Morgunblaðið - 25.09.1993, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
TVEIR SKÓLAR -
EITT SAMFÉLAG
Síðari grein um
tvíburaskóla
eftir Málfríði
Gunnarsdóttir
Tvíburaskólinn á Oppsal
Haustið 1991 hóf starfsemi sína
tvíburaskóli Oppsal í Ósló. Þarna
er skólasamfélag heymarskertra og
heymarlausra og heyrandi nem-
enda. Þetta eru tveir sjálfstæðir
skólar, sem hafa kosið að vinna
saman á jafnréttisgrundvelli. Eðli
sínu samkvæmt em þama tvö mál-
umhverfi sem njóta jafnrar virðing-
ar. Námskostur er sá sami í báðum
skólunum og nemendur beggja
skóla ljúka almennum grunnskóla-
prófum, sem em þau sömu og í
öðram grunnskólum Noregs. Það
kann að koma einhveijum á óvart
að ég undirstrika þetta, en því mið-
ur hefur það ekki þótt sjálfsagt að
heymarlaus böm lærðu það sama
og aðrir eða tækju sömu próf. Það
er í raun „feimnismál“, sem fólk
þorir ekki almennilega að taka á,
en heymleysingjaskóli sem fylgir
að fullu almennri námskrá og próf-
um hefur sérstöðu.
Oppsal er gróið hverfi, þar er
blönduð byggð, blokkir og sérbýli.
Umhverfið er fallegt og aðlaðandi.
„Tvíburamir", Vetland skóli (það
nafn hlaut „skolen for hörsels-
hemmede pá Ua“ í þessun ýja skóla-
samfélagi) og Oppsal skóli, hafa til
umráða stóra lóð og margar bygg-
ingar. Flestar em þær einnar hæð-
ar, margar smáar en nokkrar stór-
ar. Á lóðinni er leikfimihús, sund-
laug, allar nauðsynlegar sérgreina-
stofur og skóladagheimili.
Skólinn er byggður upp í eining-
um. Hver aldursflokkur (frá báðum
skólum) heldur til á ákveðnum stað
á svæðinu. Hvor skóli hefur tvær
kennslustofur til umráða fyrir hvem
árgang. í dag em u.þ.b. 45 nemend-
ur í árgangi almenna skólans og
6-10 í sérskólanum. Allar sér-
greinastofur, salir, gangar og úti-
vistarsvæði svo og skóladagheimili
yngri bamanna em samnýtt af báð-
um skólum.
Allar stofur skólans, jafnt sér-
greinastofur sem almennar
kennslustofur, em sérstaklega út-
búnar til að heymartæki og annar
hjálparbúnaður nýtist heyrnar-
skertum sem best. Svo er einnig
um sali og sameiginleg svæði. Far-
ið er eftir ströngustu kröfum um
einangmn og dempun hljóðs. í
kennslustofum almenna skólans er
tónmöskvi (hljóðmögnun) á ákveðn-
um stað í stofunni, þar sem Iýsing
og staðsetning gagnvart kennara,
bekkja og töflu er æskilegust. Ef
heyrnarskertur/laus nemandi eða
nemendur nýta sér kennslu með
almenna skólanum, þá hefur þeim
þegar verið valinn sá staður í stof-
unni þar sem skilyrðin eru best.
Mennt er máttur
Markmið heyrnleysingjaskóla
eiga að vera nákvæmlega þau sömu
og almennra gmnnskóla. Sömu lög
gilda fyrir báða og réttur nemenda
til sömu eða sambærilegrar mennt-
unar á að vera tryggður með lög-
um. Þannig hefur það ekki alltaf
verið. Lög um sérskóla vom felld
úr gildi hér í Noregi árið 1975.
Sérskólar höfðu fram að því verið
sjálfráðir í eigin málum, hver bauk-
aði með sitt og samræming var lít-
il. Þetta kom sér illa fyrir nemend-
ur. Undirbúningi þeirra fyrir fram-
haldsnám var alvarlega ábótavant.
Frá árinu 1975 sjáum við jákvæða
og hraða þróun. Aukin þjóðfélags-
þátttaka heyrnarlausra breytir við-
horfum. Að mínu mati hefur einnig
vantað upp á að væntingar til nem-
enda væru raunhæfar. Það þótti og
þykir jafnvel enn sjálfsagt að draga
úr kröfum, einfaida námsefni,
sleppa ýmsum námsgreinum
o.s.frv. Ef heyrnarlausir ná góðu
valdi á lesmáli og fá kennslu á tákn-
máli eða með túlkun á slík einföld-
un að vera nánast óþörf. Fullorðnir
heyrnarlausir hafa liðið fyrir slíka
„tillitssemi" og hafa á undanförnum
áratugum víða um lönd barist fyrir
betri menntun þessa hóps. Almennt
er viðurkennt að heyrnarlausum sé
mikilvægt að vera í sínum hópi og
enginn efast um gildi táknmálsins.
