Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
29
Minning
Dagmey Einarsdóttir
Fædd 10. janúar 1903
Dáin 12. september 1993
ness er ein sögupersónan látin
segja: „Því sem manni er trúað fyr-
ir, því er manni trúað fyrir." Þetta
gæti hafa verið mottó Sigurðar V.
Bemódussonar. Hann axlaði þá
ábyrgð sem lífið fól honum, hvort
sem það var í starfi, leik eða fjöl-
skyldulífi. Slíkur maður skilur eftir
góðar minningar. Vonandi verða
þær til þess að gera léttbærari hinn
mikla missi sem orðið hefur með
andláti svo góðs drengs. Ekki síst
fyrir Dóru og börnin sem nú sjá á
bak ástríkum eiginmanni og góðum
föður.
Í veikindum sínum sagði Sigurð-
ur að hann væri sannfærður um
að einhvem tilgang hefði það að
leggja á sig þungar byrðar veik-
inda. Sjálfur tókst hann á við
krabbameinið af þeirri karlmennsku
sem honum var í blóð borin. Hann
æðraðist ekki. Biturleika var heldur
aldrei að finna hjá honum þó að
okkur þætti öllum ósanngjarnt og
óskiljanlegt að þessi vágestur skyldi
einmitt sækja hann heim á góðum
aldri og hrifsa til sín úr faðmi góðr-
ar fjöls^yldu. Sigurður V. Bernód-
usson var maður sem óx við erfið-
leikana og sýndi það ekki síst nú
síðustu mánuðina. Jafnvel á sjúkra-
beðinum síðustu vikurnar, þegar
hann var mjög þungt haldinn,
spurði hann frétta að heiman og lét
sig heldur ekki muna um að gera
að gamni sínu við gestina.
Þó að Sigurður sé nú allur þá
lifir minningin um hann áfram því
„orðstír deyr aldregi, hveim er sér
góðan getur“. — Blessuð sé minning
hans.
Sigrún J. Þórisdóttir,
Einar K. Guðfinnsson.
í dag verður til moldar borinn
Sigurður Viggó Bernódusson. Siggi
var fæddur og uppalinn í Bolungar-
vík, sonur hjónanna Dómhildar
Klemensdóttur og Bemódusar Hall-
dórssonar kaupmanns. Við kynnt-
umst fyrir rúmum þrjátíu árum
þegar við vorum að læra rafyirkjun
við Iðnskólann í Reykjavík. Á sama
tíma stundaði ung stúlka frá Bol-
ungarvík, Halldóra Kristjánsdóttir,
nám við Kennaraskólann. Þau
felldu hugi saman og fljótlega að
námi loknu fluttust þau heim til
Bolungarvíkur og stofnuðu þar
heimili. Þá höfðum við tengst vin-
áttuböndum, sem aldrei hafa rofnað
síðan.
Siggi var traustur vinur og vel
gerður maður, enda alls staðar vel
liðinn. Hann stofnaði og rak fyrir-
tæki sitt, Ljósvakann, með miklum
sóma alla tíð. Hann var gjarnan
valinn til forystustarfa. Hjá Lions-
hreyfingunni var hann kosinn til
trúnaðarstarfa og ferðaðist víða hér
heima og erlendis. Á ferðum sínum
gisti hann stundum hjá okkur í
Kópavogi og þá ræddum við oft
lengi saman fram eftir kvöldi.
Slysavarnamálin í landinu voru hon-
um mjög hugleikin og hann starf-
aði mikið í björgunarsveitinni í Bol-
ungarvík. Aldrei heyrði ég hann
mikla sig eða telja eftir sér öll þau
verk sem hann í sjálfboðavinnu
leysti svo vel af hendi. Hann var
mjög stoltur af konu sinni og böm-
unum tveimur, Guðrúnu Jónu og
Jens Þór. Hann var þeim alltaf trúr
og góður heimilisfaðir og kunni vel
að meta við Dóru að alltaf hefur
hún staðið við hlið hans í öllu því
sem hann tók sér fyrir hendur.
Rakel, dóttir mín, var eitt sinn hjá
þeim sumarlangt og alltaf hefur
þeirra gestrisna heimili staðið okkur
opið.
Það var fróðlegt að aka um með
Sigga því að hann þekkti landið svo
vel. Minnisstæðar eru ferðir sem
við Magga fórum með Dóru og
Sigga, t.d. bíltúr út í Skálavík. Eina
ferð ber þó hæst. Þá fórum við með
bát yfir Leirufjörð og vorum í
nokkra daga. Það var gengið upp
að Drangjökli, inn í Hafnarfjörð og
ýmislegt fleira skemmtilegt gert.
