Morgunblaðið - 25.09.1993, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
Sigurður Viggó Bern-
ódusson — Minning
Fæddur 17. september 1944
Dáinn 20. september 1993
Við nyrsta haf í skjóli hárra fjalla
liggur Bolungarvík. Þar er undir-
lendi meira en víðast annars staðar
á VestQörðum. Úti fyrir blasir ísa-
fjarðardjúp við, stundum rólynt og
blíðlynt, stundum úfið og kuldalegt.
Náttúrufarið er stórbrotið, í senn
fagurt, ógnvekjandi og viðkvæmt.
Mannlíf í Bolungarvík hefur í
aldanna rás mótast af þessum ytri
aðstæðum. Þar ríkir og samkennd
og samhugur. Byggðarlagið er
hæfilega flölmennt til að íbúarnir
taki þátt í lífi hver annars og beri
umhyggju hver fyrir öðrum.
Þama kynntumst við vini okkar,
Sigurði Viggó Bemódussyni, og
fjölskyldu hans. Sigurður féll frá
hinn 20. þessa mánaðar langt fyrir
aldur frám aðeins 49 ára að aldri.
Síðastliðið ár mátti hann beijast við
erfiðan og miskunnarlausan sjúk-
dóm. Undan því varð ekki vikist
þrátt fyrir eðlislægt æðruleysi hans
og takmarkalausa ást og umhyggju
konu hans, Halldóru Kristjánsdótt-
ur, sem ekki vék frá honum í sjúk-
dómslegu hans.
Sigurður var mikill atorkumaður.
Umsvifamikill atvinnurekandi,
óþreytandi félagsmálamaður og
umhyggjusamur fjölskyldufaðir.
Hann var glaðlyndur og bjartsýnn
og hafði ekki hom í síðu nokkurs
manns. Þau hjónin vom afar sam-
hent og afkastamikil í öllu því sem
þau tóku sér fyrir hendur.
Sigurður var rafvirkjameistari og
rafverktaki og var það aðalstarfs-
vettvangur hans. í félagsmálum var
hann ætíð einn ötulasti þátttakand-
inn hvort sem það var í björgunar-
sveitinni, Lionshreyfingunni, ung-
menna- og íþróttahreyfingunni eða
á öðmm sviðum. Öll þess háttar
starfsemi naut góðs af þeim eðlis-
þáttum sem vom svo ríkulegir í
fari hans og fólust meðal annars í
því hve hann var áhugasamur og
bóngóður. Hann gekk að hvaða
verki sem var með sama hugarfari
hvort sem það var forystuhlutverk
eða þáttur hins almenna félags-
manns.
Við undirrituð höfum á|t margar
ógleymanlegar samvemstundir með
þeim hjónum, Sigurði og Halldóm,
og bömum þeirra, Guðrúnu Jónu
og Jens Þór. Við höfum notið vin-
áttu þeirra og greiðasemi. Við höf-
um orðið þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast ljúfmenninu Sigurði
Viggó Bemódussyni. Fyrir þetta
viljum við þakka um leið og við
biðjum Guð að blessa minningu
hans og veita aðstandendum hans
styrk í sorg þeirra.
Guðrún, Halldór og börn.
í angist sinni og sorg er heil og sterk
vor sál, er henni skilst það kraftaverk
sem hvorki jarðneskt vald né vit fær stjómað,
en vinnst tveim höndum, sem í bæn er fómað.
Þá kveikir nóttin öllum stjömum á
og yfír mannsins gröf rís heimur sá,
er dýpst í vorri vitund sofíð hefur,
sem vemdar, sættir, líknar, fyrirgefur.
Hann bíður lengst á bak við þessi tjöld
og býður yður velkomin í kvöld.
(Tómas Guðmundsson)
Elsku amma og afí, Dóra, Guð-
rún Jóna og Jens Þór, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Harðri bar-
áttu við illvígan sjúkdóm er lokið
og við biðjum góðan Guð að styðja
alla þá sem eiga um sárt að binda
vegna fráfalls frænda okkar.
