Morgunblaðið - 25.09.1993, Page 17

Morgunblaðið - 25.09.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 17 AKUREYRI 23. þing Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum Tillaga um að segja upp gildandi kjarasamningum TILLAGA um að á næstu vikum verði sköpuð samstaða innan verka- lýðshreyfingarinnar um að segja upp gildandi kjarasamningum þann- ig að þeir verði Iausir frá 1. janúar næstkomandi var lögð fram á þingi Alþýðusambands Norðurlands sem hófst á Illugastöðum í Fnjóskadal síðdegis í gær. í drögum að ályktun þingsins er lýst vonbrigðum með þróun kjara- mála á undanförnum árum og einn- ig kemur fram að þinginu sé ljóst að afleiðingar þjóðarsáttarsamn- inga frá 1990 og þeirra tveggja kjarasamninga sem síðan hafa ver- ið gerðir verði aðrar og miklu verri en verkalýðshreyfingin hafi gert sér vomr um. Orðin tóm í máli Hafþórs Rósmundssonar formanns Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði sem mælti fyrir kjara- málaályktun þingsins kom fram að með þjóðarsáttarsamningunum hafi byrðar verið fluttar yfir á launa- fólk, m.a. til að skapa mætti stöðug- leika í atvinnulífi og atvinnurekend- um gert kleift að byggja upp fyrir- tæki sín þannig að þau stæðu und- ir hærri launum og aukinni atvinnu að loknum samningstíma. Þetta hafi verið orðin tóm. Hið sama mætti segja um síðustu tvo kjara- samninga, fólk hefði lítið orðið vart við að gerðir hefðu verið samningar enda samið um 0% launahækkun. Fólk stæði nú frammi fyrir því hvort segja ætti upp gildandi kjara- samningum fyrir 10. nóvember næstkomandi og væri verið að skoða ýmsa þætti þess máls 'innan verkaiýðshreyfingarinnar og hvort forsendur hefðu breyst þannig að þeir væru uppsegjanlegir sam- kvæmt ákvæðum þar um í samning- unum. Heilbrigð skynsemi segði sér að heimilt væri að segja samningun- um upp, m.a. vegna síðustu gengis- fellingar. Höfðað til réttlætiskenndar I kjaramálaályktuninni sem Haf- þór mælti fyrir á þinginu í gær kemur fram að standa verði þannig að kröfugerð og því hvemig kröfum væri fylgt eftir, að sem víðtækust samstaða næðist, kröfur yrðu að vera skýrar og þannig að þær höfði til réttlætiskenndar fólks og það væri tilbúið að beijast fyrir þeim. Rétt væri því að krefjast einvörð- ungu hækkunar lægstu launa ásamt fullri tryggingu fyrir því a!ð kaupmáttur sem um væri samið héldist. Hafþór sagði að grundvöllur fyr- ir slíkri kröfu væri að fólk væri til- búið að fylgja henni eftir af krafti. Menn vissu að kröfur um hærri laun næðust ekki fram í umræðum yfir kaffibolla hjá sáttasemjara, eins og hann komst að orði. Slíkar kröfur næðust einungis á einn hátt, menn yrðu að beijast fyrir þeim og „og við sláumst ekkert nema á einn hátt og það er með því að fara í verkfall. Það þýðir ekkert fyrir eitt verkalýðsfélag að fara í verkfal! eða einn landspart," sagði Hafþór og sagði að breið samstaða yrði að vera fyrir hendi yrði farið út í slík- ar aðgerðir. Þá reyndi einnig á sam- stöðu þeirra sem hærri launin hefðu og sæju fram á að ekkert kæmi í þeirra hlut, ef hún væri ekki fyrir hendi gætu menn gleymt þessu. 