Þessari ferð gleymum við aldrei.
Þó að við Magga byggjum í
Bandaríkjunum í áratug slitnaði
ekki sambandið við Bolungarvík. Á
ferðum okkar heim til íslands fórum
við oftar en ekki til þeirra á Vest-
firðina. Tvívegis komu þau til okkar
í heimsókn og einnig var Guðrún
Jóna hjá okkur sumarið 1986. Þau
hjónin lögðu líka land undir fót og
bjuggu um tíma í Danmörku. Ég
veit að þar leið þeim mjög vel og
voru ánægð með dvölina.
Elsku Dóra, Guðrún og Jens. Nú
þegar Siggi vinur minn hefur orðið
að lúta í lægra haldi fyrir þessum
illvíga sjúkdómi, sem hann háði svo
harða baráttu við, biðjum við góðan
Guð að styrkja ykkur. Við hugsum
ávallt til ykkar og vottum ykkur
og öllum aðstandendum dýpstu
samúð okkar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Þorgeir Guðmundsson.
Það er með mikilli virðingu sem
við í dag kveðjum samstarfsmann
og vin okkar, Sigurð V. Bernódus-
son. Hann kom til liðs við okkur í
Björgunarsveitinni Erni strax eftir
heimkomu úr rafvirkjanámi, sem
hann hafði stundað í Reykjavík,
fyrir 23 árum.
Honum voru slysavarnastörf
mjög hugleikin enda störfuðu flest-
ir hans nánustu af miklum dugnaði
að framgangi þeirra. Siggi hafði
kynnt sér björgunarstörf fyrir sunn-
an og var því valinn til forystu þeg-
ar uppbygging sveitarinnar hófst,
enda dugnaður hans og ósérhlífni
einstök. Það renna um hugann góð-
ar minningar um verkefni sem við
unnum saman og hann vann af
hæfni og velvilja, eins og t.d. fyrstu
námskeið fyrir sjómenn um örygg-
ismál þeirra, erfíð útköll, plötusalan
sem við stóðum fyrir og vinna hans
við nýja húsið okkar. Alltaf mátti
treysta Sigga fyrir erfíðustu verk-
efnunum. Við munum minnast haris
þegar við tökum nýja skýlið í notk-
un, en það ætlaði hann að gera
með okkur ef aðstæður hefðu leyft.
Við þökkum fyrir að hafa fengið
að njóta samstarfs og leiðsagnar
hans og vitum að minning hans
mun lifa með okkur í þeim verkum
sem hann vann.
Elsku Halldóra, þér og börnun-.
um, foreldrum Sigurðar og öðrum
aðstandendum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um Guð að styrkja ykkur í sorginni.
Blessuð sé minnihg hans.
Félagar i Björgunarsveitinni Emi
Mig langar að skrifa nokkur orð
um hana gömlu fóstru mína, hana
Döggu. Ég var hjá henni í tvö ár,
4-6 ára, þegar foreldrarnir mínir
veiktust báðir af berklum. Kynni
okkar hafa ætíð haldist síðan. Ég
held að hún hafi alltaf litið á mig
sem eitt af sínum börnum.
Dagga var afskaplega léttlynd
og kát kona. Hún hafði mikla rétt-
lætiskennd og hjálpaði oftþeim sem
minna máttu sín. Mamma og Dagga
voru saman í verkakvennafélaginu
Snót í Vestmannaeyjum. Það var
oft gaman að hlusta á þær rifja upp
hvað þær gerðu þar. Dagga var
hagmælt og saman sömdu mamma
Þegar ung kona er kvödd og
hefur barist hetjulegri baráttu við
æðri öfl og tapað, þá setur mann
hljóðan. Við Bryndís töluðum sam-
an um það bil vikulega undanfarið
ár, báðar búsettar erlendis, og allan
þann tíma hefur hún verið að stríða
við kvalir vegna veikinda sinna. En
alltaf var það sama sagan þegar
ég spurði hana um líðan: „Jú, jú,
ég hef það ágætt." En það mátti
merkja á okkar síðustu símtölum,
að rnátturinn var að þverra.
Ég dáist að æðruleysi þessarar
ungu konu og dugnaði. Hún fór í
viku ferðalag með fjölskyldu sinni
fyrir um það bil þrem vikum síðan,
svo veik sem hún var. Það má segja,
að það hafí verið sama, hvað á
gekk, alltaf var hún jafn róleg og
bjartsýn og jákvæð á framtíðina.
og hún bæði ljóð og leikrit á
skemmtunum félagsins. Ég á einnig
ljóð eftir Döggu.