Hafdís, Atli; Svanhildur, Krist-
ján, Gissur Oli og Elín Kristrún.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Sigga Viggós í Bolungar-
vík, en hann lést 20. september síð-
astliðinn eftir veikindi sem reyndust
mikið alvarlegri en talið var í fyrstu.
Síðast þegar ég var í Bolungarvík
í lok febrúar síðastliðins var hann
að byija að kenna sér þess meins
sem nú hefur leitt hann til dauða.
Mín fyrsta minning um Sigga
Viggó var þegar ég fékk að fara
með honum og Dóru, konunni hans
í heimsókn til pabba hans og
mömmu og sérstaklega man ég vel
hve stolt ég var ein jólin þegar ég
þegar ég var í bleika pijónakjólnum
mínum í einni heimsókninni. Þetta
voru yndislegar stundir.
Siggi Viggó átti oft erindi til
Akureyrar þar sem ég bý og í eitt
skiptið vildi svo skemmtilega til að
ég var nýbúin að eignast bam og
þá var Siggi mættur með myndavél-
ina til að taka myndir svo hann
gæti sýnt fólkinu mínu fyrir vestan
myndir um leið og hann kæmi aftur
heim. Þetta atvik lýsir vel ræktar-
semi hans í okkar garð. Hann var
alltaf reiðubúinn að leggja fjöl-
skyldu sinni lið á alla lund.
Siggi var mjög fróður, sérstak-
lega um Vestfírði og alltaf þegar
eitthvað var að vefjast fyrir okkur
var viðkvæðið: „Spyijum sigga,
hann veit það.“
Það var líka þegar farnar voru fyöl-
skylduferðir, þá var alltaf spurt
hvort Siggi og Dóra kæmu ekki
með. Það tilheyrði að þau tækju
þátt í öllu sem við gerðum. Við eig-
t
Sr. ROBERT BRADSHAW,
sem þjónaði hjá Kaþósku kirkjunni hérfrá 1976-1992,
andaðist að morgni 23. september í Rússlandi.
Prestar Kaþólsku kirkjunnar.
t
Eiginkona mín,
ÓLÖFINGUNN BJÖRNSDÓTTIR,
Ásbraut 15-17,
Kópavogi,
lést i Landspítalanum 22. september.
Magnús A. Magnússon.
Lokað
Lokum í dag, laugardaginn 25. september, kl.
12.00 vegna jarðarfarar ÖNNU AÐALHEIÐAR
ÓLAFSDOTTUR.
Ellingsen hf.
um ótal góðar minningar um Sigga
Viggó.
Elsku Dóra, Guðrún Jóna og Jens
Þór, missir ykkar er mikill, en um
leið er margt að þakka. Megi góður
Guð gefa ykkur styrk og stuðning
í sorg ykkar.
Ingibjörg Sævarsdóttir
Deyr fé,
deyja frændur
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Þessar línur úr Hávamálum
komu mér í hug er ég frétti að vin-
ur minn og félagi, Sigurður Bemód-
usson hefði látist hinn 20. septem-
ber síðastliðinn eftir erfíða sjúkra-
legu.
Það var fyrir rúmum áratug að
leiðir okkar lágu saman er við hitt-
umst á aðalfundi Landssambands
íslenskra rafverktaka, báðir áhuga-
samir ungir menn með félagsmála-
hugsjónir. Sigurður var þá stjómar-
maður í Félagi rafverktaka á Vest-
fjörðum. Ekki urðu fundir okkar
margir fyrstu árin en eftir að ég
varð formaður LÍR varð samband
okkar meira og nánara því að hann
var mikill félagsmálamaður og gott
að leita ráða hjá honum. Síminn
var því oft notaður til að stytta leið-
ina vestur. Eftir slík samtöi fór ég
oft með gott veganesti í mín störf.
