Morgunblaðið - 06.07.1993, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
41
ur líka. Svo snögglega, svo óvænt.
Áður en ég kæmist til hennar.
Eftir stend ég með allt sem ég
vildi sagt hafa. Mér þótti svo vænt
um ykkur. Þið voruð mér alltaf svo
góð. Þið skilduð mig svo vel. Það
var svo gott að leita til ykkar. Ég
sakna ykkar og er svo þakklát fyr-
ir að hafa þekkt ykkur.
Elsku Kristín, ég samhryggist
þér svo innilega.
Berglind.
Móðursystir okkar, Jóhanna,
varð bráðkvödd á heimili sínu að-
faranótt 27. júní sl. Lát hennar kom
óvænt og eru vinir og vandamenn
hennar harmi slegnir. Hún hafði
gengið í gegnum erfitt tímabil í
veikindum og við lát manns síns,
Jóns Norðmanns Pálssonar, sem
lést 4. maí sl. Mikið er lagt á Krist-
ínu dóttur þeirra að missa foreldra
sína með svo skömmu millibili.
Saman léttu þær mæðgur Jóni hina
erfiðu sjúkralegu hans.
Jóhanna fæddist í Reykjavík 29.
október 1931. Foreldrar hennar
voru Ólafur Sigurðsson frá Bæ í
Miðdölum og Vigdís Þórðardóttir
frá Neðra-Hóli í Staðarsveit. Föður
sinn missti Jóhanna sex ára gömul
og ólst hún upp hjá móður sinni
ásamt tveimur eldri systkinum, Sig-
urði sem lést 1962 og Gunnfríði
Ásu (Lóló). Þótt efnin hafi ekki
verið mikil á heimili þeirra fengu
þau gott veganesti út í lífið.
Jóhanna lauk gagnfræðaprófi frá
Ingimarsskólanum vorið 1948. Þá
hóf hún störf við verslun sem síðan
hefur verið aðalstarfsvettvangur
hennar, nú síðastliðin ár Verslunin
Lótus.
Árið 1957 tók hún til starfa sem
flugfreyja hjá Flugfélagi íslands og
var í fluginu til 1963. Okkur er í
barnsminni hvað við vorum hrifin
af hinni glæsilegu frænku okkar.
Ekki dró úr hrifningunni þegar hún
kom í heimsókn í flugfreyjubún-
ingnum og spillti þá ekki fyrir þeg-
ar hún tók eftirsóttan varning
handa okkur systkinunum upp úr
farteskinu.
í fluginu kynntist Jóhanna eigin-
manni sínum, Jóni N. Pálssyni yfir-
skoðunarmanni Flugfélagsins og
síðar Flugleiða. Þau giftu sig á
sumardaginn fyrsta 1960 og voru
glæsilegt par. Saman áttu þau eina
dóttur, Kristínu Norðmann, en hún
fæddist 20. október 1966 og var
fæðing hennar hamingjustund í lífi
þeirra. Kristín útskrifaðist sem
hjúkrunarfræðingur frá Háskóla
íslands fyrir ári og starfar sem
verkefnisstjóri á Landspítalanum.
Sambýlismaður hennar er Óttar
Svavarsson og hefur hann verið
hennar stoð og stytta á þessum
erfiðu stundum í lífi hennar.
Frá fyrra hjónabandi átti Jón tvö
börn, þau Ásu og Óla Hilmar sem
Jóhanna reyndist einstaklega vel.
Jóhanna frænka eins og við köll-
uðum hana, þótt flestir aðrir kölluðu
hana Hönnu, var yndisleg mann-
eskja, félagslynd, glaðvær og hjálp-
söm. Þessir eiginleikar voru henni
og Jóni sameiginlegir og til þeirra
var gott að leita. Þau tóku vel á
móti gestum sínum og skemmtu
þeim með léttu viðmóti og tónlist
sem þau léku stundum sjálf, hún á
píanó og hann á nikkuna, enda
höfðu þau bæði yndi af tónlist. Til
þeirra var alltaf gott að koma.
Jóhanna var aldrei heilsuhraust,
frá barnsaldri var hún oft þjáð af
migrene. Hún lét það ekki aftra sér
frá því að njóta lífsins, vol og væl
var ekki hennar stfll.
Elsku Kristín, Óttar, mamma,
Ása og aðrir syrgjendur, megi
minningin um góða manneskju vera
okkur styrkur í sorg okkar. Óvænt
lát Jóhönnu er mikið áfall fyrir
okkur sem þekktum hana og elsk-
uðum. Hennar verður sárt saknað
og þökkum við henni samfylgdina.
Blessuð sé minning hennar.
Ólafía, Auðun og Viggó.
