Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993 Inga Dagmar Karls- dóttir — Áttræð Tengdamóðir mín, Inga Dagmar Karlsdóttir, Skaftahlíð 10, Reykja- vík, er 80 ára í dag, 15. apríl. Finn ég mig til þess knúinn á þessum tímamótum að segja nokkuð frá lífi og starfi þessarar gagnmerku konu og góðum kynnum mínum af henni. Inga fæddist 15. apríl 1913 að Landamóti í Kinn í Suður-Þingeyj- arsýslu, dóttir hjónanna Karitasar Sigurðardóttur (1883-1955) og Karls Arngrímssonar (1883-1965) sem þar bjuggu og síðar að Veisu í Fnjóskadal. Karl var sonur Arn- gríms Einarssonar og Karitasar Sigurðardóttur frá Halldórsstöðum, en hún dó af barnsförum og var Karl alinn upp af móðurbróður sín- um, Sigurði á Halldórsstöðum í Kinn. Karitas, móðir Ingu, var dótt- ir Helgu Sigurðardóttur og Sigurð- ar Jónssonar á Draflastöðum í Fnjóskadal. Meðal systkina Karitas- ar voru: Jóninna, húsmæðrakennari og hótelhaldari á Akureyri; Sigurð- ur, búnaðarmálastjóri, faðir Helgu, skólastjóra Húsmæðrakennaraskól- ans; Guðrún, húsfreyja á Halldórs- stöðum, móðir Finns kaupfélags- stjóra og síðar forstöðumanns Safnahússins á Húsavík; og Karl, bóndi á Draflastöðum, faðir Ingi- bjargar og Steingríms, sem lengi ráku Skíðaskálann í Hveradölum. Karitas og Karl í Veisu eignuð- ust átta börn auk Ingu: Þórð Georg '! 904—1965), forstjóra saumastofu t.eíjunar á Akureyri; Sigurð Hall (1906-1992), ráðsmann á Hólum í Hjaltadal, síðar starfsmann við Gefjun á Akureyri; Kristján Jóhann (1908-1968), skólastjóra bænda- skólans á Hólum, síðar erindreka hjá Stéttarsambandi bænda; Jón- innu Sigríði (1910-1923); Guðrúnu Karitas, f. 1915, kaupkonu á Akur- eyri; Arnór Karl, f. 1918, kaupmann í blómabúðinni Laufási á Akureyri; Geirfinn, f. 1921, verslunarmann á Akureyri; Jón Sigurð, f. 1925, arki- tekt í Svíþjóð. Inga vann á búi foreldra sinna framan af ævi. Veturinn 1934- 1935 stundaði hún nám við Alþýðu- skólann á Laugarvatni, en 1943 fluttist hún til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan. Inga giftist 11. des- ember 1943 Nikulási Einarssyni sem lengst af var starfsmaður Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi. Nikulás, sem var fæddur 1908, var sonur Ingunnar Stefáns- dóttur frá Glúmsstöðum í Fljótsdal og Einars Jónssonar, bónda og al- þingismanns á Geldingalæk. Niku- lás lést 1973. Þau bjuggu lengst af í Hlíðunum, fyrst í Barmahlið en síðar Grænuhlíð. Inga býr nú í Skaftahlíð 10 í Reykjavík. Inga og Nikulás eigriuðust íjögur börn. Þau eru: Helga Karitas, f. 1944, kennari við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík, gift Hjalta Stein- þórssyni hæstaréttarlögmanni, er þetta ritar, við eigum fjögur börn; Einar, f. 1945, kaupmaður sem ásamt konu sinni Láru Einarsdóttur rekur verslunina Laugarneskjör í Reykjavík, þau eiga þtjú börn; Karl Kristján, f. 1946, pípulagninga- meistari, var kvæntur Elínu Arn- þrúði Daníelsdóttur, en þau skildu, þau eiga þijú börn; Þuríður Ingunn, f. 1951, nemi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, gift Benedikt Valssyni hagfræðingi, framkvæmdastjóra Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, þau eiga ljögur böm. Ég kynntist Ingu fyrir hartnær 30 árum. Sem verðandi tengdason- ur kom ég á heimili þeirra hjóna í Barmahlíð 50. Þar var mér strax tekið sem vini og jafningja. Ýmsar kenningar og sögur sem ég hafði heyrt um tannhvassar og stjórn- samar tengdamömmur misstu alla