7% kjaraskerðing Gylfi Arnbjörnsson hagfræðing- ur Alþýðusambands íslands fór yfir þróun kjaramála í erindi sem hann flutti á þinginu, en í máli hans kom m.a. fram að frá því ríkisstjórnin greip til efnahagsráðstafana sinna í nóvember á síðasta ári og þar til kjarasamningar voru gerðir í maí síðastliðnum hefði orðið 5% kjara- skerðing og gera mætti ráð fyrir að um næstu ármót yrði kjaraskerð- ingin um 7%. Hann sagði að fólk stæði nú frammi fyrir því hvort framlengja ætti gildandi kjarasamninga eða segja honum upp og væri ekki tíma- bært að skera úr um strax hvor kosturinn yrði valinn. Hann nefndi að yrði framhald á myndi matar- skattur lækka um næstu áramót, sem þýddi að kaupmáttur almenns launafólks, t.d. hjóna með um 120-140 þúsund krónur í tekjur Nýr skóli í Reykja- hlíð tekin í notkun Björk, Mývatnssveit SUNNUDAGINN 19. september kl. 16 var hið nýja glæsilega skóla- hús í Reykjahlíð tekið formlega í notkun með veglegri viðhöfn að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal fræðslustjóranum á Norðurlandi eystra. Kynnir var Vésteinn Vésteinsson. Fyrstu léku skólastjórarnir Garð- ar Karlsson og Viðar Alfreðsson saman eitt lag. Hinrik Árni Bóasson rakti byggingarsögu skólans í fjar- veru Stefáns Þórhallssonar skóla- nefndarformanns. Þar kom meðal annars fram að húsið er búið að vera tíu ár í byggingu. Ræður fluttu Sigurður Rúnar Ragnarsson sveitarstjóri, Garðar Karlsson skólastjóri og Brynjar Sig- tryggsson fyrir hönd Fjalars hf. verktaka á Húsavík. Aðrir verktak- ar voru Sniðill hf. í Mývatnssveit, Margar gjafir Fjölmargar gjafir hafa skólanum borist m.a. frá einstaklingi í Mý- vatnssveit sem ekki vildi láta nafns síns getið. Þá var peningaupphæð til minningar um séra Hermann Hjartarson og Pál Freysteinssson sem báðir voru farsælir kennarar og ágætir skólamenn í Mývatns- sveit. Þá var getið um rausnarlegar gjafir frá Kísiliðjunni, Landsvirkjun og fleiri aðilum. Þetta sýnir hlýhug gefendanna til skólans. Þórunn Harðardóttir lék eitt lag á píanó. Séra Þórir Jökull Þorsteins- son flutti blessunarorð og bæn. Síð- an sungu allir saman undir stjórn Jóns Árna Sigfússon. Að lokun voru bornar fram veitingar. Gert er ráð fyrir að 52 nemendur verði i skólanum í Reykjahlíð í vet- ur. Þá verður tónlistarskólinn einnig þar til húsa. Það virðist vera sam- dóma álit manna að öll kennsluað- staða í þessu húsi sé til fyrirmynd- ar, enda fengu arkitektar og hönn- uðir hússins svo og allir sem við það hafa unnið mikið lof fyrir frá- bær störf. Kristján sameiginlega myndi hækka um 2.3%. Ná þyrfti fram 4% launa- hækkun til að fá fram sömu niður- stöðu og það þyrftu menn að.hafa i huga. Hann nefndi einnig að með framlengingu samningsins tryggðu menn að milljarðurinn margum- ræddi sem varið verður til fram- kvæmda á vegum ríkisins yrði not- aður og þá nefndi hann einnig ákvæði um orlofsuppbót og lág- launabætur sem væru inni í samn- ingum á næsta ári. Sljórnvöld að hlaupast undan merkjum Yrði samningum sagt upp myndu ýmis atriði hans falla út, en það sem helst myndi reyna á væri staða fjárlagagerðarinnar. Teikn væru á lofti um að verið væri að setja álögur inn í fjárlögin, bæði hvað varðar niðurskurð og skattahækkanir, sem gæti gert að verkum að til uppsagnar kæmi. Miðað við málflutning að undanförnu virtist sem stjórnvöld væru að