Morgunblaðið - 25.09.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
11
20 ára afmæli Oidrunar-
fræðafélags Islands á
ári aldraðra í Evrópu
Grein I
eftír Onnu Birnu
Jensdóttur
Öldrunarfræðafélag íslands var
stofnað fyrir 20 árum í kjölfar
fyrsta norræna vísindaþingsins í
öldrunarfræðum í Danmörku í júní
1973. Yfirlæknamir Alfreð Gísla-
son og Þór Halldórsson sóttu þing-
ið í boði deildar innan Danska
læknafélagsins og voru á þinginu
báðir kosnir í stjóm Norræna öldr-
unarfræðafélagsins. í framhaldi
af þessari ferð stofnuðu þeir ásamt
öðmm áhugamönnum um öldrun-
armál Öldrunarfræðafélag ís-
lands.
Fyrsti formaður félagsins var
Gísli Sigurbjömsson forstjóri Elli-
og hjúkrunarheimilisins Grundar.
Félagið hefur á þessum áram
einkum þróast í að vera vettvang-
ur fólks sem hefur menntað sig
til starfa innan öldrunarþjónustu.
Hér verður lýst markmiðum fé-
lagsins varðandi fræðslumál og
öldranarrannsóknir ásamt þróun
þessarra málaflokka síðastliðin 10
ár. Markmiðum félagsins varðandi
málefni aldraðra, sérstaklega vist-
unarmál aldraðra og þróun síðast-
liðin 10 ár verður lýst í annarri
grein.
Fræðslumál
Eitt aðalmarkmið félagsins er
að vinna að aukinni fræðslu um
öldranarrannsóknir og þar með
öldrunarfræði, jafnt á faglega
sviðinu sem meðal almennings.
Þetta er sá liður sem hæst stendur
í starfsemi félagsins og á það eink-
um við hvað snertir fræðslu starfs-
manna innan öldrunarþjónustu og
til almennings. Síðastliðin 20 ár
hefur félagið staðið fyrir náms-
og ráðstefnum um þau málefni í
öldrunarmálum sem efst eru á
baugi hverju sinni, sjá yfírlit í töflu
1, ásamt fjölmörgum félagsfund-
um. í því skyni hafa bæði verið
fengnir innlendir og erlendir sér-
fræðingar í öldranarfræðum til að
miðla af þekkingu sinni til félags-
manna og annarra áhugamannna
um öldranarmál í ræðu og riti. Á
tíunda afmælisári Öldrunarfræða-
félagsins 1983 kom fyrsta tölublað
fréttabréfsins Öldranar út. Helsta
efni Öldranar hefur alla tíð verið
fréttir af félagsstarfi og miðlun
fróðleiks og nýrrar þekkingar
þannig að sem flestir eigi kost á
að hagnýta sér það í starfi innan
öldrunarþjónustunnar. Framlag
einstaklinga hefur þar verið ómet-
anlegt og þeir óþreytandi að miðla
frá sér er sótt hafa fræðileg þing
erlendis.
Af námstefnum félagsins hing-
að til ber hæst þat^ tvö norrænu
þing sem haldin hafa verið hér á
landi, hið fyrra sem haldið var
1981 var 5. norræna öldrunar-
fræðaþingið haldið í Reykjavík.
Síðara þingið var haldið árið 1990
sem var 10. norræna öldrunar-
fræðaþingið, haldið í Reykjavík. Á
þingum sem þessum eru saman
komnir mörg hundruð fræðimenn
og starfsmenn í öldrunarþjónustu
til að miðla af nýjustu þekkingu,
læra nýjar aðferðir og öðlast skiln-
ing á fyrirbæram sem áður vora
torskilin. Markmiðið er að bæta
þjónustu við aldraða á öllum stig-
um öldrunarþjónustu. Erindi sem
flutt voru á þinginu 1981 vora
birt sem fylgirit Læknablaðsins.
