Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
,®G0
Skjótvirkur stíflueyðir
Eyðir stíflum
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Shell- og Esso
-stöðvar
og helstu byggingavöru-
verslanir.
Dreifing: Hringás hf.,
sími 677878 - fax 677022
morgunveröi,
sem eftirréttur;
eðabara...bara
ÖRYGGIS OG
GÆSLUKERFI
FRÁ ELBEX
SPARIÐ TÍMA FÉ
OG FYRIRHÖFN
og skapið öruggari
vinnu og rekstur með
ELBEX sjónvarpskerfi.
Svart hvítt eða í lit,
úti og inni kerfi.
Engin lausn er of
flókin fyrir ELBEX.
Kynnið ykkur möguleikana.
Einar Farestvett & co hf.
Borgartúni 28, sími 91-622900
er syndur?
Hver
éftir Ólaf Þór
Gunnlaugsson
Þorsteinn Einarsson sendir mér
orð í eyra í Morgunblaðinu 6. júní
(Sjómannadaginn) vegna orða sem
ég lét falla í útvarpsþættinum Sam-
félagið í nærmynd 28. maí síðastlið-
inn. Hann vildi einhverra hluta
vegna vera að snúa orðum mínum
upp í það að ég hafi verið að reyna
að koma einhverju „skussaorði“ á
sundkennara á íslandi og um leið á
ég að vera að tala af einhverri óvirð-
ingu um bringusund sem sundað-
ferð.
Ég met Þorstein mikils sem einn
þeirra sem hafa byggt upp skipulag
íþróttamála á íslandi, sérstaklega
innan skólakerfisins. En ég verð nú
í þetta sinn að vísa orðum hans á
bug sem misskilningi af hans hálfu,
og um leið ætla ég að reyna að skýra
hvað ég er að tala um í mjög stuttu
máli.
Ég var spurður hvort, miðað við
allar þessar glæsilegu aðstæður til
sundiðkunar, að íslendingar væru
þá ekki allir flugsyndir. Og ég svar-
aði því til að á Islandi væri það svo
að flestir ættu að teljast syndir. (Og
ég get svo sem tekið undir það að
einhveiju- leyti) en því miður þá
finndist mér íslendingar almennt lít-
ið syndir og ef ég á að vera hrein-
skilinn þá illa syndir. Ég á við að
miðað við að við höfum 7-9 ára lö-
gleitt skyldunám í sundi þá eigum
við að geta gert betur en að kunna
eitt sund vel eða illa. Ég vil meina
að við eigum að geta synt allar sund-
aðferðir og að þeim sé öllum gert
jafnhátt undir höfði og kenndar sam-
hliða þar sem það á við í miklu
meira mæli en gert er í dag, og ég
er þess fullviss að mjög margir sund-
kennarar eru mér sammála þama.
Þetta hefur ekkert með neina andúð
mína á bringusundi að gera heldur
tengist því að gera sundkennsluna
áhugaverðari fyrir þá sem hana
hljóta og auðvitað um leið fyrir þá
sem hana kenna.
Sund er ein hollasta hreyfíng sem
hægt er að fínna og sú sem flestir
geta stundað og það finnst mér í
dag eiga að vera aðalmarkmið sund-
kennslu. Að sem flestir geti notið
sunds sem trimmíþróttar og þá á
með sem flestum sundaðferðum.
T.d. skriðsundi sem er áreynslu-
minnsta sundið en skilar fólki að
jafnaði meiri vegalengd á styttri
tíma en aðrar sundaðferðir.
Þetta er hægt að gera t.d. með
því að gefa íþróttakennurum meira
frelsi varðandi hvaða aðferðum þeir
beita við sundkennslu en einblína
ekki um of á eitthvert eitt atriði og
njörva allt skipulagið niður í þennan
ramma.
Víða erlendis eru mörg fjölmenn-
ustu íþróttamótin í almennings-
íþróttuiri tengd sundi og þá þolsundi
sem verður sífellt vinsælla í líkingu
við maraþonhlaup ogþríþraut. Þarna
taka þúsundir og aftur þúsundir
þátt og synda lengri og skemmri
vegalegndir á tiltölulega rólegum
hraða, en undarlegt nokk flestir á
skriðsundi og baksundi. Baldur Þor-
steinsson talar um að það þurfi að
synda lengri vegalengdir í einu í að
minnsta kosti 20-30 mínútur á fitu-
brennsluálagi til að ná einhveijum
árangri. Flestir af þeim 423 sem
hafa náð að synda yfir Ermasundið
hafa notað aðra aðferð en bringu-
sund til að ná því marki, og svona
mætti lengi telja upp atriði sem lítið
eða ekkert þekkjast hér á landi.
