Morgunblaðið - 06.07.1993, Page 28

Morgunblaðið - 06.07.1993, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JUU 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 29 JltofgpmiÞIftfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Island og Mannrétt- indadómstóllinn að hlýtur að teljast mikið áfall fyrir íslenskt réttarkerfi að Mannréttindadómstóll Evrópu skuli í annað skipti á skömmum tíma hafa komist að þeirri niður- stöðu að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu. Á síðasta ári vann Þorgeir Þor- geirsson rithöfundur mál sem hann hafði höfðað gegn íslenska ríkinu og snerist um málfrelsi. í síðustu viku féll svo dómur í máli, sem Sigurður A. Sigurjóns- son leigubílstjóri hafði höfðað gegn íslenska ríkinu. Vjar dæmt honum í hag. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að með setningu laga árið 1989, sem gerðu aðild að leigubílstjórafélaginu Frama að skilyrði atvinnuréttinda, hafi 11. grein Mannréttindasáttmálans ver- ið brotin. Sú grein fjallar um rétt manna til að stofna félög og vemd- ar að mati dómstólsins einnig nei- kvætt félagafrelsi, það er rétt manna til að standa utan félaga. í kjölfar þessa úrskurðar lýsti Halldór Blöndal samgönguráð- herra því yfir að hann hygðist breyta lögum um leigubifreiða- akstur í samræmi við niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta eru rétt viðbrögð hjá sam- gönguráðherra enda ótækt að.við- halda ákvæðum í lögum sem bijóta í bága við þá mannréttindasátt- mála, sem við höfum undirritað. Úrskurður Mannréttindadómstóls- ins vekur hins vegar upp spuming- ar um hvort ekki sé tímabært að endurskoða löggjöf okkar í heild í ljósi niðurstöðunnar um neikvætt félagafrelsi. Björn Bjamason alþingismaður ritar athyglisverða grein um niður- stöðu Mannréttindadómstólsins í Morgunblaðið á laugardag. Þar segir Björn m.a.: „Vegna mála- reksturs fyrir Mannréttindanefnd- inni og dómstólnum í Strassborg var á sínum tíma tekin ákvörðun um að breyta íslensku réttarfari og skilja á milli framkvæmdavalds og dómsvalds. Sú ákvörðun sýndi hve mikið tillit stjórnvöld telja að taka beri til þessara virtu stofnana. Island er ekki aðeins aðili að mannréttindasáttmála Evrópu heidur einnig félagsmálasáttmál- anum. Sérfræðingar í félagsmálum hafa fundið að ýmsu varðandi framkvæmd okkar á ákvæðum fé- lagsmálasáttmálans. Þar hefur borið hæst rétt manna til að vera utan félaga. Embættismannanefnd er fylgist með framkvæmd félagsmálasátt- málans hefur nýlega sent íslensk- um stjómvöldum viðvörun vegna reglna hér á landi um skylduaðild að verkalýðsfélögum og rétt til vinnu. í dómsorði sínu í máli Sig- urðar A. Siguijónssonar vitnar Mannréttindadómstóllinn í þessa viðvörun embættismannanefndar- innar. Staða einstaklinga gagnvart stéttar- og verkalýðsfélögum á ís- landi er því þannig að bæði sér- fræðingar í félagsmálum á vegum Evrópuráðsins og sjálfur Mann- réttindadómstóll Evrópu telja hana í ósamræmi við sáttmála Evrópu- ráðsins, sem eiga að tryggja ein- staklingum hæfileg réttindi í fijáls- um lýðræðisríkjum." Bjöm segir þing Evrópuráðsins hafa lýst yfir vilja sínum til að 5. grein félagssáttmála Evrópu verði breytt þannig að hún veiti frelsi til að standa utan félaga án þess að tapa nokkrum réttindum. Nú hafi Mannréttindadómstóllinn tek- ið af skarið í þessum efnum og ekki verði lengur dregið að þessi mannréttindi verði fest í lög á ís- landi. Spyija má hvort ekki sé óeðli- legt að láta skylduaðild að verka- lýðsfélögum eða lífeyrissjóðum við- gangast lengur fyrst skylduaðild að Frama telst bijóta í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu. Lára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir í Morgunblaðinu í síðustu viku að almennt sé ekki skylduað- ild að stéttarfélögum hér á landi. Mönnum sé