Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
33
Minning
ísleifur Gissurar-
son bifreiðarstjóri
Fæddur 22. ágúst 1928
Dáinn 3. apríl 1993
ísleifur Gissurarson fæddist í
Reykjavík 22. ágúst í húsinu á
Bragagötu 24. Ljósa hans, Þórdís
Carlkvist, kom á reiðhjóli til þess
að bjóða þennan nýja þegn velkom-
inn í heiminn. ísleifur var fjórða
bam foreldra sinna af sjö. Foreldrar
hans voru hjónin Gissur Sv. Sveins-
son trésmiður, fæddur að Stafns-
hóli í Deildardal í Skagafirði, og
Guðrún Sæmundsdóttir,^ fædd að
Hörgshlíð í Mjóafirði í N-ísafjarðar-
sýslu. Þau voru samhent dugnaðar-
fólk og hófu búskap í Reykjavík
árið 1922 með tvær hendur tómar,
engan peningalegan bakhjarl, en
trú á Guð og fyrirhyggju hans.
Árið 1929 höfðu þau reist sér hús
á Fjölnisvegi 6 í Reykjavík og þótti
það þrekvirki út af fyrir sig. I þessu
húsi ólst ísleifur upp í stórum
barnahópi. Sem drengur var hann
tápmikill, skemmtilegur og sérstak-
lega blíður, en ákveðinn.
Hann þótti gott efni í íþrótta-
mann, skar sig úr t.d. í hlaupi. En
þar sem hann bjó í sérstöku „Vals-
hverfi“ þá var það knattspyrnan
sem tók hug hans allan. Hann
komst í það að spila með Val nokkr-
um sinnum. Hann var ágætur sund-
maður og hafði próf í ýmsum sund-
greinum frá Reykjanesskóla við ísa-
fjarðardjúp.
ísleifur var ekki nema níu ára
gamall þegar hann missti móður
sína Guðrúnu, en hún dó aðeins 38
ára gömul frá þessum bamahópi.
Faðirinn, Gissur, stóð þá uppi í erf-
iðum kringumstæðum. Á þessum
tímamótum kom inn á heimili okkar
móðursystir okkar, Kristín Sæ-
mundsdóttir, hvítasunnukona, sem
Fædd 21. júlí 1925
Dáin 4. apríl 1993
Mér er bæði ljúft og skylt að
minnast mágkonu minnar Katrínar
Einarsdóttur, er lést á heimili sínu
fjórða apríl sl.
Katý, eins og hún var alltaf köll-
uð, fæddist í Reykjavík 21. júlí
1925, elst fjögurra barna hjónanna
Jónu Ingvarsdóttur (d. 1974) og
Einars Jónssonar fv. símaverkstjóra
Laugavegi 145, sem lifir dóttur sína
í hárri elli. Yngri eru bræðurnir
Ingvar, fæddur 1926, ogtvíburarn-
ir Jóhann Gunnar og Jón Egill
fæddir 1929.
Uppvaxtarár systkinanna mótuð-
ust mikið af starfí föðursins sem
var að heiman mestan hluta ársins
við símalagnir. Tók þá húsmóðirin
sig oft upp með barnahópinn og
fylgdi manni sínum á sumrin. Var
hún þá jafnframt ráðskona síma-
flokksins sem hann stjórnaði. Vann
hún við erfiðar aðstæður, þar sem
búið var í tjöldum.
Eftir fermingu vann Katý við
verslunarstörf, en veturinn
1945-46 stundaði hún nám við
Húsmæðraskólann í Reykjavík. Sú
menntun nýttist henni vel, því róm-
aðar voru veislurnar hennar og
hannyrðirnar veittu henni lífsfyll-
ingu til hins síðasta.
Hinn 21. febrúar 1948 giftist hún
Kristbirni Þórarinssyni kafara. Þau
bjuggu á Laugavegi 145 í tæp 15
ár. Þar fæddust öll börn þeirra. Þau
eru Einar, fæddur 1947, Þórarinn,
fæddur 1949, Sigríður, fædd 1951,
Jóna, fædd 1954, og yngst Birna,
fædd 1959. Innan veggja hússins
lifði og starfaði stórfjölskyldan, eins
og hún er kölluð í dag. Var oft glatt
á hjalla því að börnin voru mörg.
Undirrituð bjó þar í niu ár og ólust
við þekktum vel, hún vildi innræta
okkur Guðsorð og kenna okkur
bænir og að þekkja frelsarann.
ísleifur tók sérstöku ástfóstri við
hana og varð henni afar kær. Árið
eftir andlát móður okkar kvæntist
faðir okkar aftur Guðrúnu Pálsdótt-
ur af hinni kunnu Arnardalsætt.
