Morgunblaðið - 06.07.1993, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1993
39
HEILBRIGÐISÞJON-
USTA VIÐ ALDRAÐA
eftirÞór
Halldórsson
í tilefni árs aldraðra 1993 fór
Öldrunarráð íslands þess á leit við
mig að ég skrifaði grein um heil-
brigðisþjónustu aldraða. Að at-
huguðu máli var ljóst að þetta var
það umfangsmikið efni að því yrðu
ekki gerð skil í stuttri blaðagrein,
svo brugðið var á það ráð að efn-
ið skiptist í þijár greinar: Hin
fyrsta fjallar um öldrunarrann-
sóknir og gildi þeirra fyrir öldurn-
arþjónustu. Hin önnur fjallar um
skipulag öldrunarþjónustunnar, þó
sérstaklega samhæfíngu á félags-
legu þjónustunni og heilbrigðis-
þjónustunni fyrir aldraða og lang-
dvalarstofnanir. Hin þriðja fjallar
um öldurnarlækningar og öldrun-
arlækningadeildir og hlutverk
þeirra í heilbrigðiskerfinu.
Öldrun
Öldrun er lífeðlisfræðilegt fyrir-
bæri, sem lýtur ákveðnum lögmál-
um sem gilda fyrir allt ljfríkið.
Margar kenningar eru á lofti um
hvað stjórni lífsferlinu frá upphafi
þess til endaloka en fæstar óyggj-
andi. Aldurinn er ekki sjúkdómur
en þar sem hin ýmsu líffærakerfi
eldast mishratt, getur bilun í einu
valdið sjúklegu ástandi líkamans
í heild. Á efri árum geta margir
sjúkdómar verið að verki samtím-
is, og samverkandi geta þessir
sjúkdómar valdið einkennum sem
eru nokkuð dæmigerð fyrir gam-
alt fólk. Einkenni eru oft það
hægfara að þau merkjast lítt og
eru oft túlkuð sem eðlilegar elli-
breytingar. Má þar nefna sem
dæmi dettni, sem getur orsakast
af fjölda sjúkdóma, sem aðallega
gera vart við sig á efri árum.
Annað dæmi er þvagleki, sem get-
ur orsakast af ýmsum sjúkdómum
í þvag- og kynfærum. Einnig má
nefna heilabilun sem getur orsak-
ast af ýmsum óskyldum sjúkdóm-
um. Nákvæm sjúkdómsgreining
hjá ölduðum er því nauðsynleg en
getur verið vandasöm, og því er
oft mjög erfitt að greina á milli
eðlilegra aldursbreytinga og sjúk-
dóms þegar komið er á elliárin.
Öldrunarrannsóknir
Undanfama áratugi hafa farið
fram víðtækar rannsóknir á heilsu-
fari aldraðra víðsvegar um heim,
þó mest í norður-Evrópu og Amer-
íku. Margar þessara rannsókna
eru hóprannsóknir á líkamlegu og
andlegu heilsufari ásamt félags-
legum aðstæðum og er samband
milli þessara þátta. Það er sameig-
inlegt flestum þessum rannsókn-
um að mikið hefur fundist af sjúk-
dómum sem ekki höfðu áður verið
greindir jafnvel þótt viðkomandi
hefði góðan aðgang að heilsu-
gæslu og væri í reglulegu eftirliti.
í Gautaborg hafa umfangsmikl-
ar rannsóknir verið gerðar þar sem
um 3.000 manns hefur verið fylgt
eftir frá 70 ára aldri í rúmlega
20 ár. í ljós hefur komið að 40-50%
voru með sjúkdóma sem ekki
höfðu verið greindir áður og að
um fjórðungur þessara sjúkdóma
þörfnuðust frekari rannsókna og
meðhöndlunar. Margir þessara
sjúkdóma höfðu gefið óljós ein-
kenni og viðkomandi túlkað sem
i
n
AR ALDRAÐRA
í EVRÓPU 1993
„Sú ályktun sem draga
má af þessu er, að all-
miklu meiri gát þurfi
að hafa á öldruðum í
heilbrigðisþj ónustunni
en yngri aldurshópum
og margir sjúkdómar
greinast ekki jafnauð^
veldlega hjá þeim eldri
við hefðbundna læknis-
skoðun og þeim yngri.
