Morgunblaðið - 15.04.1993, Qupperneq 10
10
r rí—■
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
)0í tiHWA .ér ({.?(■]AJWor—
Einar Garibaldi
Einar Garibaldi Eiríksson: Yfir strikið.
Grímur Marinó Steindórsson: Flugtak.
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
í sýningarsðlum Norræna hússins
stendur nú yfir sýning á verkum
Einars Garibalda Eiríkssonar. Sýn-
ingunni hefur listamaðurinn gefið
yfirskriftina „í votri gröf“.
Einar Garibaldi er ungur maður,
fæddur 1964, og stundaði nám við
Myndlistar- og handíðaskóla Islands
1980-85. Hann vakti þegar athygli
með þátttöku sinni í nokkrum sam-
sýningum ungra listamanna 1983,
en eftir að námi lauk hér heima
hélt hann til Ítalíu þar sem hann
stundaði framhaldsnám við Acca-
demia di Belle Arti di Brere í Mílanó
frá 1986-91. Samhliða náminu hef-
ur hann m.a. átt verk á nokkrum
samsýningum á Ítalíu og á Listahá-
tíð í Hafnarfirði 1991, en jafnframt
gefið sér góðan tíma til að vinna að
listinni og þróa þau viðfangsefni sem
hann hefur verið að takast á við.
Viðfangsefni listamannsins hér
eru önnur en gat að líta á síðustu
sýningum hans hér 1988 og 1989,
þó vissulega tengist þau meginstef-
inu um einsemd mannsins í umhverf-
inu, sem hann hefur áður íjallað um.
A.I. bendir á breytinguna í skemmti-
legu bréfi til listamannsins í sýning-
arskrá, þar sem m.a. segir:
„En nú fínnst mér þessi ítalska
minning ríma við nýjustu málverkin
þín. Ég held það sé meðal annars
vegna litanna sem þú notar; þeir eru
eins og gripnir upp úr ítölskum jarð-
vegi, í senn fomfálegir, sólbakaðir
og krímaðir eins og litirnir á hallar-
veggnum mínum. En fyrst og fremst
hef ég í huga þá upphafningu hins
huglæga sem á sér stað í þessum
málverkum, samþjöppun þeirra í
miðlæg tákn með margháttaðar til-
vísanir. í stað þess að leyfa kenndun-
um að ráða framvindunni, eins og
þú gerðir svo nett fyrir par árum,
sé ég ekki betur en að þú sért farinn
að skoða þær hlutlægt, úr hæfilegri
fjarlægð, og nýsast fyrir um merk-
ingu þeirra eins og fornleifafræðing-
ur á slóðum týndrar siðmenningar."
Það er mannsmyndin eða tákn
hennar, sem er til umfjöllunar í verk-
um Einars Garibalda hér. Þessi
ímynd er oftast miðdepillinn, ein-
angruð frá umhverfinu eða umvafin
því, allt eftir þeim andstæðum sem
verkin skapa. Hið smáa verður stórt
eða hreykir sér hátt, eins og má
finna í „Mikilmennum" (nr. 2), „Yfir
strikið“ (nr. 5) og „Sjónarhóli" (nr.
11), en mannveran verður hins veg-
ar lítil og umkomulaus þar sem
mest er við haft í stórum verkum
eins og „Syndafallinu" (nr. 1) og
„Kveðju" (nr. 13).
Listamaðurinn fjallar ekki síður
um þau tákn, sem eru vel á veg
komin með að hneppa nútímamann-
inn í fjötra, sem óvíst er hvort hann
getur síðar losað sig úr. Þannig er
allt stafrófið orðið að „Kveinstöfum"
(nr. 10), og t.d. sjónvarp, tíminn og
krafan um endurvinnslu verða að
fangavörðum samtímans (nr.
16-21); jafnvel sagan leggur á okk-
ur helsi, sem er óvíst að við stöndum
undir.
Litun verkanna er gróf og aldrei
sterk, heldur hefur á sér áferð veðr-
unar og aldurs; við nánari skoðun
kemur í ljós að hér hafa margir litir
verið unnir í undirlagið, og yfirborð-
ið er því aðeins síðasta endurvarp
vinnu listamannsins - sem gæti
vissulega haldið áfram í sama fletin-
um lengi enn. Hér er því ekkert
endanlegt, engin niðurstaða, heldur
birtist áhorfandanum aðeins innsýn
í hugarheim, sem er enn í mótun.
Uppsetning sýningarinnar er
mjög vel heppnuð. A veggjunum
skiptast gjarna á gríðarstórar mynd-
ir og örsmáar, sem fyrir vikið magn-
ast í umhverfinu og standa fullgildar
við hlið hinna. Þessi víxlun stærða
á sinn þátt í að halda stöðugri at-
hygli áhorfandans, og gefur sýning-
unni góðan heildarsvip jafnvægis og
stöðugleika, sem einangrun mynd-
efnanna virðist leita eftir.