Það var erfitt fyrir hana sem var
óvön börnum að koma inn á þetta
heimili og af okkar hálfu gerðum
við henni lífið leitt til að byrja með.
En góður Guð gaf henni styrk til
að vinna okkur öll og hún reyndist
börnunum öllum frábærlega vel, við
þökkum Guði fyrir hana. Sömuleið-
is reyndist hún föður okkar góð
eiginkona og traustur félagi þar til
hann andaðist 27. febrúar 1969.
Guðrún lést 10. júlí 1981.
Eins og áður er sagt reyndist
ísleifur vera kappsamur, ólatur og
duglegur. Ungur reri hann til
fiskjar sem háseti hjá frænda sínum
Sæmundi Bjarnasyni frá Ögri í
N-ísafjarðarsýslu og bróður hans
Jóni Snorra á bát þeirra Guðnýju.
Þegar hann hafði aldur til langaði
hann til að móta framtíð sína, hafði
þá í huga einhveija iðngrein og loks
varð fyrir valinu rennismíðinám í
Héðni árin 1954-1958. Lauk hann
þaðan sveinsprófí í þeirri grein.
Hann réð sig seinna hjá Vegagerð
ríkisins og lauk þar sveinsprófí í
bifvélavirkjun. Eins og áður var
sagt var hann félagslyndur og hrók-
ur alls fagnaðar í hópi vina og fé-
laga. Hann gerðist um tíma trúnað-
armaður í Vegagerðinni. En vegna
tveggja slysa varð hann að leggja
iðngreinarnar á hilluna. Hann hafði
aflað sér réttinda til leigubílaakst-
urs og síðan árið 1963 hefur hann
átt og rekið eigin bifreið.
Hann kynntist ungri efnilegri og
börnin okkar upp saman sem ein
fjölskylda.
Upp úr 1960 fer að losna um
fjölskyldumar. Katý og Kristbjörn
byggðu sér hús í Kópavogi og
bjuggu þar næsta áratuginn.
Árið 1966 verða þau fyrir þungu
áfalli er sonur þeirra Þórarinn fórst
í dráttarvélarslysi. Sú stilling sem
Katý sýndi þá var alveg ótrúleg.
Þegar börnin voru flest gift og
farin að heiman hófst nýr kafli í
lífí þeirra hjóna. 1970 flytjast þau
til Alsír, þar sem Kristbjörn starf-
aði sem kafari í tvö ár. Ferðuðust
þau víða á næstu árum.
Síðasta áratuginn bjuggu þau í
Garðabæ. í mörg ár bjó Einar faðir
Katýar í skjóli þeirra hjóna, þegar
hann gat ekki lengur séð um sig
sjálfur. Skal það þakkað nú.
En stærsta áfallið varð er Krist-
björn varð bráðkvaddur fyrir tæp-
um þremur árum. Þá sem ávallt
áður sýndi Katý sömu rósemina og
ekki brást hún er hún háði sína
síðustu orrustu. í nóvember sl.
greindist hún með ólæknandi sjúk-
dóm. Aldrei heyrðist hún kvarta, lét
sem ekkert væri að. Börnin hennar
og tengdabörn studdu hana dyggi-
lega til hinstu stundar.
Að leiðarlokum er margs að
minnast. Ómetanleg er tilsögn sem
hún veitti mér alls fákunnandi um
heimilishald og sumarferðirnar sern
við fórum saman um landið með
börnin okkar. En hæst ber heim-
sóknin til þeirra hjóna í Alsír. Var
þar allt gert sem gera mátti til
þess að dvöl okkar yrði sem ánægju-
legust.
Börnum hennar, tengdabörnum
og barnabörnum sendi ég mína
dýpstu samúð. Mestur er missir litlu
barnanna, sem nutu samvista við
ömmu sína allt of stutt.
Hetjan er fallin. Stillingin sem
kjarkmikilli stúlku, Sveinu Karls-
dóttur. Þau urðu ástfangin og
gengu í hónaband 20. mars árið
1954. Þau reistu sér húsnæði af
miklum dugnaði á Bugðulæk 13 í
Reykjavík og bjuggu þar þangað
til þau fluttust í stærra glæsilegt
húsnæði í Fellsmúla 16. Þar hefur
verið heimili þeirra og barna þeirra
síðan. Þar andaðist hann eftir lang-
varandi og oft á tíðum erfiða með-
ferð vegna veikinda bæði á spítölum
og í heimahúsi. Sveina reyndist
honum hin besti lífsförunautur, sem
annaðist hann, börnin þeirra, heim-
ili og barnabörn af stakri natni,
umhyggju og einstökum dugnaði.
