Morgunblaðið - 25.09.1993, Page 1

Morgunblaðið - 25.09.1993, Page 1
56 SIÐUR LESBOK/C STOFNAÐ 1913 217. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Aðskilnaðarsinnar í Abkhazíu ráðast inn í Sukhumi, höfuðborg héraðsins „ Við berjumst við málaliða, þungvopnaða morðingja“ - sagði Shevardnadze í tilfinningaþrungnu ávarpi ur byrgi sínu til georgísku þjóðarinnar Tbilisi. Reuter. UPPREISNARMENN í Abkhazíu hófu í gær stórsókn gegn Sukh- umi, höfuðstað héraðsins, og var barist hús úr húsi í úthverfunum. Hafa þeir setið um borgina í viku en Edúard Shevardnadze, leið- togi Georgíu, hefur stjórnað vörn stjórnarhersins, sem er mjög illa búinn vopnum. I gær lýsti hann yfir, að borgin yrði einungis varin með allsherjarherútboði Georgíumanna. Zviad Gamsakhurdia, fyrr- um forseti, sem rekinn var frá völdum og hefur barist gegn núver- andi stjórn, sneri í gær heim úr útlegð til að berjast með sínum mönnum við hlið stjórnarhersins. Hann hvatti jafnframt Shev- ardnadze til að segja af sér. Að sögn talsmanns varnarmála- ráðuneytisins í Georgíu var barist hús úr húsi og um hveija götu í úthverfum borgarinnar en her- sveitir aðskilnaðarsinna ráða yfir mjög fullkomnum vopnabúnaði og hefur sú staðreynd raunar orðið til þess að vekja grunsemdir um að rússneskir hermenn berjist við hlið þeirra. Öil þungavopn stjórnar- hersins voru hins vegar flutt frá borginni í samræmi við skilmála vopnahlés, sem um 'samdist fyrir nokkru en abkhazísku uppreisnar- mennimir rufu það fyrir rúmri viku. Bandaríska utanríkisráðuneytið fordæmdi í gær sókn uppreisnar- manna, hvatti þá til að halda vopnahléssamninginn og lét í ljós stuðning við Shevardnadze. „Munum verja Sukhumi" í útvarpsávarpi, sem Shev- ardnadze flutti þjóðinni frá Sukh- umi, sagði hann, að ástandið væri sérlega alvarlegt. „Nú er barist á götum Sukhumi,“ sagði hann. í frétt útvarpsins var þess getið að Shevardnadze. hefði flutt ávarpið úr byrgi sínu í borginni og að hann hefði nýtt sér senditæki í eigu hersins. Hann sagði að varnar- sveitir Sukhumi berðust nánast berhentar gegn sveitum Abkhaza. Hann ítrekaði raunar að ekki væri einungis um aðskilnaðarsinna að ræða í röðum óvinarins. „Flestir eru þeir málaliðar, þungvopnaðir morðingjar. Við beijumst til síð- asta blóðdropa. Við munum veija Sukhumi sem sönnum föðurlands- vinum og sonum föðurlandsins sæmir,“ sagði Shevardnadze, sem var utanríkisráðherra Sovétríkj- anna í valdatíð Míkhaíls S. Gorb- atsjovs. Talsmaður vamarmálaráðu- neytis Georgíu sagði, að upp- reisnarmenn hefðu brotist í gegn- um varnir stjórnarhersins á nokkr- um stöðum samstímis í gær og að þeir hefðu tekið nokkrar byggingar í úthverfum borgarinnar á sitt vald. „Þetta er þung sókn. Bardagarnir eru mjög harðir. Sveitir okkar veita öfluga mótspyrnu," sagði þessi við- mælandi Jíeuíers-fréttastofunnar. Liðsauki á leiðinni Hann gat þess einnig að sveitir stjómarhersins væru að reyna að ná valdi á flugvellinum við Adzu- bzha, sem er um 16 kílómetra suð- ur af höfuðborginni. Aðskilnað- arsinnar sitja um Adzubzha en liðs- auki frá Georgíu hefur brotið sér leið til bæjarins. Talið hefur verið að 300 til 500 manns hafí fallið í bardögum vikunnar í