Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993 35 Minning Nanna Snædal Það er í öllum tilfellum sárt að kveðja þá sem falla fyrir aldur fram. Fyrir rúmum tíu árum urðu mín fyrstu kynni af Nönnu Snædal, móð- ur þriggja vina minna, Bobba, Atla og Stebba. Ég kynntist tveimur þeim fyrrnefndu í Flensborg og fljótlega upp úr því var maður orðinn tíður gestur á heimili þeirra á Holtinu. Skömmu eftir að íjölskyldan fluttist í nýtt hús við Hraunbrún misstu þau heimilisföðurinn, Grétar, úr krabba- meini. Eftir stóð Nanna með þijá unglinga og óklárað hús. Hún bjó sjálfri sér og sonum sínum þægilegt og gott heimili sem iðaði af lífi alla tíð. Þar var stöðugur straumur ætt- ingja og vina að finna Nönnu, en auk þess fagnaði hún öllum félögum sona sinna sem væru þeir hennar. Enda þróuðust mál svo að hún varð stór þáttur í óútreiknanlegu samspili stórs félagahóps sem hefur haldið saman löngu eftir að skóla- ganga nauðbeygir menn til að hitt- ast daglega. Þó að Nanna hafi að sjálfsögðu átt sín eigin áhugamál og félagsskap í tengslum við atvinnu sína og af- skipti af félagsmálum þá var hún alltaf með á nótunum í öllum hrær- ingum sem drengirnir hennar tóku þátt í. Hvort sem það var uppsetning leikrita, útgáfa á hljómplötum eða hönnun auglýsinga. Nanna setti sig inn í málin og hafði skoðun á hlutun- um, sem mark var takandi á. Það var því engin tilviljun að eldhúsið hennar, þar sem alltaf virtist vera heitt á könnunni, var kraumandi hringiða þar sem pólitík, tíska, listir og dægurmál voru rædd í óþvinguðu andrúmslofti. Iðulega var Nanna með gesti sem höfðu ætlað sér að hitta einhvern sona hennar, en sá ekki verið heima. Enda hafði hún ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- perlan sími 620200 y-%1 Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 H MUNIÐ! Minningarkont Styrktarfálags Seld í Garðsapóteki, sími 680990. Sölustaður á Hellu, sími 98-75110. Upplýsingar einnig veittar í síma 676020. gaman af að ræða málin og allir höfðu gaman af að ræða við hana. Af óeigingirni lagði hún málunum lið, m.a. lánaði hún bílskúrinn sinn undir hljóðfærageymslu og þar voru gerðar hljóðritanir þegar best lét. „Bara að ég komi bílnum inn þegar frystir," var viðkvæðið hjá Nönnu. Nönnu brast ekki kjark þegar ljóst var orðið hvert stefndi með heilsuna. „Ég nenni ekki að dreifa sorg og sút í kringum mig,“ sagði hún við mig í símtali til Bandaríkjanna eftir fyrstu meðferðina. „Það verður bara að taka þessu eins og það er.“ Og svo tókum við upp léttara hjal. Nanna Snædal var vinur og fé- lagi. Það er ómetanlegt að hafa kynnst hennar jákvæða og æðru- lausa viðhorfi til lífsins. Að umgang- ast hana var mikilsverður lærdómur sem er gott veganesti. Um leið og ég kveð vinkonu mína með fátækleg- um orðum votta ég sonum hennar, Gullu frænku, Steinunni, Nönnu El- ísu og öðrum aðstandendum samúð og óska þess að hennar viska verði þeim leiðarljós á lífsins vegi. Hallur Helgason. t Útför móður okkar og tengdamóður, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR frá Ferstiklu, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 7. apríl, verður gerð frá Hallgríms- kirkju, Saurbæ, föstudaginn 16. apríl kl. 14.00. Börn og tengdabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir, FRIÐJÓN ÁSTRÁÐSSON aðalféhirðir, Kjarrmóum 29, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, í dag, fimmtu- daginn 15. apríl, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á landssamtökin Þroska- hjálp. Sigríður Marteinsdóttir, Ásta Friðjónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞORSTEINSSON, Hverfisgötu 3, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 17. apríl kl. 14.00. Ingibjörg Jónasdóttir, Jónas Jónsson, Ólöf Steingrímsdóttir, Jónsteinn Jónsson, Þóranna Jósafatsdóttir, AriJónsson, Lilja Jónsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Hjörtur Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, HELGI SVANBERG JÓNSSON bóndi, Lambhaga, Rangárvöllum, lést á heimili sínu þann 7. apríl sl. Jarðsett verðurfrá Keldnakirkju laugardaginn 17. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Sjöfn Guðmundsdóttir, Helga Dagrún Helgadóttir, Jón Þór Helgason, Ásdís Steinunn Tómasdóttir, Guðmundur Ómar Helgason, Gunnar Ásberg Helgason, Hafdís Þórunn Helgadóttir, Björgvin Reynir Helgason. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð tiillegir salir og mjög goð þjónusfct Upplýsingíir ísúna 22322 FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIÐIR t VALGARÐUR RUNÓLFSSON frá Dýrfinnustöðum, Laugavegi 28d, andaðist á heimili sínu 1. apríl. Jarðarförin hefur farið fram. Systkini hins látna. t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR. Jóhanna María Pálmadóttir, Matthías Einarsson, Guðbjörg Pálmadóttir, Gunnar M. Guðmundsson, Jóhannes Pálmason, Jóhanna Árnadóttir, Bjarni Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, bróður og mágs, GUÐMUNDAR GEIRS GUÐMUNDSSONAR, Austurströnd 4, Seltjarnarnesi. Guðlaug Þ. Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Þorgerður G. Guðmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Elva Björk Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, STEFANÍU EINARSDÓTTUR, Barmahlíð 19. Birna Muller, Jóna Sveinsdóttir, Hörður Sveinsson, Ásdis Sigurðardóttir og barnabörn. t Eiginkona mín, GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR, Haugi, andaðist þann 4. apríl. JarðarfÖrin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Daviðsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU G. SIGURÐARDÓTTUR. Anika Magnúsdóttir, Ólöf J. Magnúsdóttir, Unnur Magnúsdóttir, Stefán Kristmundsson, Brynhildur Magnúsdóttir, Haukur Ö. Magnússon, Erla Finnsdóttir, Önundur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og fósturmóður, UNUSVÖVU JAKOBSDÓTTUR, Stigahlíð 32. Vigdís Tryggvadóttir, Rán Einarsdóttir og fjölskyldur. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Furulundi 13e, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyfjadeildar FSA og heimilis- hjúkrunar. Guð blessi ykkur öll. Gísli Einarsson, Örn Ingi Gíslason, Dýrleif Bjarnadóttir, Ingibjörg Gfsladóttir, Símon Magnússon, Guðrún Gísladóttir, Henning Johannesson, Einar Gfslason, Hugrún Hjörleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Prentsmiðjan Hjá GuðjónÓ hf. verður iokuð frá hádegi í dag vegna jarðarfarar HELGA KRISTINS JÓNSSONAR. Lokað Lokað í dag, fimmtudag, vegna útfarar ÍSLEIFS GISSURARSONAR. Múlaradiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.