Morgunblaðið - 06.07.1993, Side 21

Morgunblaðið - 06.07.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1993 21 Vínveitingastöðum hefur fjölgað jafnt og þétt í Reykjavík á síðastliðnum 10 árum Veitingahúsum fjölgaði um 100 á einum áratug Á UNDANFÖRNUM árum hefur vínveitingaleyfum, sem lögreglustjóraembættið í Reykjavík gefur út, stöðugt fjölgað. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa, segir að það hafi samt hverfandi áhrif á almenna vínneyslu, þar sem einungis um 18% af sölu áfengis fari fram í gegnum veitingahús. Árið 1988 voru 55 vínveitingaleyfi í gildi og hafði fjölgað hægt og sígandi úr 20 1981. 1989 fjölgaði vínveitingaleyfum um nær 30 í 82 og hefur fjölgað síðan jafnt og þétt og eru í ár 127. Erna segir að vendipunkturinn í þessum málum hafi orðið þegar bjórinn kom en bendir jafnframt á að eftir mikla aukningu 1989 hafi áfengisneysla á hvem mann á íslandi dregist saman á milli ára. 22 með léttvínsleyfi Af þeim 127 stöðum, sem fengið hafa vínveitingaleyfi hafa 22 bara leyfi til að veita léttvín, að sögn Signýjar Sen, deildarlög- fræðings hjá lögreglustjóraemb- Reykjavík 1982-1993 i 27 Alkohollitrar a mann 15 ára og eldri Æít*w 4,39 4,46 4 32 4,50 4'62 4,48 S 5,24 5,13 4,73 ættinu. „Á skyndibitastöðum vegur vínsalan ekki þungt. Vendipunkturinn var bjórinn vegna þess að það voru margir veitingastaðir, sem höfðu engan sérstakan áhuga á vínveitinga- leyfi áður en bjórinn kom,“ segir Erna Hauksdóttir. Bjórbyltingin „Auðvitað var þessi þróun mjög hröð og varð að hálfgerðri byltingu þegar að bjórinn kom. Þá spruttu upp allar þessar krár og hefur verið mikið á kostnað danshúsanna þannig að drykkjan hefur ekki aukist heldur færst til,“ segir Erna. Hún segir það hins vegar athyglisvert að frá 1990 hafi veitingahús alltaf ver- ið að selja hlutfallslega minna og minna af því áfengi, sem selt er á íslenska áfengismarkaðnum. Árið 1989 hafi hlutfallið verið um 20% en nú sé það komið nið- ur í rúm 18%. Eigendaskipti ör Signý Sen segir að það sé áberandi hvað eigendaskipti á veitingahúsum verði oft. Vínveit- ingaleyfi, sem eru gefin út, eru bundin við persónu og staðinn þar sem veita á vínið, þannig að þau eru ekki framseljanleg, að sögn Signýjar. Vínveitingaleyfi kostar 30 þús- und krónur fyrir eitt ár eða skemur og 100 þúsund krónur til fjögurra ára en leyfi er ekki gefið út fyrir lengri tíma en það. Töluvert er um vínveitingaleyfi fyrir eitt kvöld í senn, að sögn Signýjar. öryggisverðir? TVEIR af starfsmönnum Vökt- unar í búningunum, sem lögregl- an telur líkjast sínum. Búningar öryggis- varða í Þjórsárdal Lögreglan gerir at- hugasemd LÖGREGLAN í Reykjavík hefur sent dómsmálaráðuneytinu skýrslu með athugasemdum við einkennisbúninga þá sem öryggis- verðir á útihátíðinni í Þjórsárdal báru. Búningarnir voru nánast eins og einkennisbúningar lög- reglu að því frátöldu að þeir voru ekki með tilskildum merkjum. Slíkt segir Ómar Smári Ármanns- son aðstoðaryfirlögregluþjónn að brjóti í bága við 117. gr. hegning- arlaganna. í umræddri grein laganna segir m.a. að hver sá sem vísvitandi, eða af gáleysi, noti opinberlega einkenn- isbúning sem áskilinn er stjórnvöld- um eða...„merki eða búning sem er svo áþekkur hinum ofannefndu að hætta er á að á verði villst, skal sæta sektum." Ekki hægt að villast Guðmundur Þóroddsson, talsmað- ur Vöktunar, sagði að búningarnir væru keyptir af íslenskum framleið- anda og ekki ætti að vera hægt að villast á þeim og búningum lögreglu- manna. Að auk hefði fengist fyrir búningunum munnlegt leyfi dóms- máiaráðuneytisins. Aftur á móti hefðu öryggisverðirnir á hátíðinni í Þjórsárdal orðið fyrir harkalegu aðk- asti frá manni sem hefði sagst vera í lögreglunni á Selfossi og hefði hann m.a. haft í hótunum við þá. Hefði dómsmálaráðuneytinu þegar verið tilkynnt um þetta. Kairó - pýramídarnir - sigling á Níl - Luxor - Aswan 5 stjörnu hótel. íslenskur fararstjóri: Halldór Lárusson. IÉÉ Stórkostlegt ævintýraferð til Egyptalands, vöggu heimsmenningarinnar, þar sem þú kynnist umhverfi og menninga- rverðmætum Faróanna sem eiga sér engan líka í mannkynssögunni. Töfrar Kairó í lúxusaðbúnaði á 5 stjörnu Sheraton hóteli og ævintýrasigling á ánni Níl með íslenskum fararstjóra Heimsferða allan tímann. Hitastig: Ilitinn í Kairó er um 38 gráður en heldur svalara er á Nfl. Framlenging á Spáni: Þeim, sem kjósa að framlengja ferðina, býðst ódýr aukavika á Spáni í lok ferðar. Ferðatilhögun: 25. ágúst: Beint flug með flugi Heimsferða til Barcelona. Ekið frá flugvelli í miðbæ Barcelona, þar sem gist er á hinu nýja Atlantis hóteli við Ramblas göngugötuna frægu í Barcelona. 27. ágús: Flug frá Barcelona til Kairó. Dvalið eina nótt í Kairó á glæsilegu 5 stjörnuSherton hótel. Daginn eftir er farið með flugi til Luxor, þar sem farið er um borð í hótelbátinn „Song of Egypt“ Hefst nú 4 daga sigling upp Níl, með viðkomu í Luxor þar sem skoðað er hið fræga grafhýsi Ramsesar II í Dal Konunganna. Næstu daga er stoppað í Esna, Edfu, Kom Ombo og Aswan. Um borð í hótelskipmu er fullt fæði allan tímann. Á degi 8 er komið til Kairó þar sem dvalið er í 4 daga og gefst þá tækifæri til að kynnast borginni og fara í fjölda spennandi kynnisferða s.s. til pýra- mýdanna, í Egypska saöiið, Moskuna og basarinn og til Memfis og Sakkara, með fararstjóra Heimsferða sem þekkir Egyptaland af eigin raun og sögu þess. | HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17,2. hæð ■ Sími 624600 Innifalið: Flug, ferðir til og frá flugvelli erlendis, gisting á 4 og 5 stjörnu hótelum, sigling á Níl, morgunverður í Barcelona og í Kairó og frillt feeði í siglingunni á Níl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.