merkingu í mínum huga upp frá því. Á fyrstu búskaparárum okkar hjónanna leigðum við íbúð á hæð- inni fyrir ofan íbúð tengdaforeldra minna. Þegar vanda bar að var oft leitað aðstoðar á neðri hæðinni, þar sem úrlausn fékkst oftar en ekki, jafnt í stóru sem smáu. Og þannig hefur þetta verið allar götur síðan. Hún Inga er ekkert að ráskast með aðra, hún kýs fremur að rétta þeim hjálpandi hönd. Gamall maður, sem þótti ern, var einhveiju sinni spurður hveiju hann þakkaði það hversu ungur hann væri í anda og líkamlega hress. „Það er enginn eldri en hann vill vera,“ svaraði sá gamli. Ég held að þetta lýsi því vel hvernig hún Inga mætir árunum. Hún má ein- faldlega ekki vera að því að eldast. Þess vegna er hún þess enn umkom- in að rétta öðrum hjálparhönd, m.a. í sjálfboðastarfi á vegum Kvenfé- lags Háteigssóknar þar sem hún hefur verið að aðstoða íbúa í íbúðum aldraðra við Lönguhlíð við félags- starf. Þó hygg ég að margt af þessu fólki sé yngra að árum en hún. Þessara góðu mannkosta Ingu, hjálpfýsinnar og dugnaðarins, hefur Kvenfélag Háteigssóknar einnig notið ríkulega með ýmsum öðrum hætti. Hún hefur lengi verið virkur þátttakandi í því blómlega starfi, sem félagið hefur staðið fyrir, starfi sem nú má sjá í glæsilega búinni kirkju safnaðarins við Háteigsveg. Auk húsmóðurstarfa hefur Inga fengist við ýmis störf um dagana. Áttræður Lárus Kristinn Jóns- son, Stykkishólmi Lárus Kristinn Jónsson, Stykkis- hólmi, er 80 ára í dag, 15. apríl. Hann er Hólmari frá upphafi, fædd- ur í Jóelshúsi í Stykkishólmi og voru foreldrar hans Björnína Sig- urðardóttir frá Harrastöðum á Fells- strönd í Dalasýslu og Jón Jóhann Lárusson, skipstjóri og seinna versl- unarmaður hjá Sæmundi Halidórs- syni. Alls áttu þau Björnína og Jón tíu börn og af þeim komust níu upp. Þegar Lárus var átta ára gamail fékk hann berkla í bakið og bar þess merki alla tíð síðan. var hann á sjúkrahúsi veikur í fjögur ár, þar af fyrst á Landakoti og síðar á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og þar önnuðust hann Guðmundur Magn- ússon prófessor og Bjarni Snæ- björnsson, báðir snillingar og af- burðamenn. Eftir að Lárus fór að hressast, þá komst hann að hjá Hans Svane í apótekinu, sem hjálpardrengur, og síðan lærir hann klæðskeraiðn hjá Gunnari Sæmundssyni klæðskera- meistara sem þá rak fyrir Kaupfélag Stykkishólms saumastofu. Þar vinn- ur hann í 20 ár uns hún var lögð niður. Rak hann þá sjálfur sauma- stofu í ijögur ár, en það heppnaðist ekki, enda komnir aðrir tímar því að þá var svo mikið af fatnaði verk- smiðjuunnið. Þá réð Lárus sig sem umsjónar- mann í Barnaskólanum og hefir verið viðloðandi skólann síðan eða um 40 ár. Hann var lengi meðhjálpari í kirkjunni hjá sr. Sigurði O. Lárus- syni o.fl. Lárus var um skeið matsveinn á flóabátnum Baldri, á Breiðafírði og á ýmsum fiskibátum var hann tíma og tíma. Einnig átti hann um skeið nokkr- ar kindur og tók þá í nýræktinni sem þá var útbúin. Var það til þess að bæta upp lélegt kaup sem hann varð að una við. Hann giftist Guðmundu Jónas- dóttur frá Hellissandi 4. júlí 1939. Foreldrar hennar voru Hansína Hansdóttir og Jónas Jónsson. Þau eignuðust sjö börn. Eru fjögur þeirra á lífi. Lárus Kristinn hefir lifað tvenna tímana, og þess vegna er hann hóg- vær í altri kröfugerð og af hjarta lítillátur. Hann veit að ef hann ger- Brids Aóalfundur Hafnarfjarðardeildar Rauða kross íslands verður haldinn mánudaginn 19. apríl í húsakynnum deildarinnar í Bæjarhrauni 2 kl. 17.