skylt að greiða félags- gjöld til stéttarfélaga en það þýði ekki að þeir séu skyldugir til að vera félagar. Þegar Benedikt Dav- íðsson, forseti ASÍ, var spurður hvort hann teldi að þessi regla ætti einnig að gilda um þá laun- þega er semja beint við vinnuveit- endur sína án afskipta stéttarfé- laga sagði hann að jafnvel í slíkum tilvikum væri kröfunni um greiðslu til stéttarfélagsins haldið til streitu. „Það gilda sömu lög um tryggingar, veikindarétt, lífeyris- sjóði og annað slíkt. Grundvöllur- inn er byggður á því, sem verka- lýðssamtökin eru að gera. Menn geta samið um viðbót við þetta, en einstaklingum er ekki heimilt að semja af sér þessi lágmarksrétt- indi.“ Hvemig stenst þetta 11. grein mannréttindasáttmálans í ljósi þeirrar túlkunar á henni, sem kem- ur fram í dómnum í máli Sigurðar A. Siguijónssonar? Auðvitað nær það ekki nokkurri átt að halda því fram að ekki sé skylduaðild að verkalýðsfélögum en menn verði engu að síður að greiða til þeirra gjald jafnvel þó að þeir geri ein- staklingsbundna kjarasamninga! Það hljóta einnig að teljast sjálf- sögð mannréttindi að velja til dæm- is sjálfur lífeyrissjóð en vera ekki skyldaður til að greiða í þann sjóð sem stéttarfélagið ákveður. Það er löngu orðið tímabært að stjórnvöld geri gangskör að því að nema úr gildi þau lög og þær regl- ur sem skerða þau mannréttindi einstaklinga að standa utan félaga án þess að missa réttindi. Auðvitað væri æskilegast að gera slíkar breytingar áður en við neyðumst til að gera þær vegna úrskurðar á vegum Mannréttindadómstólsins. Fjölmenni tók þátt í hátíðarhöldunnm Á þriðja þúsund pylsum sporðrennt í grillveislu Vestmannaeyjum. VESTMANNEYINGAR minntust um helgina að 20 ár eru liðin frá lokum Heimaeyjargossins. Hinn 3. júlí 1973 var því lýst formlega yfir að eldgosinu væri lok- ið en það hafði þá staðið í fimm og hálfan mánuð. Ýmislegt var gert til að minnast þessara tímamóta og lék veðrið við Eyjamenn og gesti þeirra en mjög margir tóku þátt í hátíðarhöldum helgarinnar. Dagskrá goslokaafmælisins hófst á föstudagskvöld með opnun málverkasýningar Guðgeirs Matt- híassonar sem hann nefnir Umrót í Eyjum. Þá var einning opnuð sýning á skúlptúr og silfursmíði Flosa Jónssonar en gripir Flosa eru unnir úr Heimaeyjarhrauni og silfri. Goslokadaginn 3. júlí var haldið golfmót með þátttöku fé- laga úr Golfklúbbi Vestmannaeyja og Nesklúbbnum. Leifur Breið- fjörð, gierlistamaður, opnaði sýn- ingu og söfnin í Eyjum voru opin almenningi. Þá afhjúpaði frú Mar- grét Pétursdóttir, fyrrverandi læknisfrú, glerlistaverkið Mátt jarðar, eftir Leif Breiðfjörð, en það prýðir glugga ráðhússins í Eyjum. Þá var nýendurbyggður Hástein- svöllur vígður formlega með leik íslenska landsliðsins og ÍBV. Kvikmyndir frá eldgosinu voru sýndar og sýning á ljósmyndum tengdum Surtseyjár- og Heima- eyjargosinu var opnuð í íþrótta- miðstöðinni. Þá var haldin grill- veisla á ráðhúsplani þar sem bæj- arstjórn Vestmannaeyja og menn- ingarmálanefnd bæjarins grilluðu pylsur í bæjarbúa við undirleik hljómsveitarinnar Hálft í hvoru. Mikill fjöldi mætti í boðið og renndu Eyjamenn niður á þriðja þúsund pylsum í grillveislunni. Á laugardagskvöld efndi Heijólfur til kvöldsiglingar umhverfis Vest- mannaeyjar. Matur var fram- reiddur og síðan stiginn dans fram eftir nóttu meðan skipið dólaði um sundin blá umhverfis Eyjar. Messað við rætur Eldfells Á sunnudag var guðsþjónusta í gígnum í Eldfelli í umsjón sókn- arprestanna séra Bjama Karlsson- ar og Jónu Hrannar Bolladóttur. Hlöðver Johnsen, Októvía Anders- en og Páll Zophóníasson lásu ritn- ingargreinar og kirkjukór Landa- kirkju söng. Mikill fjöldi Vestman- neyingar fylgdist með messunni í Eldfelli í ágætis veðri. Á sunnudag fengu börn og unglingar að spreyta sig í að lita og mála undir