Og mér finnst sárlega vanta að
almenningur á íslandi geti nýtt sér
hinar glæsilegu aðstæður hér á landi
til að einmitt trimma í sundi.
Af hveiju? Jú, vegna þess að hann
er ekki nógu vel syndur á nógu
mörgum sundaðferðum til að þetta
höfði til nógu margra. Aðsókn að
sundstöðum er heldur ekkert til að
hrópa húrra fyrir miðað við það að
sundlaugar er nánast að finna í
hveiju horni landsins, opnar mestan
part ársins. í mörgum bæjum og
sveitarfélögum er aðsókn innan við
5% af íbúatölu og allir kannast við
að það sé svo og svo mikið tap á
rekstri sundstaða.
Ef allir væru flugsyndir og hefðu
gaman af því að stunda sund sér til
heilsubótar þá væri ástandið ekki
svona og ég vil meina að það sé
vegna þessa skorts á sundkunnáttu
hjá fólki, sem það finnur sig ekki í
sundi meira en er.
Það er þetta sem ég var að tala
um og vil meina að við getum með
því að tala og vinna saman, breytt
þessu án mikillar fyrirhafnar einmitt
vegna þess sem Þorsteinn talar um.
Við höfum laugarnar, við höfum vel
menntaða leiðbeinendur bæði innan
skólakerfísins og sundíþróttarinnar
og síðast en ekki síst þá höfum við
aðgang að kerfi þar sem hægt er
að vinna með ungdóminn í 7-9 ár
samfleytt, og jafnvel lengur.
Á Laugarvatni er þessi árin verið
að vinna mjög gott starf þar sem
Auðunn Eiríksson er að endurskipu-
leggja kennslu framtíðaríþrótta-
kennara í sundi, og það verður að
tryggja þessu fólki frelsi til að sinna
Á síðustu árum hefur nýbúum
fiölgað verulega á íslandi og sam-
kvæmt upplýsingum frá útlendinga-
eftirlitinu eru um 5.000 erlendir rík-
isborgarar búsettir hér á landi. Ljóst
sundkennslu eftir þeim aðferðum
sem þeim finnast bestar. Þetta verð-
ur að vera óháð forgangsröð sundað-
ferða og miðast frekar við hreyfi-
getu barnanna og skilning hveiju
sinni. Hvetja þarf sundkennara til
að prófa sig áfram með hlutina og
þróa með sér kennsluaðferðir sem
henta hveijum og einum og þeim
aðstæðum sem þeim eru búnar. Sem
sagt aukin ijölbreytni og frelsi í
sundkennslu. Auka þarf metnað
nemenda til sundsins með
keppni/markmiði af einhveiju tagi.
T.d. með því að boða til maraþon-
sunds í einhveiju formi. Þetta gæti
meira að segja verið fjáröflun fyrir
viðkomandi skólafélög, sem sífellt
eru á ferðinni með eitthvað slíkt.
Hvaða skóli syndir lengst á einni
viku? Og fleira væri hægt að dunda
sér, sem ég er viss um að myndi
auka áhuga barna og unglinga á
iðkun og kunnáttu í sundi. Jafnvel
þarf að auka tímafjölda grunnskóla-
nemenda í hverri önn. Hafa þá sam-
kvæmt lögboði sem eru 20 tímar í
sundi.
En ég hef sagt að í dag er skipu-
Iag sundkennslu ekki í samræmi við
kröfur nútímans og hefur ekki að
mínu mati fylgt nægilega eftir þjóð-
félagsbreytingum. T.d. að í samsetn-
ingu þjóðarinnar í dag eru innan við
10% hennar sem stunda sjó að ein-
hveiju marki og því á kannski ekki
við markmið eins og það að sund-
kennsla í landinu sé í höfuðatriðum
til þess að sem flestir geti bjargað
sér úr sjávarháska eða á sundi í
vatni, þó á sínum tíma hafi það ver-
ið gott og gilt meginmarkmið þeirra
sem að skipulagðri sundkennslu
stóðu. Og ég get ekki séð að með
því sé ég að kasta einhverri rýrð á
kunnáttu íslenskra sundkennara,
sem þvert á móti, að mínu mati,
vinna sín störf af mikilli elju og
metnaði flestir hveijir og við stund-
um alveg vonlausar aðstæður, sem
kennsla sunds í útilaugum hlýtur að
vera á stundum.
