Morgunblaðið - 06.07.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
33
Sjónarhorn
Símabilun og
skaðabætur
eftir Jónas Fr. Jónsson
Bilunin sem varð í símkerfmu
fyrir nokkru hefur vakið upp
spurningar um skaðabótaskyldu
Pósts og síma vegna tjóns sem
af henni leiddi. Vegna fyrirspurna
sem borist hafa frá aðilum úr at-
vinnulífinu verður hér reynt að
nefna helstu atriði sem reynir á
þegar slíkt er skoðað.
Bótakrafan
Skaðabótakröfur skiptast í
tvennt eftir því hvort þær eiga
rætur að rekja til vanefnda á
samningi eða eru vegna skaða-
verks þar sem ekki er samnings-
samband á milli tjónvalds og tjón-
þola. Ef símnotandi telur sig hafa
orðið fyrir tjóni vegna bilunar í
símkerfínu mun vera um að ræða
bætur vegna vanefnda á samn-
ingi. Símnotandi sem telur sig
hafa orðið fyrir tjóni getur krafíst
bóta á heildartjóni sínu, þ.e. beinu
tjóni sem rekja má til bilunarinnar
(t.d. vegna þess að samningar
takast ekki, eða kaup takast en
ekki á því verði sem gilti á meðan
símkerfíð var bilað) og óbeinu
tjóni sem hægt er að sanna að
sé afleiðing af biluninni (t.d. tap
á viðskiptavild). Markmið bóta er
að gera tjónþola jafnsettan því
sem tjónið hefði ekki orðið.
Sönnun
í kröfurétti er almennt litið svo
á að kaupandinn þurfí að sanna
að tiltekin vanefnd hafi átt sér
stað og hann verður einnig að
sanna að hún hafí valdið tjóni og
þá hve mikið tjónið er. Seljandinn,
í þessu tilviki Póstur og sími, þarf
hins vegar að sanna það að fyrir
hendi séu atvik sem afsaki van-
efndina og fríi hann bótaábyrgð.
Þau atvik sem seljandi gæti
borið fyrir sig eru styijaldir, nátt-
úruhamfarir eða önnur sambæri-
leg óviðráðanleg atvik ellegar að
seljandi hafi fyrirfram undanskilið
sig bótaábyrgð vegna bilunar.
Hvað gerðist?
Það sem liggur fyrir í því máli
sem hér um ræðir, er að Póstur
og sími hefur tekið að sér að selja
símnotendum tiltekna þjónustu,
talsímasamband. Símnotendur
eru háðir Pósti og síma með þessa
þjónustu og nútímaatvinnulíf
treystir mikið á notkun símans. í
sumum tilvikum valda bilanir ein-
ungis óþægindum en í öðrum til-
vikum geta þær haft beint tjón í
för með sér. Þar sem Póstur og
sími gat ekki innt þessa samnings-
skyidu af hendi verður að telja
það fullvíst að fyrirtækið hafi van-
efnt skyldu sína. Hvort vanefndin
hafí valdið símnotendum tjóni er
undir notendunum að sanna.
Er Síminn undanþeginn
bótaábyrgð?
Eins og áður er sagt getur sá
aðili sem vanefnir samning borið
fyrir sig að vanefndina megi rekja
til óviðráðanlegra atvika. Bilun í
tækjum myndi ekki flokkast undir
slík óviðráðanleg atvik því Póstur
og sími ber ábyrgð á því að tæki
fyrirtækisins séu í lagi. Hitt er
önnur spurning hvort Póstur og
sími hafí undanskilið sig bóta-
ábyrgð vegna bilunarinnar fyrir-
fram.
í Póstlögum er að finna ákvæði
um hvemig beri að meðhöndla
skaðabætur þegar um bréfasend-
ingar er að ræða og þar er Póstur
Jónas Fr. Jónsson
og sími m.a. undanskilinn skaða-
bótaábyrgð ef almennar póstsend-
ingar glatast. Sambærileg ákvæði
er hins vegar hvorki að finna í
lögum um fjarskipti né lögum um
stjóm og starfrækslu póst og
símamála.
I gjaldskrá og reglum fyrir
símaþjónustu nr. 13/1992 er hins
vegar að fínna ákvæði um undan-
þágu Pósts og síma frá bótaskyldu
ef talsíminn bilar. Þetta ákvæði
er í málsgrein 1.6. í grein um al-
menna skilmála í 27. kafla áður-
nefndra reglna. Þar segir að Póst-
ur og sími beri ekki ábyrgð ef
sími verður ónothæfur um stund.