Auk þess sem hún vann úti eins
og sagt er. Isleifur vildi reynast
börnum sínum góður faðir. Vegna
vinnu sinnar var hann þó alltof oft
fjarri fjölskyldu sinni og mæddi þá
heimilislífið og börnin á Sveinu.
Börn þeirra eru: Hrönn, f. 22.
september 1952, gift Jóni Tryggva
Helgasyni og eiga þau 2 börn; Anna
Guðrún, f. 3. júní 1955, hún á tvær
dætur; Gissur, f. 31. maí 1958,
kvæntur Lindu Ingvarsdóttur og
eiga þau þijú börn; og Karl, f. 16.
apríl 1962, kvæntur Margréti Jó-
hún sýndi gleymist engum. Mér
koma í huga ljóðlínur, sem mig
langar að gera að kveðjuorðum
mínum með þakklæti fyrir fordæm-
ið sem hún gaf mér:
Bognar aldrei - brotnar í
bylnum stóra síðast.
Fríða.
í dag verður jarðsett frænka mín
Katrín Einarsdóttir, ekkja Krist-
björns Þórarinssonar sem lést 1990.
Katý fæddist í Reykjavík 21. júlí
1925, dóttir Einars Jónssonar fv.
símaverkstjóra sem lifir einkadóttur
sína í hárri elli, kominn yfir tírætt,
og Jónu Ingvarsdóttur föðursystur
minnar sem lést 1974.
Katý gekk í Húsmæðraskólann í
Reykjavík sem þótti góður skóli og
bjó stúlkur undir lífíð. Báru hann-
yrðir, matar- og kökugerð hennar
skólanum gott vitni. Þaðan átti hún
góðar minningar og bast skóla-
systrum sinum ævilöngum vinskap.
Katý giftist 21. febrúar 1948
hannsdóttur, eiga þau þijú börn.
Eins og sagt var hér í upphafi
var ísleifur blíður í sér og barngóð-
ur og .barnabörnin hafa notið þess
í ríkurn mæli. Án efa er eftirsjá að
honum hjá börnunum mikii. Við
söknum hans öll. Við það verður
ekki ráðið. Við kveðjum nú kæran
bróður, en hann er sá fjórði úr
systkinahópnum sem kveður og
flytjum við kærar þakkir og kveðjur
fyrir liðnar samverustundir í blíðu
og stríðu frá systur okkar Sigríði
og fjölskyldu hennar, sem ekki get-
ur verið hér vegna búsetu í annarri
heimsálfu. Hafðu þökk fyrir allt og
allt. Megi Guð styðja og styrkja
Sveinu, börnin og aðra ástvini hans
og gefa að þau leiti huggunar hjá
Guði drottni okkar. Minningin um
góðan dreng mun lifa á meðal okk-
ar.
Bræðurnir Ingólfur
og Hróðniar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Með þessum orðum viljum við
keðja ástkæran tengdaföður og afa.
Þökkum samfylgdina.
Linda, Margrét og börn.
Við fráfall þeirra sem nærri
manni standa leitar hugurinn að
hverfulleika lífsins. Mannsævin er
svo ótrúlega stutt þegar litið er
aftur í tímann og rifjaðar upp minn-
ingar um sameiginlegar stundir.
Þannig er nú með mig, þegar ég
sest niður til þess að minnast mágs
míns Isleifs sem í dag er til grafar
borinn.
Kristbirni Þórarinssyni kafara og
seinna stofnanda og forstjóra Köf-
unarstöðvarinnar. Bjuggu þau
lengst af í Kópavogi og Garðabæ.
Þau eignuðust fimm börn en misstu
yngri son sinn af slysförum 16 ára
gamlan. Sýndi hún þá mikið þrek
og styrk sem seinna kom aftur fram
við sviplegt lát manns hennar, svo
og í eigin veikindum.
Samgangur og vinskapur okkar
frænknanna var mikill, enda ná-
grannar um árabil og leið varla sá
dagur að við hittumst ekki. Við
ferðuðumst saman og deildum sorg-
um og gleði.
Veikindum sínum tók hún með
æðruleysi og naut aðdáunarverðrar
umhyggju dætra sinna í veikindun-
um. Hún helgaði líf sitt heimili sínu
og börnum og var góð móðir og
amma.
Ég kveð mína ljúfu og einlægu
vinkonu og frænku með söknuði og
bið guð að styrkja hennar nánustu.
Dóra Frímannsdóttir.
Katý amma er horfin á vit nýrra
heima og er það okkur mikill miss-
ir. En við getum þó huggað okkur
við það að hún sé í góðum höndum.
Margs minnumst við þegar við
hugsum um hana, sérstaklega þess
sterka persónuleika sem hún hafði
og kiknaði hún aldrei undan því
álagi sem á hana var lagt. Það sem
einna helst einkenndi ömmu var
hversu góð hún var og gjafmild,
og alltaf til staðar þegar við þurft-
um á henni að halda.