í formannstíð Sigurðar hjá FRV
gerði hann allt til að vekja áhuga
manna á félagsmálum og sem dæmi
um það fór hann með aðalfundi
FRV á áhugaverða staði ef það
mætti verða til þess að auka þátt-
töku á þeim. Einn slíkur fundur er
mér og eflaust þeim sem hann sóttu
mjög minnisstæður, en þá boðaði
Siggi alla á fund norður í Djúpuvík
á Ströndum. Ég hafði lofað honum
að koma á aðalfund hvar sem hann
yrði haldinn og hafa með sér starfs-
mann samtakanna, Ásbjörn Jó-
hannesson, og gitar sem til er frá
því á vorfundi á ísafírði. Fundurinn
var góður og samveran með þeim
Vestfírðingum mun seint gleymast.
Margs er að minnast sem of langt
væri að telja upp, en ég get ekki
látið hjá líða að geta í fáum orðum
um störf Sigurðar í þágu Lions-
hreyfíngarinnar á Islandi, en þar
lágu leiðir okkar einnig saman. Sig-
urður starfaði innan Lions af slíkum
áhuga og dugnaði að með eindæm-
um er og þar var hann kosinn til
æðstu forystustarfa. Fyrir þessi
störf hans innan Lions vil ég þakka
honum sérstaklega.
Með Sigurði er genginn einn af
baráttumönnum okkar samtaka og
er það mikill missir, en missirinn
er mestur hjá eiginkonu hans, börn-
um og öðrum ástvinum sem sjá á
eftir góðum dreng á besta aldri.
En orðstír deyr aldregi, hveim er
sér góðan getur.
Fyrir hönd Landssambands ís-
lenskra rafverktaka þakká ég þér
vinur fyrir samstarfíð og bið að
góður guð megi styrkja Halldóru,
Guðrúnu, Jens og aðra ástvini í
sorg þeirra.
Ingólfur Árnason,
formaður LÍR.
Nú er farið að hausta á íslandi,
spunninn er örlagavefur sem enginn
fær skilið. Maður á besta aldri er
fallinn í valinn. Hann háði hetjulega
baráttu við illvígan sjúkdóm, sem á
stundum var þeirra gerðar að vonir
lifðu um að sigur væri unninn. Sig-
urður var gæddur góðum forystu-
hæfíleikum sem nýttust vel við störf
hans m.a. í félagsmálum rafvirkja
og í Lionshreyfíngunni. Sigurður
starfaði með okkur í fjölumdæmis-
ráði Lionshreyfingarinnar í mörg
ár, m.a. sem umdæmisstjóri 1987-
1988 og síðustu árin sem félaga-
og útbreiðslustjóri hreyfingarinnar.
Öll vinna hans var unnin af mikilli
nákvæmni og vandvirkni, sem alla
tíð speglaðist í öllu því sem hann
tók sér fyrir hendur. Starf hans í
Lionshreyfíngunni verður okkur öll-
um ómetanlegt og lengi í minnum
haft. Feijumaðurinn hefur flutt
hann yfír móðuna miklu. Erfiðri
baráttu er lokið. Við höfum lært
margt af allt of stuttum kynnum
af Sigurði. Vilji til að sinna félags-
málum og gefast ekki upp ein-
kenndu hann.
Við vottum Halldóru, eftirlifandi
eiginkonu hans, og bömum þeirra
samúð okkar. Minning hans mun
lifa í huga okkar allra.
Jón Bjarni Þorsteinsson,
Olafur Briem,
Daníel Þórarinsson,
Halldór Svavarsson,
Ingi Ingimundarson og
Erlendur G. Eysteinsson.
Einn ötulasti félagi innan ís-
lensku Lionshreyfíngarinnar og f
Lionsklúbbi Bolungarvíkur, Sigurð-
ur V. Bemódusson, lést aðfaranótt
20. september sl. aðeins 49 ára að
aldri eftir hetjulega baráttu við erf-
iðan sjúkdóm.
