Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JUU 1993 45 Minning Gísli Ólafsson ólíkir. Afsannar það kenninguna að „lík börn leiki best“. Sigmar mikill félagsmálamaður. Fyrir utan áður- nefnd störf tók hann virkan þátt í stofnun og starfsemi Lionsklúbbsins Svans. Þar var honum veitt fyrir skömmu alþjóða viðurkenning lions- klúbba, fyrstur Breiðdæla er þann heiður hlýtur. Þá var hann liðtækur í málefnum hestamanna, hestamað- ur góður, ólst upp í nánum tengslum við „þarfasta þjóninn“. Var félagi og sat í stjórn Hestamannafélagsins Geisla. Einnig í Hesthúseigendafé- laginu Hófi og Hrossaræktarfélag- inu Baugi, var stofnandi þess og fyrsti formaður. Öll þessi störf fór- ust honum vel úr hendi það ég best veit. Vera má, þrátt fyrir allt, og ef grannt væri skoðað, að í skaphöfn okkar Sigmars hafi leynst nokkrir samlitir þættir. Og þó að við hitt- umst æ sjaldnar hin síðari ár, vissum við hvor af öðrum, heyrðumst í síma, spjölluðum á förnum vegi og skipt- umst á jólakortum. Meðan ég stóð 15. dag maímánaðar við glugga í húsi vestur á lægsta nesi landsins og horfði á vindrokurnar leika marg- slungna takta á gráleitum Skerja- firðinum, heyrði ég í fjarskanum leikið á orgel kirkju minnar „Allt eins og blómstrið eina“. Sá hýrt andlit. Silfurhvítt hár er reis upp af háu enni — eins og forðum. Heyrði söngfólkið leggja sig fram. Mér fannst sem ég hefði ekki staðið mig sem skyldi í „diplómatinu", vissi jafnframt, að sá maður er það forð- um brýndi fyrir mér og var að hefja göngu í nýjum skógum, var maður sanngirni og réttsýni. Hann myndi sem og áður geta fyrirgefið gömlum meðreiðarsveini fingurbijót nokk- urn. Uppgötvaði þarna á nesinu, að horfinn var sjónum einn af mínum örfáu, sönnu vinum. Einn þeirra sem eitthvað botnaði í byltingakenndri sál síns þjáningabróður. Breytti ekki ásýnd, þó að syrti í sálardölum. Eru slíkir ekki vandfundnir? Það hygg ég. Margt, margt fleira mætti nefna. En þetta er ekki ævisaga, heldur lítil kvittun, hestaskál, fyrir ómælda vináttu og samstarf, vonbrigði og gleði. Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. (Ólafur Jóh. Siprðsson) Á þessum orðum skáldsins, lýk ég leifturmyndum við leiðarlok vin- ar. Mér finnast orð þessa ástsæla skálds hæfa, hvern þann skilning er leggja má í þau. Hvort við Sig- mar Pétursson eigum eftir að sjást, veit enginn. En ef svo skyldi verða, veit ég að hann segir við mig: „Hafðu engar áhyggjur. Við sjáum bara til.“ Kristrúnu, sonum, tengda- og barnabörnum, svo og öðrum ættingj- um, sendum við hjónin samúðar- kveðjur. Guðjón Sveinsson, Mánabergi. Fæddur 5. júlí 1913 Dáinn 5. júní 1993 Æviganga hans var hörð, hann þó unni lífi glaður. Hann fékk engan heiðursvörð, hann var bóndi og verkamaður. Hann pabbi hefði orðið áttræður í gær, ef hann hefði lifað. Ég vil reyna að minnast hans í nokkrum fátæklegum orðum. Pabbi var léttleikamaður í æsku og hafði mjög gaman af að hlaupa og stökkva. Þegar hann var tíu ára gamall fékk hann einn að leika sér með stóru strákunum. En þeir kölluðu hann Litla skratt- ann, og það var ekki gerður leikur fyrir einn, vegna þess að hann náð- ist aldrei. Eitt sinn voru þeir búnir að króa hann af niður í fjöru. Nú skyldi hann nást. En nei, hann hljóp hlæjandi út í