Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993 Er og verður ísland hráefnisnýlenda? Síðari hluti eftirBaldur Pétursson Kerfisbundin mismunun fiskvinnslu og útgerðar í greinum mínum hinn 8. og 15. okt., 19. nóv. og 5. mars sl. og í fyrri hluta greinarinnar sem birtist fyrir stuttu, hefur verið fjallað um starfsskilyrði fiskvinnslunnar s.s. náttúruleg atriði, efnahagsleg atriði og ríkisstyrki erlendis. í þessari grein verður fjallað um mismunun þá sem fiskvinnslan býr við gagn- vart útgerð. 5 Er ísland vaxandi hráefnisnýlenda? Með aukinni vinnslu fisks á sjó (verksmiðjutogurum) og auknum útflutningi á óunnum fiski er verið færa framleiðsluhætti í fískvinnslu í átt til aukinnar hráefnavinnslu og færri vinnslutegunda, en ekki í átt til fullvinnslu með dýrari og fjöl- breyttari afurðum. Þetta gildir sér- staídega á meðan ekki hefur tekist að þróa aðferðir og markaði í fisk- vinnslu sem gera mjög auðvelt að vinna t.d. sjófrystan fisk frekar í landi, s.s. í neytendapakkningar. Því má segja að með aukinni verksmiðju- togaravæðingu sé verið að stíga skref í átt til þess að gera ísland að meira hráefnavinnslulandi (hrá- GÆBAFLÍSAR Á GÓÐU VESÐI W Híísf Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 efnisnýlendu) en það er þegar í dag. Fiskurinn er því í vaxandi mæli flutt- ur utan til frekari vinnslu þar, þ.e.a.s. sá hluti sem ekki fer ferskur beint til neytenda sem er óverulegur hluti. Hafa skal hugfast að vinnsla í sífellt dýrari og fjölbreyttari afurðir atvinnugreina er uppistaðan í hag- vexti og lífskjörum þegar til lengri tíma er litið. Allt of lítil áhersla hef- ur verið á þessa þætti í íslensku hagkerfi. Það litla sem íslensk físk- vinnsla hefur þróast í átt til full- vinnslu gæti því orðið liðinn tími, ef frystitogaravæðing heldur áfram, þegar afli fer að aukast á ný eða ef framhald verður á útflutningi á óunnum afla. Vinnsla á sjó er ein- göngu vinnsla hráefnis, en ekki full- vinnsla á afurðum í neytendaumbúð- ir með mun hærri virðisauka og verð- mætasköpun (allt að 50%!!) fyrir ís- lenskt hagkerfi. í þessu sambandi skal ítrekað að vinnsla í neytend- aumbúðir gefur mun meira verð- mæti (allt að 50% meira en hefð- bundin frysting!) fyrir íslenskt hag- kerfi en vinnsla á sjó. Ekki eru að- stæður um borð í skipum til að þróa og vinna fisk í neytendaumbúðir á mun hærra verði en ella (nema mjög takmarkað), eins og sum frystihús í landi hafa gert í litlum mæli þó. 6 Endurnýjun og nýsköpun í fiskvinnslu kæfð Þessi kerfísbundna mismunun sem m.a. kemur fram í mismunandi lægra fískverði til fiskvinnslu í eigu útgerðar, eins og rakið hefur verið, hefur og mun valda því að ný fyrir- tæki í fískvinnslu (sem ekki fengu kvóta), oft með snjallar hugmyndir, eiga ekki möguleika á að komast inn í greinina. „Þröskuldur" til inngöngu í fiskvinnsluna hefur verið hækkaður það verulega með þessu misrétti að nýjungar, s.s. í nýjum fyrirtækjum, eiga litla sem enga rekstrarmögu- leika. Um þetta atriði hefur m.a. Michael E. Porter (kennari við Har- vard-háskóla) fjallað við samkeppn- KilV&ll eigendur fundarboð Valkostír og kostnaður víð endurnýjun og víðhold húsa Til að veita húseigendum upplýs- ingar um viðhaidsmarkaðinn heldur verkfræðistofan Verkvangur hf. fræðslu- og kynningarfund föstudaginn 16. apríl n.k. Fjallað verður um: _ Ástandskannanir, kostnaðaráætlanir, klædningar, steypuviðgerðir, þök, útveggi, hitakerfi, orkusparnað, útboð, eftirlit, verkáætlanir og abyrgðir. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Verkvangs að Nethyl 2, 2. hæð, kl. 16:00. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. V VERKVAIMGUR h.f. VERKFRÆO S T 0 F A Nethyl 2*110 Reykjavík Sími: 91- 67 76 90 • Fox: 91-67 76 91 isgreiningu atvinnugreina, en þetta atriði skiptir verulegu máli varðandi framþróun atvinnugreina. Nýsköpun í fiskvinnslunni hefur þannig verið og er þannig sett í fjötra með þessu og öðru misrétti undanfarin ár. Hafa skal hugfast að nýjungar og ný störf verða oftast til í nýjum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum, en ekki starfandi stórum gomlum fyrirtækj- um. Þetta er þróun hvarvetna í hin- um vestræna heimi. Með því að loka nánast á að ný fyrirtæki geti haslað sér völl í fískvinnslunni er búið að setja fískvinnsluna í fjötra stöðnunar og hnignunar. Sú þróun hefur enda skýrt komið í ljóst að undanförnu með stórfelldri fækkun fyrirtækja á fiskmörkuðum. 7 Auðlind þjóðar er fyrir þjóðina ekki bara fáa útvalda Minnt skal á að útflutningur á óunnum fiski og fjölgun frystitogara gerist vegna þess að stjómkerfi fisk- veiðanna miðast við „hagnað“ út- gerða, en hagsmunir allra annarra eru látnir lönd og leið. Með þessari stýringu sem miðast við „hagnað" útgerða gæti hæglega svo farið (lækkandi verð á frystitogurum erl.) að útgerðir létu vinna allan afla í verksmiðjuskipum eða flyttu aflann óunninn úr landi og vinnslu í landi væri lokað að meira eða minna leyti, þar sem „tap“ allra aðila í landi, s.s. fískvinnslu (vannýtt hús), verka- fólks (m.a. verðlaus íbúðarhús), ann- arra greina (vegna margfeldis- áhrifa), sveitarfélaga, fiskmarkaða, ríkissjóðs með afleiðingum minni hagvaxtar og verri lífskjara, virðist ekki skipta neinu máli. Slík hag- stjóm á auðlind þjóðarinnar er með ólíkindum og minnir helst á hag- stjóm hjá vanþróuðum þjóðum, eða nýlendum fyrr á árum, þar sem hrá- efnisaðilinn er alvaldur og einvaldur. Þessi þróun er nú þegar orðin stað- reynd og fer hratt vaxandi. Því verð- ur að takmarka fjölda frystitogara og/eða hlutdeild þeirra í heildarafla áður en samdráttur fískvinnslunnar og keðjuverkun af þeim sökum verð- ur meiri en nú þegar er orðið. Þetta hafa Norðmenn þegar gert og er fjöldi verksmiðjuskipa þar í landi 21 og fjölgar að öllum líkindum ekki frekar. Af fískigöngulegum ástæð- um er einnig stórhættulegt að breyta enn frekar en orðið er hlutfallinu á milli veiða togara og báta, þar sem frekara ójafnvægi með fleiri togur- um getur valdið því að afli næðist alls ekki ef kæmu ár þar sem fiskur gengi einungis á gmnnslóð en ekki djúpslóð. Þetta er nú þegar í gangi í dag þar sem útgerðir togara láta bátaflotann (leiguliðana) fiska afla á gmnnslóð fyrir 40 kr/kg;. Stór hluti togaraflotans, s.s. frystitogar- ar, ná alls ekki þeim afla sem þeir hafa yfir að ráða. Frekari stækkun þessa aðila, s.s. með kaupum á trill- um (ef kvóti kemst á trillur), gæti þýtt að ómögulegt væri að ná leyfð- um hámarksafla af þessum sökum. Auðlindagjald, veiðigjald eða hvað Kork*o*Plast KORK-gólfflfsar