Morgunblaðið - 06.07.1993, Page 15

Morgunblaðið - 06.07.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 15 Karlremba í íþróttafréttum eftir Kristínu Astgeirsdóttur Fyrir svo sem 100 árum þótti algjör fásinna að konur stunduðu íþróttir eða tækju þátt í keppni af einhveiju tagi þar sem reyndi á lík- amann. Konur með stórum staf áttu samkvæmt borgaralegum gild- um að vera fölar og interesant en þó fyrst og fremst útgengilegar og líklegar til bameigna. Það er haft eftir dönsku skáldkonunni Karen Blixen að þegar hún var að alast upp á síðari hluta 19. aldar hafi ungir karlmenn varla vitað að kon- ur væru tvískiptar fyrir ofan ökla því ekkert mátti sjást af líkama þeirra. Þær konur sem efni höfðu á gengu um bísperrtar í þröngum kjólum sem huldu nánast allt sem hægt var að hylja miðað við vest- rænar hefðir. Innanundir voru þær reyrðar í lífstykki sem jafnvel vom þannig gerð að þau löguðu (eða aflöguðu) líkamann að kröfum tísk- unnar, en ollu konum stundum var- anlegu heilsutjóni. Líkamsrækt kvenna var nánast engin önnur en dagleg vinna. Karlavígin falla Á þessari öld hefur tíðarandinn, þróunin og kvennahreyfingin sem barist hefur fyrir bættum hag kvenna í rúm 200 ár breytt aðstæð- um kvenna stórlega ekki síst ýmsu því sem snertir kvenlíkamann. Ein- faldari klæðnaður, vinna utan heim- ilis, frítími, aðstaða til almennings- íþrótta og ný þekking á gildi líkams- ræktar hafa ýtt undir þátttöku kvenna í hvers kyns íþróttum. Reyndar má um það deila hvort sumar tegundir íþrótta eigi rétt á sér vegna inntaks þeirra, öfga og meiðsla sem þeim fylgja og einnig hvort konur eigi erindi í allar íþróttagreinar m.a. af líffræðilegum orsökum. Hvað um það, fjölbreytnin er gífurleg og karlavígi sem áður virtust ósigrandi falla hvert á fætur öðru. Samt sem áður er hlutur kvenna í íþróttahreyfingunni hér á landi mun minni en karla og því veruleg ástæða til að hvetja konur til þátttöku og virkni, ekki síst vegna þess að hvers kyns atvinnu- og álagssjúkdómar herja á konur í ríkara mæli en karla, en gegn þeim má vinna með líkamsrækt. Hverjir eru íslendingar? Á kvenréttindadaginn 19. júní sl. hlupu þúsundir kvenna um land allt í kvennahlaupi og lögðu þar með lið því átaki íþróttahreyfingar- innar að hvetja konur til líkams- ræktar. Verður ekki annað sagt en að íþróttasamband íslands hafi tek- ið sig á í þessum efnum þótt það standi enn langt að baki félaga sinna á Norðurlöndum, ekki síst í Noregi þar sem mikið hefur verið gert til að laða stúlkur og konur að íþróttahreyfingunni. Átak íþróttafélaganna dugar þó skammt ef þeir sem flytja af því fréttir sjá fátt annað en karlaíþrótt- ir. Meðan vaðandi karlrembá flæðir yfir síður dagblaðanna (sumra) og sjálft ríkisútvarpið með sína annars ágætu íþróttafréttamenn lætur eins og íslenskar konur í Evrópukepprii séu eitthvert óþekkt þjóðarbrot óskylt íslendingvm, er ekki á góðu von. Ég stóð í þeirri trú að íþrótta- fréttamenn hefðu bætt sig verulega í umfjöllun um konur og íþróttir á Kristín Ástgeirsdóttir „Eg skora á þá íþrótta- og bridsfréttamenn sem sekir eru í þessu máli að taka sér tak, sýna konum og íþrótt- um þeirra virðingu og sanngirni.