Öldrunarfræðafélag íslands
myndar ásamt Félagi íslenskra
öldrunarlækna og systurfélögum
i
n
AR ALDRAÐRA
í EVRÓPU 1993
sínum á Norðurlöndum Norræna
öldranarfræðafélagið „Nordisk
Gerontologisk Forening". Síðan
1991 hafa þessi samtök gefið út
„Gero-Nord“ fréttabréf um það
sem efst er á baugi innan öldrun-
arfræða á Norðurlöndum.
í tilefni af 20 ára afmæli
Öldrunarfræðafélags Islands og
ári aldraðra 1993 verður vísinda-
þing á Hótel Loftleiðum 24. og
25. september. Meginefni þingsins
er endurhæfíng aldraðra og heila-
bilun. Ásamt fjölmörgum íslensk-
um framsögumönnun verða er-
lendir gestafyrirlesarar þau Pro-
fessor Margarethe Lorensen við
hjúkrunardeildina við Óslóarhá-
skóla og Dr. Knut Engedal yfir-
læknir öldrunarlækningádeildar-
innar við Ullevál sjúkrahúsið í
Ósló.
Öldrunarrannsóknir
Annað aðalmarkmið félagsins
er að styðja hvers konar rannsókn-
ir á fyrirbæram öldranar, öldran-
arsjúkdómum og félagslegum og
fjárhagslegum vanda aldraðs
fólks.
í þessu skyni stofnsetti félagið
Vísindasjóð Öldrunarfræðafélags
íslands 22. mars 1984. Stjórn
sjóðsins skipuðu frá upphafi Þór
Halldórsson, læknir, Ásta Möller,
hjúkranarfræðingur og Geirþrúð-
ur Hildur Bernhöft, ellimálafull-
trúi. Við fráfall Geirþrúðar kom
Sigríður Jónsdóttir, félagsfræð-
ingur, í stjórnina. Stofnfé sjóðsins
var rekstrarafgangur af 5. nor-
ræna öldranarfræðaþinginu sem
haldið var á vegum félagsins í
Reykjavík 1981. Reykjavíkurdeild
Rauða kross íslands og Öldrunar-
fræðafélag íslands hafa síðan
bætt rausnarlega við höfuðstól
sjóðsins. Samkvæmt skipulags-
skrá sjóðsins er veitt úr honum
árlega. Vísindasjóður styrkti árið
1986 gerð heimildasöfnunar um
öldrunarmál á íslandi, sem unnin
var að frumkvæði Öldrunarfræða-
félags íslands af bókasafnsfræð-
„Framtíðarsýn innan
öldrunarrannsókna er
stofnun sérstakrar
rannsóknarstofu í öldr-
unarfræðum. Slík starf-
semi er víða í ná-
grannalöndunum, og
kemur að gagni við
rannsóknir á fyrirbær-
um öldrunar, öldrunar-
sjúkdómum, ásamt fé-
lagslegum og fjárhags-
legum vanda aldraðs
fólks.“
ingunum Sigrúnu Hannesdóttur
og Ásgerði Kjartansdóttur frá
Rannsóknarstöð í bókasafnsfræð-
um við Háskóla íslands. Styrkþeg-
ar 1988 vora læknamir Jón Eyjólf-
ur Jónsson og Gunnar Baarrega-
ard vegna afturvirkrar rannsóknar
á afdrifum aldraðra sjúklinga frá
dagspítala á árunum 1985-1986.
Árið 1989 fékk Guðjón Axelsson
styrk úr sjóðnum vegna rannsókn-
arverkefnisins „Breytingar á tann-
heilsu íslendinga árið 1985-2000“
og annars áfanga rannsóknarinn-
ar „Tannheilsa íslendinga árið
1990“. Tilgangur þessarar rann-
sóknar var m.a. að afla upplýsinga
um hve gamalt fólk er þegar það
missir tennur sínar og tími tann-
leysis eftir aldri. Árið 1990 fékk
hópur hjúkrunarfræðinga, þær
Ásta Möller, Margrét Gústafsdótt-
ir, Rannveig Þórólfsdóttir, Sigríð-
ur Snæbjörnsdóttir og Vilborg
Ingólfsdóttir, styrk til hönnunar
mælitækis til að meta hjúkrunará-
lag á öldrunarstofnunum og hjúkr-
unarþörf aldraðra. Áriðl991 hlutu
Þorkell Jóhannesson, Jón Snædal,
Elín Ólafsdóttir og Jón Eyjólfur
Jónsson styrk til rannsóknar á
áhrifum nikótíns á Alzheimer sjúk-
dóm. Engin umsókn barst sjóðnum
1992.
