Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993 „Tálbeita lögreglunnar“ dæmd fyrir hassiniiflutning í Héraðsdómi Sjö mánaða fangelsi á skilorði að hluta til HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 36 ára gamlan mann í 7 mánaða fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundið, fyrir kaup og inn- flutning á 3 kg af hassi í mars 1990, og fertugan vitorðsmann hans í 4 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Yngri maðurinn, sem einnig var ákærður fyrir að kaupa 10 g af amfetamíni af hinum eldri, er sá sem í kókaínmálinu síðastliðið haust var nefndur „tálbeitá Iögreglunnar“. Veijandi hans krafðist skilorðsbindingar refsingar, m.a. vegna aðstoð- ar hans við lögreglu i því máli. Flutningaskipið Akranes. Forstjóri Nesskips Kyrrsetn- ingarhótun- in var mis- skilningur HÓTUN um kyrrsetningu flutn- ingaskipsins Akraness í Noregi var á misskilningi byggð, að sögn Guðmundur Asgeirssonar, framkvæmdastjóra Nesskips, sem gerir Akranes út. Flutningaskipið Akranes fékk viðvörun um kyrrsetningu þegar það var í höfn í Noregi á þriðjudag. Umboðsmaður alþjóðaflutn- ingaverkamannasambandsins í Noregi hafði fengið ábendingar um að hásetar fengju aðeins 500 dollara í mánaðarlaun en lág- markstaxti sambandsins er rúmir 1.000 dollarar. Að sögn Guðmund- ar fær sá lægstlaunaði um borð í Akranesi 1.080 dollara í laun án yfirvinnu. Sagði hann að þessi misskilningur væri nú úr sögunni. ----»44----- * Arsfundur Landsvirkj- unar í dag ÁRSFUNDUR Landsvirkjunar verður haldinn í stjórnstöð fyrirtækisins á Bústaðarvegi 7 í dag og hefst klukkan 14. Við upphaf fundarins flytur Jó- hannes Nordal stjómarformað- ur Landsvirkjunar ræðu, Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ávarpar fundinn og Halldór Jónatansson forsljóri flytur skýrslu sína. Eftir kaffihlé verður á dagskrá erindi Jóhanns Más Maríussonar aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar og fyrirlestur Þorgeirs Örlygsson- ar prófessors um eignarrétt á landi og orku. Að lokum verða önnur mál og umræður. ----» ♦ ♦ 31V2 milljón Ekki er vikið orðum að þeirri kröfu veijandans í dóminum en grein gerð fyrir skilorðsbindingunni með þeim orðum að eftir atvikum þyki rétt að fresta fullnustu 3 mánaða af 7 mán- aða refsivistinni skilorðsbundið í 3 ár en þá falli hún niður haldi maður- inn skilorð. Falið í togurum Yngri maðurinn keypti 3 kg af hassi í Amsterdam í febrúar 1990 en þegar maður sem upphaflega var fenginn til að annast innflutninginn heyktist á verkinu fékk hann hinn dæmda vitorðsmann sinn til liðs við sig og faldi sá 1,6 kg í tveimur ís- lenskum togurum í Bremerhaven. Ekki er vitað hvað varð um afgang- inn af kílóunum þremur. Mennimir voru handteknir þegar 1.350 g voru sótt í annan togarann en auk þess var lagt hald á 37 grömm af efninu. Báðir höfðu mennimir, sem geng- ust við þeim sakargiftum sem þeir voru dæmdir fyrir í þessu máli, áður margsinnis verið dæmdir fyrir ýmis brot. Sá yngri hafði síðastliðin 16 ár hlotið 9 dóma fyrir hegningarlaga- brot og sá eldri á 22 árum 6 dóma, m.a. fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Auk þess hafa báðir gengist undir dómsáttir með sektargreiðslum fyrir ýmis brot. Auk fyrrgreindrar fangelsisrefs- ingar var sá yngri dæmdur til að sæta upptöku á 1.387 gr. af hassi, sem tekið var við handtöku þeirra, og báðum var gert að greiða