Verði dráttur á viðgerði megi
krafjast endurgreiðslu á afnota-
gjaldinu þann tíma en þó ekki
nema sambandsslitin vari í meira
en 10 sólarhringa á ári.
Hver er réttarstaðan?
Fyrir liggur að síminn er
undanþeginn bótaábyrgð sam-
kvæmt reglugerð, en hitt er á
móti önnur spurning hvort þessi
reglugerð hafi nægilega lagastoð.
Hvort jafn íþyngjandi ákvæði og
það að svipta menn bótarétti þurfí
ekki að styðjast við lög sett af
Alþingi.
Þá má spyija hvort menn hafi
ekki með umsókn um talsímaþjón-
ustu símans skrifað upp á að hlíta
reglum Pósts og síma og þar með
bótaundanþágunni. Á móti má
segja að skilmálarnir liggja ekki
aðgengilegir fyrir neytendum og
Póstur og sími hefur yfírburða-
samningsaðstöðu bæði vegna
opinberrar stöðu sinnar svo og
vegna einkaréttar síns á að veita
þjónustuna. í norrænum rétti hef-
ur verið tilhneiging til þess að
gera strangar kröfur til vitneskju
viðsemjenda um stöðluð samn-
ingsákvæði sem eru frávik frá
venjulegum reglum.
Niðurstaðan er því sú að bóta-
krafa vegna talsímabilunar stend-
ur og fellur með því hvernig dóm-
stólar myndu líta á undanþáguá-
kvæðið sem áður er vitnað til.
Hvort þeir líti svo á að Póstur og
sími hafi með því fírrt sig bóta-
ábyrgð ellegar hvort að gera verði
ríkari kröfur til frávika frá þeirri
meginreglu íslensks réttar að tjón
skuli bæta. Úr því verður ekki
endanlega skorið nema á það verði
látið reyna í dómsmáli.
Höfundur er héraðsdómslögmað-
ur og lögfræðingur Verslunarráðs
íslands.
Pli0ri0mwh
5 Meim en þú getur ímyndad þér! co
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSNÆÐISBRÉF 1. FLOKKUR 1993
4. Uppboð - 6. júlí 1993
Fjórða uppboð húsnæðisbréfa fer fram 6. júlí n.k.
Frestur til þátttöku rennur út kl. 14:00 þann dag og
þurfa bindandi tilboð í bréfín að hafa borist Húsnæðis-
stofnun ríkisins. Húsnæðisbréf eru gefin út í tveimur
einingum, 1 m.kr. og 10 m.kr. að nafnverði. Húsnæðis-
bréf eru verðtryggð með lánskjaravísitölu til 20 ára með
39 jöfnum greiðslum vaxta og afborgana. Upplýsingarit
ásamt tilboðsgögnum liggja frammi hjá Húsnæðis-
stofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík og
nánari upplýsingar sem útboðið veitir verðbréfadeild
stofnunarinnar.
HANDSAL H F
LÖGGiLTVERÐBRÉtAFYRIRTÆKI • AÐILI AÐ VERÐBRÉfAMNGI ISLANDS
ENGIATEIGI 9 ■ 105 REYKfAVÍK • SÍMl 686111 ■ FAX 687611
GARÐAPANILL
Ný falleg viðhaldsfrí
húsMæðning!
Héðinn Garðastál hefur hafið framleiðslu á nýrri
viðhaldsfrírri panilklæðningu úr stáli með PVC-húð,
klæðningin nefnist GARÐAPANIIX.
Garðapanillinn er auðveldur í uppsetningu, samsetningar
eru þéttar og festingar faldar. Hann er framleiddur í þrem
stöðluðum breiddum en lengdir eru eftir óskum kaupenda,
allir fylgihlutir fást í söludeild. Hvort sem þú ert með íbúðar-
eða iðnaðarhúsnæði, nýtt eða gamalt þá er GARÐAPANHl
ódýr og hagkvæm lausn á klæðningu bæði úti og inni.
Kynntu þér þessa íslensku hönnun og
framleiðslu á sýningarstandi í
verksmiðju okkar.
= HÉÐINN =
GARÐASTÁL
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ, SÍMI 652000
.PGUS / SÍA