Morgunblaðið - 25.09.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
27
Arnór Lúðvík Sig-
urðsson, skipstjóri,
Isafirði - Minning
sakir. Hjónin sem í frístundum voru
búin að byggja sér steinhús á tveim-
ur hæðum þrátt fyrir sitt barn-
marga heimili og ef til vill einmitt
vegna þess hvað þörfin var brýn;
það varð að leggja allt að veði. Oft
var nóttin notuð til vinnu sem bjart-
ur dagur væri, eftir langan vinnu-
dag. Þannig var Íífíð í Þorlákshöfn
á þessum árum og engum fannst
neitt við það að athuga. Þannig liðu
árin við þrotlausa vinnu, en góðar
gleðistundir á milli sem allir tóku
þátt í, ungir sem aldnir.
Hún Anna var hreinskiptin kona,
sem lét skoðanir sínar hiklaust í
ljós við hvern sem var. Hún var
einnig hlý og hjálpsöm ef eitthvað
bjátaði á hjá náunganum, um það
get ég borið. Ef slys bar að átti
það málefni hug hennar. Því var
það að hún, fyrir mín orð, gaf kost
á sér til formennsku fyrir slysa-
varnadeildina Mannbjörg, Þorláks-
höfn. Fyrir það var ég henni inni-
lega þakklát, svo og fyrir öll okkar
kynni. Slysavarnastarfið rækti hún
af mikilli alúð og prýði um ára bil.
Hún var gerð heiðursfélagi slysa-
vamafélagsins á sjómannadagnn
2. júní 1985.
Þau hjón, Anna og Árni, áttu
heima í Þorlákshöfn í þijátíu ár,
en þá höguðu örlögin því þannig
að þau urðu að flytja burtu. Þau
fóm til Reykjavíkur þar sem Árni
vinnur hjá veiðarfæraverslun Ell-
ingsen hf. Þau seldu húsið sitt hér
sem þá var orðið fallegt eins og þau
höfðu þráð og unnið að í öll þessi
ár. Hlutverk Onnu var stórt í lífinu
og hún var gæfumanneskja í einka-
lífí sínu. Hún átti stóran og myndar-
legan barnahóp, tengdabörn,
barnabörn, vini og eiginmann sem
í einu og öllu studdi hana í lífínu,
já, allt til enda. Þau eignuðust
indælt og fallegt heimili í Gnoðar-
vogi 54 í Reykjavík, en hugurinn
var æði oft í Þorlákshöfn, hjá sam-
ferðafólki og vinum þar, þar sem
ævistarfíð var unnið og börnin
þeirra voru alin upp.
Nú er hún Anna komin heim. í
angurblíðu haustsins, þeirri árstíð
þegar állt breytir um lit og hljóðn-
ar, þannig er henni heilsað hér og
henni þökkuð samfylgdin og
tryggðin.
Hún trúði því að hinum megin
við móðuna miklu biði okkar björt
og fögur veröld. í ljósi þeirrar trúar
bið ég Guð að styrkja eiginmann
hennar, börnin þeirra og fjölskyld-
ur. Blessuð sé minning hinnar
mætu konu.
Ragnheiður Ólafsdóttir.
Sem kona hún lifði í trú og tryggð,
með tregandi sorg skal gjalda.
Við ævinnar lok ber ást og dyggð
sinn ávöxtinn þúsundfalda,
og ljós þeirra skín í hjartans hryggð
svo hátt yfir myrkrið halda.
(E.Ben.)
Með örfáum orðum langar mig
að minnast vinkonu minnar Onnu
Ólafsdóttur sem andaðist hinn 17.
september á Landspítalanum eftir
skammæ en ótrúlega erfið veikindi.
Hún fór á spítalann eftir að hún
hafði dottið og lærbrotnað og svo
kom hvert áfallið á fætur öðru svo
að með ólíkindum má vera. Það var
erfítt stríð sem lauk eins og áður
segir að kvöldi föstudagsins 17.
september.
Kynni okkar Önnu voru ekki
löng, aðeins frá árinu 1988 þegar
hún og maður hennar Árni Her-
mánnsson fluttust í sama stigahús
og ég bjó í. En samt urðu þau kynni
mjög góð og gáfu mér ótrúlega
mikið, kannski vegna þess að báðar
höfðum við átt mörg börn og einn-
ig búið báðar svo lengi úti á lands-
byggðinni. Þegar þau hjónin flutt-
ust svo í Gnoðarvoginn urðu sam-
verustundirnar færri. En alltaf var
ég á leiðinni að heimsækja hana
og nú er það orðið of seint, hún er
farin. Það vill vérða svo að við erum
víst mörg alltaf í tímaþröng.