öldumar fyrir endann á strákaröðinni. Já, hann var lipur og léttfættur þá hann pabbi minn. Hann var ekki gamall þegar hann fékk ást á hestum. Hann var ævin- lega með bandspotta í vasanum og hann hafði ótrúlegt lag á að ná ótömdu tryppunum í haga. Hann var aðeins hnokki, er hann hnýtti upp í þau og komst á bak. Eftir því sem þau létu verr þótti honum meira gaman. Eigendur tryppanna skildu síst í því hvað þau voru stillt og spök þegar þeir fóru að temja þau. Móðir mín var haldin nýmasjúk- dómi, sem uppgötvaðist ekki fyrr en eftir andlát hennar. Hún átti við mikið heilsuleysi að stríða. Þó eign- aðist hún fimm dætur, þar af þijár með föður mínum. Það var mikið áfall fyrir pabba að sjá á eftir henni í gröfína rétt þrítugri frá þremur ungum börnum. Systur minni Berg- ljótu Þómnni tíu ára, mér undirrit- aðri átta ára og Önnu Hjálmdísi á öðra ári. Hún var fædd 13. mars 1954, en mamma dó 27. júní 1955. Pabbi hélt áfram búskap með okkur eldri dætumar, en þá yngstu varð hann að láta frá sér, en það tók hann nærri sér. Hann unni húsdýrum og gróinni jörð, ræktaði sitt fé og fékk góðar afurðir. Hann átti líka mjólkurlagnar kýr, þó hann hefði þær aðeins til heimilisnota. Pabbi var haldinn heymæði, þess vegna voru veturnir í sveitinni honum sérstaklega erfiðir. Og hann var svo óheppinn að vera sjóveikur, annars hefði hann stundað sjóinn. Þó kom það ekki að sök þegar hann var mjólkurpóstur í Éngey fyrir utan Reykjavík í fjögur ár, frá tólf til sext- án ára aldurs. Enda var trillan ekki stór sem hann hafði til umráða. Pabbi var bráðþroska og stór eftir aldri. Þegar hann kom í Eyna sagði húsbóndi hans: „Er þetta strákurinn sem Ólafur ætlaði að senda mér? Þetta er fullorðinn maður.“ Pabbi var höfðinu hærri en húsbóndi hans. Og þrátt fyrir það að pabbi væri aðeins ellefu ára fékk hann að vinna sem fuliorðinn væri. Pabbi var dásamlegur faðir okkur dætram sínum, og þó ekki væri ríki- dæmi á heimilinu skorti okkur aldrei neitt. Ef við svikumst um að gera það sem hann bað okkur um að gera, eða gleymdum því, hafði hann alveg sérstakt lag á að minna okkur á að við hefðurn bragðist skyldu okkar og við skömmuðumst okkar innilega. Hann skammaði okkur ekki, en þakkaði okkur hlýlega fyrir greiðann og vel unnið starf. Hann kenndi okkur að vinna, og fara vel með það sem við höfðum handa á milli. Pabbi var aðeins fjöratíu daga í skóla þegar hann var ellefu ára. Hann langaði til að læra, en aðstæð- ur heima fyrir gerðu það að verkum að það var ekki hægt. Pabbi veiktist af mislingum þegar hann var um þrítugt og bar aldrei sitt barr eftir það. Árið 1962 lenti hann í erfiðum göngum, við að ná saman fé fyrir bónda sem var að hætta búskap, og fyrir dánarbú annars. Þá tóku sig upp gömul meiðsl, og hann fór á sjúkrahúsið á Patró um haustið. Ég hefði vel getiað hirt fyrir hann skepnurnar komandi. vetur og hann vissi það, en hann hugsaði lengra. Hann vildi gefa dætram sínum kost á þeirri menntun, sem hann fór á mis, en hann gat það ekki ef hann héldi áfram að búa. Hann vissi að heymæðin ykist með áranum. Og við dætur hans fóram í skóla. Bæði gagnfræðaskóla og Kvennaskóla, og ég seinna á bændaskóla. Pabbi fékk herbergi og vinnu á Kirkjusandi, Laugamesvegi 1. Þar vann hann við fiskvinnu og