Morgunblaðið - 15.04.1993, Qupperneq 48
TVÖF^LDUR |. vinningur
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK
StMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHOLF 1556 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Reynt til þrautar að ná
samningnm í álverinu
REYNA átti tii þrautar í gærkvöidi að finna
lausn á þeim ágreiningsefnum sem hafa staðið
í vegi samkomulags í kjaradeilunni í álverinu
í Straumsvík og var viðræðum um heildarkja-
rasamninga vikið til hliðar á meðan, enda talið
nauðsyniegt að fá botn í það hvort samkomu-
lagsgrundvöllur væri fyrir hendi í álversdeil-
unni áður en lengra yrði haldið í viðræðum um
heildarsamninga. Fundurinn stóð enn á tólfta
tímanum og þá var talið ljóst samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins að bilið hefði minnkað
milli aðila og líkur aukist á samkomulagi. Þá
fóru fram athuganir á því í gær hvort niður-
greiðslur á landbúnaðarafurðum gætu komið í
stað lækkunar virðisaukaskatts á matvöru á
<*<**'þessu ári, eins og ríkisstjórnin gerði tillögu um
í fyrrakvöld. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er það talið vel framkvæmanlegt,
en óútkljáð er hversu há upphæðin verður.
Fundi stóru samninganefnda Alþýðusambands
Islands var frestað um kvöldmatarleytið í gær ti!
klukkan 21.30. Þriggja manna nefnd fulltrúa
starfsmanna í álverinu í Straumsvík fór yfir sjónar-
mið innan hópsins, en á fundi samninganefndar
starfsmanna ÍSAL í fyrrakvöid komu upp mismun-
andi áherslur hjá verkamönnum í Hlíf annars veg-
ar og fulltrúum annarra starfshópa hins vegar.
Hafði það nær orðið til viðræðuslita í gær, en
klukkan hálf níu kom forysta Vinnuveitendasam-
bandsins ásamt fulltrúa álversins í Straumsvík til
viðræðna og skömmu síðar varð ljóst að sú breyt-
ing hafði orðið að ástæða þótti til að halda viðræð-
um áfram. Voru menn tilbúnir til þess að einbeita
sér að umræðum um þá kröfu að 1,7% launahækk-
un sé afturvirk frá því í fyrravor en menn töldu
að það atriði væri eitt óleyst er bakslag kom í
viðræðumar í fyrrakvöld. Eingreiðsla í einhveiju
formi var talin möguleg lausn í þeim efnum.
Upplýsingar skortir
ASI telur, samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins, að enn skorti á að fullnægjandi upplýs-
ingar liggi fyrir frá ríkisstjóminni að því er varð-
ar auknar niðurgreiðslur lanc’búnaðarvara um
tveggja mánaða skeið og mun vilja gera kröfu til
mun hærri niðurgreiðslna síðustu tvo mánuði árs:
ins en ríkisstjómin bauð upp á í fyrradag, ef ASÍ
féllist á að gildistaka 14% vsk. á matvæli yrði
ekki fyrr en 1. janúar 1994 í stað 1. nóvember í
ár. Auk þess mun enn deilt um orðalag samnings-
atriða er snúa að heilbrigðis- og lyfjamálum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Bomar saman
bækumar
Þórarinn V. Þórannsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, og Benedikt
Davíðsson, forseti ASI, ræðast
við í húsnæði ríkissáttasemjara
seinnipartinn í gær.
Þorsteinn Pálsson
sj ávarútvegsr áðherra
Mögulega
þarf enn að
takmarka
þorskveiðar
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra segir að tíðindi þess
efnis að þorskafli yfirstandandi
fiskveiðiárs kunni að verða um
40 þúsund tonnum umfram tillög-
ur Hafrannsóknastofnunar í
fyrra, eða 230 þúsund tonn, séu
auðvitað váleg og geti leitt til
þess að ákveða verði enn frekari
takmörkun þorskveiða fyrir
næsta fiskveiðiár en ákveðið var
í ár, þegar heimilaðar voru veiðar
á 205 þúsund tonnum.