Ég þakka allar samverustundirn-
ar sem við áttum saman og þú,
Árni minn, megi guð styrkja þig á
þessum sorgartíma. Einnig votta
ég börnum þeirra mína innilegustu
samúð.
Hvíl í friði.
Rannveig Isfjörð.
Fæddur 4. október 1927
Dáinn 14. september 1993
„Allt hefur einhvern endir.“
Þessi hending úr söngvísu sem við
sungum oft saman á góðri stund
flaug um huga minn þegar Gunnar
frændi, elsti sonur Adda bróður
míns, hringdi í mig seinnipart
þriðjudagsins 14. þessa mánaðar
og sagði: „Baldur minn, hann bróð-
ir þinn er búinn að kveðja þetta
líf.“ Hans endir varð eftir erfíða
baráttu við illvígan risa sem ég
nefni svo, og er þá með í huganum
draum sem Adda dreymdi skömmu
áður en hann veiktist. Hann fann
til lasleika um það leyti sem hann
hélt upp á 65 ára afmælið sitt fyr-
ir tæpu ári síðan. Var hann þá
drifinn suður á Vífílsstaði með
slæmt bronkítis, settur á lyfjakúr,
lungun spegluð, tekið sýni sem sent
var í ræktun og gaf það ekki neitt
alvarlegt til kynna að því er honum
var sagt.
Á Vífílsstöðum reyndi hann í tvo
mánuði að ná sér á strik, með þeirri
einbeitni sem hann bjó yfír, en illa
gekk það samt. Þá var ákveðið að
skera hann lungnaskurð, það var
um mánaðamótin nóvember-des-
ember. Allt gekk vel fyrst, en á
fjórða degi er honum sagt að þetta
hafi verið illkynjað og helst verði
að skera hann aftur, ef hann treysti
sér till þess, til að taka 40% af
hægra lunganu í viðbót við þau 20%
sem fyrst voru tekin, til að hugsan-
4ega mætti ná þessu öllu úr lung-
anu. Á 9. degi var hann skorinn
upp aftur, og enn gekk allt vel.
Hann var furðu fljótur að ná sér á
strik og heim á Isafjörð fór hann
um miðjan desember. Hélt hann
jólin og áramótin í faðmi fjölskyld-
unnar. í endaðan janúar var hann
kallaður suður í sex vikna geisla-
meðferð sem brenndi hann að
hálfu, nema kjarkinn og viljann
sem hann barðist með við þennan
risa. Þó ráðning draumsins færi
ekki alveg eftir, eru í mínum huga
margir sigrar unnir á risanum.
Barðist hann hetjulegri baráttu uns
yfir lauk.
„Allt hefur einhvern endi.“ Þessi
söngvísa sem ég nefndi í byrjun
og við höfðum miklar mætur á, var
samin af föður okkar Sigurði G.
Sigurðssyni sem lést fyrir rúmlega
20 árum eftir erfiða baráttu við
þennan illvíga risa. Allt hefur líka
sitt upphaf.
Addi, eins og við kölluðum hann,
fæddist í Hnífsdal 4. október 1927.
Móðir okkar, Guðmunda Bærings-
dóttir, ættuð úr Furufirði á Strönd-
um, lifir soninn sinn háöldruð hér
í Hafnarfirði. Faðir okkar var Sig-
urður Guðmundur Sigurðsson frá
Bæjum á Snæfjallaströnd. Hann
gekk undir nafninu Siggi Gummi
dags daglega og var hann farsæll
skipstjóri um mörg ár á sinni tíð.
Addi sleit barnsskónum í Hnífsdal
og á ísafírði. Hann var í sveit sem
unglingur, í ein fimm sumur að
Kleifum í djúpinu og víðar, við
venjuleg sveitastörf eins og þá var.
Innan við fermingu var hann farinn
að stunda sjómennsku með föður
okkar sem var formaður á sínum
bát, fyrst var það á sumrin að sjálf-
sögðu, og minnist ég þess vel þó
að ég sé átta árum yngri, er pabbi
kom eitt sinn í land með Addda
meiddan, marinn og bláan um háls
og herðar, eftir að silkitrefíll sem
Addi var með um hálsinn, fór í
spilið, en þeir voru á snurvoð sem
þá var kallað. Hann náði að slíta
trefilinn i sundur með einhveijum
ofurkrafti í þann mund er pabba
tókst að stöðva spilið. Addi var þá
allur marinn og blóðsprengdur, en
náði sér nokkuð fljótt eftir þetta.