og við Sukh- umi og borgin er víða í rústum eftir sprengjuárásir aðskilnaðar- sinna. Reuter í rústum Sukhumis EDÚARD Shevardnadze, leiðtogi Georgíu, innan um húsarústir í Sukhumi, höfuðstað Abkhazíu. Myndin var tekin eftir sprengjuárás- ir á borgina fyrr á árinu en þá voru meira en 600 hús eyðilögð og 107 manns féllu. Zviad Gamsakhurdia, fyrrverandi forseti, sneri í gær heim úr útlegð til að taka þátt í vörnum Sukhumis með stuðn- ingsmönnum sínum. Hann segist enn vera löglegur forseti Georgíu og vill að Shevardnadze segi þegar af sér embætti. Afríska þjóðarráðið Vilja aflétta viðskipta- þvingfunum Sameinuðu þjóðunum. Reuter. NELSON Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC), hvatti í gær til þess í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að viðskiptaþving- unum gegn Suður-Afríku yrði aflétt. Öldungadeild Bandaríkjaþings ákvað þeg- ar að verða við ósk Mandela. Fjármálaráðherrar ríkja breska samveldisins, sem luku í gær tveggja daga fundi á Bahama-eyjum, ákváðu að af- létta þvingunum þar sem búið væri að tryggja atkvæðisrétt svartra S-Afríkumanna. Mandela sagði þó að enn bæri að halda í gildi vopnasölu- banni gegn Suður-Afríku og banni við sölu á kjamorkutækni þar til að ný ríkisstjórn allra kynþátta hefði verið mynduð. Suður-afríska þingið sam- þykkti í gær lög sem staðfesta full mannréttindi svertingja í landinu. Þrátefli í deilum Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og þingsins Úrvalssveitir landhersins reiðubúnar við þinghúsið Reuter í viðbragðsstöðu HERMENN bíða átekta í grennd við húsakynni rússneska þingsins. ^ Moskvu. Frá Lárusi Jóhannessyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. ÚRVALSSVEITIR rússneska hersins, spetsnats, umkringdu í gær Hvíta húsið, aðsetur þingsins, í Moskvu og borgaryfirvöld rufu rafmagnið svo að (jóslaust varð í húsinu. Alexander Rútskoj, sem þingmenn út- nefndu forseta í stað Borís Jeltsíns, sást fálma sig áfram með vasaljós í hendi. Síðar tókst þó að gangsetja Ijósavél. Heldur fækkaði í röðum stuðningsmanna þingsins utan við húsið í gær en nokkur þúsund manns voru þar í gærkvöldi og enn ríkir mikið taugastríð í landinu. Jeltsín hefur skipað her og lög- reglu að afvopna öryggisverði í Hvíta húsinu en jafnframt ítrekað að ekki verði beitt ofbeldi við að bijóta and- stöðuna á bak aftur. Hann hefur einnig heitið því að þingmenn haldi launum sínum og íbúðum í Moskvu fram að kosningum í desember. Enn ekki fundafært Nokkuð mun enn skorta á að nægilega margir þingmenn séu mættir til að fulltrúaþingið geti tekið úrslitaákvarðanir. Þingmenn hafa samt staðfest brottvikningu Jeltsíns úr embætti. Tillögu um að Rúslan Khasbúlatov þingforseti léti af störf- um var hafnað eftir að Rútskoj kom honum til varnar. Hann sagði að slík hugmynd væri fjarstæða við þessar aðstæður. Rútskoj sagðist einnig mjög óánægður með verði þingsins, sagði þá drykkfellda mútuþega. Ekki kom til alvarlegra átaka við lögreglu og herlið Jeltsíns í gær en spetsnats-sveitirnar munu hafa not- að kylfur til að ryðja sér braut i gegnum manníjöldann, margir hróp- uðu að þeim ókvæðisorð. Sjá fréttir á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.