námskeið stendur yfir þar sem allt er kennt sem að skíðaför lýt- ur. í morgun mættum vér hr. L. Miiller í fylgd með 10-20 drengj- um og unglingum á leið upp í Árbæjarbrekku. Ætluðu þeir að eyða deginum þar.“ — Fimmtíu árum eftir að þessi orð voru skrifuð var meðfylgjandi mynd tekin af stjórn Skíðafélags Reykjavíkur, í tilefni af hálfrar aldar afmæli félagsins, árið 1964. Hinar tvær eru teknar með nokkurra ára millibili og sýna ákveðna þróun í lyftutækni á at- hafnasvæði félagsins í Hveradöl- um hér á árum áður. Þess ber að geta að Skíðafélag Reykjavíkur starfar enn og hefur Ellen Sig- hvatsson umsjón með starfsemi félagsins. Stjórn Skiðafélags Reykjavíkur á 50 ára afmælinu, árið 1964. Frá vinstri: Sveinn Ólafsson, Jóhannes Kolbeinsson, Stefán G. Björnsson formaður, Leifur Miiller og Lárus G. Jónsson. Hagbarður Ólafsson ÉGHEITI... HAGBARÐUR ÓLAFSSON HABBI er hann jafnan kall- aður enda heitir hann miklu nafni sem freistandi er að stytta; Hagbarður Ólafsson. Hagbarður heitir í höfuðið á afa sínum en segist ekki viss um hvaðan hann hafi fengið nafnið. „Ég hef verið að grúska í ættfræði og vonast til að komast að því eftir hverjum afi heitir,“ seg- ir Hagbarður. * Eg kann því bara lega að svona óvenjulegu nafni. Að vísu hvá margir þegar ég kynni mig en ég hef ekki haft neinn ama af nafninu. Mér var til dæmis ekki strítt í skóla vegna nafnsins og ég myndi ekki vilja skipta á því og öðru venjulegra. Það hefur nefnilega ýmsa kosti að heita sjaldgæfu nafni.“ Hagbarður þýðir sækon- ungur en Hagbarður Olafsson segist ekkert hafa komið nálægt sjó, heldur starfar hann sem rafeindavirki. Nafnið er líklega af suðurgermönskum uppruna og er sett sam- an af fornháþýsku , sem þýðir umgirt eða hagi, og „bart“, það er skegg, sama orð og barð eða skegg í ís- lensku. . Hagbarður kemur fyrir í Sverris sögu en nafnið virð- ist ekki hafa verið notað hér á landi til foma. Einn karl í Barðastrandar- sýslu bar nafnið Hagbarð árið 1910 en nú eru nafnberarnir ÞANNIG . . . LAGAR SIGURÐUR GILBERTSSON GÖMUL ÚR Tímanleg tómstunda- iðja TÓMSTUNDAIÐJA Sigurðar Gilbertssonar úrsmíðanema er nátengd starfi hans. Hans helsta áhugamál er að gera upp gömul úr og því eldri, því betra. I safn- inu eru nú ellefu úr sem hann hefur Iokið við að gera í fullkom- ið stand. Sum úranna eru býsna fágæt og er safnið geymt í traustri öryggisgeymslu. Ekki er fyrirsjáanlegur verkefnaskortur í tómstundum næstu ára því Sig- urður á fulla skúffu af óuppgerð- um úrum. Morgunblaðið/Kristinn Sigurður með nokkra safngripi á vinnuborðinu, í skúffunni bíða tómstundastörf ókominna ára. Sum úrin era gamlir ættargripir og önnur fann Sigurður í hirsl- um Gilberts föður síns, sem er úr- smiður. Oft kemur fólk með gömul úr í viðgerð en vex í augum viðgerð- arkostnaðurinn og biður þá úrsmið- inn jafnvel um að henda úrinu. Að gera upp gömul úr er mikil nostursvinna. Sigurður bytjar á að hreinsa verkið og koma því í gang, ef það er bilað. Oft vantar vara- hluti og þá er farið til annarra úr- smiða og athugað hvort þeir eiga stykkið sem vantar. Sigurður segir starfsbræðurna vera mjög greið- vikna í þessu efni og láta þeir sitt ekki eftir liggja ef þeir geta orðið lærlingnum að liði. Oft þarf mikla vinnu til að koma kassanum í fyrra horf. Fyrst er hann fægður með sandpappír og síðan eru þeir hlut- ar, sem eiga að vera glansandi, fægðir eða „póleraðir“ í slípivél. Svo er nýtt gler sett á og jafnvel ól til að úrið verði eins og nýtt. Þessir gömlu gripir eru vandaðir og ganga „eins og klukkur“ eftir viðgerðina. Meðal helstu dýrgripanna í safni Sigurðar eru tvö meira en 50 ára gömul Rolex-úr með „bólubaki", það er fyrsta sjálftrekkta gerðin frá þessu virta fyrirtæki. Þessi úr eru talsvert eftirsótt meðal safnara. Annað Rolex-úranna er komið frá afabróður Sigurðar, sá fékk úrið í fermingargjöf. Forvitnilegt úr af Certina-gerð leynist í safninu, það er drifið af tóngaffli. Þegar úrið er lagt upp að eyranu heyrist ekkert tif heldur daufur sónn sem stafar frá tónkvíslinni. Meðal annarra gerða sem Sigurður hefur gert upp eru úr frá Tissot, Pierpoint og Gir- ard-Perregaux, en það þykir fágæt- ur dýrgripur. En hvað rekur Sigurð til að gera upp gömul úr? „Þetta eru fallegir gripir og gam- an að koma þeim í uppranalega mynd. Maður er ekki að þessu til að græða á því, þetta er alltof tíma- frekt til þess.“ 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.