Sérstaklega er hér um
að ræða vissa sjúk-
dómaflokka sem gefa
oft hægfara einkenni
eða þau eru feimnismál
sem sjúklingur nefndir
ekki við lækni sinn.“
eðlilegar aldursbreytingar og ekki
nefnt við lækni sinn eða þá að það
voru einkenni sem blönduðust
saman við aðra sjúkdóma sem
ekki voru taldir þurfa meðhöndl-
unar við. Einnig kom í ljós að eftir-
lit með sjón, heyrn og tannhirðu
var ábótavant. Einnig var greini-
leg tilhneiging til ofgreininga á
sjúkdómum og ofmeðhöndlunar
með lyfjum. Þetta kom heim og
saman við það vel þekkta fyrir-
bæri að gamalt fólk hefur oft mjög
mikið af lyfjum í fórum sínum.
Sú ályktun sem draga má af
þessu er, að allmiklu meiri gát
þurfi að hafa á öldruðum í heil-
brigðisþjónustunni en yngri ald-
urshópum og margir sjúkdómar
greinast ekki jafnauðveldlega hjá
þeim eldri við hefðbundna læknis-
skoðun og þeim yngri. Sérstaklega
er hér um að ræða vissa sjúkdóma-
flokka sem gefa oft hægfara ein-
kenni eða þau eru feimnismál sem
sjúklingur nefndir ekki við lækni
sinn. Má hér nefna sem dæmi
þvagfæravandamál, sérstaklega
lausheldni á þvag hjá konum, þar
sem innan við 10%a af konum
yfir sjötugt kvarta yfir slíkum
óþægindum við lækni sinn að fyrra
bragði, en sé farið að spytja þær
sérstaklega út í þetta kemur í ljós,
að hér um bil helmingur kvenna
á þessum aldri hefur við einhver
slík vandamál að stríða. Svipað
gidlir um þunglyndi, kvíða og
heilabilunareinkenni. Hefur þess-
um sjúkdómaflokkum stundum
verið líkt við ísjakann þar sem
aðeins toppurinn stendur upp úr
(Iceberg theory). Það ber einnig
að hafa í huga að verkjasvörun
aldraðra er frábrugðin því sem er
hjá yngra fólki. Sumir sjúkdómar
sem gefa mikla verki hjá yngra
fólki, geta verið svo til verkjalaus-
ir hjá öldruðum. Má þar nefna
kransæðasjúkdóma, magasár,
bijósthimnu-og lífhimnubólgur
sem oft valda mun minni verkjum
hjá gömlu fólki en ungu. Sjúk-
dómsgreining verður því oft tor-
veldari. Áður nefndar öldrunar-
rannsóknir hafa einnig leitt í ljós
að það er ekki nægilegt að líta
eingöngu á sjúkdóma eldra fólsk.
Félagsleg aðstaða aldraðra getur
oft haft mikil áhrif á heilsufar og
andlega vellíðan. Samtvinnuð
heilsufarsleg og félagsleg vanda-
mál hins aldraða geta oft skipt
sköpum um hvort hann/hún getur
búið heima hjá sér eða þurfi að
fara á stofnun.
Áhættuþættir
Þessar öldrunarrannsóknir hafa
leitast við að finna áhættuþætti,
sem geta orsakað erfiðleika hjá
hinum aldraða. Þessir áhættu-
þættir eru fjölmagrir en þó eru
nokkrir sem reynast hafa meira
vægi en aðrir.
Þessir eru helstir:
1. Þeir sem búa einir, 2. Eru
félagslega einangraðir, 3. Búa í
óhentugu húsnæði, 4. Hafa ný-
lega skipt um heimili, 5. Hreyfí-
hamlaðir, komast ekki hjálparlaust
milli húsa, 6. Eru nýlega útskri-
faðir af sjúkrahúsum, 7. Hafa
nýlega misst maka, 8. Haldnir
langvarandi sjúkdómum, 9. Eru
sjón og/eða heyrnarskertir,
10. Hafa merki um heilabilun eða
þunglyndi.
Fjölmargar öldrunarrannsóknir
hafa sýnt, að þeir sem búa við
einn eða fleiri af þessum áhættu-
þáttum eru líklegri til að þarfnast
aðstoðar og þurfa því nánara eftir-
lit af hendi öldrunarþjónustunnar.