Kveðja frá Svölunum
í dag kveðja Svölur eina af sínum
ljúfustu og bestu félagskonum. Hún
var alltaf góð. Hún hvatti okkur
yngri til dáða og hrósaði okkur
óspart fyrir það sem vel var gert í
nafni félagsins.
Jóhanna G. Ólafsdóttir var glæsi-
leg kona. Hún hafði fallegt bros og
frá henni stafaði hlýju sem var
fölskvalaus. Hanna, eins og hún var
ætíð kölluð, var virk félagskona og
starfaði m.a. í fjáröflunarnefnd á
árunum 1978-1980. Hún mætti vel
á fundi og lagði einatt gott'til mál-
anna. Hún tók þátt í öllu sem við
gerðum og því söknuðum við henn-
ar sárt á síðastliðnum aðalfundi en
þá sat hún við sjúkrabeð eigin-
manns síns sem lést örfáum dögum
fyrir vorferðalag okkar.
Við hlökkuðum til að hitta hana
í haust og vonuðum að sumarið
yrði henni blítt eftir erfiðan vetur.
Það var greinilega hlýtt og kært
með þeim stjúpmæðgunum Hönnu
og Ásu sem komu gjarnan saman
á fundi og voru duglegar að draga
fleiri með sér.
Við vitum að þið hafið mikið
misst elsku Ása og Kristín. Við biðj-
um góðan guð að styrkja ykkur og
blessa minningu góðrar konu.
F.h. Svalanna,
Guðný, Hildur, Nína
og Þuríður.
Oft er stutt stórra högga á milli
hjá sláttumanninum mikla. Við vor-
um búin að fylgjast með Jóni í veik-
indum hans og var Ijóst að hveiju
dró. Hann háði hetjulega baráttu
og aðdáunarverð var sú reisn og
dugnaður sem hann sýndi. En svo
fór að sjúkdömurinn hafði betur og
lagði Jón að velli. Allt til hinstu
stundar stóð Hanna við hlið hans
og studdi hann.
Hversu átakanleg sú reynsla er
bæði líkama og sál upplifir enginn
nema sem það reynir. Ómetanlegur
var styrkur Kristínar dóttur þeirra
á þessum erfiðu stundum. Aftur var
vegið að fjölskyldunni. Rétt rúmum
mánuði eftir andlát Jóns var Hanna
snögglega kölluð burt frá okkur.
Okkur langar að minnast þeirra
hjóna. Við Hanna kynntumst í kjöl-
far vinskapar er myndaðist milli
dætra okkar fyrir tveimur áratug-
um. Upp frá þeim kynnum spannst
vinátta sem aldrei bar skugga á
meðan bæði lifðu.
Hanna og þau bæði reyndust
mér svo frábærlega vel í lasleika
mínum sem ég hef átt við að stríða
gegnum árin. Jafnvel þegar Jón var
sem veikastur var Hönnu umhugað
um líðan mína. Við áttum saman
góðar stundir þegar allt lék í lyndi
og allir voru hraustir. Mig langar
að þakka svo margt. Ég þakka
þeim innilega hversu hlý og góð þau
voru móður minni. Ég þakka fyrir
góðar samverustundir heima, í sum-
arbústað, í litlu fjallaþorpi suður á
Spáni að ógleymdri dvöl með þeim
í Lundúnum þar sem þau þekktu
hvert götuhorn og við vorum svo
lánsöm að njóta leiðsagnar þeirra
og samveru. Hanna og Jón fóru
ekki í manngreinarálit og voru lítil-
magnanum afskaplega góð. Það
þekkja margir. Að mörgu leyti voru
þau ólík en samt svo samhent. Við
hjónin erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þessu góða fólki
og hafa átt þau að vinum.
Elsku Kristín og aðrir aðstand-
endur. Guð styrki ykkur í sorg ykk-
ar.
Guðbjörg og Gestur.
Mig langar með þessum fáu lín-
um að kveðja mína ástkæru vin-
konu, Hönnu, í hinsta sinn.
Ég fæ ekki með orðum lýst því-
líkt reiðarslag það var að heyra þær
fréttir að hún Hanna hefði orðið
bráðkvödd á heimili sínu hinn 27.
júní sl.
Hanna var ekki aðeins minn al-
besti vinur, hún var mér ekki síður
sem móðir. Hún stóð með mér í
gegnum þykkt og þunnt eftir að
ég gekk í gegnum tilvistarkreppu
eftir andlát móður minnar, sem var
ein af hennar bestu vinkomim, og
aftur þegar amma mín dó nokkrum
Margrét Guðjóns
dóttír — Minning
Fædd 22. janúar 1909
Dáin 28. júní 1993
Þá er hún amma mín blessunin
dáin, 84 ára gömul.
