Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
Dulítil hestaskál
Sigmar Pétur Péturs-
son, fv. oddviti og sveit■
arstjórfí Breiðdal
Fæddur 5. marz 1928
Dáinn 6. maí 1993
Föður og móður barstu braut,
bróður minn, vin og förunaut,
upp yfir Brún og í þá sveit
sem enginn í þessum sóknum leit.
(Ólafur Jóh. Sigurðsson)
Laugardaginn 15. maí sl. var góð-
vinur minn Sigmar Pétursson til
grafar borinn í Heydölum. Þann dag
sat ég suður í Reykjavík, komst
ekki til að fylgja þessum vini mínum
og fyrrum samstarfsmanni síðasta
spölinn hérna megin grafar. Norð-
anáhlaup skollið á, svo ófært varð á
vegum öllu venjulegu fólki. Snjór
fyrir norðan, sandbylur sunnan
jökla. Ég og kona mín lagt af stað
að morgni föstudagsins, en snerum
við austan Selfoss þegar tilkynnt var
að Skóga- og Mýrdalssandur væru
ófærir vegna sandfoks. Á leiðinni í
bæinn rifjuðust endurminningamar
upp.
Ég sá Sigmar fyrst vorið 1960.
'Hann hafði þá keypt húsið Gríms-
staði. Þar höfðum við hjón verið til
húsa í skjóli vinar okkar, Hallgríms
Eyjólfssonar, en hann orðið bráð-
kvaddur við vinnu sína síðari hluta
vetrar. Eignir hans seldar á upp-
boði, þar á meðal hús hans, Gríms-
staðir. í þá daga var ekki auðhlaup-
ið í húsnæði á Breiðdalsvík. Átti það
ekki síst við um barnafólk. Mér var
sagt frá kaupum Sigmars og bent á
hann á förnum vegi. Ég gekk í veg
hans, heilsaði og sagði honum vand-
•kvæði mín. „Hafðu engar áhyggjur.
Við sjáum bara til,“ svaraði maður-
j inn hógværlega. Þá fann ég og vissi,
að þarna var maður með gott hjarta-
lag sem mátti treysta. Mér skjátlað-
ist ekki. Ekki óraði mig fyrir því þá,
að við ættum eftir að verða vinir og
samstarfsmenn um þriðjung aldar.
Sigmar var af svonefndri Melaætt
í Fljótsdal. Þar fara afkomendur
Þorsteins Jökuls, þess er bjó að Brú
á Jökuldal. Hann barg fólki sínu frá
„plágunni miklu“, svartadauða, með
því að hörfa vestur í Öræfí og þaðan
að Dyngju í Arnardal. Sýnir það
framsýni, kjark og seiglu þessa
ágæta manns. Má vera að Sigmar
hafí erft eitthvað af þessum eigin-
leikum, „því margt er líkt með skyld-
um“.
Sigmar var fæddur á Ormsstöðum
í Skógum, næstyngstur fímm sona
hjónanna Þórunnar Ingileifar Sig-
urðardóttur frá Rauðholti og Péturs
Einarssonar frá Breiðuvík. Hinir
voru í aldursröð: Einar (f. 1913),
Sigurbjörn (f. 1915, d. 1978), Sig-
urður Tryggvi (f. 1920, d. 1936) og
Þormóður Ingi (f. 1929).
Sigmar fluttist sjö ára með for-
eldrum sínum að Buðlungavöllum
(áður Skjögrastaðir), en 1944 hóf
fjölskyldan búskap að Hafursá. Sig-
mar því náttúrubarn í þess orðs
fyllstu merkingu, barn skógar.
Fæddist í Hallormsstaðarskógi,
dvaldist'fyrstu bernskuárin á Buðl-
ungavöllum, bæjarleið sunnan Hall-
ormsstaðarskógar. Þaðan stutt í
Ranaskóg í utanverðum Gilsárdal.
Hann einn fegursti birkiskógur
landsins. Síðan fluttist Sigmar í jað-
ar stórskógarins, að Hafursá, næsta
býli utan við Hallormsstað (Orms-
staði). Þessir skógar vafalaust mótað
sál barnsins og unglingsins. Fátt
hollara veganesti en friður, fegurð
og undramáttur hins eilífs lífs í
grænum lundum. Ég er þess fullviss
að lundarfar Sigmars hefur tekið
mið af áðurnefndum eiginleikum
skógarins. Og í þessum skógi fann
hann konu sína, Kristrúnu Gunn-
laugsdóttur frá Berufírði. Hún
stundaði nám í Húsmæðraskólanum
á Hallormsstað. Þar sveif rómantíkin
yfír vötnum er hreif ungar sálir.