Sýning Einars Gáribalda Eiríks-
sonar í Norræna húsinu stendur til
sunnudagsins 18. apríl, og eru list-
unnendur hvattir til að líta inn.
Grímur
Marinó
Steindórsson
Á síðasta vori tóku þrír listamenn
sig saman við sýningarhald í Perl-
unni í Öskjuhlíð. Þetta voru þeir
Grímur Marinó Steindórsson mynd-
listarmaður, Gunnar Reynir Sveins-
son tónskáld og Hrafn Andrés Harð-
arson ljóðskáld. Sýninguna nefndu
þeir TónMyndaLjóð, sem vísaði til
þeirrar samvinnu listgreina sem sýn-
ingin stóð fyrir.
Nú stendur yfir á sama stað sýn-
ing á verkum Gríms Marinós Steind-
órssonar, sem nefnist „Veðrun“.
Þetta er fyrst og fremst sýning á
myndverkun, þ.e. höggmyndum og
klippimyndum, en við opnunina var
flutt metnaðarfull tónlistardagskrá,
m.a. sönglagaflokkar Gunnars
Reynis við ljóð Hrafns Andrésar, svo
og píanósónata sem tónskáldið
samdi við myndir Gríms Marinós.
Tengslin við sýninguna á síðasta ári
eru því sterk, og samanburðurinn
verður einnig nærtækur þegar
myndverkin eru skoðuð nánar.
Á sýningunni getur að líta nær
fimmtíu höggmyndir, en þær flokk-
ast m.a. í skildi, frístandandi högg-
myndir, rammaðar veggmyndir,
verk unnin á trégrunn og loks fleti
sem minna á litaða, logandi eld-
hnetti. Einnig eru hér tæplega þijá-
tíu klippimyndir, sem flestar eiga
rætur sínar að rekja til upplifunar
listamannsins á náttúrunni til sjávar.
Litun málmsins er mikilvægur
þáttur veggmynda listamannsins úr
málmi, og skiptir miklu máli fyrir
þá heildarmynd, sem leitað er eftir.
Þetta er viðkvæmt ferli í verkinu,
og má lítið út af bera til að myndin
mistakist. Grímur Marinó hefur náð
mjög góðum tökum á þeim vinnuað-
ferðum, sem til þarf, og ríkuleiki lit-
anna gegnir oft miklu hlutverki, t.d.
í „Flugtaki" (nr. 3), „Himinlogum"
(nr. 17) og „Sólgosi 1“ (nr. 70).
Þær höggmyndir sem standa
sjálfstætt eru flestar fábrotnari að
allri gerð, og byggja gjarna á sam-
spili málmsins og steina sem teknir
eru úr náttúrunni. Þetta sést einna
best í verkinu „Veðrun 1“ (nr. 9),
sem nafn sýningarinnar er dregið
af. Þar koma saman frumkraftar
sem eru meginöfl alirar sköpunar í
náttúrunni og leikur tíminn stærsta
hlutverkið. Þessi einföldu verk eru
ef til vill sterkustu smíðar lista-
mannsins hér, þar sem iitadýrðin
kann að bera myndskipanina ofurliði
í mörgum veggverkanna.
Klippimyndirnar eru yfirleitt litlar
um sig, en bjartar og tengjast á
margan hátt draumaveröld eða hug-
sýnum fremur en gráma hversdags-
ins. Margar þeirra eru vel upp
byggðar og draga athyglina að völd-
um myndþáttum, líkt og „Tjörnin"
(nr. 49) og „Súlukast 1“ (nr. 33).
Það liggja mikil afköst á bak við
þessar tvær sýningar, sem listamað-
urinn hefur haldið með tíu mánaða
millibili; á þeirri fyrri voru yfir sex-
tíu myndverk, og hér eru þau nær
áttatíu. • Þegar haft er i huga að
gerð málmverkanna einna tekur
umtalsverðan tíma í undirbúningi
og framkvæmd, er Ijóst að listamað-
urinn hefur greinilega sökkt sér nið-
ur í verk sitt. Hér hefur þó ekki
verið kastað til höndum, heldur ber
hvert verk með sér yfirbragð þeirrar
vandvirkni og nákvæmni, sem hefur
einkennt málmverk Gríms Marinós.
Hins vegar er spurning hvort það
sem hér getur að líta hefði ekki
betur átt heima í tveimur sjálfstæð-
um sýningum, þ.e. sýningu högg-
mynda annars vegar og klippimynda
hins vegar; vegna eðli staðarins (sem
undirritaður hefur áður talið - og
telur enn - óhentugt fyrir listsýning-
ar) hverfa ýmsar skemmtilegar
klippimyndir í skuggann af málm-
verkunum og byggingunni sjálfri.