“ undanförnum árum en fréttir af Evrópumótinu í brids (sem teljast verður til íþrótta) undanfarna daga hafa gert mig svo bálreiða að ég fæ ekki orða bundist. Ótrúleg kvenfyrirlitning Á sama tíma og þúsundir kvenna hlupu í kvennahlaupinu sem reynd- ar voru gerð ágæt skil í fréttum, var íslenska kvennalandsliðið að keppa á Evrópumótinu í brids við hlið karlalandsliðsins. Samkvæmt fréttum sem birtust dag eftir dag var ísland (les: karlalandsliðið) að keppa í brids og svo var þarna ein- hver kvennasveit. „ísland féll í 5. sætið á bridsmótinu" sagði í fyrir- sögn Morgunblaðinu 17. júní og var auðvitað átt við karlasveitina. Und- irfyrirsögn: Kvennaliðið vann fyrsta sigur sinn gegn ólympíumeisturum Austurríkis. Það þótti meiri frétt áð mati blaðsins að karlarnir rúll- uðu niður en að konurnar ynnu stór- sigur á sjálfum ólympíumeisturun- um. íslendingar fóru upp og niður sætaröðina eftir gang hverrar um- ferðar, en jafnvel þegar kvenna- sveitin var komin í annað sæti máttu þær og við íslenskar konur sæta því að vera ekki taldar til ís- lendinga. Nú vita fréttamenn auð- vitað betur, en þetta tungutak þeirra speglar ótrúlega kvenfyrir- litningu og það sem alvarlegra er þeir taka ekki mark á íþróttum kvenna. Sýnið íþróttum kvenna virðingu Nú hef ég ekki hundsvit á brids og veit ekki hvers vegna ástæða þykir til að skipta liðunum í karla- og kvennasveitir. Ég hef aldrei heyrt þess getið að konur spili brids eitthvað öðru vísi en karlar, en það skyldi þó aldrei vera að karlar líti ekki á konur sem jafningja á þessu sviði? Það má vel vera að einhverjar ástæður skýri þessa kynjaskiptingu og það má líka vel vera að konum og körlum þyki einfaldlega skemmtilegra og betra að spila við eigið kyn, en það breytir ekki því að fréttaflutningurinn af Evrópu- mótinu í brids hefur afhjúpað svo gamaldags og óþolandi karlrembu að með ólíkindum er á árinu 1993. Ég skora á þá íþrótta- og brids- fréttamenn sem sekir eru í þessu máli að taka sér tak, sýna konum og íþróttum þeirra virðingu og sanngirni. Ábyrgð íþróttafrétta- manna eins og annarra frétta- manna er mikil og þeir geta lagt sitt af mörkum til að glæða áhuga á líkamsrækt og bættri heilsu al- mennings, þjóðinni allri til hags- bóta. Fyrst og fremst er það þó skylda þeirra að flytja sannar og óvilhallar fréttir sem hvorki mis- muna liðum né kynjum. Þegar konur standa sig vel íþróttahreyfingin hefur litið á það sem hlutverk sitt að bæta og auka samskipti milli þjóða og hún hefur reynt að leggja sitt af mörk- um í þágu friðar og mannréttinda. Það hefur tekist að opna augu þess- arar gömlu karlstýrðu fjöldahreyf- ingar sem löngum einkenndist af mikilli hetjudýrkun fyrir því víð- tæka markmiði að íþróttir eigi að vera fyrir alla. Þar hefur margt áunnist. Stórkostlegur árangur fatl- aðs íþróttafólks er að gjörbreyta afstöðu almennings til fatlaðra og stórbæta heilsu þeirra. Áhersla á að auka þátttöku og áhrif kvenna í íþróttum er smátt og smátt að skila sér hér sem annars staðar eins og fram kom í kvennablaðinu 19. júní. íþróttafréttamenn eiga ekki að skyggja á þann árangur með fordómum og vonandi ómeðvitaðri kvenfyrirlitningu, allra síst þegar konur standa sig jafn vel og brids- konurnar okkar hafa gert. Höfundur er þingmaður Kvennalistans í Reykjavík Staðreyndir og hugarburður Svar við rangfærslum Pressunnar og Hjörleifs Stefánssonar eftir Guðmund Magnússon I vikunni sem leið