Framtíðarsýn innan öldrunar-
rannsókna er stofnun sérstakrar
rannsóknarstofu í öldranarfræð-
um. Slík starfsemi er víða í ná-
grannalöndunum og kemur að
gagni við rannsóknir á fyrirbæram
öldranar, öldrunarsjúkdómum,
ásamt félagslegum og fjárhags-
legum vanda aldraðs fólks. Tölu-
vert hefur áunnist í menntunar-
málum, m.a. má nefna að nýlega
var samþykkt sérstök prófessor-
staða í öldrunarhjúkran við Há-
skólann á Akureyri og vonir
standa til að kennslustaða í öldr-
unarlækningum fáist innan lækna-
deildar Háskóla íslands. Sérstök
námskeið hafa verið á vegum
Endurmenntunarstofnunar Há-
Anna Birna Jensdóttir
skóla íslands í öldrunarfræðum og
á fjölbrautastigi er boðið upp á
framhaldsnám fyrir sjúkraliða í
öldranarhjúkrun. Námskeið í
umönnun aldraðra eru í boði fyrir
Sóknarstarfsfólk. Lykillinn að
bættri öldrunarþjónustu er gegn-
um aukna menntun og þekkingu
til hagnýtingar í starfi.
Yfirlit um nám- og ráðstefnur
Öldrunarfræðafélags íslands
1983-1993
1993. Vísindaþing 24. og 25.
september um endurhæfingu aldr-
aðra og heilabilun.
1992. Námstefna 28.október
EIGINAMIÐLUNIN "e
Sbuí 67-90-90 • Síðmnúla 21
-Áliyrg þjoiui'la í áratugi. t
S»rrrir Krrilin.«m. «>lwlj<in • iNirtrifur l.iHlniunil—<m. vilura.
iNiriJfur iUI.I«.r~.m. I.nrfr. • l,i..\m.m.l..r SúmrjimMm. U«fr.
Sjávarlóð - Seltjnesi:
Vorum að fá í einkasölu eina örfárra
óbyggðra sjávarlóða á sunnanverðu
Seltjarnarnesi. Lóðin sem 946 fm
er afar vel staðsett á fögrum útsýnis-
stað við Hrólfsskálavör. 3425.
Kópavogur - Vestur-
bær: Vorum að fá í sölu 164 fm
tvíl. einbhús á 1200 fm gróinni lóð
við Huldubraut. Áhv. húsbr. 4,5 millj.
Hagst. verð. 3406.
Kópavogsbraut: Rúmg. og
falleg 140 fm neðri sórhæð auk bílsk.
um 27 fm. Húsið stendur ofan við
götu og er mjög gott útsýni til suð-
urs. 3441.
Rekagrandi: Falleg og björt
100 fm 4ra herb. íb. á 2. hæð. Tvenn-
ar svalir. Flísalagt bað. Parket. Vand-
aöar innr. Stæði í bílgeymslu. Áhv.
1,8 millj. byggsj. Verð 9,1 millj. 3291.
Flúðasei: 4ra herb. íb. á 1.
hæð. Suðursvalir. íb. skiptist m.a. í
stofu og 3 herb. Fallegur garður.
Leiktæki fyrir börn. Malbikuð bíla-
stæði. Verð 6,9 millj. 2773.
Hagamelur: Mjög falleg.3ja
herb. íb. á 3. hæð í góðu nýl. fjölb.
Parket á stofu og holi. Góðar innr.
Mjög góð eign. Skipti á góðri ein-
staklíb. eða 2ja herb. íb. í blokk
mögul. Verð 6,8 millj. 3442.
Austurströnd: 2ja herb. 63
fm glæsil. íb. á 7. hæð. Stórbrotið
útsýni. Þvherb. á hæð. Bílgeymsla.
Áhv. 1,9 millj. Verð aðeins 6,3 mlllj.
3160.