Hermann, elsti bróðir okkar, átti
samskonar trefil, þeir höfðu fengið
þá í jólagjöf, og reyndu margir að
slíta hans trefil í sundur sem og
pabbi, en engum tókst það. Þeir
bræðurnir voru mjög samrýndir,
enda rétt rúmt ár á milli þeirra.
Voru þeir báðir mikið með pabba
sem formanni á þátnum sem hann
var með og lærðu margt af honum
í sambandi við skipstjórn og sjó-
mennsku sem nýttist þeim vel síð-
ar. Addei fór á vélanámskeið sem
þá voru og var vélamaður um tíma
með pabba. Tók síðan 30 tonna
skipstjórnarpróf og fór svo í Sjó-
mannaskólinn í Reykjavík og tók
þaðan meira fiskimannapróf. Eftir
minna prófíð, þá 18 ára, tók hann
við skipstjórn fyrst á Dísunum hjá
Nirði hf., þá á Vébirni og Auðbirni
hjá Samvinnufélagi ísfirðinga og
fleiri eftir að hann lauk meira fiski-
mannaprófínu.
Ég var t.d. með honum sem
kokkur á Bryndísi, þá 13 ára gam-
all, og fannst mér skrítið að heyra
skipveijana nefna hann „karlinn",
en þá var hann 21 árs. Það var
ljúft að vera með honum sem skip-
stjóra, enda kom hann vel að sér
mönnum. Einum sérstökum manni
reyndist hann afar vel þó að bakk-
us hefði farið með hann flatan í
þeim ólgu sjó. Og eftir að hann var
kominn suður til meðferðar, skrif-
aði hann Adda mörg bréf og þakk-
aði honum fyrir sig, áður en hann
lést sjálfur. Eg var með Adda með
skipstjóra um þó nokkur ár á Bryn-
dísi, Vébirni, Auðbirni og Víkingi
1. og 2. og smávegis á Tjaldinum.
Alltaf var hann sami ljúfi, gætni
og trausti skipstjórinn sem gott var
að vera með. Árið 1952 keyptum
við fjórir bræðurnir saman 13
tonna bát, Víking. Þá var mikil
eindrægni um þetta hjá okkur og
bræðralag. Nutum við þess að vera
saman þau árin, uns ég fluttist
suður og fór á aðrar slóðir. Þeir
létu seinna eða 1959 smíða 60
tonna bát hjá Marselíusi Bern-
harðssyni á ísafirði, Víking 2. Þeir
gerðu hann út í nokkur ár og var
Addi skipstjóri og sá einnig um
reksturinn.
Síðar seldu þeir Norðurtangan-
um sem átti hlut í bátnum sína
hluti. Addi var með ýmsa báta og
skip eftir þetta, meðal annars Guð-
björgu á ísafirði á meðan Ásgeir
Guðbjartsson var í sjómannaskó-
lanum og gekk honum yfirleitt
mjög vel á veiðum. Árið 1973 kaup-
ir hann 'ásamt Gunnari elsta syni
sínum bm. Tjald, 30 tonna bát og
er með hann í mörg ár á ýmsum
veiðum, línu, færum, rækju og skel-
veiðum. Gunnar fetaði í spor föður
síns, fór í sjómannaskólann og upp-
úr því á skuttogarana þar sem
hann er ennþá. Þeir hafa nú þrír
af sonum hans farið í gegnum sjó-
mannaskólann með sóma. Þegar
Sölvi sonur hans tók burtfarars-
prófið færðu þau hjónin skólanum
höfðinglega gjöf til tækjakaupa í
tilefni þessa.
Arnór kynntist konu sinni árið
1952. Huldu Jónsdóttur Guðnason-
ar frá Sléttu á Jökulfjörðum, móðir
hennar hét Jóna Emilía Alberts-
dóttir, en þau eru bæði látin. Giftu
þau sig skömmu seinna og eignuð-
ust fimm börn, fjóra drengi og eina
stúlku.
Elstur er Gunnar Albert, fæddur
30. nóvember 1952, hans kona er
Sigurborg Þorkelsdóttir og eiga
þau fjögur börn; Jóna Emilía, fædd
9. apríl 1956, hennar maður er
Gunnar Gunnarsson og eiga þau
sex börn; Sigurður Guðmundur,
fæddur 12. mars 1959, hans kona
er Sandra Arnórsdóttir og eiga þau
eitt barn; Sölvi Arnar, fæddur 17.