fjallaði Pressan um ágreining sem uppi er á milli Þjóðminjasafns íslands og Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um eignar- hald á gömlu húsi vestur á Snæfells- nesi. Ekki er ég sáttur við frétt blaðsins um málið en hún er þó hátíð samanborið við fyrirsagnir og fráleitan uppslátt á forsíðu. Fyrir- sagnimar eru hreinn tilbúningur og í engu samræmi við fréttina. Þjóð- minjavörður hefur ekki ásakað neinn um misnotkun á opinberu fé eins og fullyrt er á forsíðu Press- unnar. Þeir sem lesa fréttina sjálfa sjá að hið eina sem eftir mér er þar haft er að ágreiningsmál við Hjör- leif Stefánsson sé til umfjöllunar í þjóðminjaráði og sé litið alvarlegum augum. Mér er óskiljanlegt hvað fyrir ritstjóra Pressunnar vakir með uppslættinum og hinum ósönnu fyr- irsögnum. Umfjöllun Pressunnar varð Hjör- leifi Stefánssyni tilefni til skrifa í Morgunblaðið sl. laugardag. Grein hans er því miður uppfull af rang- færslum og ósannindum um efnis- atriði ágreiningsins við Þjóðminja- safnið og svigurmælum í minn garð. Er grein þessi Hjörleifi til lítils sóma. í ljósi þess sem á undan er geng- ið er óhjákvæmilegt að skýra opin- berlega frá því um hvað mál þetta snýst, þótt ég telji í rauninni eigi umræður um mál af þessu tagi ekki heima í fjölmiðlum. Þjóðminjasafn eignast hlut í Amtmannshúsi Það er upphaf þessa máls að í október 1986 rituðu Hjörleifur Stef- ánsson og Sigrún Eldjárn þjóð- minjaverði bréf, þar sem þess er farið á leit að Þjóðminjasafnið taki við eignarhluta í svonefndu Amt- mannshúsi á Arnarstapa á Snæ- fellsnesi. Skyldi eignarhlutinn nema framlagi opinberra aðila til endur- byggingar hússins. Amtmannshúsið var reist á Arn- arstapa á árunum 1774-1787. Það var flutt að Vogi í Mýrum árið 1849. Á árunum 1983 til 1985 var húsið endurbyggt og flutt að nýju á Arnarstapa. Frumkvæði að þeirri endurbyggingu átti Hjörleifur Stef- ánsson og verður að telja framtakið lofsvert, þar sem húsið er með elstu varðveittu timburhúsum hér á landi. Þjóðminjavörður ritaði mennta- málaráðuneytinu bréf 27. október 1986 og óskaði eftir því að Amt- mannshúsið yrði tekið á fomleifa- skrá, en í því felst skuldbinding um að viðhald og endurbætur skuli greiddar úr ríkissjóði eftir nánari ákvörðun þjóðminjavarðar. Orðrétt segir í bréfí þjóðminjavarðar: „Því virðist mér, að hér sé vel boðið, að Þjóðminjasafninu sé afsalað hluta af þessu húsi. Þar í fylgir, að safn- ið fái vissan afnotarétt þess, þegar viðgerð er komin í kring. — Er þó ekki um að ræða, að húsið verði venjulegt sýningarhús, að minnsta kosti ekki í náinni framtíð, en hins vegar væri ekki óeðlilegt, að t.d. gæti starfsfólk safnsins fengið þar sumarafdrep, líkt og er um starfs- fólk ýmissa stofnana, sem jafnvel hafa reist með ærnum tilkostnaði sumarhús víðs vegar um landið fyr- ir starfsfólk sitt.“ Menntamálaráðuneytið féllst á erindi þjóðminjavarðar 10. nóvem- ber 1986. Upp frá því hefur Amt- mannshúsið verið á fornleifaskrá og talist til húsasafns Þjóðminja- safnsins. Húsafriðunarsjóður hefur lagt endurbyggingu hússins lið með fjárframlögum, styrkir hafa komið frá Alþingi og eftir að Þjóðminja- safnið tók það undir sinn verndar- væng hefur safnið innt af hendi greiðslur vegna framkvæmda við Guðmundur Magnússon „Þjóðminjavörður hef- ur ekki ásakað neinn um misnotkun á opin- beru fé eins og fullyrt er á forsíðu Pressunn- ar. Þeir sem lesa frétt- ina sjálfa sjá að hið eina sem eftir mér er þar haft er að ágreinings- mál við Hjörleif Stef- ánsson sé til umfjöllun- ar í þjóðminjaráði og sé litið alvarlegum aug- um.