skapa sér svigrúm til að skerða framlög til framkvæmda, þau virtust ljóst og leynt vera að reyna að losa sig við samninginn, hlaupast undan merkjum og í það stefndi að verkalýðshreyfingin myndi lenda í hörðum átökum um atvinnumálastefnu ríkisstjórnarinnar öðru sinni. Gylfi sagði ekki tímabært að skera úr strax hvorn kostinn hreyfingin tæki, að segja upp samningum eða framlengja þá. Haustverkin Morgunblaðið/Golli ÞAÐ væsti ekki um Guðlaug Halldórsson þar sem hann var í önn að saga greinar í garðinum heima hjá sér í Aðalstrætinu. óða Bæjarfulltrúar á Dalvík um sameiningu sveitarfélaga Kynning á tillögum ekki næg Dalvík. . ‘ BÆJARFULLTRÚAR á Dalvík eru ekki ánægðir með hvernig stað- ið hefur verið að kynningu og útfærslu á hugmyndum umdæmanefnd- ar um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð í eitt sveitarfélag. Telja þeir að verulega skorti á að kjósendur getið tekið afstöðu til tillögunnar eins og hún liggur fyrir og því sé hún dæmd til að verða felld. Þetta kom fram á fundi bæjar- stjórnar Dalvíkur síðastliðinn þriðjudag en þá voru hugmyndir umdæmanefndar Eyþings teknar til fyrri umræðu samkvæmt lögum um sameiningu sveitarfélaga. í máli manna kom glöggt fram að áður en hægt væri að taka af- stöðu til hugmynda umdæmanefnd- arinnar þyrftu að liggja fyrir svör við ýmsum spurningum er varða MESSUR Glerárkirkja Fjölskyldu- guðsþjónusta verður í kirkj- unni nk. sunnudag 26. sept- ember kl. 11. Barnaefni vetrar- ins verður kynnt. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börn- um sínum. Mikill söngur. Fundur æskulýðsfélagsins verður sama daga kl. 17.30. Akureyrarprestakall Helgi- stund verður á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri kl. 10 fyrir hádegi, sunnudag 26. september. Þ.H. Guðsþjón- usta verður í Akureyrarkirkju kl. 11 fyrir hádegi sunnudag. Harldur Ólafsson kristinboði predikar. Þ. H. Guðsþjónusta verður í hjúkrunardeild aldr- aðra, Seli, kl. 14. B.S. Guðs- þjónusta verður í Dvalarheimil- inu Hlíð kl. 16. B.S. stjórnsýslu og fjármál. Við fram- lagningu tillagnanna hefði um- dæmanefndin lýst því yfir að fyrir lægju hugmyndir að stjórnsýslu fyrir eitt sveitarfélag við Eyjaijörð en þær hefðu ekki verið kynntar sveitarstjórnunum. Unglingaráð handknattleiks- deildar Þórs byrjar vetrarstarfið af krafti og býður ungum Þórsur- um ásamt foreldrum til grill- og kaffíveislu í Hamri, sunnudaginn 26. september næstkomandi á milli kl. 15 og 17. Handboltaþjálf- arar Þórs verða á staðnum með Ekki bæjarstjórnar að taka afstöðu Bæjarfulltrúar töldu ekki í verkahring bæjarstjórnar að taka afstöðu til hugmyndanna, líkt og sum sveitarfélög gerðu, heldur yrði hún að sjá til þess að upplýsingar lægju fyrir þannig að íbúar gætu mótað afstöðu sína. Því gerði bæj- arstjórn kröfu um að tillaga umdæ- manefndar yrði betur útfærð og kynnt. Jan Larsen yfirþjálfara fremstan í flokki og munu þeir kynna vetr- arstarfið. Jafnframt mun fara fram innritun félaga í alla flokka. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta með börnum sínum. (F réttatilky nning.) Islensk — vildir þú vera dn þeirra? íslenskir bændur Þór með opið hús í Hamri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.