Hallormsstaðarskógur meiri örlaga-
valdur í sögu Sigmars Péturssonar
en margur hyggur. Þó átti það ekki
fyrir honum að liggja að eyða þar
manndómsárunum. „Enginn má
sköpum renna.“
Þó að Sigmar útskrifaðist búfræð-
ingur frá Hvanneyri 1950, lá það
heldur ekki fyrir honum að yrkja
jörð til langframa. Þau hjónin hófu
að vísu búskap á Héraði um miðjan
sjötta áratuginn. En vorið 1960 eru
þau komin ofan í Breiðdal, búin að
kaupa lítið hús í þorpinu sem áður
er drepið á, hugðust freista þar
gæfunnar. Sigmar og Kristrún eign-
uðust tvo drengi, Ágúst Þór, f. 15.
ágúst 1957, og Helga Leif, f. 21.
júní 1966. Við fráfall Sigmars eru
barnabörnin fjögur.
Það vor var síld í lofti og menn
hugðu gott til glóðarinnar. Tveim,
þrem árum síðar, fór Sigmar að
vinna í nýreistri síldarbræðslu og
vann þar sem næst allan sjöunda
áratuginn. Fyrir utan ýmsa viðhalds-
vinnu og endurbætur, stóð hann
vaktir, lengst af vaktformaður. Eljan
óbilandi. Sást stundum lítt fyrir, lét
sér ekki allt fyrir bijósti brenna sem
sagt er.
Minningar þyrpast að, meðan
norðanrokið þeytir dökkum leifum
landsins upp í háa strokka innaf
Rangárvöllunum. „Meðan landið
fýkur burt“, þyrlar stormur hugans
strókum endurminninga um sam-
starf okkar mannsins úr skóginum.
Man dimma nótt á ofanverðum átt-
unda áratugnum, er við þeystum
austur þessa sömu braut undir
stjörnubjörtum himni og frostbitru.
Vorum á heimleið. Höfðum borið
lægri hlut frá borði valdapáfa banka-
og embættismannavalds suðvestur-
homsins — og þó. Áttum biðleik til
góða. Höfðum samið fram í tímann.
Vonuðumsttil að Breiðdælum gæfíst
tími til að vinna sig upp úr lægð-
inni, samstilltir. Það var inntak í
samstarfí okkar Sigmars, að vinna
að framgangi Breiðdals. Það vom
góðir dagar. Skiluðu árangri. Áttu
að skila meiri árangri er tímar liðu.
Vomm bombrattir að vissu marki.
Sigmar ók og við höfðum um margt
að spjalla. Lentum framhjá vega-
mótunum austureftir á Hvolsvelli.
Lentum í öngstræti malarkrúsar.
Hlógum út í frostkalda nóttina.
Héldum för áfram eftir að hafa leið-
rétt „kúrsinn". Bflstjórinn þaulvan-
ur. Ók greitt svo undirrituðum með-
reiðarsveini þótti nóg um á stundum.
Ekki síst þegar tókst að stöðva far-
arskjótann á síðustu stundu fremst
á bakka árinnar Stemmu, er þá féll
um austanverðan Breiðamerkur-
sand. Við brúna kröpp beygja að
vestan (einnig austan), sem ekki var
munað eftir þá stundina. En allt fór
þetta að vonum. Við komumst heim,
þar sem kellingarnar biðu í bólinu
og framtíðin, byggð á loforðum
sunnanmanna. Þau stóðu. En Breið-
dælum auðnaðist ekki að nýta þau
nema að hálfu. Nú „hnípin þjóð í
vanda“. Á' úrslitum þessarar suður-
göngu byggist tilvera Breiðdælinga
að stórum hluta í dag. (Menn mega
kalla þessi ummæli það sem þeim
sýnist). Það er notaleg tilfínning.
Þannig var Sigmar. Vakinn og sof-
inn yfír velferð þess er honum var
trúað fyrir. Ósérhlífinn með eindæm-
um. Lagði meira á líkamann en hann
var e.t.v. fær um að leysa. Þess
vegna kvaddi maðurinn með ljáinn
dyra fyrr en vænta mátti.
Sigmar Pétursson var fyrst kosinn
í sveitarstjóm Breiðdalshrepps 1966.
