Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
ÚRSLIT
Skíði
Alþjóðlegt bikarmót SKÍ í alpagreinum,
svigi karla og kvenna, á fsafirði í gær.
Helstu úrslit:
Svig kvenna:
1. Asta Halldórsdóttir, fsaf..1:26.81
2. Thonaj I.efousi, Grikklandi.1:35.90
3. Biynja Þorsteinsdóttir, Ak..1:36.82
4. Hrefna Óladóttir, Ak..;.....1:41.60
7. Kolfinna Ýr Ingólfsd., ísaf.1:44.47
9. Harpa Hauksdóttir, Ak.......1:58.50
Svig karla:
1. Gerard Escoda, Andorra.....1:32.44
2. Frank Mougel, Frakkl.......1:32.48
3. Vilhelm Þorsteinsson, Ak...1:34.31
8. Pálmar Pétursson, Ánn......1:38.97
10. Jóhann Gunnarsson, fsaf.....1:39.76
14. GunnlaugurMagnússon, Ak...1:42.51
17. Róbert Hafsteinsson, ísaf...1:47.05
19. Sigurður Friðriksson, ísaf..1:48.65
20. Hjörtur Waltersson, Árm....1:48.72
23. Gauti Reynisson, Ak........1:49.93
28. AtliF. Sævarsson...........1:57.61
29. Magnús Kristjánsson........1:59.45
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Leikir í fyrrínótt:
Atlanta - Cleveland...........109:112
■ Eftir tvíframlengdan leik.
Boston - Indiana..............96 : 90
Orlando - Milwaukee............110: 91
NewYorkKnicks-Washington.......93 : 85
Houston - LA Lakers...........126:107
Seattle - Minnesota...........129: 95
Sacramento - San Antonio......100:110
Portland - LA Clippers........101: 99
Knattspyrna
Æfingaferð FH til Hollands
FH - Enhörna.......................3:0
Andri Marteinsson 2, Davíð Garðarsson.
■ Enhörna er sænskt 5. deildarlið.
FH-FCTwente.........................2:4
^^-Andri Marteinsson, Hörður Magnússon.
■ FC Twente er í 1. deildinni hollensku en
tefldi fram blöndu af aðal- og varaliði.
FH - Heracles.....................2:1
i.iiðvík Amarson, Þorsteinn Jónsson
■ Heracles er i hollensku 2. deildinni.
SKIÐI
Yfirburðir Astu
á ísafirði
Asta Halldórsdóttir frá ísafirði
sigraði öðru sinni í svigi
kvenna á alþjóðlega bikarmóti Skíða-
sambands Islands „Icelandair C_up“
sem fram fór á Seljalandsdal við ísa-
ij'örð í gær. Yfirburðir Astu voru
miklir, var rúmlega 9 sekúndum á
undan Thonaj Lefousi frá Grikkiandi
sem varð önnur. Brynja Þorsteins-
dóttir, 15 ára Akureyrarmær, varð
þriðja um 10 sek. á eftir Ástu. Harpa
Hauksdóttir, íslandsmeistari frá Ak-
ureyri, var með næst besta tímann
í fyrri umferð en datt í síðari umferð
en héit þó áfram og hafnaði í 9. sæti.
Vilhelm Þorsteinsson, ísiands-
meistari frá Akureyri, stóð sig best
íslendinganna í svigi karla í gær.
Hann varð þriðji á eftir Gerard
Escoda frá Andorra og Frank Mo-
ugel frá Frakklandi. Kristinn Björns-
son og Arnór Gunnarsson fóru báðir
útúr í fyrri umferð og þar með úr leik.
IÞROTTIR FATLAÐRA
NM í bogfimi og lyft
ingum á íslandi
Um helgina verður Norðurlanda-
meistaramót fatlaðra íþrótta-
manna í bogfimi og lyftingum.
Keppnin í lyftingum fer fram í
íþróttahúsi ÍFR að Hátúni 14 og
hefst á sunnudag kl. 10. Bogfimi-
keppnin fer fram íþróttahúsinu í
Digranesi og hefst kl. 13 á laugar-
dag. I bogfimi eru 17 keppendur
skráðir og 16 í lyftingum.
Meðal keppenda á mótinu er Jens
Fudge sem varð ólympíumeistari í
bogfimi 1992, Brith Mogensen,
bronsverðlaunahafi á ÓL 1988 og
Hanne Tved, bronsverðlaunahafi
frá ÓL 1992. Þau eru öll frá Dan-
mörku.
