Morgunblaðið - 15.04.1993, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
15
Um sögu Alþingis o.fl.
— tvær athugasemdir
eftir Einar Laxness
i
í viðamiklu sagnfræðiriti eftir dr.
Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn
Alþingis og þjóðfundurinn, sem út
kom 8. mars sl., í tilefni 150 ára
afmælis tilskipunar Danakonungs
um stofnun innlends ráðgjafar-
þings, ritar forseti Alþingis, frú
Salome Þorkelsdóttir, formálsorð,
sem ég vil leyfa mér að gera at-
hugasemd við.
Forsetinn ritar svo: „Á Alþingi
1922 var [...] flutt tillaga til þings-
ályktunar um að heimila ríkisstjórn-
inni að láta rannsaka og rita sögu
Alþingis. Skyldi verkinu verða lokið
fyrir 1930. [...] Var tillagan sam-
þykkt óbrejdt 25. apríl 1922.“ Síðan
segir forsetinn: „Ekki tókst að ljúka
neinum hluta fyrirhugaðrar sögu
Alþingis fyrir Alþingishátíðina
1930. Hins vegar kom út í júní
1930 Alþingismannatal fyrir árin
1845-1930, gefið út af skrifstofu
Alþingis.“ Og enn segir: „Næstu
ár var að mestu kyrrt um málið.
Árið 1937 kom þó út Réttarsaga
Alþingis eftir Einar Arnórsson."
Þetta er að vissu leyti rétt, svo
langt sem það nær, en þó tel ég
nauðsynlegt að gera athugasemd
til skýringar. Mér er það skylt að
því leyti, að hér á í hlut afi minn,
dr. Einar Arnórsson, prófessor, síð-
ar hæstaréttardómari. Hann var
viðurkenndur einn lærðasti og af-
kastamesti lögfræðingur og sagn-
fræðingur íslenzkur. Árið 1924 var
honum falið af ritnefnd Alþingis-
sögu að semja réttarsögu Alþingis
hins foma, 930-1800. Fjórum
árum síðar er hann beðinn um að
bæta við réttarsögu hins endur-
reista Alþingis, 1845-1930. Átti
þetta rit að koma út fyrir Alþingis-
hátíðina í júnílok 1930.
Einar Arnórsson var vinnusamur
maður og féll sjaldan verk úr hendi,
enda stóð hann við þá samninga,
sem hann gerði. Þrátt fyrir anna-
söm, opinber embættisstörf, lauk
hann sínu verki Réttarsögu Alþing-
is 930-1930, í árslok 1929. Prent-
smiðjuvinna hófst í ársbyijun 1930,
og var lokið í júní sama ár, 596
bls. ritsmíð. Gat verkið því hæglega
komið út fyrir Alþingishátíðina sem
fyrsta bindi í sögu Alþingis, eins
og upphaflega var ráð fyrir gert.
En þar sem formáli annars höfund-
ar (eða ritstjóra) fyrir 1. bindi, var
ekki tiltækur, var Réttarsaga Ein-
ars Arnórssonar ekki formlega út-
gefin og send á markað, þótt fullbú-
in væri, heldur lá, að sögn hans, í
sjö ár „fullprentuð í örkum hjá bók-
bindara, öllum dulin, nema nokkr-
um mönnum, er ég lét í hendur flest
þau 30 eintök, er ég fékk heft,
þegar ritið var fullprentað, og nokk-
ur eintök, sem nokkrum fræði-
mönnum og námsmönnum við há-
skólann hefur tekizt að ná í.“ Svo
farast Einari Amórssyni sjálfum
orð um furðuleg örlög þessa rits,
þegar það loks kom út (þó án fyrr-
grejnds formála) síðla árs 1937.
Árið 1945 hófst skipulögð útgáfa
sögu Alþingis, skv. þingsályktun
8. mars 1943. Enn var það rit Ein-
ars Arnórssonar, Réttarsaga Al-
þingis, sem útgefið var sem 1. bindi
verksins, og nú hafði hann bætt við
útgáfuna frá 1930 (1937) réttar-
sögu tímabilsins 1930-1944. Rit
þetta hefur síðan verið undirstöðu-
rit í sinni grein, náma fyrir alla, sem
þangað leita, höfundi sínum og Al-
þingi til mikils sóma, svo að óskilj-
anlegt er, hvers vegna forráðamen
þingsins létu það liggja flestum
Vlutczsicv
Heílsuvörur
nútímafólks
„dulið“ um margra ára skeið.
Habent sua fata libelli, var einu
sinni kveðið.