með vlnyl-plast óferö KorlooPIast: f 20 geróum Kork O Floor er ekkert annað en hiö viöurkennda Kork O Plast, límt á þéttpressaðar viöartrefjaplö tur, kantar meö nót og gróp. UNDIRLAGSKORK IÞREMUR ÞYKKTUM. VEGGTÓFLUKORKPLÖTURIÞREMUR ÞYKKTUM. KORK-PARKETT, VENJULEGT, I TVElMUR ÞYKKTUM. <c8 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - simi 38640 Baldur Pétursson „Hafa skal hugfast að vinnsla á sífellt dýrari og fjölbreyttari afurð- um atvinnugreina, er uppistaðan í hagvexti og lífskjörum þegar til lengri tíma er litið. Allt of lítil áhersla hefur verið á þessa þætti í íslensku hagkerfi. það er kallað, leysir á engan hátt þetta vandamál og mun aldrei gera (eins og sumir halda), sem er að koma skýrt í ljós með fjölgun frysti- togara og útflutningi á óunnum afla. Kjami þessa vandamáls er að við núverandi aðstæður geta handhafar kvóta gert hvað sem þá lystir við kvótann, á þeirri forsendu að það sé „hagkvæmt fyrir útgerð". Ekkert tillit er tekið til þjóðarhagsmuna og engar almennar takmarkanir eru á ráðstöfun aflans, s.s. fjölgun frysti- togara og hlutdeild þeirra í heildar- afla eða jöfnun á starfsskilyrðum gagnvart erlendri fiskvinnslu. Skipt- ir þá engu hvort fiskvinnslan í Iandi fær físk til vinnslu eða ekki, hún hefur ekkert með ráðstöfun aflans að gera, „hagnaður eða tap“ físk- vinnslunnar eða annarra í þjóðfélag- inu skiptir engu máli í formúlunni. Ef ráðstöfunarrétturinn verður áfram hjá útgerðinni verður að tak- marka mun meira þann ráðstöfunar- rétt, m.t.t. hagsmuna þjóðarinnar, s.s. fiskvinnslunnar og annarra greina og með hliðsjón af atvinnu- réttindum verkafólks í landi. Ef keyra á stjómun fiskveiða al- farið á „hagnaði" útgerða en hags- munir annarra þjóðfélagsþegna hundsaðir kann að vera styttra en margan grunar í það að íslensk þjóð hafí mun meira upp úr því og krefj- ist þess að ríkið leigi beint erlendum aðilum veiðirétt á íslandsmiðum, í stað þess að láta þá auðlind í hend- ur fárra „útgerða“, sem lítið eða ekkert skilja eftir sig í íslenskt þjóð- arbú né em til viðtals um þjóðar- hagsmuni. Þessi röksemd mun fá aukið vægi eftir því sem yfirgangur kvótaeigenda (nýlendusjónarmið), s.s. með mismunun gagnvart físk- vinnslu í landi, verður látinn við- gangast lengur. Hugsanlega mætti selja EB veiðiréttindi á Islandsmið- um fyrir milljarða króna, þannig að þjóðin hagnaðist mun meira á slíku en einkagróða fárra einstaklinga í íslenskri útgerð, haldi yfirgangur útgerðarinnar áfram, t.d. gagnvart starfsskilyrðum fiskvinnslunnar í landi. Því skyldi íslenska þjóðin veija veiðiréttindi íslenskra útgerða á ís- landsmiðum ef útgerðin er ekki til viðræðu um hagsmuni þjóðarinnar?! Tekið skal þó fram að ekki er við einstaklinga innan kvótakerfisins að sakast, heldur kerfið sem slíkt á meðan það er við lýði óleiðrétt á sama hátt og kerfið í fyrrum Sovét. 