Komst inn á sjálfkjörnum lista
„vinstri manna“. Hygg nafngiftin
sé dæmigerð fyrir skoðanir Sigmars.
Þó hann væri ekki bundinn opinber-
lega neinum stjórnmálaflokki, var
hann vinstri sinnaður eða félagslega
þenkjandi alla tíð. Hugsaði ekki um
að safna auði á ávísanareikning,
heldur vinna að framgangi og vel-
ferð hins breiða dals, sem vonandi
hefur greitt þessum gengna syni
skuld sína — sinn hálfa hlut. Hinn
hlutinn er hjá stórskógi landsins.
Einnig ósýnileg, óafmáanleg spor.
Bros í kembdum brám, hlýtt, traust
eins ög lögmál. Þannig var Sigmar
í minni vitund — vinur. Kynntumst
fyrst í verkalýðshreyfingunni, ég
sem formaður, hann gjaldkeri. Fór
vel á með okkur. Sigmar vildi leysa
allt vel af hendi. Lærði bókhald
verkalýðsfélaga gegnum bréfaskóla.
Síðar lentum við saman í sveitar-
stjórn 1970. Hann þá búinn að sitja
þar eitt kjörtímabil. Nú kosinn odd-
viti. Þá var annar mestur uppgangur
á Breiðdalsvík. Sigmar vann eins og
þræll fyrir litlu kaupi. Ég veit ekki
hvort nútímamennirnir gera sér
grein fyrir hinum langa vinnudegi
Sigmars. Á þessum árum sá hann
um: Bókhald hreppsins, innheimtu,
stjómaði útiverkum og vann þar sem
aðrir púlsmenn. Ef ókunnir erindrek-
ar þurftu að finna oddvita hrepps-
ins, máttu þeir allt eins ganga að
því sem vísu að fínna hann á kafi í
skurðgreftri eða öðm verklegu
stússi. Við þetta bættust fundar-
störf, nefndastörf, ferðir út og suð-
ur, tala um fyrir mönnum o.m.fl.
Einn daginn kom Sigmar í heim-
sókn sem oftar. Var raunar í óform-
legum embætt.iserindum. „Ég er
sjóðandi reiður," tilkynnti hann okk-
ur hjónunum. Þá lengi hlustað á eitt-
hvert raus er honum hugnaðist ekki.
Auðvitað var hann ekki „sjóðandi
reiður“. Bak við tímabundna gremju
birtist þetta bjarta, hlýja bros. Nei,
Sigmar Pétursson var aldrei sjóðandi
reiður. En hann átti sitt skap, en
kunni að temja það. „Þig vantar allt
„dimplómatí““, sagði hann við undir-
manninn og vissi hvað hann söng.
En það hefði ekki verið nein furða,
þó að Sigmar yrði á stundum „sjóð-
andi reiður". Á kvöldin og nóttunni
vann hann við bókhaldið. En kaupið
hungurlús ef miðað er við kaup
sveitastjóra í dag. Hugsjónir drifu
þennan hægláta og grannvaxna
mann, áfram. Ef hugsjónir bresta,
er stutt í andlegt gjaldþrot byggða
og síðan dauða. En of mikið má af
öllu gera. Eitt sinn óskaði Sigmar
eftir því að fá að ráða stúlku í sím-
vörslu og bókhaldsvinnu hálfan dag.
Það var samþykkt í sveitarstjórn,
síðar gagnrýnt harðlega á hrepps-
fundi. Fannst mönnum nóg um
bruðlið. Líklega lætur lægra í mörg-
um þeirra í dag.
"v Meðan ég ók vestur Miklubraut
og vindsveipir þeyttu menguðu
skolpi frá bflhjólunum upp á
Klambratúnið, sá ég fyrir mér tvo
menn á gangi um götur borgarínnar
í leit að mönnum og stofnunum.
Eitt sinn settust þeir niður í kjallara-
tröppur við Laugaveginn, opnuðu
stresstösku og drógu upp símaskrá
til að leita upplýsinga og nánari stað-
arákvarðana um ákveðin stefnumót.
Vegfarendur litu á þessa „fáráða“
með spurn í augum, en við brostum
bara til þeirra. Þeir höfðu ekki hug-
mynd um að þar fóru oddviti (jafn-
framt sveitarstjóri) og varaoddviti
Breiðdalshrepps. Voru að leita vega
til að reka erindi sinnar sveitar.
