Morgunblaðið - 25.09.1993, Page 12

Morgunblaðið - 25.09.1993, Page 12
12 MORGUNBLAÐIP LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Berg- ur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku í vetrarstarfinu. Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur Guðrún Jóhanna Jóns- dóttir. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messá kl. 11. Prest- ur sr. Hjalti Guðmundsson. Dóm- kórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf í safnað- arheimilinu á sama tíma í umsjá sr. Maríu Ágústsdóttur. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Yngri barnastarf á neðri hæð. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Gylfi Jónsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- stund kl. 10. Um Pál postula. Sr. Sigurður Pálsson. Barnasamkoma og messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kirkja heyrnar- lausra: Dagur heyrnarlausra. Messa kl. 14. Sr. Miyako Þórðar- son. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sóknarprestur sr. Arngrímur Jóns- son og organisti dr. Orthulf Prunner kveðja söfnuðinn. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju (hópur 1) syngur. Kaffisopi eftir guðsþjónustu. Barna- starfið hefst kl. 13 í umsjá Hauks Jónssonar og Jóns Stefánssonar. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Ronald Turn- er. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Barna- starf á sama tima í umsjá Þórarins Björnssonar. Fundur með foreldr- um fermingarbarna eftir guðsþjón- ustu. Heitt á könnunni eftir guðs- þjónustu. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Hákon Leifsson. Takið Biblíuna með. Barnastarf á sama tíma. Umsjón Eirný Ásgeirsdóttir og Bára Frið- riksdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Fermdur verð- ur Hjalti Skagfjörð Svavarsson, Klukkurima 25. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Barnaguðsþjón- usta í Árbæjarkirkju, Ártúnsskóla og Selásskóla kl. 11. Sr. Guðmund- gr Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 og 14. Organisti Daníel Jónasson. Fundur með foreldrum fermingarbarna að guðsþjónustu lokinni. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónas- son. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- Guðspjall dagsins: (Lúk. 7). Sonur ekkj- unnar í Nain. þjónusta kl. 11. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Org- anisti Lenka Mátéová. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón hafa Guð- rún og Guðmundur. Prestarnir. GRAFARVOGSSÓKN: Fjölskyldu- og barnaguðsþjónusta kl. 11. í Fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Guðfræði- nemar aðstoða. Nýr sunnudags- póstur. Organisti Sigurbjörg Helga- dóttir. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Foreldrar eru hvatt- ir til að fylgja börnum sín til þátt- töku í guðsþjónustunni. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Fyrsta samvera barnastarfsins verður í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Ægir Fr. Sigurgeirsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Ath. breyttan messutíma. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Smári Ólason. Þór- steinn Ragnarsson, safnaðarprest- ur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta kl. 14. Orgelleikari Pavel Smid. Cec- il Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar- daga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM/KFUK, SÍK: Almenn sam- koma kl. 20.30. Upphafsbæn og frásögn af starfi Gídeon-hreyfingar- innar hefur Sigurbjörn Þorkelsson. Ræðumaður: Ragnar Gunnarsson, kristniboði. Einsöngur: Laufey Geir- laugsdóttir. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa k| 13 30 HVÍTASÚNNUKIRKJAN Fíladelffa: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgunar- samkoma kl. 11 og sunnudaga- skóli. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Majór Reidun og Káre Morken stjórna og tala. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. Ræðumaður Ólafur Vigfússon. Öllum opið. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 13 og í Víðistaðakirkju kl. 14. Sigurður Guðmundsson prédikar. Ólafur Jó- hannsson tekur við þjónustu í námsleyfi sr. Sigurðar Guðmunds- sonar. Sóknarnefnd. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskólastarfið hefst í kirkjunni kl. 11. Skólabíllinn fer ferð um bæinn eftir sunnudagaskólann. Guðsþjón- usta kl. 14. (Ath. breyttan tíma). Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Organisti Helgi Bragason. Kirkjukórinn syngur. Þór- hildur Ólafsdóttir og Gunnþór Inga- son. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti kl. 14. Órganisti Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Kaffiveit- ingar í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 árdegis. Munið skólabíl- inn. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Sóknarprestur. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Jón Þor- steinsson. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvattir til að koma og taka þátt í helgihaldinu. Barn borið til skírnar. Organisti: Ester Ólafs- dóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvattir til að koma og taka þátt í helgihaldinu. Messu- heimsókn, sameiginleg máltíð: Fjöl- skyldur lúterskra varnarliðsmanna munu einnig koma í guðsþjón- ustuna ásamt safnaðarprsti sínum. Að henni lokinni verður komið sam- an í Sæborgu þar sem kirkjugestir geta komiö og borðað sameiginleg- an hádegismat. Hugmyndin er sú að fjölskyldur taki með sér einhvem mat að heiman sem verður lagður á sameiginlegt borð sem fólk deili saman. Er hér kærkomið tækifæri til að koma saman í tengslum við guðsþjónustuna og eiga samfélag við matarborðið. Hjörtur Magni Jó- hannsson. HRAUNGERÐISKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 13.30. Kristinn Ágúst Frið- finnsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskól- inn hefst sunnudag kl. 11 árdegis. Börnin boðin velkomin ásamt for- eldrum. Messa sama dag kl. 14. Væntanleg fermingarbörn næsta vors eru boðuð sérstaklega til mes- sunnar ásamt foreldrum. Svavar Stefánsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols- velli: Messa sunnudag kl. 14. Org- anisti Gunnar Marmundsson. Barnastarf vetrarins hefst laugar- daginn 2. október nk. kl. 11. Sóknar- prestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 11. Almenn guðsþjón- usta kl. 14. KFUM og K-unglingar annast barnagæslu meðan á guðs- þjónustu stendur. Molasopi í safn- aðarheimili eftir messu. HVAMMSTANGAKIRKJA: Kvöld- messa sunnudag kl. 20.30. Kristján Björnsson. AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta í kirkjunni laugardag kl. 11. Kirkjuskóli yngstu barnanna sama dag í safnaðarheimilinu kl. 13. Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudag kl. 14. Vænst þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Björn Jónsson. DVALARHEIMILIÐ Höfði: Messa sunnudag kl. 12.45. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgarnes- kirkju kl. 11.15. Árni Pálsson. KVENNAKIRKJAN: Guðsþjónusta í Borgarneskirkju sunnudag kl. 16. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédik- ar. Birna Þorsteinsdóttir syngur. Leikþáttur um byrðar lífsins. Messukaffi. 3 ÓDÝRASTIR Við vorum ódýrastir í fyrra og erum það enn og ætlum að vera það áfram. í okkar myndatökum er innifaliö að allar myndir eru stækkaðar og fullunnar í stærðinni 13 x 18 cm að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. Verð frá kr. 12.000,oo Gætum hvers við boröum, íslenzkt lambakjöt á hvers manns disk hreint og ómengaö. Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Barna og fjölskylduljósmyndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 4 30 20 Fallandi siðgæðismark eftir sr. Kristján Björnsson Enn eitt áfallið hefur nú riðið yfir sveitir þessa lands og þykir mér sem kné sé látið fylgja kviði af hálfu þeirra er hlífa skyldu. Heimili til sveita eru enn dregin neðar í greiðslumarki við ræktun búsmalans og er það flöt og vægðarlaus skerð- ing eins og áður hefur gerst. Á fólk þetta samúð mína alla nú sem fyrr. En það er ekki nóg með að þessi þróun hafi sinn miskunnarlausa gang. Stjórnmálamenn virðast vera til í tuskið og beija á þeim sem þó hafa orðið fyrir þrengingum. í sum- ar og síðustu vikur hefur mælir smekkleysunnar verið barmafylltur og umfram það með málæði um skinku og kalkúnakjöt. Ráðherrar hafa spilað á ímyndaða skiptingu þjóðarinnar í svokallaða neytendur, annars vegar, og bændur, hins veg- ar, rétt eins og hinir síðarnefndu séu afætur en ekki réttnefndir útverðir okkar á bjargræðistíð. Allra síst má af umræðunni ráða að í þessum fylk- ingum fínnist lifandi fólk og er þar komið að kjarna máls