8 Tvíhöfðanefnd eða „nýlendunefnd“? Fróðlegt verður að sjá hvort svo- kölluð „tvíhöfðanefnd“ hefur enn einu sinni unnið skv. þeirri reglu að miða stjórnkerfí á auðlind þjóðarinn- ar út frá „hagnaði“ útgerða, á kostn- að annarra aðila í þessu landi. Ef svo er væri hún að bijóta ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnrétti, at- vinnufrelsi og eignarrétt, og auk þess jafnréttisákvæði nýsamþykktra samkeppnislaga, fyrir utan brot á ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum hafsins í núverandi lögum um stjórn fiskveiða. Auk þess væri ekki sinnt jafnréttisákvæði um rnilli- ríkjaviðskipti í alþjóðasamningum, s.s. í GATT. Með slíkum vinnubrögð- um væri verið að gera Island að meira hráefnalandi en þegar er. Á nýlendutímanum nýttu einstök lönd hráefni annarra minna þróaðra landa að eigin geðþótta, án tillits til hagsmuna hráefnislandsins — ný- lendunnar (að undanskildum hags- munum hráefnisaðilans). Um einni öld síðar gerist það í landi langt norður í miðju Atlantshafi sem nefn- ist ísland, að svipaðri aðferðafræði er beitt. Miðað er að því að nýta auðlind landsins án tillits til hags- muna þjóðarinnar, að undanskildum einum þjóðfélagshópi — hráefnisaði- lanum. Vinnubrögðin eru ógnvekj- andi lík. Sé ekki tekið tillit til ann- arra atriða en að „hámarka hagnað" útgerðar (hráefnisaðilans) ætti nefndin með efnislegum rökum að heita „nýlendunefndin" en ekki „tví- höfðanefnd". Með tillögum um af- nám krókaleyfis er enn verið að sinna hagsmunum stórútgerða og hundsa hagsmuni smábáta og ann- arra atvinnugreina í landi, þar sem vitað er að verði kvóti settur á alla smábáta verða þeir seldir stórum aðilum og mun því fækka stórlega, sem mun hafa samsvarandi sam- dráttaráhrif á viðkomandi starfsemi í landi. Það hefur reyrtslan sýnt. Stórfelld áföll eru því fyrirséð hjá þeim byggðum sem byggja á smá- bátum, en þessi atriði eru hundsuð, hvað eftir annað. í þessu sambandi virðist sem enn einu sinni eigi ímynd- aður „hagnaður" fárra einstaklinga í stórútgerð að sitja fyrir, afgangin- um af þjóðinni eru ætlaðir þeir brauðmolar sem af þeirra borði detta við nýtingu auðlindarinnar. Slík stýring á ekkert skylt við hag- kvæmni eða hagræðingu heldur er dæmi um tilraunir til að búa til gífur- legan heimatilbúinn vanda fyrir ís- lenskt hagkerfi og er þó nóg af vanda fyrir. Það er lágmarksskilyrði og frum- skylda stjórnvalda að stjórnvaldsað- gerðir og lög séu þannig úr garði gerð, að ekki sé um grófa kerfis- bundna mismunun að ræða milli fyrirtækja, s.s. gagnvart fískvinnslu með og án útgerðar — kvóta — hvað þá milli fyrirtækja innan sömu grein- ar. Mikilvægt er að hafa hugfast að mismunun í starfsskilyrðum gagn- vart ákveðinni atvinnugrein kemur strax fram í mun verri rekstraraf- komu þolendanna — þeirra fyrir- tækja sem fyrir slíku verða. í flestum tilfellum leiðir slíkt fljótlega til erfið- leika og loks gjaldþrota þessara sömu fyrirtækja. Þannig er getur tilvist heilla atvinnugreina ráðist á tiltölulega stuttum tíma eða a.m.k. skaðast verulega og varanlega. Lík- legt er því að slík mismunun hafi ráðandi áhrif á þróun heilla atvinnu- greina ríki slík mismunun um ein- hvern tíma. Slíkt mismunun getur því haft afdrifaríkar afleiðingar fyr- ir framþróun einstakra atvinnu- greina, atvinnu, verðmætasköpun og lífskjör íjölda fólk og er því ekkert einkamál þröngs hagsmunahóps eða fárra útvalda í útgerð. Þessi þróun er því miður í gangi í fiskvinnslunni og hefur skaðað þá atvinnugrein mun meira en sýnist í fljótu bragði með keðjuverkun á aðrar greinar og lífskjör fjölda fólks. Höfundur er viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.