Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 „Bgernú þegar buinn ai toJza. Þfjd^ t/eJkJyi da c/agci. i þessum rrtÁnubl." Það er létt að slá hana og hún flýgur ekki jafn langt og þess- ar litlu. HÖGNI HREKKVlSI ky/K/WYNOiH ??/ “ BRÉF TÍL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 VELVAKANDI Með fullum stuðningi við móður lítillar stúlku ÉG ÆTLA að hafa sama háttinn á og móðir litlu stúlkunnar og skrifa undir nafnleynd mér sjálfri til verndar. Ég get ekki látið sem ekkert sé eftir að ég las bréf frá móður sem birtist í Velvakanda 3. júlí sl. og lýsi hér með fullum stuðningi við móður og bam. Ég er 38 ára gömul í dag, en þegar ég var 6 ára varð ég fyrir kynferðislegri áreitni fullorðins karlmanns, sem fékk svo einungis skilorðsbundinn dóm, vegna þess að eftir því sem best var vitað var þetta fyrsta brot (hver er svo kom- inn til með að segja það) og svo hafði hann mjög góða afsökun fyr- ir gerðum sínum, eða þá að hann var drukkinn og vissi ekki hvað hann gerði. Ég var heppin að aðeins var um KEFLAVÍKUR- KIRKJA ER EKKI LOKUÐ VÍKURFRÉTTIR Suðurnesja birta mjög ósmekklega grein um prest- inn sinn. Þar segir orðrétt: „... að réttast væri að hýrudraga prestinn um laun og láta iaun hans renna til greiðslu á skakkaföllum sem þau sóknarböm er hafa þurft að leita annað með athafnir meðan guðs- húsið þeirra var lokað hafa orðið fyrir“. Ég vil benda á það að kirkjan er bara alls ekki lokuð og það er ágætis prestur sem þjónar í fjar- veru sr. Olafs, en það er sr. Baldur Rafn Sigurðsson, þjónandi _prestur í Ytri- og Innri-Njarðvík. Ég vissi ekki að sóknarpresturinn okkar væri svona ómissandi, a.m.k. var hann það ekki sl. vetur þegar sem mest gekk á hér í sókninni. Það er gott til þess að vita að hann er ekki svona alvondur eins og sumt áreitni að ræða, því nógum sálræn- um erfiðleikum hefur þetta atvik valdið mér samt. Ennþá, 32 ámm síðar, verð ég ofsareið þegar rifjast upp afgreiðsla réttarkerfisins á þessu máli mínu. Mér er spurn: Er hið opinbera réttarkerfi þess umkomið að losa mig við reiðina, eða þá litlu stúlkuna við þá erfið- leika sem hún á eftir að ganga í gegnum? Hvað er að? Lítur réttarkerfíð á afbrot af þessu tagi sem óverulegt brot, kannski í líkingu við búðarhnupl? Hefur ekkert breyst á þessum 32 árum? Ég sem hélt, miðað við umræður síðustu ára, að kerfið væri farið að taka við sér og gera sér grein fyrir alvöru þessara mála. fólk vill vera láta. En þegar upp var staðið voru það þó ekki svo margir. Hafa prestar kannski ekki leyfí til að fara í sumarfrí eins og annað fólk? Eiga þeir ekki fjöl- skyldu? Og er ekki nóg komið af illindum og er mál að linni? Sóknarbarn. RAKAKREM SÁ SEM getur gefíð mér upplýs- ingar um kremið „Moisters“ sem er með sérstakri hákarlaolíu er vin- samlega beðinn að hringja í Júlíu í síma 72819. GÆLUDÝR í TÍVOLÍ, HVERAGERÐI ÉG FÓR í tívolíið í Hveragerði sl. þriðjudag með fjölskyldunni. Tívolí- ið er að taka á sig hlýlegri og grænni mynd frá því sem áður var. Þarna er mikill gróður, mikið af allskyns sumarblómum og er skemmtilegt að ganga um og Mitt álit er það að með meðferð slíkra mála eigi að vera um frelsis- sviptingu brotamanns að ræða í dómsúrskurði, alveg óháð því hvort um líkamsmeiðingar er að ræða. Það eitt mundi stórfækka glæpum af þessu tagi. Ætla dómsyfirvöld að skilja fleiri börn eftir með sektarkenndina sem að sjálfsögðu kemur upp, sérstak- lega þegar þau eru nógu gömul til að átta sig á að brotamaðurinn fær enga refsingu og líta þá jafnvel svo á að þetta hafí verið sér að kenna? Ég skora á dómsyfirvöld að end- urskoða afstöðu sína og koma í veg fyrir sektarkenndina, skömmina, reiðina og fleira og fleira, en af- brotamönnunum er sleppt með skrekkinn svipað og ef um fyrsta búðarhnupl væri að ræða. Ein reið. krakkarnir okkar skemmtu sér ve! í tækjunum. Þó skyggði það á