smíða- vinnu á vetrum. En hann reyndi oft- ast að komast út á land að sumrinu. Hann vann við Búrfellsvirkjun og þijú sumur í Botni í Mjóafírði fyrir Jón Fannberg svo að eitthvað sé nefnt. Þar vorum við dætur hans hjá honum í vinnu. Síðar fóram við systurnar í kaupa- vinnu sín á hvort landshorn, Bergljót austur í Álftaver, en ég í Skagafjörð- inn, þar sem ég skaut rótum. Alltaf var opið hús hjá pabba, þó hann hefði aðeins eitt herbergi, þeg- ar við systurnar komum til Reykja- víkur. Og við fengum aldrei að greiða neitt, er hann keypti fyrir okkur mat í mötuneytinu. Ég bjó í fjórtán ár í Brimnesi í Skagafirði. Pabbi var hjá mér þrettán jól, það vora dásamlegar stundir. Hann kom einnig norður öll sumur. Ég hlakkaði alltaf til þegar von var á pabba, hann bar alltaf með sér hressandi andblæ. Ég kom í Brimnes vorið 1968. Árið 1970 var ég farin að fínna til lasleika. Það kom á daginn, að um nýrnabilun var að ræða. En nú voru komnar blóðskilunarvélar, sem skila úrgangsefnin úr blóðinu, sem ekki vora til þegar mamma veiktist. Árið 1973 varð ég að fara til Reykjavíkur og ganga í slíka vél. Þá bjó ég í herberginu hjá pabba og hann reyndist mér betur en enginn það hálfa ár sem ég dvaldist hjá honum. Hann var stoð mín og styrk- ur þessa mánuði. Hann var alltaf svo traustur, alltaf hægt að leita til hans með allt. Og hann leysti hvers manns þraut, ef til hans voru sótt ráð. Hann hlífði sér aldrei ef hann gat hjálpað. Hann var dýralæknir í sveitinni þrátt fyrir það að hann hefði aldrei lært neitt. Hann setti til dæmis sam- an mörg beinbrot á fé, bæði sínu og annarra, með góðum árangri. Hann var og listatamningamaður og átti góða hesta. Þegar hann var kominn á sjötugs- aldurinn og í gríni var sagt við hann að hann væri að verða gamall, hló hann og sagðist ekki verða gamall fyrr en Anna dóttir hans færi að sýna honum bamabömin. En hún er gift Þresti Karlssyni. Og pabbi fékk þá ósk uppfyllta þegar hún fæddi son. Og mikil var gleði hans þegar drengurinn var skírður Gísli í höfuð- ið á afa sínum. Það var honum ómet- anlegt. Pabbi hafði mikið yndi af að smíða. Hann hafði glöggt smiðsauga. Hann gerði upp mikið af gömlum húsgögn- um fyrir fólk. Hann unni einnig bók- um og átti voldugt safn af þeim. Pabbi hafði líka mjög gaman af ljóð- um og lausavísum og var í Kvæða- mannafélaginu um tíma. Ég gat ekki gefið pabba afabörn, en ég gaf út tvær ljóðabækur, Stjörnublik 1980 og Munablóm 1991 og gladdi hann með þeim. Þær fengu sinn sess í bókasafni hans. Anna dóttir pabba eignaðist annan son, Kristin, fæddan 1982. Hann var einnig mikil gleði afa síns. En í des- ember fæddist henni dóttirin Nína. Pabbi tók alveg sérstöku ástfóstri við hana, vegna þess að hún færði honum aftur litlu stúlkuna sem hann hafði orðið að láta frá sér 1955. Annars elskaði hann öll börn, og hans innsta gleði var að laða fram bros lítils barns, og það reyndist honum auðvelt. Pabbi missti Bergljótu dóttur sína vorið 1986, en hún hafði átt vjð veik- indi að stríða um margra ára skeið. Seinustu árin var pabbi meira og minna undir læknishendi. Samfara heymæðinni kom nú fijókomaof- næmi. Þegar hann átti þess kost að komast út í Engey með dóttur sinni og barnabörnum, en hann hafði allt- af langað til að