máls- vamarlaun og annan sakarkostnað. Umhverf- isráðherra heimsækir Bretland EIÐUR Guðnason, umhverfisráð- herra, fór 13. apríl sl. í opinbera heimsókn til Bretlands í boði bresku ríkisstjórnarinnar. I ferð- inni mun ráðherra funda með umhverfisráðherra Breta, mr. David Maclean, og starfsmönnum breska umhverfisráðuneytisins um sameiginleg viðfangefni á sviði umhverfismála, segir í frétt frá umhverfisráðuneytinu. í gær, var ráðgert að umhverfis- ráðherra heimsækti kjamorkuendur- vinnslustöðina í Sellafield og skoðaði m.a. nýja endurvinnslustöð fyrir brennsluefni kjamaofna (THORP), sem verið hefur í byggingu undanfar- in ár. Þar mun hann eiga fund með forráðamönnum stöðvarinnar og ræða um förgun og endurvinnslu geilsavirks úrgangs og verndun hafs- ins í því sambandi. Umhverfisráðherra fundar í dag með umhverfisráðherra Bretlands og fulltrúum ráðuneytisins þar sem rætt verður um rannsóknir og vöktun umhverfisins í Norður-Atlantshafi, notkun hagstjómartækja og um- hverfismál, umhverfisnefnd Samein- uðu þjóðanna og vemdun og nýtingu náttúruauðlinda. Að lokum mun umhverfísráðherra á morgun heimsækja endurvinnslu- fyrirtæki í litlu bæjarfélagi, West Sussex, skammt frá London. Með umhverfísráðherra í för verð- ur eiginkona hans Eygló Helga Har- aldsdóttir og Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri. Heimsókninni lýkur á morgun, föstudag. (Fréttatilkynning) -----»-"»--♦- Vopn fundust í bílskúr hjá fíkniefnasala Fíkniefnalögreglan lagði ný- lega hald á tæplega 300 haglaskot og tæplega 400 riffilskot, hagla- byssu með söguðu hlaupi, loft- byssu, startbyssu og heimasmíð- aða en óvirka 22 cal. skammbyssu í bílskúr í Hafnarfirði. í húsleit á heimili leigjanda skúrs- ins, sem víkingasveit lögreglunnar framkvæmdi vegna grns um að hann hefði skotvopn undir höndum, fund- ust tæp 28 grömm af amfetamíni, tæp 2 grömm af hassi og tæpt grömm af kókaíni. Maðurinn, sem er 45 ára, hefur margsinnis komið við sögu lögreglu vegna ýmissa mála en er nú til meðferðar á geðdeild. 1 I T-P j Hh Fyrsta skóflustungan KJARTAN Örn Kjartansson tek- ur fyrstu skóflustunguna að nýj- um McDonald’s veitingastað. McDonald’s opnað í ágnst RÉTT fyrir páskana hófust framkvæmdir við nýjan McDonald’s veitingastað, hinn fyrsta sem opnaður verður á íslandi, á lóð á horni Suður- landsbrautar og Skeiðarvogs eða á Suðurlands- braut 56. Kjartan Örn Kjartansson forsljóri tók fyrstu skóflustunguna, en hann og kona hans, Gyða Guðmundsdóttir, eru eigendur að veit- ingastaðnum og væntanlegum rekstri þar. Kjartan sagði við þetta tækifæri, að hann væri fyrst og fremst feginn að geta loks hafist handa eftir langa bið. Leiðin að fá einhvers staðar að vera á góðum stað héfði bæði verið löng og ströng og þymum stráð. Hann sagðist vilja þakka borgarstjóra og borgarstjórn og viðkomandi starfsmönnum borgarinnar alla hjálp og stuðning. Sérleyfi Veitingarekstur Kjartans og Gyðu verður undir merkjum McDonald’s samkvæmt sérstöku leyfi og rekinn með aðferðum þeirra og undir eftirliti og gæða- stjórn. Arkitekt hússins er Ingimundur Sveinsson og byggingaverkfræðingur Jón B. Stefánsson hjá Forsjá hf., rafmagnsverkfræðingur er Kjartan K. Steinbach hjá Afli og Orku hf. og loftræsti-, vatns- og hitakerfí er hannað af Kristjáni Flygenring hjá Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. Verktaki við bygginguna er