ánægjuna að fá ekki að taka Topp með okkur inn í Tívolíhúið (Toppur er 5 mánaða tík). Það er leiðinlegt að vera kominn alla leið austur fyrir fjall í þennan ágæta, risastóra skemmtigarð þar sem allt úir og grúir af gróðri og mega ekki taka hvolp með sér inn í húsið, sem er þó fyrir eins og aldingarður. Vegna þessara hundareglna sem þarna giltu stoppuðum við mun styttri tíma en fyrirhugað var. Það er nefnilega ekki hægt að bjóða bíl- veikum dýrum upp á það að hanga svo lengi umönnunarlaus inni í bíl. Tívolí er heillandi og skemmti- legur staður fyrir alla fjölskylduna og vel til þess fallinn að eiga góðar stundir. Þess vegna vil ég beina því til rekstraraðila tívolísins hvort svo brýna nauðsyn beri til að meina litlum gæludýrum aðgang að tívolí- inu. Jón Magnússon hundavinur. Víkveiji skrifar * Isunnudagsblaði Morgunblaðsins var frá því skýrt, að tveir menn hefðu brotizt inn á heimili meindýra- eyðis í Ólafsvík að næturlagi og barið hann til óbóta. Ástæðan fyrir þessum verknaði var sú, að mein- dýraeyðirinn hafði verið fenginn til þess að skjóta villiketti á Hellis- sandi. Kattareigendur á staðnum höfðu verið beðnir að merkja ketti sína eða hafa þá innan dyra meðan á þessu stóð. Meindýraeyðirinn hafði skotið kött í eigu annars árásar- mannsins, sem hafði verið ómerktur og úti við þrátt fyrir ofangreind til- mæli. Hvers konar villimennska er það að brjótast inn á heimili manns að næturlagi og beita hann ofbeldi með aðstoð annars manns af þessum sök- um? Hvers konar fólk er að verða til á íslandi að það skuli yfirleitt láta sér til hugar koma að fremja slíkan verknað? Er augljóslega vax- andi ofbeldishneigð í landinu afleið- ing af því, að fólk horfír of mikið á ruslið, sem sýnt er í sjónvarpi og ruglar því saman við veruleikann? Það er full ástæða til að spyrja þess- ara spurninga vegna þess, að ís- lenzkt þjóðfélag er að verða verra samfélag en það var fyrir nokkrum áratugum. Alla vega verður að krefjast þess, að ofbeldismennirnir hljóti makleg málagjöld og vonandi kemur skortur á yfirvinnukvóta ekki í veg fyrir það en lögreglan í Ólafsvík treysti sér ekki til að koma á staðinn eftir of- beldisverkið vegna þess, að yfir- vinnukvótinn var að verða búinn! Var ekki nauðsynlegt að taka skýrslu og lýsa aðstæðum? xxx Stöð 2 hefur tilkynnt að áskrif- endur stöðvarinnar fái ókeypis aðgang að 6 gervihnattastöðvum að næturlagi á næstunni. Er þetta gert til þess að gefa áskrifendum stöðvar- innar kost á því að kynnast dagskrá þessara stöðva. Þetta er vel til fund- ið, þótt ekki sé endilega víst, að við- brögðin verði þau sem forráðamenn Stöðvar 2 búast við. Fjölmargir íslendingar hafa kynnzt efni þessara stöðva á ferðum erlendis. Niðurstaða langflestra er áreiðanlega sú, að þótt þægilegt sé að hafa aðgang að þessum stöðvum, er lítið á þær horft. Fréttasendingar CNN og raunar annarra stöðva einn- ig eru sífelldar endurtekningar allan sólarhringinn og jafnvel fram á næsta dag. Víkverji hefur aðgang að nokkrum þeim stöðvum, sem Stöð 2 auglýsir nú og niðurstaðan er sú, að sáralítið er horft á fréttasending- ar þessara stöðva m.a. vegna þess, að þær eru að jafnaði ekki upplýs- andi. Þó eru nokkrar undantekning- ar frá því. Það er t.d. gagnlegt fyrir áhugamenn um brezk stjórnmál að fylgjast með beinum sjónvarpssend- ingum úr brezka þinginu. CNN rís hátt, þegar eitthvað er um að vera, en þar fyrir utan er fréttamennska stöðvarinnar ekki ýkja merkileg. Þegar á heildina er litið er efni þessara fréttastöðva a.m.k. ekki svo gott, að eftir miklu sé að slægjast. Um þetta dæmir auðvitað hver og einn, en ekki kæmi Víkveija á óvart að margir verði sammála þeim skoð- unum, sem hér hafa verið settar fram, þegar þeir hafa haft tækifæri til þess að kynna sér efni stöðvanna vegna þessa framtaks Stöðvar 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.