skreppa þangað, var svo mikið af frjókornum í loftinu, að það var eins og þoka lægi yfir öllu. Þetta orsakaði þvílík þyngslí fyrir bijósti hjá honum að hann gat ekkert hreyft sig. En hann gat miðl- að af fróðleik sínum um eyna þrátt fyrir það, staðnum þar sem hann átti heima í fímm ár þegar hann var bam og unglingur. Pabbi var aldrei iðjulaus nema hluta af síðasta árinu. Hann las mik- ið og hann hnýtti stallmúla til að tylla með hrossum í húsi. Pabba þótti mjög gaman að spila. Hann kenndi okkur dætram sínum lomber þegar við voram litlar. Þegar útiverkum var lokið sátum við á síð- kvöldum og spiluðum. Síðustu mánuðina sem pabbi lifði spiluðum við mikið, en þá var hann hættur að geta lesið. Hann var vei. ern fram á hinstu stund og kvaddi þetta líf uppréttur. Nú þegar hans ævi er öll ætla ég, bæði vona og þregi, að á hann falli mýkri mjöll en meðan hann gekk á okkar vegi. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum sem hjúkruðu honum á Reykjalundi, þeim sem hjálpuðu og studdu okkur systumar í kringum jarðarför hans og þeim sem sent hafa minningarkort. Ég kveð þig pabbi minn með þökk fyrir allt. Þú kunnir alltaf að gefa. Þín dóttir, Jóna S. Gísladóttir. Hann afí er dáinn. Hann var hvorki faðir pabba míns né mömmu minnar, en hann var afi, afi okkar allra barnanna sem komu til hans. Hann tók okkur alltaf opn- um örmum og það geislaði frá honum gleðin. Hann átti alltaf eitthvað til að stinga að okkur, harðfisk, kex eða súkkulaði. Og hann var alltaf tilbúinn að leika við okkur og spila við okkur. Hann kenndi mér spil sem heitir Lomber. Ég gat alltaf komið til hans og hjá honum var mitt annað heim- ili, sérstaklega þegar ég var yngri-. Ég var alltaf litla stúlkan hans. Hann gaf mér svo mikið, mikinn kærleik og hlýju. Ég mun sakna hans lengi. Blessuð sé minning hans. Valdís Ósk Valsdóttir. i í i *;■ 1 Þeir ungu eru sigursælir Skák Margeir Pétursson Þeir Anand, 23ja ára, Kramn- ik, 18 ára og Topalov 18 ára, urðu jafnir og efstir á sterku al- þjóðlegu skákmóti í Madrid í júní. Þeir hlutu allir 6V2 v. af 9 mögu- legum, en Salov, 29 ára, varð fjórði með 6 v. Júdit Polgar, 16 ára varð að sætta sig við fimmta sætið með 4 v., Spánverjinn II- lescas, 28 ára, hlaut 3V2 v. og Frakkinn Lautier, 20 ára, aðeins þrjá vinninga. Þetta er auðvitað ekki gott veganesti fyrir þau þrjú síðastnefndu á millisvæðamótið en sigurvegaramir eru til alls líklegir. Það er Salov líka, hann vann mögnuðustu skákina á mótinu, fórn- aði fyrst drottningunni og síðan manni til viðbótar í vel þekktu flækjuafbrigði. Salov hefur iöngum þótt skilgetið afsprengi rússneska skákskólans og stundum uppnefnd- ur „litli Karpov“, sem honum er meinilla við. Hann fluttist í fyrra búferlum til Linares á Spáni og verður gjaldgengur í spánska Ólympíuliðið á næsta ári. Miðað við þennan glæsilega sigur getur hann líka teflt í nautabanastíl: Hvítt: Valerí Salov Svart: Miguel Illescas Slavnesk vörn l.d4 - d5, 2. c4 - c6, 3. Rf3 - Rf6, 4. Rc3 — e6, 5. Bg5 — dxc4 Botvinnik afbrigðið sem leiðir til afar hvassrar baráttu. Varkárari skákmenn leika 5. — h6 6. e4 - b5, 7. e5 - h6, 8. Bh4 - g5, 9. Rxg5 — hxg5, 10. Bxg5 — Rbd7, 11. exf6 - Bb7, 12. g3 - Db6, 13. Bg2 - 0-0-0, 14. 