Boðagrandi: 2ja herb. björt
og vönduö íb. á jarðhæð. Ákv. sala.
Verð 5,5 millj. 3176.
-Al*> rg |)j<jiHi>ta i áratngi. t
Snrir knJmxiii. riihMjnri • ISirk-ifur (lin
ISmJfur l(alkl»r~<Hi. luefr. • l.inkmmiliir «
um „Dettni meðal aldraðra“.
Námsstefna 20. maí um „Þung-
lyndi hjá öldruðum“.
1991. Námstefna 23. maí um
„Líkn við lífslok“ Námstefna októ-
ber um „Hafa aldraðir sérþarfír“.
1990 10. Norræna. ráðstefnan í
öldrunarfræðum (10 NKG) í
Reykjavík 27.-30. maí.
1987. Námstefna 10. maí um
„Parkinsonveiki meðal aldraðra“.
Ráðstefna 27. febrúar í samvinnu
við fræðslunefnd Læknafélaganna
um „Óskir og þarfir í öldranar-
þjónustu“ Gestafyrirlesari Pro-
fessor Hali.
1986. Námstefna 20. nóvember
um „Þvagleka meðal aldraðra“.
Ráðstefna í samvinnu við Iðju-
þjálfafélag íslands og Félags eldri
borgara 15. apríl um „Námshópa
fyrir ellilífeyrisþega“ fyrirlesari
Ulla-Britta Gregersen. Ráðstefna
21. febrúar um „Stofnanaþjónustu
fyrir aldraða á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu“.
1984. Ráðstefna 30. mars um
„Organizing Geriatric Services“
fyrirlesari Dr. G. Evans. Ráðstefna
18. febrúar um „Öldrunargeð-
lækningar“. Gestafyrirlesari Dr.
K. Bergmann.
1983. Ráðstefna 16. maí um
„Innlagnir af félagslegum ástæð-
um á Oldrunarlækningadeild".
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
og formaður
Oldrunarfræðafélags íslands.
Eignahöllin
SuAurlandsbraut 20,3. KæA.
Sími 68 OO 57
Opið kl. 9-18 virka daga.
ATH. opið í dag laugard.
kl. 11-14.
Faxnr. 91-680443
FANNAFOLD - EINB.
180 fm ásamt 35 fm bílsk. Eign m.
óvenju góðu útsýni á þessum góða
stað. Miklir mögul. Uppl. veitir Helgi
Ásgeir á skrifst.
KLETTAQATA -
HF. - EINBÝLI
Faliag elnb., 207 fm ásamt 42 fm
innb, bilsk. á þassum vinsaela
stað. Nýtt eldh.- arinn f stofu og
4-5 herb. é 2. hæð. V. t6,5 m.
LINDASMARI - RAÐH.
Glæsil. raðh. ( smíðum í Kóp. Teikn. á
skrifst. Hagst. kjör. Skipti mögul.
GRENIMELUR - HÆÐ
111,9 fm sórh. + 30 fm bílsk. í fjórb. á
þessum eftirsótta stað í Vesturbænum.
Ath. verð 9,5 millj.
KAPLASKJÓLSV. - 3JA
Glæsil. ca 69 fm íb. á 2. hæð. Nýjar
flísar á stofu. Nýtt bað. Suðursvalir.
m., flísum. Skipti á minni eign koma til
greina. Áhv. 1,2 millj. Laus.
ENGIHJALLl - 2JA
í einkasölu mjög snyrtil. 64 fm íb. í
góðu fjölb. Suðvestursv.
SOGAVEGUR - 2JA
Snotur 48 fm íb. á jarðhæð m. sérinng.
í þríbhúsi. Endurn. rafm. og hitalögn.
Parket á gólfum. Góðar innr. V. 4,3 m.
VANTAR EIGNIR
í MAKASKIPTUM
Helgl Ásg. HarAarson, sölustj.,
Slmon Ólason, hdl., lögg. fastsall,
Hilmar Viktorsson, vlðskfr.,
Krlstín Höskuldsdóttir,
Sigríður Arna, ritarar.
vildir þú vera án þess?
ISLENSKiR BÆNDUR