Morgunblaðið - 06.07.1993, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
Rannsóknastofa HI í veirufræði
Starfsemi var
eðlileg í gær
DEILUR Félags íslenskra náttúrufræðinga og Rannsóknastofu HÍ í
veirufræði eru í biðstöðu eftir að FIN hætti aðgerðum við rannsókna-
stofuna sl. föstudag. Allt gekk eðlilega fyrir sig á stofunni i gær.
Afram verður fundað um
formanns samningaráðs FIN, en
sé að bresta.
Aðgerðimar fólust í því að á
fimmtudag komu félagar í FÍN í veg
fyrir að starfsmenn rannsóknastof-
unnar gætu mætt til vinnu og að
hægt væri að afgreiða sýni, sem
þeir töldu ekki falla undir bráðasýni.
Haraldur sagði að óvíst væri
hvernig framhaldið mundi þróast en
sagði að ef ekkert kæmi út úr við-
ræðunum myndi þolinmæðin bresta
fljótlega og í því samhengi sagði
hann að mælikvarðinn væri í dögum.
Aðgerðirnar kærðar
Margrét Guðnadóttir, forstöðu-
maður rannsóknastofunnar, hefur
að sog^n Haralds Olafssonar, vara-
hann segir að þolinmæði félagsins
kært aðgerðirnar til lögreglustjóra-
embættisins í Reykjavík. Hún kærði
að opinberir starfsmenn hefðu verið
hindraðir við vinnu sína, að móttaka
á sýnum hefði verið hindruð og að
neyðarnúmer, sem ekki tilheyrði
rannsóknastofunni, hefði verið aug-
lýst.
Hún sagðist í samtali við Morg-
unblaðið ætla að fylgja því eftir að
kæran yrði tekin fyrir. Hún sagði
að tekist hefði að vinna upp tafim-
ar að mestu sama kvöld og aðgerð-
unum vár frestað. Síðan' hefur
starfsemin gengið eðlilega fyrir sig,
að sögn Margrétar.
Síldarball á Sigló
VINABÆJAMÓT var haldið í Siglufirði um síð- firði og því var slegið upp síldarsöltun með gamla
ustu helgi og sóttu það um 150 manns frá flest- laginu sl. laugardag. Um 300 manns tóku þátt
um vinabæjum Siglufjarðar á Norðurlöndum, en í síldarsöltuninni og var meðfylgjandi mynd tek-
þeir eru 8 talsins. Um þetta leyti eru einmitt 90 in þegar fólkið steig dans eftir að hafa saltað
ár síðan Norðmenn lönduðu fyrst síld á Siglu- síldina.
i
I
I
1
VEÐURHORFUR í DAG, 6. JÚLÍ
YFIRLIT: Skammt vestur af Vestfjörðum er 1.010 mb lægð sem þokast
austsuðaustur og frá henni skarpt lægðardrag austsuðaustur um land.
Langt suðsuðvestur í hafi er allmikil 1.039 mb hæð og heldur vaxandi
hæðarhryggur til norðvesturs.
SPÁ: Norðvestan gola eða kaldi á landinu. Dálítil súld norðanlands, lett-
skýjað á Suður- og Suðausturlandi, en skýjað með köflum vestanlands.
Hiti 6-15 stig, hlýjast suðaustanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Austan- og suðaustanátt, sums staðar nokk-
uð hvöss suðvestan- og vestanlands. Rigning um sunnan- og austan-
vert landið en úrkomulítið annars staðar. Hiti 9-12 stig.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Allhvöss austan- og norðaustanátt. Rigning
austan- og norðanlands, en að mestu þurrt suðvestan- og vestanlands.
Hiti 9-10 stig.
HORFUR A FOSTUDAG: Norðaustanótt, kaldi eða stinningskaldi. Skúr-
ir norðan- og austanlands, en þurrt á Suður- og Suðvesturlandi. Hiti
6-7 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.46, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600.
a a
Helðskírt Léttskýjað
r r r * r *
r r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
& &
Hálfskýjað Skýjað
V Ý
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Alskýjað
*
Skúrir Slydduél
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
v Súld
= Þoka
itig..
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. 17.30ígær)
Greiðfært er um þjóðvegi landsins. Hálendisvegir eru óðum að opnast
hver af öðrum, og er t.d. orðið fært um Uxahryggi, Kaldadal, í Eldgjá
að sunnan, Veiðivötn, Jökulheima, Herðubreiðarlindir, Kverkfjöll og Land-
mannalaugar um Sigöldu. Einnig er Kjalvegur orðinn fær stórum bílum.