Hún var líka snillingur í köku-
bakstri og matargerð. Ófáar út-
saumaðar hannyrðir eru eftir hana
og eru þær glöggt dæmi um þolin-
mæði hennar og nákvæmni.
Bubba afa, sem andaðist fyrir
þremur árum, saknaði hún sárt og
þótti henni gott að fá okkur í heim-
sókn, nýkomnar úr hesthúsinu og
fylltum íbúðina af hestalykt sem
minnti hana mjög á afa.
Það er erfitt og sárt að hugsa
til þess að við eigum ekki eftir að
Minningin leitar aftur um nær
40 ár, þegar hann giftist systur
minni Sveinu. Þá starfaði Aggú, en
svo var hann ávallt nefndur, hjá
Vélsmiðjunni Héðni hf. sem renni-
smiður. Síðar hóf hann störf hjá
Vegagerð ríksins, fyrst sem járn-
smiður, en lærði þar síðan bifvéla-
virkjun. Á árunum hans hjá Vega-
gerðinni áttum við samleið í starfi
um nokkurn tíma því að þar útveg-
aði hann mér vinnu, meðan ég enn
var mjög ungur og bundumst við
þar vináttuböndum sem héldu ávallt
eftir það þó að samverustundunum
fækkaði. Hjá Vegagerðinni varð
hann fyrir því óláni að slasast illa
á höndum svo að hann varð ófær
að vinna við þær iðngreinar sem
hann hafði lært til. Ævistarf hans
upp fra því var akstur leigubifreiða.
Annað sem honum varð ófært að
gera upp frá því var að grípa í gítar-
inn, sem aldrei var langt undan á
gleðistundum. Mörg önnur mein
áttu síðar eftir að hijá hann á lífs-
leiðinni.
Erfítt er fyrir okkur sem telj-
umst vera líkamlega heilbrigð að
setja okkur í spor þeirra sem heftir
eru í fjötra vegna sjúkdóma sinna.
Andlegt álag jafnt og líkamlegt
hlýtur að vera mikið og þá er gott
að eiga góða að. Aggú átti þetta i
ríkum mæli því að systir mín var
hans stpð og stytta í öllum hans
veikindum. Alltaf var heimili þeirra
opið ættingjum og vinum. Ég minn-
ist þess að þegar ég kynnti konuna
mína fyrir fjölskyldu minni var það
á heimili þeirra Sveinu og Aggú.
Ekki er hægt að láta ógetið þess
einstaka sambands sem myndaðist
milli Aggú og móður okkar systk-
ina, þar fór saman gagnkvæm virð-
ing og vinátta sem entist meðan
bæði lifðu og eru honum að leiðar-
lokum færðar alúðarþakkir fyrir
allt það sem hann var henni.
Elsku Sveina mín, við Ragnhildur
biðjum þér og fjölskyldu þinni allri
blessunar guðs á sorgarstundu.
Aggú biðjum við góðrar heimkomu,
því að trú hans og vissa var að
annað líf væri að þessu loknu.
Páll.
njóta samvista við hana og visku
hennar meir og við vonum í góðri
trú að hún og afi séu saman á ný
í hinum óþekkta heimi.
, Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
Svo hleypur æskan unga
óvissa dauðans leið
sem aldur og ellin þunga,
allt rennur sama skeið.
Innsigli engir fenp
upp á lífsstunda bið
en þann kost undir genp
allir að skilja við'.
(Haligrímur Pétursson)
Lilja, írls, Valgerður
og Katrín.
Það er margs að minnast af henni
Katý ömmu, það var alltaf gaman
að koma í heimsókn til hennar og
vera hjá henni yfir daginn. Hvergi
var soðna ýsan og kartöflurnar
betri en hjá ömmu.
Alltaf var hún að hugsa um að
börnunum liði vel og svo hringdi
hún á hverjum degi til okkar að
athuga með okkur.
Það var mikil sorg fyrir ömmu
þegar Bubbi afí dó, enda missti hún
mikið. Þrátt fyrir mikil veikindi
hennar var hún mjög sterk og dug-
leg og hún reyndi að láta ekki á
neinu bera. En nú hefur Guð frels-
að hana frá þessum þjáningum sem
hún hefur þurft að líða í nokkra
mánuði.
En það er mikil huggun að hugsa
til þess að nú sé hún hjá afa og
líði vel. Við eigum eftir að sakna
ömmu sárt en við eigum þó margar
góðar minningar sem gleymast
seint.
Þórdís, Aðalsteinn,
Dagmar og Slgurður.
Minning
Katrín Einarsdóttir