Auka þyrfti samstarf sundfélaga
og íþróttakennara um námskeiðs-
hald hvers konar utan skólatíma og
hefja allt sundnám mun fyrr en nú
er gert. Sem er að mínu mati verðug-
er að margir nýbúar hafa takmark-
aða kunnáttu í ísle'nsku og dæmi eru
um að nýbúabörn á skólaskyldualdri
séu nánast afskipt í grunnskólum.
í lögum um grunnskóla frá 1991
og aðalnámskrá grunnskóla frá 1989
er ekki vikið einu orði að kennslu
nýbúa. Hvergi er gert ráð fyrir er-
lendum ríkisborgurum í reglugerðum
frá fræðsluyfirvöldum. Mjög tak-
mörkuðu fjármagni hefur verið varið
sérstaklega til íslenskukennslu fyrir
erlenda ríkisborgara á skólaskyldu-
aldri. Ekki er gert ráð fyrir að þeim
sé kennt að viðhalda og rækta eigið
móðurmál. Samkvæmt barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna ber aðild-
- ódýr gisting
um allt land
wmmmm
Ólafur Þór Gunnlaugsson
„Mér finnst Islendingar
ekki kunna nógu mikið
að synda.“
ur arftaki þeirrar framsýni að hefja
skipulagt sundnám landsmanna á
sínum tíma. Þ.e. að hefja hreyfiþjálf-
un barna fyrr í vatni (ungbarna-
sund) og hefja skipulagt sundnám
þeirra líka fyrr.
En ég ætla samt ekkert að draga
úr þeirri yfirlýstu skoðun minni að
„mér finnst íslendingar ekki kunna
nógu mikið að synda“, og í fullri
hreinskilni, vera illa syndir“. (Lítið)
Og um leið vil ég ítreka að ég tel
að fjöldi sundkennara myndi fagna-
því að njóta meira frelsis varðandi
uppbyggingu sundkennslu sinnar
innan skipulagðs skólakerfis, og
hafa til þess bæði áhuga og mennt-
un. Auk þeirra aðstæðna sem ríkja
í sundlaugarmálum íslendinga.
Ég vona svo að Þorsteinn og aðr-
ir virði það við mig að ég skuli hafa
þessa skoðun og ítreka að ég, hvorki
í orði né hugsun, var að reyna að
kasta hanskanum framan í neinn,
heldur að vekja máls á því sem mér
finnst betur mega fara í umhverfi
okkar.
Höfundur er sundþjálfari á
ísafirði
arríkjum að sjá til þess að erlend
börn njóti menntunar og fái aðstoð
í að viðhalda eigin menningu. Ef eða
þegar lögin um evrópska efnahags-
svæðið taka gildi leggja þau skyldur
á íslensk stjórnvöld að gera ráðstaf-
anir til að tryggja börnum farand-
launþega frá EES-löndum kennslu í
íslensku og að efla kunnáttu í þeirra
eigin móðurmáli og menningu.
Þátttakendur á námskeiðinu kreíj-
ast þess að stjórnvöld bregðist skjótt
við og geri viðeigendi ráðstafanir til
að tryggja nýbúum á íslandi rétt til
menntunar, til jafns við það sem tíðk-
ast á öðrum Norðurlöndum. Víða í
Evrópu hefur reynslan sýnt að sé'
þessum málaflokki ekki sinnt getur
það leitt til stórfelldra vandamála.
Þess er vænst að framtíðarstefnu-
mótun verði staðfest í lokaskýrslu
nefndar um mótun menntastefnu.
Þátttakendur á námskeiðinu lýsa sig
reiðubúna að leggja sitt af mörkum
við stefnumótun á þessu sviði. Ljóst
er að með markvissri menntun nýbúa
aukast líkur á að þeim vegni vel í
íslensku samfélagi og auðgi mannlíf
og menningu.
Hellu- og
flísasagir
Eigum fyrirliggjandi margar
stærðir af hellu- og flísasögum á
mjög góðu verði.
Einnig demantssagarblöð á
ótrúlega góðu verði.
Fallar hf.
Dalvegi 24,
200 Kópavogi,
símar 42322
og 641020.
Krefjast ákveðinnar stefnu
í málefnum innflyljenda
ÞÁTTTAKENDUR á námskeiði Kennaraháskóla íslands um nýbúa á
íslandi, haldið dagana 21.-25. júní 1993, krefjast þess að stjórnvöld
marki ákveðna stefnu um málefni innflytjenda á íslandi, þ.e. nýbúa.
Yfirvöld menntamála marki jafnframt heildstæða stefnu um menntun
fyrir erlenda ríkisborgara, bæði börn og fullorðna.