Hún fæddist 22. janúar 1909 á
Syðra-Lóni á Langanesi, dóttir
hjónanna Guðjóns Þórðarsonar og
Kristínar Jónsdóttur. Þar ólst hún
upp í hópi fimm systkina og tveggja
uppeldissystkina, fyrst á Syðra-
Lóni til fimm ára aldurs, en eftir
það á Jaðri, einnig á Langanesi.
Vissulega var kotið litið og
munnarnir margir, en þeir komust
af sem kunnu að bjarga sér. Það
er einkennilegt til þess að hugsa
að enn lifir fólk sem leit á safn-
gripi nútimans sem dagleg gögn
og erfitt er fyrir okkur nútímabörn-
in að ímynda okkur hve lífsbaráttan
hefur oft verið hörð. En amma mín
var einmitt ein af þeim sem sá þetta
þjóðfélag taka margra alda stökk
á einni mannsævi.
Ung lagði hún land undir fót og
fór til vinnu á ísafirði, en þaðan lá
leiðin síðan til Reykjavíkur þar sem
hún kynntist afa mínum heitnum,
Emil Ánton Sigutjónssyni málara-
meistara. Þau eignuðust fimm börn:
Gunnar, fæddur 1930, en lést á 6.
aldursári, Guðjón, fæddur 1932,
málari í Reykjavík, Emilía, fædd
1933, húsmóðir í Garðabæ, gift
Kristjáni Friðsteinssyni, Gunnlaug,
fædd 1936, húsmóðir í Reykjavík,
gift Sveini Halldórssyni, og Gunn-
ar, fæddur 1939, málari í Reykja-
vík.
Oft hefur verið þröngt í búi og
hvíldi það ekki síst á húsmóðurinni
að láta enda ná saman og það þurfti
dugnað til þess að taka sig upp
með öll börnin að sumri til og ráð-
ast sem kaupakona í sveit, en það
var einmitt það sem amma átti til
að gera, en afi starfaði að iðn sinni
í bænum á meðan. Hún amma bjó
fjölskyldu sinni hlýlegt heimili sem
alltaf stóð gestum opið.
Þegar ég fyrst man eftir mér
bjuggu afi og amma í Blönduhlíð
og þar sem amma var svo mikilvæg-
ur hluti af heimilinu í Blönduhlið
var mér, barninu, eðlilegast að kalla
hana „ömmu Blöndu“ og gerði ég
það í mörg ár án þess að hún reyndi
nokkurn tíma að leiðrétta það.
Síðar fluttust afi og amma
„Blanda“ á Lokastíg og féll þá nafn-
ið sjálfkrafa niður og hét hún eftir
það einfaldlega amma Magga.
Síðustu árin var amma að miklu
leyti bundin við rúmið, hún var þó
heima og hélt heimili með syni sín-
um, Gunnari, þar til hún var flutt
á sjúkrahús í mars siðstliðnum. En
þó að gamla konan væri rúmföst
fylgdist hún vel með, alltaf þegar
einhver í fjölskyldunni átti afmæli
eða eitthvað stóð til hringdi hún til
viðkomandi og hún vissi alltaf hvar
börnin, barnabörnin og barnabarna-
börnin voru stödd á sínu lífshlaupi.
Mig langar til þess að þakka
ömmu minni fyrir samfylgdina og
alla hennar hlýju og bið Guð að
geyma hana. __
Emil Örn Kristjánsson.
Margrét Guðjónsdóttir, móður-
systir mín, er látin 84 að aldri. Hún
hafði átt við erfið veikindi að stríða
um nokkurra ára skeið, en andleg-
um kröftum hélt hún til hinstu
stundar. í þessum veikindum naut
hún frábærrar umönnunar barna
sinna.
Magga frænka var elskuleg og
góð kona með hlýja og létta lund.
Hún var gjöful á sjálfa sig og lét
þarfir annarra sitja í fyrirrúmi. Hún
var frændrækin og ræktaði vel sam-
bandið við systkini sín og systra-
börn. Heimili hennar varð því eðli-
legur samkomustaður hér syðra
fyrir fjölskyldu hennar frá Langa-
nesi.
Ég fæddist í litlu kjallaraíbúðinni
á Öldugötunni þar sem Magga og
Emil bjuggu þá með börn sín fjög-
ur. Eftir að við bróðir minn misstum
móður okkar tveimur árum síðar
varð Magga tengiliður okkar við
móðurfólkið og hafði hún alla tíð
einlægan áhuga á því hvernig okk-
ur vegnaði. Ég minnist frá bernsku
minni heimsóknanna á heimili
þeirra Emils og sem ávallt voru
okkur systkinunum mikið tilhlökk-
unarefni.
Ég kveð Möggu frænku mina,
þá góðu konu, með þakklæti fyrir
þá hlýju og umhyggju sem hún
sýndi okkur alla tíð og hefur verið
okkur mikils virði.