Sigurður gekk til liðs við Lions-
klúbb Bolungarvíkur árið 1971.
Hann var ávallt mjög virkur í starfí
klúbbsins, hvort heldur var á fund-
um, sem hann lét aldrei fram hjá
sér fara, í nefndum eða við fjár-
aflanir og vann störf sín af miklum
áhuga og ósérhlífni. Hann var for-
maður klúbbsins starfsárið 1976 til
1977.
Sigurði voru falin ýmis trúnaðar-
störf í þágu Lionshreyfíngarinnar.
M.a. var hann umdæmisstjóri í
umdæmi 109-B starfsárið 1987-
1988, en í því umdæmi eru allir
Lionsklúbbar á svæðinu frá Akra-
nesi vestur og norður um, allt til
Þórshafnar á Langanesi, og kallar
sá starfi á heimsóknir til allra
klúbbanna á svæðinu. í því starfi
kom kraftur og dugnaður Sigurðar
hvað best í ljós. Hann heimsótti
alla klubbana í umdæminu, suma
oftar en einu sinni. Oftast ferðaðist
hann á eigin bifreið og ók þúsundir
kílómetra í þágu Lionshreyfingar-
innar þann veturinn.
Sigurður V. Bernódusson var
Lionsmaður af hugsjón. Slíkir menn
eru í rauninni burðarásar hver á
sínum vettvangi og gera klúbbana,
sem og hreyfinguna alla, að þeim
öflugu samtökum sem raun ber
vitni, félögum hennar og þjóðfélag-
inu til hagsbóta. Auk þess að ljá
Lionshreyfíngunni krafta sína og
að sinna erilsömu starfí, en hann
rak rafmagnsverkstæðið Ljósvak-
ann, var Sigurður mikilvirkur á
öðrum sviðum, m.a. starfaði hann
mikið í þágu slysavama. Sigurður
var vel máli farinn og oftar en ekki
hafði hann eitthvað fram að færa
á fundum í klúbbnum, sem varðaði
málefni hans eða hreyfingarinnar
eða hvernig gera mætti gott starf
enn betra. Jafnan var fengur að
því sem hann hafði til málanna að
leggja fyrir þá sem til heyrðu.
Lionsklúbbur Bolungarvíkur hef-
ur mikils misst við fráfall Sigurðar
og hefur starfsemi sína á nýju
starfsári mun fátækari en fyrr. Þó
hafa eiginkona hans, dóttir, sonur
og aldraðir foreldrar misst mest og
færum við þeim og öðmm aðstand-
endum okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
F.h. Lionsklúbbs Bolungarvíkur,
Jónas Guðmundsson.
Dauðinn gerir ekki mannamun
og síst hefði mann gmnað að hann
myndi sækja heim svo þróttmikinn
mann sem Sigurð V. Bernódusson
á besta aldri. Eftir hetjulega bar-
áttu við illvígt krabbamein lést hann
í Landspítalanum aðfaranótt síð-
asta mánudags.
Sigurður fæddist hinn 17. sept-
ember árið 1944 og var því réttra
49 ára er hann lést. Foreldrar hans
em þau Bernódus Halldórsson skip-
stjóri og kaupmaður og kona hans,
Dómhildur Klemensdóttir í Bolung-
arvík. Sigurður ólst upp í hópi fjög-
urra systkina sinna í Bolungarvík,
en hóf ungur nám í rafvirkjun, sem
varð ævistarf hans.
Dugnaður og atorka einkenndi
Sigurð ætíð. Það kom frma í starfi
hans, en einnig heima fyrir. Saman
skópu þau hjónin, Halldóra H.
Kristjánsdóttir kennari og hann,
glæsilegt heimili, sem þau lögðu
ætíð mikla rækt við. Heimili þeirra
bar glöggt vitni um þann mikla
myndarskap sem einkenndi þau
hjón bæði. Þeim féll helst aldrei
verk úr hendi og töldu hvorugt eft-
ir sér að taka rösklega til hendi
heima fyrir þó að baki væri langur
og strangur vinnudagur.