míns. Utanríkis- og viðskiptaráðherrar, ýmist starfandi eða erlendis, hafa síðustu vikur sparkað í bændur langt undir mörkum almenns siðgæðis. Skal hér ekki ráðist á sama hátt á móti, enda virði ég manngildi nokk- urs. Það grátlega er að útspörkin virðast gerð af yfirlögðu ráði án þess að það sé mitt að benda á það í augnablikinu hvert markmið þeirra er til lengri tíma litið. í þjóðmálaum- ræðu nútímans hefur siðgæðismark- ið verið lækkað og fellt um nokkra hundraðshluta frá því sem áður var. Er engu líkara en um flata skerð- ingu sé að ræða því nógu margir seilast nú niður á hið lægra plan og atyrða bændur. Enn vesælla er að horfa upp á hversu margir dansa með þegar tog- að hefur verið í dulda strengi. Það gerist líkt og í múgsefjun að fjölmiðl- ar tryllast í dansinum og gefa leik- stjóranum orðið frítt og aukið vald. Samúrajinn, hinn japanski stríð- skappi, fær þá að vaða inn í þvög- una með sverðin breið og spjótin hvöss og höggva á báða bóga. Sá sem miðlar okkur þessum atgangi er í tímaþröng og skortir yfírvegað sjálfstæði til að sjá að í þvögunni er fjöldi gamalmenna, konur og börn. Bændur eru gott fólk, iðjusamir og trúfastir sinni köllun að strita í sveita síns andlits að ræktun góðra stofna búfjár og afbrigða í grösum. Þetta fólk er dæmalaust sanngjarn hópur og tekur rökum af ábyrgð og æðruleysi. Það er enda alið upp í guðsótta og góðum sið og skýrir það trúfesti og ábyrgð ráðsmennsku þeirra yfir gæðum landsins. Þegar menh koma fram og stíga á stokk til áskorunar gegn þessari kjölfestu byggðar hér á ysta hjara veraldar- innar er það merki þess að bönd trúmennskunnar hafa raknað upp á endum. Sóknarbörn mín eru að verulegum hluta fjölskyldur bænda og fjölskyld- ur er tengjast búskap á einn eða annan hátt, enda erum við stödd í nokkuð einlitu landbúnaðarhéraði í Vestur-Húnavatnssýslu. Samfélagið í kirkjunni er bændasamfélag, stöð- ugt fyrir en yfírlætislaust. Þjónusta mín er starf meðal þessa fólks og er það köllun mín í þessu samhengi að boða því fagnaðarerindið um rétt- læti hins upprisna Jesú Krists á „Bændur eru gott fólk, iðjusamir og trúfastir sinni köllun að strita í sveita síns andlits að ræktun góðra stofna búfjár og afbrigða í grösum.“ jörðu. Það felst í þessari köllun að styðja fólk í erfíðleikum og þrautum og benda á þá von sem í fagnaðarer- indinu er fólgin. Því ergir það mig er uppi vaða menn sem valda þessu fólki mínu sársauka að óþörfu. Nógu margt getur dunið yfír í tilverunni þótt ekki sé hampað ómaklegum árásum á heila stétt vinnandi manna. Sjálfstæðir búmenn horfa nú í rétt- um haustsins á minnkandi ljárstofn í héraði, sem fyrir um tveimur ára- tuenm státaði af helmimri stærra safni en nú rennur framan af grö- sugum heiðarlendum. Heimili hér til sveita eru sum hver komin niður fyrir framfærslumarkið, þótt enn sé dregið úr greiðslum til bænda fyrir heiðarlegt vinnuframlag. Dæmi eru þess að heimili haldist uppi við sjálfs- þurftabúskap og skilja allir hvað það þýðir fyrir þjóðfélagið. Þótt greiðslu- marki sé þrýst niður fyrir fram- færslumörk leiðir það ekki af sér hagræðingu. Það er ekki rétt að reikna út ætlaða fækkun ársverka fyrir heildina þegar skerðingin er blind. Stjómlaus tilviljun hagar því til að vel hýst höfuðból til sveita getur lagst í eyði, en kotið og hjáleig- an gamla eru setin. Gæti ég haft um þróun þessa langt mál en stilli mig hér. Samið er um stöðugt lak- ari kjör til handa þessum heimilum. Eru þau verri en þýddi að viðra í samningum við almenna launþega eða embættismenn, sem aðeins hafa þurft að sætta sig við óbreytt laun og sígandi kaupmáttarskerðingu um misserabil. Leggist því ekki svo lágt að ráðast ómanneskjulega að fólki sem býr við ört minnkandi kost. Það er andstætt boðun kirkjunnar, því hveijum kristnum manni ber að standa við hlið allra er eiga undir högg að sækja. Vei þeim er hrakyrð- ir ómaklega fulltrúa þeirra, sem fætt hafa landslýðinn og klætt hann frá upphafi byggða. Aumkunarverð- ur er sá er þekkir ekki dyggðir hóg- værðar og miskunnsemi en situr þó á valdastóli. Drottinn blessi þá sem eiga um sárt að binda og hjálpi þeim að sjá fram á veg til manneskju- legri tíma. Hann efli þá til að rétta sinn hlut í náinni framtíð. Höfundur er sóknarprestur á Hvammstang-a ogritstjóri Kirk,juritsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.