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórn Hafnarfjarðardeildar RKÍ + Umsjón Arnór Ragnarsson Vélsmiðjumót Bridsfélags Hornafjarðar Eftir gríðarlega baráttu tókst Jóni Sveinssyni og Arna Stefánssyni með aðstoð Ragnars Björnssonar að hafa sigur í Vélsmiðjumóti félagsins eftir harða keppni við Ágúst og Ólaf. Réð innbyrðisviðureign röðinni. Spilaður var 3ja kvölda barómeter og hér er listi yfir þá sem enduðu í hagnaði. Jón Sveinss.— Ámi Stefánss./Ragnar Bjömss. 73 Ágúst Sigpirðsson — Ólafur Magnússon 73 Jón Níelsson - Gestur Halldórss./Guðbrandur J. 70 Sigurpáll Ingibergsson - Gunnar P. Halldórsson 51 SkeggiRagnarsson-MagnúsJónasson 38 Næsta mót hjá Bridsfélagi Horna- fjarðar er hinn árlegi Sýslutvímenn- ingur sem spilaður verður 16. og 17. apríi. Keppni hefst kl. 20 á föstudag- inn og lýkur um kl. 19 á laugardag- inn. Veitt verð vegleg verðlaun og skráning hjá Sigurpáli í síma vs. 81701 og hs. 81268. 1 1 i 'mfa ífr Metsölublad á hverjum degi! Ódýrir dúfwr I HARÐVIÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Auk annars lagði hún hin síðari árin fyrir sig framleiðslu á vörum úr íslenskri ull. Þessi heimilisiðnað- ur hennar var um langt árabil all- nokkur og vakti athygli, enda vör- urnar hennar í hæsta gæðaflokki og eftirsóttar af verslunum sem höndla með varning fyrir erlenda ferðamenn. Allar hafa vörur þessar verið með sama markinu, gegnheil- ar og vandaðar, búnar sömu eðlis- ir ekki sitt besta til að bjarga sér og sínum, þá gera aðrir það ekki, í það minnsta ekki þeir sem kalla sig félagshyggjufólk, því að þeir eiga vanalega nóg með sjálfa sig og krefjast alls af öðrum. Það er ef til vill félagshyggja út af fyrir sig. Við Lárus Kristinn höfum starfað Bridsdeild Rangæinga Þegar einu keppniskvöldi er ólokið í tvímenningi er staða þeirra efstu: Karl Nikulásson - Loftur Pétursson 347 Helgi Skúlason—Einar Pétursson 346 Gunnar Andrésson - Gísli Guðjónsson 344 Sigurleifur Guðjónsson - Valdemar Elísson 324 Daníel Halldórsson - Viktor Bjömsson 324 Hæstu skor fengu: Helgi-Einar 188 Gunnar—Gísli 175 Karl-Loftur 175 Hjalti og Jónas P. í öðru sæti Ekki ver rétt sagt frá í bridsþætti sl. miðvikudag um fjölsveitaútreikning á íslandsmóti. Frændurnir Ásgrímur Sigurbjömsson og Ólafur Jónsson sigruðu, hlutu skorina 18,14. Hjalti Elíasson og Jónas P. Erlingsson urðu í öðru sæti með 17,55. í þriðja sæti urðu siglfirzku feðgarnir Jón Sigur- björnsson og Steinar Jónsson með 17,33 og fjórðu Guðmundur Páll Arn- arson og Þorlákur Jónsson með 17,10. íslandsmót í tvímenningi 1993 Skráning í íslandsmótið í tvímenn- ingi 1993 er nú komin vel af stað. Skráð verður til og með mánudeginum 19. apríl á skrifstofu Bridssambands Islands í síma 91-689360. Spilað verð- ur á Hótel Loftleiðum. Undankeppnin, sem eru þijár umferðir, hefst kl. 13 og 19.30 fimmtudaginn 22. apríl og kl. 13 föstudaginn 23. apríl. Urslitin verða síðan spiluð í beinu framhaldi einnig á Hótel Loftleiðum. íslandsmót- ið í tvímenningi er opið öllum sem eru í félögum innan BSI og er venjulega kostum og sú sem verkið vann. Ef ég ætti að lýsa henni Ingu í einni svipan yrði mér fyrst fyrir að segja: „Hún Inga, hún fær allt til að gróa í kringum sig.