Sænski heimsmeistarinn í lyft-
ingum, Bengt „Fimpen“ Lindberg,
verður á meðal þátttakenda í lyft-
ingakeppninni og keppir hann í
+100 kg flokki.
Akstursíþróttir
Þriðjudagsblaði Morgunblaðsins, 27. apríl nkv fylgir blaðauki sem heitir
Akstursíþróttir. Þetta blað verður helgað akstursíþróttum sumarsins og gefur
áhugamönnum gott yfirlit yfir það, sem verður að gerast í einstökum greinum
akstursíþróttanna. Sagt verður frá undirbúningi ýmissa aöila fyrir keppni
sumarsins, fjallað um öryggismál o.fl.
Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið
er vib auglýsingapöntunum til kl. 16.00 þriðjudaginn 20. apríl.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Gubmundsdóttir, starfsmabur
auglýsingadeildar. í síma 69 11 11 eba símbréf 69 1110.
- kjarni málsins!
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Morgunblaðið/Einar Falur
Mark Price átti góðan leik með Cleveland. Hér er hann í leik gegn Knicks
á dögunum.
Orlando á enn
möguleika
Orlando Magic á enn möguleika
á að komast í úrslitakeppnina.
Liðið sigraði Indiana aðfaranótt mið-
vikudagsins og var það fyrst og
fremst stórleik Dennis Scott að
þakka að liðið á enn möguleika á
áttunda sætinu í austurdeildinni og
þar með sæti í úrslitum. Scott gerði
41 stig og setti nýtt persónulegt
met. Detroit og Indiana keppast um
8. sætið við Orlando og mun eitt af
liðunum komast áfram.
Leikurinn var einnig merkilegur
fyrir þær sakir að nýliðinn Shaquille
Ó’Neal náði þeim árangri að skora
1.000 stig og taka 1.000 fráköst á
sínu fyrsta ári í NBA. Slíkt hefur
ekki gerst síðan Buck Williams gerði
það árið 1982.
New York Knicks vann Washing-
ton heima og var þetta 17. sigur
Knicks í röð á heimavelli. Þar fór
fremstur í flokki John Starks með
19 stig en Harvey Grant gerði 27
stig fyrir gestina.
Terry Porter tryggði Portland sig-
ur gegn LA Clippers með glæsilegri
þriggja stiga körfu á síðustu stundu.
Porter gerði 25 stig og Cliff Robin-
son 20 fyrir Portland en Danny
Manning gerði 23 fyrir Clippers.
Það var hörkuleikur á milli Cleve-
land og Atlanta á heimavelli þeirra
síðarnefndu. Gestirnir höfðu betur
eftir tvíframlengdan leik, 112:109,
þrátt fyrir stórleik Kevin Willis sem
gerði 35 stig og tók 25 fráköst.
Dominique Wilkins bætti við 32 stig-
um fyrir heimamenn en fyrir gestina
gerði Mark Priee 24 stig og Brad
Daugherty 17 og hann tók jafn mörg
fráköst. Priee jafnáði meðal annars
metin með þriggja stiga skoti í lok
fyrri framlengingarinnar.
Leiðrétting
Lokastaðan í 1. deild karla í hand-
knattleik sem við birtum í blaðinu í
gær var ekki rétt og því er hún birt
rétt hér fyrir aftan.
Lokastaðan
Fj. leikja u j T Mörk Stig
VALUR 22 13 6 3 533: 468 32
FH 22 15 2 5 575: 527 32
STJARNAN 22 13 4 5 532: 514 30
HAUKAR 22 12 1 9 587: 540 25
SELFOSS 22 11 3 8 561: 543 25
ÍR 22 8 5 9 520: 525 21
VÍKINGUR 22 10 1 11 521: 531 21
ÍBV 22 8 4 10 516: 536 20
KA 22 8 3 11 513: 528 19
ÞÓR 22 6 3 13 520: 566 15
FRAM 22 5 3 14 524: 556 13
HK 22 4 3 15 512: 580 11
Bridgemót Vals 1993
Hið árlega tvímenningsmót verður haldið
mánudagana 19. og 26. apríl kl. 20
í gamla félagsheimilinu.
Keppnisgjald samtals kr. 1.000 fyrir bæði kvöldin.
Skráning hjá húsverði í síma 11134.
1. verðlaun 7.000,-
2. verðlaun 4.000,-
3. verðlaun 2.000,-
Allir brigdeáhugamenn velkomnir
Nefndin.