„Þetta er hættan, þegar kerfið er
^götótt, eins og fram hefur komið,
að því er varðar tvöföldun á línuveið-
um og afla smábáta," sagði sjávarút-
vegsráðherra í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Aðspurður hvort einhver leið væri
til þess að ákveða takmarkanir nú,
sem kæmu í veg fyrir að þorskveiði
yrði 25 þúsund tonnum meiri í ár
en ákvörðun sjávarútvegsráðherra
hljóðaði upp á í fyrra, svaraði Þor-
steinn: „Nei, það er engin leið til
þess.“
Heilsuvörur
úr grösum
Blönduósi.
Undirbúnlngsfundur vegna
stofnunar hlutafélags um
framleiðslu á heilsuvörum
unnum úr fjallagrösum var
haldinn á Blönduósi i gær.
Það eru Blönduósbær og
nágrannasveitarfélögin í Torfa-
lækjar-, Svínavatns-, Vindhæl-
is- og Engihlíðarhreppi ásamt
nokkrum fyrirtækjum og stofn-
unum úr A-Húnavatnssýslu og
af höfuðborgarsvæðinu sem
standa að stofnun þessa hluta-
félags. Kristján B. Garðarsson,
iðnráðgjafí á Norðurlandi
vestra, sagði að ákveðið hefði
verið að stofna til félags um
þennan rekstur á Blönduósi
eftir tvær til þijár vikur.
Jón Sig.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fyrstu áratök vorsins
VEÐURBLÍÐAN um páskana var einstök og kærkomin eftir umhleyp- Hafravatni þar sem nokkrir áhugamenn um kajak-róður tóku fyrstu
ingasaman vetur. Fólk naut útiveru um allt land, meðal annars á áratökin á þessu vori.
Erfiðleikar í rekstri Þörungaverksmiðjuniiar á Reykhólum
740 tonna birgðir eru
nú óseldar í Finnlandi
REKSTUR Þörungaverksmiðjunnar á Reyk-
hólum var mjög erfiður á síðasta ári en endan-
legar afkomutölur liggja ekki fyrir. Stafa
erfiðleikarnir einkum af því að hlaðist hafa
upp óseldar birgðir i Finnlandi, alls 740 tonn,
sem er um þriðjungur ársframleiðslunnar en
finnsku kaupendurnir hafa aðeins greitt fyrir
60 tonn. Söluhorfur á þessu ári eru hins veg-
ar betri en á undanförnum árum og jákvæð
teikn á Iofti í gengismálum ef pundið heldur
áfram að styrkjast, að sögn Páls Ágústs Ás-
geirssonar framkvæmdastjóra.
Gert er ráð fyrir framleiðslu á 3.000 tonnum
af þangmjöli á þessu ári samanborið við 2.200
tonn á síðasta ári og 1.800 tonn árið 1991. Verð
á þangmjöli er hins vegar fremur lágt um þessar
mundir.
Hefja vinnslu eftir 2 vikur
Rekstur verksmiðjunnar er árstíðabundinn og
öflun þangs aðeins stunduð á sumrin. Stendur til
að hefja starfsemi þörungavinnslunnar eftir tvær
vikur eftir vetrarstoppið. Gripið var til ýmissa
sparnaðaraðgerða á síðasta ári og starfsfólki sem
hafði verið á heilsárs launum var sagt upp sl.
haust.
Ekkert varð af fyrirhugaðri hlutafjáraukningu
á síðasta ári en hinn norski eignaraðili verksmiðj-
unnar, Pronova sem er að meirihluta í eigu Norsk
Hydro, vildi auka hlutafé sitt um 4,5 milljónir
gegn því að innlendir aðilar legðu fram hlutafé
á móti. Strandaði það á aðilum hérlendis að sögn
Páls. Sagði hann óvíst hvort aukið fjármagn feng-
ist til verksmiðjunnar í vor en það ætti þó ekki
að koma í veg fyrir að hægt yrði að hefja fram-
leiðslu um næstu mánaðamót.