“ Þessa má sjá stað þegar litið er yfir stofu- blómin hennar. En áhuginn fyrir gróðri og ræktun á sér djúpstæðari rætur. Hann liggur í blóðinu. Eng- inn sem komið hefur að Végeirs- stöðum, ættareign Karitasar, móð- ur þeirra Veisusystkina, verður ósnortinn er hann lítur þau ræktun- arafrek, sem þar hafa verið unnin af systkinum hennar nyrðra og veit ég að ekki hefði hlutur hennar Ingu verið þar minni ef fjarlægð og að- stæður hefðu ekki hamlað því að hún fengi notið sín í því starfi. Og með óbeinum hætti má einnig sjá gróanda í því góða starfí sem hún hefur unnið öðrum til líknar og yndisauka. Hún hefur svo sannar- lega sáð mörgum fræjum vonar og kærleika í hjörtu samferðamanna sinna á lífsleiðinni. Á því ræktunar- starfi verður hvergi lát. Ég óska Ingu innilega til ham- ingju með afmælið og gleðiríkra daga á ókomnum árum. Þess skal að lokum getið að Inga tekur á móti gestum í matsal Sjó- mannaskólans, sunnudaginn 18. apríl, kl. 15-18. Hjalti Steinþórsson. mikið saman um dagana. Við höfum fylgst að í bindindismálum um lengri tíma og eins í Skildi, félagi sjálf- stæðismanna. Þar hefir samvinna verið ágæt og margt höfum við lært þar hvor af öðrum. Stúkumar okkar hafa notið góðs af skólanum, þar sem Láms hefir starfað, og bæði skólastjóri og kennarar hafa rétt þar að hönd sem ekki verður metið til peninga eins og annað nú til dags. Og eitt er það sem má minnast á og það er hversu Lárus hefir tek- ið sínum misjöfnu kjörum án mikill- ar umkvörtunar. Hann veit að hann á aðstoð á hæðum og það hefir dugað. Leitið fyrst guðsríkis og hans réttlætis stendur þar og betur að fleiri kæmust að þeim sannleika. Á þessum tímamótum minnast Hólmarar og aðrir vinir og kunningj- ar 80 ára afmælis Lámsar Kristins, senda þeim hjónum og niðjum inni- legar blessunar- og árnaðaróskir og þakka góða samfylgd. Við hjónin þökkum honum sér- staklega tryggð og vináttu liðinna ára, hlý handtök og glaðleg bros. Já, svo sannarlega og góður guð blessi þig og þína. Og megi árin sem framundan eru vera farsæl og auðnurík. Kærar kveðjur, góði vin. Árni Helgason. opið öllum sem eru í félögum. Síðasta ár spiluðu 1.00 pör í undankeppninni. Spilað verður í riðlum og forgefin spil verða í undankeppninni. Riðlastærðir og fjöldi fer eftir hvað þátttakendur verða margir og styrkleikaraðað verð- ur í riðlana eftir meistarastigum. Keppnisgjald er 6.500 kr. á par. Spil- að er um gullstig í hverri umferð í undankeppninni. Bikarkeppni Bridssambands Islands 1993 Skráning er hafin í Bikarkeppni Bridssambands íslands. Bikarkeppnin verður með sama sniði og síðasta ár, þannig að sveitimar greiða aðeins þátttökugjald fyrir þær umferðir sem þær spila og greiðist áður en leikur fer fram. Þátttökugjaldið er 3.000 kr. fyrir umferð á sveit. Spilaðir eru 40 spila leikir fram að undanúrslitum og sú sveit sem á heimaleik sér um að koma á leiknum innan þeirra tíma- marka sem gefin eru fyrir hveija umferð. Spilað er um gullstig í hverri umferð. Skráningarfrestur er til mánudagsins 11. maí og strax að þeim fresti loknum verður dregið í fyrstu umferð. Bridsfélag Suðurfjarða Hraðsveitakeppni BSF var haldin 31. mars sl. 3 efstu sveitir af 5 urðu: Sveit Óttars Ármannssonar 646 (Óttar, Magnús//Jónas, Ármann) Sveit Hótels Bláfells 537 Sveit Guðmundar Þorsteinssonar 470 Páskatvímenningur var haldinn 7. apríi 1993 með bestu þátttöku vetrar- ins. Efstir urðu (11 pör, Butler): JónBjamason-ViðarJónsson 96 Magnús Valgeirss. - Hafþór Guðmundss. 58 JónasÓlafsson-ÆvarÁrmannsson 58 4 4 4 I 4 4 4 4 4 I 4 4 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.