Heilsugæsla aldraðra þarf því að
taka mið af heilsufarslegu, félags-
legu og andlegu ástandi hins aldr-
aða. Það er og þekkt að margt
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
Sumarnámskeið í hraðlestri hefst þriðjudaginn 20. júlí nk.
Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma?
Vilt þú vera vel undirbúin(n) undir námið í haust?
Nú er tækifærið fyrir þá, sem vilja margfalda lestrarhraða
sinn, en hafa ekki tíma til þess á veturna.
Lestrarhraði nemenda fjórfaldast að jafnaði.
Við ábyrgjumst að þú nærð mjög góðum árangri!
Skráning alla daga í síma 641091.
HRAÐLESTRARSKOLINN
...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
S 1978- 1993 E
Þór Halldórsson
eldra fólk er tregt að leita læknis,
jafnvel þótt það finni fyrir óljósum
einkennum og kennir þá um elli
og „enginn fái við henni gert“.
Sömuleiðis ser margt eldra fólk
tregt að þiggja opinbera aðstoð
svo sem heimaþjónustu og finnst
því þá það vera „að þiggja af
sveit“.
Reglubundið heilsueftirlit
aldraðra
Áðumefndar niðurstöður
öldrunarrannsókna hafa leitt til
þess að margir telja að aldraðir
séu áhættuhópur, sem þurfi á kerf-
isbundnu, reglulegu heilsueftirliti
að halda. Slíkt kerfisbundið eftirlit
hefur lengi tíðkast meðal ýmissa
annarra hópa í þjóðfélaginu, má
þar nefna ófrískar konur, ung
börn, flugmenn o.s.frv. Enginn
dregur í efa réttmæti eftirlits með
þessum hópum. Eðlilegast er að
þetta eftirlit sé í höndum heilsu-
gæslustöðva og heimilislækna eða
þjónustuhópa aldraðra. Það þiyrfti
að vera lögfest svo sem mæðra-
og ungbarnaeftirlit og samhæft
fyrir allt landið, að hefjast við 70
ára aldur og endurtakast með
reglulegu millibili, ef til vill þéttar
þegar komið er upp í hærri aldurs-
flokka. Þar þurfa að koma fram
upplýsingar um líkamlegt og and-
legt heilsufar svo og félagslega
stöðu. Þá þarf einnig að gera
könnun á heimilishögum (heimilis-
vitjun). Víða í Bretlandi eru sér-
hæfðir hjúkrunarfræðingar sem
hafa þetta hlutverk með höndum
(Health visitors).
Niðurlag
Rannsóknir á eðli öldruanr eru
forsenda fyrir góðri öldrunarþjón-
ustu. Gildir það jafnt um lífeðlis-
fræðilegar, félagslegar og sálfræði-
legar breytingar sem fylgja ellinni.
Næsta grein mun fjalla um heil-
brigðisþjónustu við aldraða sem
veitt er í heimahúsum og stofnunum
og samhæfingu heilbrigðisþjón-
ustunnar og félagslegu þjónustunn-
ar. Slík samhæfing er forsenda fyr-
ir því að þessi aðstoð aldraðra skili
tilætluðum árangri.
Höfundur er yfirlæknir á
Öldunnriækningadeild
Landspítalans.
^VVVVVVV\\VV\\\\VVVVVVWVVVV\V\^
Sovereign flugustöng, 9 fet
■■TÆKIFÆRI
TILAÐ EIGNAST
HARDY
FLUGUSTÖNG
HOUSE OF HARDY vörur cru draumur allra sportveiðimaima
Þar eru viðurkemidar hágœðavörur, scm eiga sér fáa líka.
Nú getum við boðið HARDY stangir ogjluguhjól á hagstœðu
verði. Gríptu þetta tœkifieri og eignastu HARDY - lífstíðar eign.
Heiti lengd í AFTM verö kr.
fetum númer linu
Sovereign 9' 7/8 34.490.-
Sovereign 9'6" 7/8 35.757.-
Deluxe 9'3" 7/8 27.574,-
Iceland Special 9'6" 8/9 21.950,-
Favorite 9’ 7/8 19.281,-
Favorite 9’6" 7/8 19.889.-
HAFNARSTRÆTl 5 -REYKJAVÍK • SÍMAR 91-16760 & 91-14800
5§5S55f55555555