Þau vom einkar samhent í þessu
sem öðm og fjölskyldulífíð því mót-
að af skipulagi og góðum venjum.
Það var úr þessum holla jarðvegi
sem börnin þeirra tvö uxu úr grasi.
Þeirra missir er nú mikill, að sjá á
eftir svo góðum og traustum föður,
sem í senn var holl fyrirmynd og
mikill félagi. Guðrún Jóna er nú að
hefja nám í lyfjafræði við Háskóla
íslands og hafði í haust stofnað
heimili með unnusta sínum, Guð-
mundi Sæmundssyni tækniskóla-
nema frá ísafirði. Jens Þór er á
lokaári í Gmnnskólanum í Bolung-
arvík.
Það talaðist svo til á sínum tíma
að Guðrún Jóna tók að sér að gæta
Guðfínns Ólafs, sonar okkar, nokk-
ur sumur. Við það eignaðist hann
ekki bara góða vinkonu, heldur
naut alveg einstaks ástríkis hjá
þeim Dóru og Sigga. Einn daginn
kom hann heim og sagði að þau
vildu að hann kallaði sig Dóru
ömmu og Sigga afa! Hjá þeim var
hann eins og heima hjá sér og var
bókstaflega borinn á höndum heim-
ilisfólksins. Hvenær sem eitthvað
stóð til hjá okkur var Dóra reiðubú-
in til aðstoðar og kallaði í Sigga
ef með þurfti.
Fyrir nokkrum árum varð það
úr að Dóra ákvað að farfa til fram-
haldsnáms í Danmörku eftir ára-
löng giftudijúg störf við kennslu.
Þá var það að Siggi söðlaði um,
leigði rekstur sinn og réð sig til
starfa í Danmörku. Þetta var þeim
góður og lærdómsríkur tími og í
samræmi við allt þeirra líf; það er
að standa saman og taka þannig
þátt í því sem að höndum bar.
Þessi samheldni þeirra kom líka
í góðar þarfir í margvíslegu félags-
starfi. Sigurður var einstakur fé-
lagsmálamaður og tók á þeim mál-
um af eljusemi, samviskusemi og
atorku. í björgunarsveitinni og
Slysavarnafélaginu átti hann margt
dagsverkið og taldi aldrei eftir sér
að taka þar til hendinni í hveiju sem
var og hvenær sem var. Hann var
forystumaður í félagsstarfi raf-
virkja á Vestfjörðum. Síðast en
ekki síst var hann Lionsmaður af
lífí og sál. Það er ekki ofmælt að
hann hafí verið ein helsta driffjöðr-
in í starfi Lionsmanna í Bolungar-
vík. Seinni árin var eftir því leitað
að hann tækist á hendur aukin trún-
aðarstörf fyrir Lionshreyfinguna í
landinu og var hann þar í fremstu
forystusveit. Á vegum Lionshreyf-
ingarinnar fór hann til útlanda
ásamt konu sinni og var það honum
eftirminnilegt. Lionsmenn í Bolung-
arvík sæmdu hann æðsta heiðurs-
merki Lionshreyfíngarinnar, svo-
kallaðri Melvin Jones orðu, fyrir
störf sín.
Það sýnir best hvemig Sigurður
gekk til allra starfa að félagsmál-
um, að oft þurfti hann að leggja
land undir fót, einkanlega þegar
hann var umdæmisstjóri Lions.
Hann taldi það aldrei eftir sér. Sett-
ist bara inn í jeppann sinn, ók af
stað og lagði oft að baki margra
klukkustunda leið, jafnvel eftir heil-
an vinnudag, til þess að geta sótt
þá fundi, sem félagsstarf hans
krafðist. Þetta þótti honum bara
sjálfsagt og eðlilegt.
í einni af perlum Halldórs Lax-