Víða er unnið við vegagerð, og eru vegfarendur af gefnu tilefni beðnir
um að virða þær merkingar sem þar eru.
Upplýsingar um færð eru vehtar hjá Vegaeftirliti ( síma 91-631500 og
á grænni línu, 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 i gær að ísl. tíma
bitl veður
Akureyri 7 aiekýjaö
Reykjevlk 8 súld
Bergen 10 skúr
Helslnki 17 skúr
Kaupmannahöfn 17 hálfskýjað
Narssaresuaq 7 8ký|að
Nuuk 0 þoka
Ósló 19 úrkoma
Stokkhólmur 19 úrkoma
Þórshöfn 10 skúr
Algarve 27 heiðskfrt
Amsterdam 16 skúr
Barceione 28 þokumóða
Berlín 24 skýjað
Chicago 27 skýjað
Feneyjar 29 skýjað
Frankfurt 31 skýjað
Glasgow 15 skýjað
Hamborg 17 alskýjað
London 19 hálfskýjað
LosAngeles 18 alskýjað
Lúxemborg 25 skýjað
Madríd 30 léttskýjað
Malaga 31 léttskýjað
Mallorca 30 rykmistur
Montreal 20 akýjað
NewYork 23 heiðskírt
Orlando 27 skýjað
París 22 skýjað
Madelra 22 skýjað
Rðm 30 skýjað
Vín 28 skýjað
Washington 28 mistur
Winnipeg 16 alskýjað
Fulltrúi sýslumanns um árásina i
á meindýraeyðinn á Olafsvík
Málið þoldi bið því
hættan var liðin hjá
DAÐI Jóhannesson, fulltrúi sýslumannsins í Stykkishólmi, seg-
ir að einhvers misskilnings virðist hafa gætt með niðurskurð
á yfirvinnu hjá lögregluembættum umdæmisins. „Menn sinna
eftir sem áður nauðsynlegum útköllum þótt það kosti yfir- g
vinnu,“ segir Daði. „En þeir verða líka að leggja mat á útköll- *
in og þótt þessi atburður í Ólafsvík sé alvarlegur þoldi það
mál bið því hættan var liðin hjá þegar haft var samband við |
lögregluna.“
það hafi verið gert í þessu tilviki. |
Hann vildi að öðru leyti ekki ræða ■
líkamsárásina þar sem það mál
væri enn í rannsókn.
Kæra lögð fram
Þröstur Sveinsson meindýra-
eyðir segir að hann hafi lagt fram
kæru á hendur mönnunum tveim-
ur sem réðust inn á heimili hans
og börðu hann sökum þess að
hann hafði töluvert áður skotið
heimiliskött annars þeirra í mis-
gripum. Þröstur segir að hann
hafi leitað læknis eftir árásina og
sé nú með kraga um hálsinn en
eigi eftir að fara í frekari rann-
sókn. I
I
I
Sem kunnugt er af frétt í sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins varð
Þröstur Sveinsson (ekki Þórður
eins og sagt var) meindýraeyðir í
Ólafsvík fyrir líkamsárás tveggja
manna aðfaranótt laugardagsins.
Er hann kallaði til lögreglu eftir
árásina var sagt að málið yrði að
bíða næsta dags þar sem yfír-
vinnukvóti lögreglunnar væri að
verða uppurinn.
Daði segir að niðurskurður á
yfírvinnu sé liður í aðhaldsaðgerð-
um en það þýði ekki að lögreglan
hætti að starfa. Hins vegar ber
lögreglu að leggja mat á hvort
tilefni sé til útkalls eða ekki og
i
Morgunblaöið/Sverrir
Sléttanes strandaði við Sundahöfn
SLÉTTANES ÍS strandaði við Holtagarða í Sundahöfn um hádegis-
bilið í gær rétt áður en það hugðist leggjast að bryggju. Verið var
að snúa skipinu þegar óhappið átti sér stað, en að sögn hafnsögu-
manns um borð í hafnsögubátnum Magna var dýpi minna en skip-
veijar höfðu talið í fyrstu. Losun skipsins frá strandstað gekk mjög
vel og um klukkan þrjú í gærdag gat Sléttanes haldið til hafnar.
Ljóst er að engar skemmdir urðu á skipinu.