ágúst 1962, unnusta hans er Sig-
ríður Sigurðardóttir og á hann tvö
börn úr fyrri sambúð; Marinó
Freyr, yngstur, fæddur 22. júlí
1971, ógiftur og er heima í for-
eldrahúsum.
Þau hjónin voru mjög samhent
og ástúðleg hvort við annað. Ég
naut þeirra umhyggju er ég bjó í
ár hjá þeim eftir að foreldrar okkar
fluttust suður. Gunnar sonur þeirra
var þá þriggja ára. Við áttum þá
Víking 1. og rerum honum. Amór
lýsir best sjálfur Huldu konunni
sinni í utvarpsviðtali í þættinum í
dagsins önn, fyrir fímm árum.
Hann segir þar að „ekki hefði ver-
ið gerlegt fyrir mig að stunda sjó-
mennskuna í rúm 50 ár ef ég hefði
ekki átt jafn indæla og góða konu
sem Hulda mín hefur verið, því hún
þurfti að sjá bæði um böm og bú
langtímum saman, eins og sjó-
mannskonan hefur mátt gera í
gegnum tíðina.“
Haustið 1986 varð Arnór fyrir
óskaplegu áfalli er báturinn hans,
Tjaldur, fórst í Jökulfjörðum á skel-
veiðum, og með honum fómst elsti
bróðir okkar Hermann og sonur
hans Víkingur, ásamt einum manni
til, Kolbeini Gunnarssyni. Það var
þvílíkt áfall að orð frá því ekki lýst.
En með stuðningi konu sinnar og
fjölskyldu, ásamt Guðstrú sinni,
komst hann yfir þetta áfall, þó að
eftir sæti söknuðurinn sári.
Tíminn líður og fennir í sporin.
Tveimur árum eftir lætur hann
smíða fyrir sig 60 tonna stálbát í
Svíþjóð og skírði hann Huldu í
höfuðið á konu sinni. Hann taldist
af kerfinu hafa nægan kvóta á
bátinn til að grundvöllur væri fyrir
rekstri hans. En ekki var báturinn
fyrr kominn til veiða en skerðing
á kvóta varð aftur og aftur og leiddi
til þess að hann varð að láta bátinn
frá sér. Gerðist hann þá hafnsögu-
maður á ísafirði og keypti sér fímm
tonna plastbát til að geta skroppið
til fiskjar þegar þráin til hafsins
verður hvað sterkust.
En enginn ræður sínum nætur-
stað. Eins og segir í söngvísunni
sem ég nefndi í byriun þessara
fátæklegu orða í minningu um ást-
kæran bróður minn „Einn er sem
öllu ræður og ekki að fást um það“.
Enn má móðir okkar háöldruð sjá
á bak ástkærum syni sínum yfir
móðuna miklu. Fyrir var hún búin
að missa dóttur í frumbernsku,
syni tvo sviplega og manninn sinn
með meiru. Megi góður Guð veita
henni sinn styrk. Elsku Hulda mág-
kona, börnin ykkar, tengdabörn,
barnabörn og aðrir vandamann.
Orð mega sín ekki mikils í ykkar
djúpu sorg. Þó bið ég algóðan Guð
að leggja sína líknarhönd yfír og
allt um kring.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
' hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þess bið ég bróður mínum fyrir
mína hönd og fjölskyldunnar.
Baldur.
Nú að leiðarlokum vil ég minnast
kunningja míns og samferðamanns,
Arnórs, sem lést hinn 4. september
sl. Hann var sonur Sigurðar G. Sig-
urðssonar, Sigga Gumma, eins og
hann var ætíð nefndur, en hann var
þekktur skipstjóri hér við ísafjarð-
ardjúp, elstur þeirra Bæjarsystkina
frá Snæfjallaströnd sem voru 15
talsins, 12 drengir og þijár stúlkur.
Móðir Arnórs er Guðmunda Bær-
ingsdóttir frá Faxastöðum í
Grunnavíkurhreppi, nú heimilisföst
í Hafnarfirði. Guðmunda og Siggi
Gummi eignuðust átta böm: Her-
mann, Arnór, Jónu, Marinó, Kristin,
Baldur, Guðrúnu og Kristínu. Auk
Arnórs eru látin þau Jóna, Kristinn
og Hermann.