hand- leiðslu listmálara í Eyjum í Gallerí Prýði og um kvöldið var dansleikur fyrir eldri borgara. Veðurblíða var í Eyjum um helgina og tók mikill fjöldi Eyja- manna þátt í hátíðarhöldunum og margir gestir sóttu Eyjamar heim í tilefni goslokaafmælisins. Grímur Utilist YNGSTA kynslóðin í Vestmannaeyjum fékk veður til að skapa á sunnu- dag en þá var börnum og unglingum boðið að spreyta sig á að Iita og mála myndir úti undir beru lofti með aðstoð listamanna úr Eyjum. Grillveisla FJÖLMENNI kom til grillveislu sem bæjarstjórn Vestmannaeyja bauð til á Ráðhúsplani. Haldið upp á 20 ára goslokaafmæli í Vestmanneyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Við steinaltarið PRESTHJÓNIN sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson við steinaltari sem reist var við Eldfell vegna guðsþjónustunnar á sunnudag. Listaverk í ráðhúsi MARGRÉT Pétursdóttir fyrrverandi læknisfrú af- hjúpaði glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð í Ráð- húsi Vestmannaeyja á laugardag. A myndinni stendur Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri á milli Margrétar og Leifs. Efnilegir kokkar Bæjarstjórn Vestmannaeyja grillaði pylsur fyrir bæj- arbúa í grillveislu á Ráðhúsplani. Bæjarstjórnarmenn þóttu sýna góð tilþrif við eldamennskuna en þar þurfti að hafa hraðar hendur. Fremst á myndinni sést Guð- jón Hjörleifsson bæjarstjóri í kokkagallanum. Oánægja með hvernig staðið er að opnun veiðisvæða 25 togarar biðu þess að komast í hólf full af undirmálsfiski ÓÁNÆGJU gætir á meðal togaraskipsljóra sem telja að vitlaust sé staðið að framkvæmd lokana og þó sérstaklega opnana á ákveðnum veiðisvæðum eða hinum svokölluðu hólfum. Til stóð að opna tvö hólf á Breiðdalsgrunni í fyrrakvöld og fyrrinótten eftir að Landhelgisgæslan hafði kannað hvernig fiskur var í hólfunum kom í ljós að þar var enn undirmálsfiskur. Því var ákveðið að hólfin yrðu ekki opnuð. Nokkuð er um að hólf séu opnuð eftir skyndilokanir án þess að gengið sé úr skugga um að þar sé ekki undirmálsfiskur. Reyðarjjörður ý fíerpisgruim Skrúðsgrumt ’ Hvalnes Papa- \ gntitn Raitdtt- torgið Skyndilokun nr. 100. Tók gildi kl. 21:00 4. júlí. Bann við togveiðum. Skyndilokun nr. 101. Tók gildi kl. 2:30 5. júlí. Bann við togveiðum. Það er í höndum Fiskistofu að taka ákvarðanir um skyndilokanir og opnanir. Að sögn Guðmundar Karlssonar, forstöðumanns veiði- eftirlits Fiskistofu, er framkvæmd- in með þeim hætti að veiðieftirlits- menn frá Fiskistofu eru sendir út ýmist með veiðiskiptum eða varð- skipum. „Ef það reynist vera of mikið af smáfiski í afla er veiði- svæðunum lokað. Fyrst eru það skyndilokanir til einnar viku og svæðið opnast sjálfkrafa aftur að þeim tíma liðnum nema að eitt- hvað sérstakt sé gert í málinu. Ef búið er að loka sama svæðinu tvisvar eða þrisvar þá kemur til athugunar að setja reglugerðar- lokun á svæðið, en það er í höndum sjávarútvegsráðungytis. Reglu- gerðarhólf opna aldrei nema að undangenginni skoðun." Ekkert skip hjá Fiskistofu Guðmundur sagði vandamál Fiskistofu vera að hún hefði ekki yfir skipi að ráða og því gæti hún ekki farið inn á svæði sem væru með skyndilokun, til að rannsaka þau áður en þau væru opnuð, nema að fá veiðiskip til þess. Þó það væri gert þá gæti Fiskistofan aldr- ei stjórnað ferðum fiskiskipanna. Aðspurður um hvort hann teldi eðlilegt að svæði væru opnuð aftur án þess að það væri athugað hvort það væri undirmálsfiskur sagði Guðmundur: „í sjálfu sér eru það ekki æskileg vinnubrögð og hafa aldrei verið. Þannig hefur vinnu- reglan hins vegar verið og það gerist ef ekki eru skip á svæðinu, um þetta gílda settar reglur." Ómarkviss framkvæmd Ragnar Ólafsson, skipstjóri á Siglfirðingi SI 150 sem var stadd- ur á Breiðdalsgrunni í fyrirnótt, sagði það mjög óeðlilegt að svæði væru opnuð fyrir veiðum áður en kannað hefði verið hvort það væri enn undirmálsfiskur. „Fram- kvæmdin eins og hún er nú virkar nokkuð skjótt þegar svæðum er lokað. Hún virkar hins vegar alls ekki við opnun hólfanna. Lokunin er auglýst til 7 daga og síðan raða skip sér í kring um hóflin og bíða eftir að þau opni. Ef það er stór floti er hætta á að hreinsað sé úr hólfunum. Ef það er enn sami smáfiskurinn í hólfunum þegar þau eru opnuð og þegar þeim var lokað næst því enginn árangur með lokuninni.