0-0 - c5, 15. d5 - b4, 16. Ra4 - Db5, 17. a3 — Rb8, 18. axb4 — cxb4, 19. Dd4!? Hér hefur oft verið leikið 19. Dg4. Hugmynd Salovs með leiknum er stórglæsileg. 19. - Rc6 20. dxc6!! - Hxd4, 21. cxb7+ - Kc7, 22. Be3 - e5, 23. Rc3!! - bxc3, 24. bxc3 - Hd6, 25. Habl Vinnur drottninguna til baka án þess að þurfa að láta frípeðið á b7 af hendi. - a6, 26. Hxb5 - axb5, 27. Hal - Hd8, 28. Be4 - Bh6, 29. Bc5 - Bf8, 30. Ba7 - Bh6, 31. Ha6 - Hb8, 32. Hb6 og svartur gafst upp. Hvítur vinnur skiptamuninn til baka og verður a.m.k. tveimur peðum yfir. Hraðskákmót í Moskvu í síðustu viku lauk í Moskvu öflugu hraðskákmóti til minningar um Mikhail Tal, fyrram heimsmeist- ara, og fyrsta og eina heimsmeistar- ans í hraðskák. Margir af öflugustu skákmönnum heims voru á meðal þátttakenda, en röð efstu manna varð þessi: 1. Anatólí Karpov, Rússl. I6V2 v. af 19 mögulegum 2. Aleksei Dreev, Rússl. 14 'h v. 3—4. Aleksei Shirov, Lettlandi og Evgení Barejev, Rússlandi 13'/2 v. Áskorandi Karpovs í heimsmeist- araeinvígi FIDE í haust, Jan Tim- man varð að sætta sig við það dapra hlutskipti að lenda í neðsta sæti með aðeins 6 v. Ekki eykur þetta áhugann á þessu einvígi þeirra. Flestir telja Karpov nánast öraggan um sigur og það er með ólíkindum hversu háan verðlaunasjóð FIDE hefur tekist að útvega, jafnvirði 190 milljóna ísl. króna. Stúlkurnar sigruðu í Vín í júní mættust sveitir sex af fremstu skákkonum heims og sex gamalreyndra skákmanna. Kvenna- liðið vann öruggan sigur, 40'/2— 31'/2. Friðrik Ólafsson tefldi þarna á sínu fyrsta kappskákmóti í tæpan áratug. Æfingaleysið háði honum mikið, hann fékk oftar en ekki góð- ar stöður, sem hann glutraði niður, stundum í tímahraki. Honum tókst þó að leggja heimsmeistara kvenna, Xie Jun frá Kína að velli. Árangur einstakra keppenda: Kvennasveitin: 1. Maja Tsjíburdanidze, Georgíu 9 v. 2. Zsuzsa Polgar, Ungverjal. Vh v. 3. Xie Jun, Kína 7 v. 4. Sofía Polgar, Ungverjal. 6 v. 5—6. Arakhamia, Georgíu og Alísa Galljamova-ívantsjúk, Ukraínu 5'h v. Karlasveitin: 1. Bent Larsen, Danmörku 7‘/2 v. 2. Vasílí Smyslov, Rússlandi 6V2 v. 3. Efim Geller, Rússlandi 6 v. 4. Borislav Ivkov, Serbíu 5 v. 5. Friðrik Ólafsson 4 v. 6. Duckstein, Austurríki 2'/2 v. Jónsmessumót TR Mótið fór fram á Jónsmessunni, fímmtudaginn 24. júní sl. Tefld var hraðskák fram að miðnætti. Úrslit urðu þessi: ■ 1. Andri Áss Grétarsson 11'/2 v. af 14 mögulegum. 2. Sveinn Kristinsson 10 v. 3. Rögnvaldur Möller 9V2 v. 4—5. Þ'ráinn Vigfússon og Sigurður Herlufsen 9 v. 6—7. Eiríkur Björnsson og Gunnar Björnsson 7 v. o.s.frv. Afmælismót Hellis í síðustu viku var haldið atskák- mót í félagsmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti í tilefni af tveggja ára afmæli nýja Taflfélagsins Hellis í Reykjavík. Það er með ólíkindum að á aðeins tveimur árum hafa Hellismenn komist upp í fyrstu deild, halda uppi öflugri og reglu- legri starfsemi frá hausti fram á vor og hafa marga af öflugustu skákmönnum landsins innan sinna vébanda. Úrslit á afmælismótinu urðu þessi: 1. Andri Áss Grétarsson 6 v. af 7 mögulegum. 2—3. Magnús Örn Úlfarsson og James Burden 5 v. 4—5. Helgi Áss Grétarsson og Guð- mundur Daðason 4)A v. 6—7. Páll A. Þórarinsson og Magn- ús Magnússon 4 v. o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.