Álftárós hf. og er verkið unnið í alútboði undir heildarstjórn þeirra. í dreifikerfi Fyrrum starfsmaður ÁTVR dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 31,5 milljón króna tilboði lægstbjóðanda Sveins Skaftasonar í 2. áfanga endumýjunar á dreifikerfi Hitaveitu Reylqavíkur. Tilboðið er 76,25% af kostnaðaráætlun, sem er 41.358.589 krónur. Átta tilboð bárust í verkið og áttu Pípulagningaverktakar hf., næst lægsta boð rúmlega 31,7 millj. eða 76,73% af kostnaðar- áætlun. Næstir komu Gunnar og Guðmundur sf., sem buðu rúmar 34,8 millj. eða 84,23% af kostnað- aráætlun, Grétar Sveinsson, bauð tæpar 35 millj. eða 87,56% af kostnaðaráætlun, Loftorka bauð um 36,2 millj. eða 87,56% af kostnaðaráætlun. Þá bauð Vélsmiðjan Gils hf., rúmar 37,4 millj. eða 90,54% af kostnaðaráætlun, Dalverk sf., bauð um 41,4 millj. eða 109,21% af kostnaðaráætlun og S.R. Sig- urðsson hf., bauð rúmar 48 millj. eða 116,76% af kostnaðaráætlun. Tveggja ára fangelsi fyrir 23 milljóna króna fjárdrátt HÉRAÐSSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Þorkel Einarsson, 42 ára, fyrrum aðstoðar- verslunarstjóra útsölu ÁTVR við Lindargötu, í 2 ára fangelsi fyrir fjárdrátt og til að greiða ÁTVR rúmlega 23,2 miHjónir króna í skaða- bætur en það er sú fjárhæð sem hann var ákærður fyrir að draga sér og dómurinn taldi sannað að hann hefði tekið. Maðurinn bar hins vegar að fjárdrátturinn hefði í mesta lagi numið 10 milljónum króna. Brot hans voru framin frá miðju ári 1986 og þar til í október 1991. Fjárdrátturinn var framkvæmdur með tvennum hætti. Annars vegar dró maðurinn sér úr kassa verslunarinnar andvirði svokallaðra' veislutékka sem voru geymslutékkar vegna áfengis sem við- skiptavinum var lánað en sala þess gerð upp síð- ar. Hins vegar eyddi hann úttektamótum sem gefnar höfðu verið út á hans nafn. Fjárdrátturinn kom ekki fram við birgðataln- ingu hjá ÁTVR þar sem maðurinn leyndi honum með því að setja kassa með tómum flöskum í stæð- ur þar sem voru kassar með fullum flöskum. Því voru tómu flöskurnar taldar með birgðum allt þar til eftiriitsmenn með rekstri verslana ÁTVR komu í búðina í október 1991 til að telja birgðir og sjóð 0g sáu tóma kassa í stæðum. Þá játaði maðurinn fyrir aðstoðarforstjóra ÁTVR að hafa verið valdur að verulegri rýrnun birgða og sjóða verslunarinn- ar. Hann var þá strax leystur frá störfum og hnepptur í gæsluvarðhaid í sjö daga. Útsölustjór- inn var einnig leystur frá störfum en reyndist ekki við málið riðinn. Talning sem framkvæmd var á birgðum versl- unarinnar þessa daga leiddi í ljós að verðmæti birgðanna var um 40,1 milljón króna en átti sam- kvæmt bókhaldi að vera 63,3 milljónir. Játaði 10 milljónir Samkvæmt því nam fjárdráttur mannsins 23,3 milljónum króna. Hann hefur ekki kannast við að hafa dregið sér svo mikið fé án þess þó að hann segðist hafa haft yfirlit yfír fjártökurnar en taldi fjárdrátt sinn ekki meiri en 10 milljónir króna. Dómarinn, Allan Vagn Magnússon héraðsdómari, sakfelldi hann fyrir að draga sér þá fjárhæð sem hann var ákærður fyrir. Maðurinn sagði að peningarnir hefðu verið not- aðir í almennar þarfir eða neyslu. Hann mundi ekki eftir sérstökum tilvikum en sagði skýringuna á því að hann leiddist út í fjárdráttinn þá að hann hefði lent í fjárhagserfiðleikum þegar hann stóð í því að byggja sér hús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.