“ Landhelgisgæslan sinni framkvæmdinni Ragnar gagnrýnir jafnframt hversu langan tíma það tekur af fá reglugerðarhólf aftur opnuð. „Það er kannski vitað mál að það er kominn stórfiskur í hólfin en það eru svo margir aðilar sem koma nærri framkvæmdinni að það tekur allt of langan tíma að opna þau. Ég tel eðlilegra að Landhelgis- gæslan sinni alfarið þessum lokun- um og opnunum. Hún er á miðun- um og þekkir aðstæður. Þannig verður þetta skilvirkt." Ragnar sagðist telja að með breyttu kerfi væri i auknum mæli hægt að koma í veg fyrir að undir- málsfiskur væri veiddur. 25 skip biðu Sigurður Steinar Ketilsson skip- herra á varðskipinu Tý sagði að 25 skip hefðu beðið við hólfín á Breiðdalsgrunni eftir að þau opn- uðu. „Til að kanna ástand hólfanna fengum við samþykki fiskifræð- ings hjá Hafrannsóknarstofnun til að hleypa tveimur togurum inn í hvort hólf í einu og að þeir fengju að toga 2 klukkustundur. Síðan kom í ljós að það var undirmáls- fiskur á svæðinu og þau voru því ekki opnuð. Hefðu skipin öll kom- ist inn í hólfin aftur hefði afrakst- ur skyndilokunarinnar ekki orðið neinn.“ Aðspurður um hvort hann teldi nauðsynlegt að ástand hólfa væri alltaf kannað áður en þau væru opnuð sagði Sigurður Steinar að það væri skynsamlegast og eðli- legast til að fiskverndun næði markmiði sínu. Bættur búnaður Landhelgisgæslu Landhelgisgæslan hefur nú bætt sinn búnað og getur nú at- hugað frá hveiju varðskipti afla og veiðarfæri í þremur fiskiskipum samtímis. Einn harðbotnabátur er í hveiju varðskipi og getur hann á skömmum tíma flutt menn frá Landhelgisgæslunni út í fískiskip- in. Vegna þessa ætti Landhelgis- gæslan í auknum mæli að geta kannað ástand fiskisvæða, að sögn Sigurðar Steinars. Hann vildi sérstaklega taka fram að samvinna við skipstjóra á svæðinu á Breiðdalsgrunni hefði verið einstaklega góð. „Ég ætla að vona að við séum að hefja nýj- an kafla í sögunni." Sigurður Steinar sagði að skiptstjórarnir hefðu sýnt á sér nýja hlið, væru meðvitaðri um verndun fiskjarins og farnir að virða starf Landshelg- isgæslunnar. Lán tekið vegna íþróttamiðstöðvar í Garðabæ Samið var um 7,8% vextí í stað 10% áður SAMIÐ hefur verið um 150 milljón króna lán til fimm ára með 7,8% vöxtum vegná byggingar íþrótt- amiðstöðvar í Garðabæ. Að sögn Ingimundar Slgurpálssonar bæj- arstjóra, var tekið lán til fimm ára vegna framkvæmdanna árið 1988 en þá voru vextir um og yfir 10%. Samið var um að greiða helming lánsins með jöfnum greiðslum á tímabilinu og að það yrði síðan greitt upp að fullu með einni greiðslu á þessu ári. „Það var alltaf ætlun okk- ar að taka lán fyrir þeirri greiðslu og greiða það á næstu fímm árum,“ sagði Ingimundur. Góð fjárhagsstaða „Við höfum því góðan samanburð á vaxtastiginu. Við vorum með um 10 til 10,3% vexti árið 1988 en núna buðum við út 150 milljón króna lán og náðum vöxtunum niður í 7,8%.- Þetta eru sennilega allra lægstu vextir sem sveitarfélag hefur fengið. Það hefur verið haft á orði við okkur að þetta boð geti verið leiðbeinandi um frekari niðurfærslu á vöxtum. Því var borið við að fjárhagsstaða bæjarins væri mjög góð og þar af leiðandi hefðum við náð lægri vöxt- um auk þess sem vextir eru á niður- leið miðað við árið 1988,“ sagði Ingi- mundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.