Síðar komu út bæði allstór rit
og smærri þættir um sögu Alþing-
is, þ.ám. ritaði Einar Amórsson
um Alþingi og frelsisbaráttuna
1845-1874. Hann lét því enn ekki
sinn hlut eftir liggja, eins og hans
var von og vísa, tæki hann eitthvað
að sér. Og slíkt hafði hann svo sann-
arlega sýnt, þegar hann lauk við
stórvirki sitt fyrir Alþingi á tilskild-
um tíma fyrir Alþingishátíðina
1930. Vegna þeirrar staðreyndar,
vildi ég gera þessa athugasemd við
fyrrgreind ummæli forseta Alþing-
is, þar sem þau mætti vel misskilja,
þótt hún hafi auðvitað greint frá
málinu, eins og hún vissi það sann-
ast. En eins og þar stendur: Ef eitt-
hvað er missagt í fræðum, er skylt
að hafa það, sem sannara reynist.
n
í riti dr. Aðalgeirs Kristjánsson-
ar, EndurreiSn Alþingis og þjóð-
fundurinn, sem ég óska honum til
hamingju með, er auðvitað ekki
hægt að komast fram hjá persónu
Jóns Guðmundssonar, alþm. og rit-
stjóra Þjóðólfs. Svo fyrirferðarmik-
ill var hann sem einn fremsti for-
ystumaður sj álfstæðisbaráttunnar
Einar Laxness
um og upp úr miðri 19. öld, og
náinn samheiji Jóns Sigurðssonar,
forseta (örfáir nefndir oftar í nafna-
skrá ritsins).
Þar sem sá, sem þetta skrifar,
er höfundur þess eina rits, sem enn
hefur verið útgefið um Jón Guð-
mundsson, leikur honum nokkur
forvitni á að vita, t.d. hvaðan dr.
Aðalgeir í sínu riti (bls. 219) hefur
merkilega skilgreiningu Jóns Guð-
mundssonar á Þjóðólfí, þ.e. að hann
eigi að vera „blað lýðsins og þjóð-
ernisflokksins — oppositionsblað".
Þessi skilgreining er fyrst skráð í
ævisögu Jóns Guðmundssonar (útg.
1960) eftir tilgreindri frumheimild.
Dr. Aðalgeir getur ekki heimildar
sinnar fyrir þessari skilgreiningu
Jóns Guðmundssonar, hvorki með
tilvitnun í ævisögu Jóns né aðra
heimild, eins og vandaðra sagn-
fræðinga er siður, svo að mér þætti
sem sagt afar fróðlegt að vita, hvað-
an hann hefur þetta, nú þegar hann
hagnýtir sér það í bók sinni. Af
hvaða hvötum hann kýs að snið-
ganga að öðru leyti og geta að
engu 400 bls. ævisögu Jóns Guð-
mundssonar, m.a. í langri heimilda-
skrá, skal ekki leitt getum að hér.
Höfundur er cand.mag.
Vorátak fyrir heilsuna og útlitiö
Síöustu TT námskeiöin
hefjast 26. apríl
JSB SUÐURVERI
TOPPI TIL TÁAR
Námskeiö sem hefur veitt ótalmörgum
konum frábæran árangur.
Þetta kerfi er eingöngu ætlaö konum sem
berjast viö aukakílóin. Uppbyggilegt lokaö
námskeiö.
-Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn.
-Strángur megrunarkúr sem fylgt er eftir
daglega meö andlegum stuöningi,
einkaviötölum og
fyrirlestrum um
mataræöi og
hollar lífsvenjur.
-Heilsufundir þar sem
farið er yfir förðun,
klæðnað, hvernig á
að bera líkamann og
efla sjálfstraustið.
STUTT OG STRANGT
Fyrir þær sem óska er boðið
uppá Stutt og Strangt, sem
er tilvalið kerfi til framhalds
af Toppi til Táar.
ÖNNUR KERFI í BOÐI:
• Almennt kerfi
• Rólegt og gott
• Púl og sviti
J S B HRAUNBERGI
Frjálsu tfmamir veröa aUtaf vinsœlli og vinsætti,
greinilegt er að þessi þjónusta var það sem beðið var eftir
og þu vilt, innan |
tímum dags sem þú sjálf velur.
Hörkupúl fyrir konur á öilum <
SVONA FERÐU ÞÚ AÐ:
Þú kemur eöa hringir í síma 79988 og pantar
kort. Sex daga vikunnar getur þú mætt eins oft
og þú vilt.
Kortin kostafrá kr. 4.500,-
Leikhorn fyrir börnin.
INNRITUN HAFIN
ALLA DAGA
í SÍMA 813730 OG 79988
LÍKAMSRÆ
SUÐURVERI • HRAUNBERGl 4
mAtturiivn s dvhðiw