Menn deila þó enn um hvaða leið
innan táknmáls eigi að velja; tákn-
mál heymarlausra eða táknaða
ensku, norsku o.s.frv. Þar hafa
sennilega báðir nokkuð til síns máls.
Skóli heyrnarlausra á að und-
irbúa nemendur sína sem best und-
ir virka þjóðfélagsþátttöku. Það
gerir kröfur um fagleg gæði og
félagslega þjálfun. Tvíburaskóla-
hugmyndin hefur m.a. þróast til að
geta betur mætt þessum kröfum.
Nemendumir em málminnihluta-
hópur í stærra samfélagi, þar sem
jafnrétti og virðing á að ríkja. Kenn-
arar við Vetland skóla hafa um
langt árabil lagt metnað sinn í að
veita nemendum sínum sömu
menntun og aðrir gmnnskólanem-
endur fá. Það krefst vinnusemi af
nemendunum, sjálfsaga og vilja til
að takast á við verkefnin. Þaðkrefst
líka góðrar samvinnu við heimilin.
Skólanum er mikið í mun að nem-
endur verði félagslega sterkir, bæði
í sínum hópi og utan hans. Aðstand-
endur Vetland skólans óskuðu mjög
eindregið eftir því að vera í nábýli
við almennan skóla. Þeir telja mikil-
vægt að tengjast heyrandi um-
hverfi, þá lærast „norm“ samfélags-
ins og það er jafn mikilvægt fyrir
kennara sem nemendur. A þann
hátt verður auðveldara að forðast
áunna fötlun, þ.e. að nemendur
verði ofverndaðir og geri ekki eðli-
legar kröfur til sjálfs síns. Eitt aðal
vandamál heyrnarlausra/skertra er
að hópurinn er lítill og innbyrðis
ólíkur. Tvíburaskólahugmyndin
opnar leiðir til sveigjanleika, þar
gefst nemendum kostur á að reyna
sig með heyrandi jafnöldmm í frí-
mínútum og í kennslu.
- Ég hef lagt mikla áherslu á
námskröfur. Það þýðir ekki að 6kól-
inn „gleymi manneskjunni í faginu"
Að virða alla á eigin forsendum
gildir líka innan heymarskerta
hópsins. Hægt er að víkja frá al-
mennri námskrá fyrir einstaka
nemendur eða hópa. Það hefur
reyndar heyrt undantekningunni til
í þessum skóla mörg undanfarin
ár og stig heyrnarskerðingar er
enginn mælikvarði á þörfína fyrir
undanþágu. Það þarf að sækja sér-
staklega um slíkt og foreldrar þurfa
að vera því samþykkir. Sérskólar
fyrir heyrnarlausa nýta sér þessa
heimild, en mismikið. Að sjálfsögðu
hafa minni námskröfur áhrif á
hæfni og möguleika nemenda til
framhaldsnáms og starfsvals.
Að farar nýjar leiðir
Tvíburaskólinn Oppsal á sér bar-
áttusögu. Hann er byggður á þeim
tímum þegar mikil endurskipulagn-
ing er í sérkennslumálum og við-
horf til fatlaðra eru að breytast.
Til era þeir sem vilja enga breyting-
ar á stöðu og rekstri sérskóla og-
telja allar breytingar ógnun við sig
eða sína. Hér vom öfl sem unnu
gegn því að þessi skóli fengi.að sjá
dagsins ljós. Það vom ekki þeir sem
unnu við skólann eða áttu þar böm.
Þessum fordómum var mætt með
faglegri umfjöllun. Skólinn á Ila
hafði lengi haft þörf fyrir betri að-
stöðu. Hugmyndir um tvíburaskóla
vöktu áhuga bæði fagfólksins og
foreldranna. Eins og ég drap á í
fyrri greininni, þá var búið að leggja
mikla vinnu í undirbúning slíks
skóla í Svíþjóð og danskir heyrnar-
lausir hafa stutt hugmyndina. Fé
hefur skort í Danmörku, en í Sví-
þjóð var það ótti heymarlausra við
að skólinn (Holmangen) yrði rekinn
á forsendum heyrandi bama, sem
réð mestu um að ekki varð af fram-
kvæmdum (Skánland 91). Fagfólk-
ið á Ila hafði trú á að hér væri
fundin lausn sem uppfyllti þarfir
heyrnarlausra og heyrnarskertra
um sérkost ogblöndun. Vandamálið
lá þá í því að tryggja, að þeirra
hluti tvíburaskólans stæði vörð um
þarfir heyrnarskertra og heyrnar-
lausra. Með það að leiðarljósi kynnti
fólk sér vel alla forsögu og þá
reynslu, sem fengist hafði af rekstri
sjálfstæðra deilda fyrir heyrnar-
skerta/lausa í almennum skólum á
Norðurlöndunum. Niðurstaða mik-
illar og faglegrar vinnu var að berj-
ast fyrir nýjum skóla, tvíburaskóla
sem veitti heyrnarskertum og
heyrnarlausum góðan námskost á
eigin forsendum. Til að tryggja að
skólinn næði þessum markmiðum
vom strax í upphafi sett fram tvö
gmndvallarskilyrði:
Báðir skólarnir yrðu að spanna
allan grannskólann, þ.e. 1. til 10.
