Morgunblaðið - 25.09.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
19
Ekki teflt
í Oman
ÁKVEÐIÐ hefur verið að síð-
ari hluti heimsmeistaraeinvíg-
isins í skák, sem fram átti að
fara í Óman, verði fluttur ann-
að. Talsmaður stjómvalda í
Óman lýsti yfir því í gær að
soldáninn af Óman hefði aldrei
heitið því að leggja fram verð-
launafé og að málið væri í
höndum FIDE. Ekki hefur ver-
ið ákveðið hvert. 12. skák ein-
vígis Anatólíjs Karpovs og
Jans Timmans fer fram í dag
og verður þá tekið hlé til 1.
október.
NAFTA áfram
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL i
Bandaríkjunum úrskurðaði í
gær að ekki þyrfti að undirbúa
mat á umhverfismálum í
tengslum við gildistöku
NAFTA, fríverslunarsamning
Norður-Ameríku. Umhverfis-
sinnar hafa barist gegn samn-
ingnum. Lægra dómsstig hafði
úrskurðað að matið yrði að
fara fram og hefði það tafið
gildistöku samningsins.
Lokatölur frá
Póllandi
LOKANIÐURSTÖÐUR pólsku
þingkosninganna voru birtar í
gær. Lýðræðisbandalag
vinstrimanna hlaut 20,4% at-
kvæða og 171 þingsæti. Smá-
bændaflokkurinn hlaut 15,4%
atkvæða og 132 sæti, Lýð-
ræðisfylkingin, flokkur Hönnu
Suchocku, hlaut 10,6% at-
kvæða og 74 þingsæti og
Verkamannasambandið hlaut
7,3% atkvæða og 41 þingsæti.
Maður óskar
vönunar
BRESKIR læknar ræða nú
hvort verða eigi við ósk 59 ára
kynferðisglæpamanns sem
hefur ítrekað óskað þess að
verða vanaður,. svo að hann
nái stjórn á kynhvöt sinni.
Maðurinn á langan afbrotafer-
il að baki og hefur beitt ýmsum
aðferðum til fá lækna til að
vana sig; farið í hungurverk-
fall, hótað sjálfsmorði og reynt
að vana sig sjálfur.
Tölva fyrir
heyrnarlausa
JAPANSKUR hugvitsmaður
lýsti því yfir í gær að hann
hefði fundið upp tölvukerfi fyr-
ir heyrnarlausa. Það þýðir tal-
að mál yfir í fingramál, sem
sýnt er á skjánum.
Krafist dauða-
refsingar
MIKIL reiði ríkir nú í Frakk-
landi vegna morðs á átta ára
gamalli stúlku og hafa komið
fram kröfur um að dauðarefs-
ing verði tekin upp á nýjan
leik. Afbrotamaður á reynslu-
lausn nauðgaði stúlkunni og
myrti hana. Hann hafði áður
gerst sekur um svipuð afbrot
en nýlega verið látinn laus
vegna góðrar hegðunar.
Abiola snýr
aftur
MOSHOOD Abiola, forseta-
frambjóðandi og milljónamær-
ingur, sneri til heimalands
síns, Nígeríu, í gær. Hann full-
yrðir að hann hafi verið rænd-
ur völdum í ágúst en kosning-
ar, sem hann sigraði, voru lýst-
ar ógildar og herinn tók völdin.
Reuter
Dómur fallinn
STUÐNINGSKONA Imeldu Marcos hughreystir hana eftir að hún
var dæmd í 18 ára fangelsi fyrir spillingu.
Imelda dæmd
fyrir spillingn
Manila. Reuter.
IMELDA Marcos, fyrrum forsetafrú á Filippseyjum, var í gær dæmd ■
í 18 ára fangelsi hið minnsta fyrir spillingu. Með dómnum er lokið
sjö ára baráttu Filippseyinga við fá ekkju Ferdinands Marcosar
dæmda en það er trú margra landsmanna að gífurleg eyðslusemi
hennar hafi átt ríkan þátt í að koma manni hennar frá völdum. Auk
þess að vera dæmd til fangavistar, var Imelda útilokuð frá allri
þáttöku í stjórnmálum.
Marcosarhjónin hafa verið ásök-
uð um taka sér sem svarar 350
milljörðum ísl. króna úr ríkiskassan-
um á 20 ára tímabili og nánustu
samstarfsmenn þeirra dágóðar upp-
hæðir. Auk Imeldu var fyrrum sam-
gönguráðherra landsins, Jose Dans,
sakfelldur. Imelda hafði lýst sig
saklausa en hélt ekki uppi vörn
fyrir rétti. Er úrskurður dómara
hafði verið lesinn upp, hélt hún
þegar til kirkju þar sem hún skreið
á hnjám upp að altarinu og bað
góðan guð um að bjarga sér frá
fangavist.
Fer aldrei í fangelsi
Lögmenn Imeldu segjast munu
óska nýrra réttarhalda. Þá er einn-
ig mögulegt að dómnum verði áfrýj-
að. Imelda var látin laus gegn
tryggingu og hún lýsti því yfir í
gær að hún ætti ekki von á því að
fara nokkurn tíma í fangelsi.