Fyrstu búskaparárin bjuggu
Guðmunda og Siggi Gummi í Hnífs-
dal og þar fæddist Arnór hinn 4.
október 1927. Tíu árum síðar flutt-
ust þau inn á ísafjörð. Arnór var
ekki hár í loftinu þegar hann og
Hermann bróðir hans fóru að
stunda sjóinn með föður þeirra á
línuveiðum, handfærum og dragnót
til skiptis. Aflinn var oft dágóður
hjá þeim feðgum. Arnór stundaði
síðan sjóinn af kappi í full 50 ár.
í fyrstu á smærri bátum og síðar
á stærri skipum.
Er Arnór var 18 ára gamall hóf
hann skipstjórn sína á Bryndísi, 15
lesta vélbát frá ísafirði. Nokkru
síðar hóf hann sjósókn á tpgurum
bæði frá Hafnarfirði og ísafírði.
Árið 1952 lauk hann skipstjórnar-
prófi frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík. Nokkrum árum síðar
keyptu þeir Hermann bróðir hans
14 lesta bát af Ólafsvíkur-Kalla sem
hét Víkingur og gerðu hann út í
sameiningu. Sóttu þeir af kappi og
var Hermann þá oftast skipstjóri.
Þeir létu síðar smíða fyrir sig 60
lesta eikarbát, Víking II, í Skipa-
smíðastöð Marsellíusar Bernharðs-
sonar og tók Amór þá við skip-
stjóm. Amór kom víða við sögu sem
skipstjóri, t.d. leysti hann af þá
kunnu aflamenn bræðuma Ásgeir
og Hörð Guðbjartssyni á skipum
þeirra á meðan þeir öfluðu sér
meiri skipstjórnarréttinda. Hann
stýrði Guðnýju ÍS fyrir Baldur Jóns-
son útgerðarmann og síðar bátum
í eigum Norðurtangans hf., Má ÍS
og Víkingi III ÍS.
Árið 1971 kaupir Arnór Tjald ÍS
30 lesta bát sem hann átti með
Gunnari syni sínum. Árið 1986 lenti
Amór í þeirri þungbæru raun er
skip hans, Tjaldur, fórst í Jökul-
fjörðum og með því þrír menn:
Hermann bróðir hans vélstjóri, Vík-
ingur bróðursonur hans skipstjóri
og Kolbeinn Gunnarsson háseti.
Árið 1988 lætur hann smíða fyrir
sig 60 lesta stálbát í Svíþjóð er
hann nefndi Huldu ÍS. Árið 1990
seldi hann skip sitt og hætti skip-
stjórn.
Það er margs að minnast frá
þessum sjósóknarárum og gaman
var að fylgjast með hve Arnóri veitt-
ist létt að sækja í svartasta skamm-
deginu á dýpstu mið í rysjóttum
vetrarveðrum þegar norðanáttin
gefur engin grið.
Síðustu tvö árin var Arnór yfir-
hafnsögumaður við ísafjarðarhöfn.
Jafnframt gerði hann út fimm lesta
smábát á handfæraveiðar með syni
sinum Marinó og sjálfur reri hann
með í frítíma sínum. Hann fór síð-
ustu sjóferð sína í sumar sem leið,
þá orðinn mikið veikur, að leita sér
hressingar, en þá hafði sjúkdómur-
inn náð yfírhöndinni. Arnór hafði
marga hildina háð á sjó í gegnum
tíðina í baráttu vi óblíð náttúruöfl
eins og vel þekkt eru hér á Vest-
fjarðamiðum.
Árið 1952 kvæntist Arnór Huldu
Jónsdóttur frá Sléttu úr .Jökulfjörð-
um. Þau eignuðust fimm börn:
Gunnar, Jónu, Sigga Gumma, Sölva
og Marinó. Á heimili þeirra snérust
hlutirnir aðalega um sjó og sjósókn.
Hulda og börnin studdu dyggilega
við bakið á Arnóri á harðsóttum
sjómannsferli hans. Tveimur dögum
fyrir andlát Arnórs kom ég að
sjúkrabeði hans. Þá sagði hann við
mig um leið og liann brosti kankvís-
lega: „Dóri, ég væri líklega ekki
góður að beita núna.“
Arnór var glaðsinna og erfði léttu
lundina og hressileikann frá föður
sínum. Hann var hreinskiptinn og
einlægur hveijum sem í hlut átti,
bóngóður, hjartahlýr og drengur
hinn besti. Ég votta Huldu, börnum
þeirra og aldraðri móður Arnórs
samúð mína.
Halldór Hermannsson.