bekk.
Þama yrðu tveir sjálfstæðir skól-
ar með sjálfstæðar yfirstjómir
sem ynnu á jafnréttisgrandvelli
í sameiginlegu skólaumhverfi.
Að þessum skilyrðum var gengið.
Fagfólkið og foreldarnir stóðu sam-
an og gengið var til móts við nýjan
skóla með jákvæðu hugarfari og
væntingum. í allri undirbúnings-
vinnu hefur verið leitast við að taka
mið af reynslu og sjónarmiðum allra
samstarfsaðila.
Skóli í mótun
Á Oppsal er unnið brautryðjenda-
starf. Skólinn vekur athygli víða
um heim. Höfuðáhersla er lögð á
góð mannleg samskipti og góðan
námskost. Skólinn er í mótun.
Hvernjg hann þróast mun framtíðin
sýna. I lok fyrsta starfsárs var gerð
könnun á vegum sérskólans. Sam-
kvæmt henni eru börnin ánægð með
skólann sinn, hann virðist standa
vel undir því að vera skóli sem
mætir nemendum á eigin forsend-
um, veitir þeim öryggi og góðan
skóladag. Byijunarörðugleikar hafa
orðið mun minni en búast hefði
mátt við.
Eins og fram hefur komið er
staðsetning á skólalóð háð aldri
nemenda en ekki heyrn. Það er sem
sagt ekki heymleysingjaskóli í öðr-
um endanum og almennur skóli í
hinum. Þetta skipulag hefur að
mati kennara og foreldra gefið góða
raun. Það auðveldar samskipti og
samvinnu og í frímínútum dreifast
bömin um skólalóðina við fjöl-
Málfríður Gunnarsdóttir.
„Það kann að koma ein-
hverjum á óvart að ég
undirstrika þetta, en
því miður hefur það
ekki þótt sjálfsagt að
heyrnarlaus börn lærðu
það sama og aðrir eða
tækju sömu próf.“
breytta leiki. Fleiri möguleikar og
fleiri fyrirmyndir hafa virkað mjög
jákvætt á samskipti innan heyrnar-
skerta/lausa hópsins. Kennarar
verða mun minna varir við árekstra
þeirra á milli í frímínútum og tog-
streita og árekstrar milli heyrandi
og heyrnarlausra er ekkert vanda-
mál.
Tvíburaskólinn gefur tvímæla-
laust möguleika til náinnar sam-
vinnu milli skólanna. Ekki er þar
með sagt að best eða réttast sé að
nýta alla möguleikana til fulls. /
ákveðnum námsgreinum eða við
ákveðnar athafnir getur reynst auð-
velt að vinna saman, en það getur
Iíka verið skynsamlegra að sleppa
því í öðrum tilfellum. Það verður
að vera mat hverju sinni. Sérskólinn
þarf líka að stuðla að samkennd
innan heyrnarlausa/skerta hópsins.
Báðir hóparnir fá tækifæri til að
átta sig á því sem er þeim sameigirí-
legt og hvað skilur þá að. Að geta
sett sig í spor annarra og metið þá
að verðleikum er forsenda jafnrétt-
is. Hvort tvíburaskóli verður góður
skóli er háð þeim ytri aðstæðum
sem yfirvöld búa honum og ekki
síður því með hvaða viðhorfum og
væntingum fagfólkið og nemend-
urnir mæta til leiks.