Sýningunni „Veðrun" í Perlunni í
Öskjuhlið lýkur sunnudaginn 18.
apríl.
Reikular hugsanir
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Védís Leifsdóttir: Tímaspor.
Safn ljóða. Myndir: Kristrún
Gunnarsdóttir. Minningarsjóð-
ur V. L. 1993.
Védís Leifsdóttir vakti kornung
athygli fyrir skáldskap og naut
þá bernsku sinnar. Frá henni
heyrðist síðan ekki mikið í skáld-
skaparefnum, en nú að henni lát-
inni er komið út safn ljóða frá
1981 til þessa árs. Meira er til af
ljóðum eftir Védísi, hugleiðingar
og annað efni.
Barnsleg einlægni setur svip á
ljóðin. Þegar á líður víkur lífsþrá
fyrir geig. Ljóðin eru frekar tján-
ing en að þau séu byggð upp sem
markviss heild. Védís hafði upp-
runalega tilfinningu fyrir ljóða-
gerð. Ljóðmál hennar er óþvingað,
en skortir skerpu.
Það sem ekki var ort, en hefði
átt að yrkja speglast í eftirfarandi
línum:
Ef ég hefði alltaf penna við hðndina
gæti ég hripað niður allar reikular hugsanir
fastmótaðar hugsanir
ljóðrænar hugsanir
ailar hugsanlegar hugsanir
í staðinn fyrir að þær fljúgi út úr hausnum
á mér
með stjómlausum vængjaþyt út í tómið
ieysist upp og verði að engu
ég á aldrei eftir að muna þær
né hugsa þær upp á nýtt
þær týnast í brostnum raddböndum
og kyrrð pennaleysis
Ekki hefur Védís þó skirrst við
að orða hugsapir sínar, ekki síst
hinar reikulu. í ljóðinu felst engu
að síður það sem hefði getað orð-
ið, en hún verður ekki dæmd eftír
heldur hinu sem hafnaði á blaði.
Hjá henni sem þorað 'hefur að
taka áhættu, í rauninni gengið lífs-
háskanum á vald, bergmála leið-
indi þess að hafa lifað:
Stundum finnst mér best að deyja
finnst ég hafa lifað
lífínu mínu til enda
hafi upplifað allar hliðar þess
gengið í gepum allan sársauka þess
í eldri ljóðunum er meira af því
óvænta, gleði andartaksins. Það
er til dæmis ort um að vera „upp-
tekin af sjálfri mér“, „að frelsa
heiminn", vera „lítill djöfull",
„óþolandi þorsta í ást og ham-
ingju“, þessa „sífelldu þrá eftir
fullnægingu“, horfa „á strák í
metró“.
Hún spyr sjálfa sig hvers vegna
hún hrífist af fólki sem leiðist líf-
ið. Svarið getur m.a. verið „fegurð
einmanaleikans, sjálfsvorkunnar-
innar“. Fyrr hefur hún svarað
þeim sem segir henni að skrifa
með því að til þess þurfí hún „sárs-
auka, örvæntingu, einmanaleika
og þunglyndi“, en einnig „ást,
ástríður, þrá og eftirvæntingu“,
umfram allt „ekki þetta litlausa
hversdagslíf".
Tímaspor segir sögu, fyrst og
fremst vonbrigða, en birtir líka
leiftur daganna og gleði þrátt fyr-
ir allt. Bókin er aðgengileg og
Védís Leifsdóttir
auðlesin, ekki endilega sniðin fyrir
þá sem gera strangar kröfur til
íjóða. Það á ekki við hvað Tíma-
spor varðar.
Ljóð Védísar Leifsdóttur eru
tjáning, túlkun ungrar stúlku og
konu sem hafði góða listræna
hæfileika.
Leikfélag Blönduóss
Frumsýnir
leikritið
Indíánaleik
Blönduósi.
LEIKFÉLAG Blönduóss
frumsýnir leikritið Indíána-
leik eftir René De Obaldia í
Félagsheimilinu á Blönduósi
laugardaginn 10. apríl.
Leikendur eru alls 8 talsins og
með helstu hlutverk fara Jón Ingi
Einarsson, Guðrún Pálsdóttir og
Benedikt Blöndal Lárusson. Leik-
stjóri er Sigurður Hallmarsson.
Leikmynd er eftir Steinþór Sigurðs-
son og lýsingu annast Ingvar
Björnsson. Þess má geta að þetta
er í fyrsta sinn sem tekið er í notk-
un tölvustýrt ljósaborð.
I leikritinu er gert góðlátlegt
grín af svokölluðum vestrum og
þeirri söguskoðun sem ríkt hefur
um samskipti hvíta mannsins og
indíána.
- Jón. Sig.