Ekki alveg vissir um stefnuna í
umferð miðkjarna Reykjavíkur, en
vissir um stefnu í málum sinnar
sveitar. Þar skyldi vörn snúið í sókn.
Varaoddviti með ýmsar hugmyndir,
sem oddviti og sveitarstjóri lagaði
til og talaði fyrir á hærri stöðum.
Taldi varaoddvita ekki alltof
„diplómatískan". Varaoddviti sættist
á slíkt, enda þekktu þeir þá orðið
vel hvor á annan, bættu hvorn ann-
an upp. Þannig vinnast málin best.
Að þeim búið. Og stundum að loknu
dagsverki, settust þessir „heiðurs-
menn“ inn á veitingahús og fengu
sér góða máltíð og rósavín. Sigmar
hrókur alls fagnaðar og sérlega
gaman að fá sér í glas með honum.
Maðurinn glaður og reifur, aldrei
með vonsku eða röfl, þó að hart
væri rökrætt. Var „diplómat". Það
vissi undirritaður. Virti sinn yfirboð-
ara, þó að ekki krypi hann á kné
fyrir honum opinberlega.
Árin liðu. Sigmar hvarf úr sveitar-
stjórninni. Þó kom það samt í hans
hlut að tilkynna arftaka sínum, að
hugmynda hans, þeirra (raunar
seinni hluti munnlegs samkomulags
er gert var sunnan Ijalla), væri ekki
óskað. Ég fann að þetta var honum
þungbært. Held samt hann hafi vit-
að, að undirritaður skildi það sem
hann þurfti að gera. Þá fann ég
hvers virði falslaus vinátta er. Hún
hafín yfír dægurþrasið. Stendur ein
og sér eins og vegprestur, vísar þá
leið er fær er.
Þó við Sigmar störfuðum saman
að málefnum sveitarinnar og færi
vel á með okkur, vorum við næsta
+
Móðir mín, tengdamóðir, stjúpmóðir, systir og mágkona,
JÓHANNA GYÐA ÓLAFSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 6. júlí,
kl. 13.30.
Kristfn Norðmann Jónsdóttir, Óttar Svavarsson,
Ása Jónsdóttir, Guðmundur Hannesson,
Gunnfríður Á. Ólafsdóttir, Gfsli Auðunsson.
t
Fósturfaðir minn, tengdafaðir og afi,
HERMANN JÓNSSON
fyrrv. fulltrúí verðlagsstjóra,
Kleppsvegi 120,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 7. júlí kl. 13.30.
Sigurður Pétur Sigurðsson, Kolbrún Gunnarsdóttir,
Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir, Dagbjört Ólöf Sigurðardóttir,
Kristín Edda Sigurðardóttir.
+
Ástkær dóttir okkar, eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
AUÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR,
Grænukinn 17,
Hafnarfirði,
r verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn
7. júlí kl. 13.30.
Magnea Einarsdóttir,
Þorlákur Jónsson,
Gunnar Már Torfason,
Haraldur Rafn Gunnarsson, Sigrún K. Ragnarsdóttir,
Gerður María Gunnarsdóttir, Karl Birgir Júlíusson,
Ársæll Már Gunnarsson, Kristín Kristinsdóttir,
Magnea Þóra Gunnarsdóttir,
Olga Gunnarsdóttir, Jörgen Jensen,
Auður Gunnarsdóttir, Magnús Rúnar Jónsson
og barnábörn.
+
Útför móður minnar,
LÁRU ÁGÚSTSDÓTTUR WAAGE,
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 8. júlí kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Ágúst Sverrisson.
+
Útför föðurbróður okkar,
NIKULÁSAR EINARS ÞÓRÐARSONAR
frá Vatnshóli,
Teigaseli 11,
verður gerð frá Seljakirkju miðvikudaginn 7. júlí kl. 10.30.
Jarðsett verður frá Krosskirkju, Austur-Landeyjum, sama dag.
Þórný Oddsdóttir,
Ólafía Oddsdóttir.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu vegna andláts og útfarar
ASTRIDAR EYÞÓRSSON,
Njörvasundi 40.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Borgarspítalans, deild
A-6, og einnig til heimahjúkrunar.
Björg Jóhanna Benediktsdóttir,
Jan Eyþór Benediktsson,
Frank Norman Benediktsson
og fjölskyldur.
Lokað
frá kl. 13 í dag vegna jarðarfarar JÓHÖNNU G.
ÓLAFSDÓTTUR.
Verslunin Lótus,
Hárgreiðslustofan Lótus,
Álftamýri 7.