íslenskar aðstæður — íslensk
lausn
Á íslandi em örfá heyrnarlaus
börn. Það skapar okkur sérstöðu
og leggur þá ábyrgð á herðar stjórn-
valda, fagfólks og foreldra að
„gleypa ekki hráar“ hugmyndir frá
útlöndum og yfirfæra á íslenskar
aðstæður. Það sem getur verið
raunhæft meðal milljónaþjóða þarf
ekki að vera raunhæft eða reynast
vel í fámenninu á íslandi. Þessi
sérstaða okkar, • fámennið, fínnst
mér sterkustu rökin gegn þeirri
ráðstöfun, að heyrnarlausu börnin
fái skólakost án tengsla við almenn-
an skóla. Fagfólk á ekki að hafa
vald eða leyfi til að „stýra“ ákveðn-
um hópi nemenda inn í afmarkað
samfélag og velja þannig fyrir
þeirra hönd. I litlu þjóðfélagi verður
eini skóli sinnar tegundar að halda
öllum leiðum opnum. Nemendum
og foreldmm, fyrir hönd barna
sinna, verður að mæta með sveigj-
anleika. Hvert barn á að fá tæki-
færi til að þroskast í samræmi við
persónuleika sinn og forsendur. Það
er ekki annarra að velja hvaða sam-
félagi/félögum einstaklingurinn til-
heyrir eða hvaða vini hann eignast.
Heymarlaus börn eiga rétt á að fá
tækifæri til að kynnast bæði samfé-
lagi heymarlausra og samfélagi
heyrandi með þeim stuðningi sem
þeim er nauðsynlegur. Á þann hátt
einan hafa þau val. Ég efast ekki
um að heymarlausu börnin velja
heymarlausa vini, en ég tel líka
víst að eðlileg samskipti við heyr-
andi börn auðgi líf þeirra, og að
mörg þeirra kjósi að velja sér vini
úr báðum hópum.
Ég heffært rök fyrir því í þessum
skrifum mínum að ég tel tvíbura-
skóla geta fullnægt kröfunni um
táknmálsumhverfi, ytra og innra
öryggi, félagslega aðlögun ogjafn-
rétti. Ekki er það með sagt að ís-
lenskur tvíburaskóli eigi eða geti
verið að skipulagi eins og skólinn
á Oppsal. Ymsar aðstæður hafa
áhrif á það. Við getum notið góðs
af þeirri reynslu og þeirri faglegu
vinnu sem þarna hefur verið unnin.
Frændur vorir Norðmenn hafa á
þessu sviði miklu að miðla. íslenska
útgáfu af tvíburaskóla verðum við
sjálf að móta.
Höfundur er foreldri tveggja.
heyrnarlausra barna, kennari með
framhaldsnám í sérkennslu m.a.
heyrnieysingjakennslu ogstarfaði
við Heymleysingjaskólann í
áratug.
Húðlæknir
Hef hafið störf að nýju. Tímapantanir í
Læknastöð Vesturbæjar, Melhaga 20-22,
sími 628090 frá kl. 10-17.
Helga Hrönn Þórhallsdóttir,
sérgrein: Húð- og kynsjúkdómar.
HÁSKÓLI ÍSLANDS
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
ARÐSEMI FJARFESTINGA FORYSTA OG STJÓRNUN:
Fjárfestingarfræöi: Vaxtareikningur og
tímagildi peninga. Mat á arðsemi Qárfest-
inga. Núvirði, ársvirði, innri vextir.
Ábata/kostnaðarhlutfall. Samanburður val-
kosta.
Tölvulíkan af raunhæfu viðfangsefni: Gerð
arðsemislíkans með rekstrarreikningi, efna-
hagsreikningi, sjóðstreymi og útreikningum
á arðsemi. Raunhæft verkefni.
Næmnigreining og áhættumat: Athugun á
núllpunkti („break even“), næmnistjarna,
samkeppnismat, óvissa og áhætta, ákvarð-
anatré.
Leiðbeinandi: Páll Jensson, prófessor HÍ.
Tími: 27.-28. sept., 1. og 4. okt. kl. 13-17.
Verð: 18.000 kr.
Þátttökustjórnun, stjórnun breytinga, forystu-
hlutverkió og stjórnunarstílar.
I. Hefðbundnar kenningar um stjórnun og sá
greinarmunur, sem gerður er á stjórnun og for-
ystu. Hvernig er valdi úthlutað til hópa og ferli
þátttökustjórnunar. Stjórnun breytinga, viðnám
við þeim og heppilegar leiðir við að koma breyt-
ingum á.
II. Einkenni á forystuhlutverkinu, hvaða hvatning
liggur til gmndvallar, þekkingu, leikni, hæfileika
og framtíðarsýn. Hlutverk forystumannsins sem
framkvæmdaaðila. Mat á eigin stjórnunarstíl.
Leiðbeinandi: Þórður S. Óskarsson, vinnusálfræð-
ingur hjá KPMG Sinnu hf.
Tími) 28.-29. sept. kl. 15-19. Verð: 6.800 kr.
Skráning og nánari upplýsingar í símum 694923,694924 og 694925.
... .......................