Kristín Guðmundsdóttir.
í dag er til moldar borin móður-
systir mín, Margrét Guðjónsdóttir.
Hún var fædd og uppalin á Langa-
nesi en fluttust ung til Reykjavíkur
þar sem hún bjó alla sína tíð.
Enda þótt við Magga frænka,
eins og ég kallaði hana alltaf, vær-
um báðar af Langanesinu, kynnt-
umst við ekki fyrir alvöru fyrr en
árið 1959 er ég fluttist til Reykja-
víkur og dvaldi hjá henni í nokkra
mánuði. Mér var tekið eins og ég
væri þeirra barn af henni og eigin-
manni hennar, Emil Siguijónssyni,
sem látinn er fyrir allnokkrum
árum. Eftir að ég stofnaði mitt eig-
ið heimili var heimili Möggu frænku
ávallt opið mér og minni fjölskyldu.
Það var alltaf jafn gott að koma
í heimsókn til Möggu frænku. Með
Islenskur efniviður
Islenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró.
Áralöng reynsla.
Leitið
upplýsinga.
ií
S S. HELGAS0N HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
árum síðar. Eins hjartahlýrri og
indælli manneskju er erfitt að
ímynda sér að maður eigi eftir að
verða svo heppin að kynnast á lífs-
leiðinni aftur. Hanna stóð ávallt
mér við hlið þegar ég þurfti þess
með, styrkti mig, veitti mér ást og
væntumþykju og reyndist mér alltaf
vel. Ég fæ henni seint fullþakkað.
Það er satt sem orðtækið segir:
Traustur vinur getur gert krafta-
verk. Ég sakna hennar svo óendan-
lega mikið. Að hafa þekkt hana í
öll þessi ár, elskað hana og virt og
átt hana að, er meira en margur
getur þakkað fyrir. Ég vona að
Hanna mín blessunin sé_ ánægð á
sínum nýja tilverustað. Ég veit að
hún á eftir að fylgjast með okkur
öllum sem henni þótti svo vænt um
og okkur sem þótti svo innilega
vænt um hana.
Það er svo margs að minnast,
svo rnikils að sakna.
Elsku Kristín min, Lóló, ættingj-
ar og vinir, ykkur öllum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur
og vona til Guðs að hann gefi okk-
ur styrk í söknuði okkar. Og þú,
Hanna mín, hafðu þakkir fyrir allt
í gegnum tíðina. Þú varst mér ást-
fólgin og munt ávallt vera. Ég kveð
þig hinstu kveðju. Far þú í friði,
kæra vinkona.
Hólmfríður (Systa).
kaffinu voru oft nýbakaðar kleinur
og jólakaka. Á meðan heilsan entist
hélt hún á hveijum jólum boð fyrir
fjölskylduna. Hún hafði mjög gam-
an af því að elda og allt sem kom
úr eldhúsinu hjá henni var alveg
einstaklega gott. Ég lærði mikið
af henni í eldamennsku og ekki síst
hagsýni því að Magga var einstak-
lega lagin við að búa til mikinn og
góðan mat þó að efnin hafi ekki
alltaf verið mikil.
Hún fylgdist mikið með systkin-
um sínum og börnum þeirra í hinu
daglega lífi. í fjölskylduboðum tók
hún mikinn þátt í umræðum og var
hrókur alls fagnaðar.
Ég á eftir að sakna þess mikið
að heyra ekki símann hringja á
kvöldin og Möggu frænku vera á
línunni. Þá ræddum við um okkar
persónulegu mál og það sem var
að gerast í þjóðlífinu því að hún
var vel heima í öllu, las blöðin og
hlustaði á útvarp.
Síðustu árin var hún sjúklingur
en hún þráði að fá að vera heima
á sínu heimili á Lokastíg 5. Þar búa
einnig tveir synir hennar, en dætur
hennar tvær búa á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu. Einnig ól hún upp dótt-
urdóttur, Hildi, og var hún auga-
steinn ömmu sinnar. Þau ár sem
hún var sjúklingur önnuðust börnin
hennar hana einstaklega vel.
Á Borgarspítalanum dvaldist hún
seinustu mánuðina sem hún átti
eftir ólifaða. Hún var afskaplega
þakklát fyrir allt sem þar var fyrir
hana gert og ekki síst þá sem heim-
sóttu hana.
Bóa, Emilíu, Gullu, Gunnari,
Hildi og fjölskyldum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ég kveð þig nú í hinsta sinn, en
minningin lifir um ljúfa og góða
frænku.
Guð blessi minningu þína.
Þórdís Davíðsdóttir.
Biómostofa
Biðfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið ðli kvöld
til kl. 22,- einnig um heigar.
Skreytingar við öil tilefni.
Gjafavörur.