Undanfarinn mánuður hefur
reynst Imeldu Marcos erfiður á
marga lund. Aðeins mættu nokkur
þúsund manns í útför manns henn-
ar er leyfi fékkst loks til að jarð-
setja hann á Fiiippseyjum en hún
hafði búist við að milljónir aðdáenda
myndu mæta. Þá var enginn úr fjöl-
skyldu hennar í réttarsalnum er
dómur var kveðinn upp.
Járnfiðrildið
Rofar til í deilunni um stj órnkerfisbreytingar í Úkraínu
Kosningar til að forð-
ast „rússneskt“ ástand
Kiev. Reuter.
Reuter
Kosningum fagnað
ÞÚSUNDIR Úkraínumanna fögnuðu tilkynningu úkrainska þingsins
í gær um nýjar þing- og forsetakosningar á næsta ári. Með þeirri
ákvörðun þykir hafa verið leyst úr sljórnarskrárkreppu í landinu
og komið í veg fyrir sams konar vandaræðaástand og er í Rúss-
landi. Myndin er frá Kíev eða Kænugarði.
ÚKRAÍNUÞING ákvað í gær
að efna til þing- og forseta-
kosninga á næsta ári. Var
samþykkt með 243 atkvæðum
gegn 39 að þingkosningar
skyldu haldnar þann 27. mars
og forsetakosningar þann 26.
júní. Úkraínuþing hefur verið
nær lamað undanfarna mán-
uði vegna deilna um valdsvið
þings og forseta og umbætur
á stjórnkerfinu. Virðist sem
ákveðið hafi verið að boða til
kosninga til að komast hjá
því að deilurnar kæmust á
sama stig og þær hafa verið
í Rússlandi.
Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkra-
ínu, var kjörinn til fimm ára í
kosningum sem fram fóru í desem-
ber 1991, samhliða þjóðarat-
kvæðagreislu um hvort Úkraína
ætti að slíta tengslum við Rúss-
land. Þingið var hins vegar kjörið
til fimm ára árið 1990 eða á tímum
Sovétríkjanna fyrrverandi.
Kravtsjúk og ríkisstjórn hans
hafa átt í stöðugum deilum við
þingið undanfarna fjóra mánuði
með þeim afleiðingum að efna-
hagsleg og pólitísk upplausn ríkir
í landinu. Bauðst Kravtsjúk loks
til þess á fimmtudag að efna til
forsetakosninga ef þingkosningar
yrðu haldnar á undan. Létu frjáls-
lyndir þingmehn í ljós þá skoðun
að ef á þetta yrði ekki fallist yrði
Kravtsjúk að taka völdin í sínar
hendur líkt og Borís Jeltsín Rúss-
landsforseti.
Þúsundir manna biðu nætur-
langt fyrir utan þinghúsið eftir því
að umræður um málið myndu hefj-
ast. Gengu hermenn á milli fólks-
ins og gáfu því te. Þegar úrslit
atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir
brutust út mikil fagnaðarlæti jafnt
meðal þingmanna sem mannfjöld-
ans fyrir utan sem hrópaði „þökk
sé Guði“.
Imelda er orðin 64 ára. Hún er
fyrrverandi fegurðardrotting og var
heimsþekkt fyrir gríðarlega eyðslu-
semi, ekki síst áhuga sinn á skóm,
demöntum og búðarrápi. Er manni
hennar var steypt af stóli árið 1986
skildi Imelda eftir 1.220 pör af
skóm, 500 síðkjóla, 300 brjósta-
haldara, þar af einn skotheldan, og
71 par af sólgleraugum. í heima-
landi sínu var hún þekkt undir nafn-
inu „Járnfiðrildið“ með vísan tii
fölnaðrar fegurðar og vægðarleysis.
Yfir 90 mál hafa verið höfðuð á
hendur þeim hjónum en þetta er
hið fyrsta sem dómur fellur þeim í
óhag.
Sihanouk
konungur
NORODOM Sihanouk endur-
heimti í gær kambódísku
krúnuna en hann var neydd-
ur til að afsala sér henni fyr-
ir fjörutíu árum. Var mikið
um dýrðir í Phnom Penh,
höfuðborg landsins, þegar
hann settist í hásætið að nýju.
Kambódíumenn vonast til,
að með krýningunni í gær hafi
þeir með nokkrum hætti sagt
skilið við skelfingar fortíðarinn-
ar og að við taki betri tímar
fyrir land og þjóð. Fyrsta kon-
ungsverk Sihanouks var að
undirrita nýja stjórnarskrá og
að því búnu fól hann syni sín-
um, Norodom Ranariddh, að
mynda nýja stjórn i landinu.
Fáar þjóðir hafa liðið aðrar
eins hörmungar og Kambódíu-
menn síðasta aldarfjórðunginn
og mestar voru þæa á valda-
skeiði Rauðu khmeranna en
talið er, að þeir hafi myrt um
eina milljón manns.
Eg heiti Iris Telma
og það er mynd afmér og
mörgum öðrum krökkum
í BORGARKRINGL UNNI
- Sjáumst!!
LJOSMYNDARINN
^-| í MJODOINNI SÍMI 79550