“ húsið. Einkennilegt er að Hjörleifur Stefánsson segist ekki kannast við þessar greiðslur, enda þótt athugun á bókhaldi Þjóðminjasafnsins leiði í ljós að um slíkar greiðslur hefur verið að ræða. Ágreiningurinn við Hjörleif Stefánsson Sá ágreiningur sem nú er uppi hófst með bréfi sem Hjörleifur Stef- ánsson ritaði húsafriðunarnefnd ríkisins 7. maí sl. Þar óskar hann eftir styrk úr húsafriðunarsjóði til viðhalds Amtmannshússins og greinir frá því að hann og kona hans hafi verið einkaeigendur húss- ins frá árinu 1983, þar til fyrir nokkrum vikum að þau hafi selt nokkrum nafngreindum einstakl- ingum hlut í húsinu. Á eignarhluta Þjóðminjasafns er ekki minnst. Og orðrétt segir Hjörleifur í bréfinu: „Þjóðminjasafn hefur veitt endur- byggingu hússins liðveislu með ýmsu móti, en ekki með fjárfram- lögum, hvorki af því fé sem safninu e’r ætlað til viðhalds gamalla húsa né á annan hátt.“ Bréf Hjörleifs vakti að vonum furðu á Þjóðminjasafni. Eignarhlut- ar í húsi sem að hluta til var í eigu safnsins höfðu verið seldir án vit- undar og samþykkis safnsins. Látið var að því liggja að safninu kæmi hús þetta ekki við. Á fundi í þjóð- minjaráði, sem' fer með yfirstjórn safnsins, var einróma samþykkt að mótmæla þessum gjörningi harð- lega og fela þjóðminjaverði að tryggja rétt Þjóðminjasafnsins. Það hefur nú verið gert með því að lög- maður sem fenginn hefur verið til að kanna þetta mál liefur ritað Hjörleifi bréf, þar sem óskað er eftir því að eignarhlutur safnsins verði þinglýstur og samið verði um réttmæta notkun safnsins á húsinu í samræmi við það sem upphaflega var ætlunin þegar það var tekið á fornleifaskrá. Siðferði og fjölmiðlun Fjölmiðlun í þessu landi er á stundum harla einkennileg. Sömu fjölmiðlamir og flytja hveija háv- aðafréttina á fætur annarri, sem sýna eiga skort á siðferði í stjórn- málalífi okkar, beita siðlausum að- ferðum í fréttaflutningi og virðast láta sér standa á sama hveijar stað- reyndir mála eru. Sölugildi frétta virðist stundum sett ofar sannleiks- gildi þeirra. Ég hef mælst til þess við rit- stjóra Pressunnar, sem er höfundur hinna ósönnu fyrirsagna og upp- sláttar, að hann biðji alla hlutaðeig- endur afsökunar á háttalagi sínu og leiðrétti rangfærslurnar. Sú ósk er hér með ítrekuð. Höfundur gegnir embætti þjóðmiiyavarðar. Olsarar halda 01- afsvík- urvöku Ólafsvík. HELGINA 9. til 11. júlí verður haldin svonefnd Olafsvíkur- vaka hér í Ólafsvík. Þá verður mikið um að vera utan dyra sem innan. Þar má nefna margs konar sýningar, íþróttir, grillveislur og gönguferðir, jöklaferðir, skemmtisiglingar, dansleiki og margt fleira. Það eru alls 18 félög og samtök sem standa að þessari vöku og má á því sjá að dag- skráin verður fjölbreytt. Til- gangur Ólafsvíkui’vökunnar er að vekja athygli á Ólafsvík sem lifandi bæ, þar sem íbúarnir reyna að taka vel á móti gest- um sínum. Takist vel til með þessa skemmtihelgi er stefnt að því að slíkt verði árlegur viðburður Helgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.