Eiginmaður Döggu var Ólafur
Bjarnason. Bjuggu þau allan sinn
búskap í Vestmannaeyjum. Óli var
sjómaður. þau eignuðust fjögur
börn, Kristínu, Finnboga, Birnu og
Dalrósu, en hún lést þegar hún var
12 ára gömul. Þau ólu einnig upp
Dalrósu, sem var barnabarn þeirra.
Óli andaðist fyrir rúmum 20 árum.
Dagga varð að flytjast upp á land
eins og aðrir Vestmanneyingar í
gosinu. Hún bjó í Síðumúla þar sem
margir Vestmanneyingar bjuggu á
þessum árum. Þegar dvalarheimili
aldraðra var opnað í Eyjum var hún
með þeim fyrstu sem fluttust þang-
að.
Þau hjón tóku sig upp og fluttust
til Svíþjóðar fyrir um það bil þrem-
ur árum. Þá átti að byija frá byijun
í nýju landi af krafti, bjartsýni, eft-
irvæntingu og spenningi. Það gekk
allt einsog við var að búast, maður
gengur á vegg hér og þar í byijun.
Það er meira en að segja það að
flytjast búferlum með tvö böm.
Tungumálið er fyrsti veggurinn og
ekki sá síðasti. Það er eitt og annað
erfítt viðfangs í kerfínu.
En þau vom búin að komast yfír
það versta, yfír vestu hindranimar.
Þá er barið að dymm og hin óyfir-
stíganlegu veikindi dynja yfír. En
þau stóðu samán eins og klettur í
þessu eins og öðru. Ég vona að guð
verði með þér, Biggi minn, í þess-
ari miklu raun, því að það birtir
alltaf upp um síðir. Og það að eiga
Dagga var mikil hannyrðakona.
Mikið er til af myndum sem hún
saumaði og mörg teppi heklaði hún.
Eftir að ég fór að búa var hún
hjá okkur um tíma á hveiju sumri,
meðan heilsa leyfði. Það var alltaf
gaman þegar hún kom hress og
kát. Dagga var afskaplega dugleg.
Sem dæmi um það er að henni
fannst ómögulegt annað en áð
hjálpa til við heyskapinn. Hún mok-
aði jafnvel votheyi á færiband með
kvísl og þá var hún komin yfir sjö-
tugt.
Dagga mín var nú búin að vera
mikill sjúklingur í nokkur ár. Ég
veit að Óli, Dalrós og fleiri ástvinir
hafa tekið fagnandi á móti þér.
Elsku Dagga mín, minningin um
þig mun ætíð ylja okkur.
Mamma, Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir, biður fyrir kveðjur og þakk-
læti fyrir allt gamalt og gott.
Ég og fjölskylda mín sendum
okkar bestu samúðarkveðjur.
Ingigerður Antonsdóttir.
tvö mannvænleg börn gefur mikið
til að líta fram á veginn fyrir. Gangi
þér allt í haginn í framtíðinni. Eg
votta allri fjölskyldu þinni og henn-
ar dýpstu samúð mína.
Peta.
Mig langar til að kveðja frænku
mína, Bryndísi Bjarnadóttur, með
fáeinum orðum. Örlögin höguðu því
þannig að við frænkurnar sáumst
síðast rétt áður en hún fluttist bú-
ferlum til Svíþjóðar og ekki óraði
mig þá fyrir því að það yrði okkar
síðasta stund saman í þessum
heimi. Skömmu eftir þá kveðju-
stund hófst barátta við erfið veik-
indi sem urðu henni um megn.
Nú hrannast upp minningar frá
því að ég var lítil stelpa í pössun
hjá Beisý frænku og þar fékk ég
iðulega uppáhalds spaghettíréttinn
minn sem aðeins hún gat búið til.
Elsku Beysí, missir þinn er mik-
ill, en minningin lifir.
Biggi og böm, Guð gefí ykkur
styrk í sorg ykkar.
Unnur Konráðsdóttir.
+
Ástkœr móðir okkar,
BJÖRG ANNA SIGVALDADÓTTIR
frá Hrafnabjörgum í Svínadal,
Snæfellsási 6,
Hellissandi,
varð bráðkvödd 22. september 1993.
Ingibjörg Óskarsdóttir,
Jónína B. Óskarsdóttir,
Sigvaldi H. Hrafnberg.
£
Útför eiginmanns míns,
PÉTURS L. GOLDSTEIN,
loftskeytamanns,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
27. september kl. 13.30.
Fyrir hönd dætra, tengdasona og
barnabarna.
Hlín Guðjónsdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður,
dóttur, systur og ömmu,
GUÐRÚNAR KJARTANSDÓTTUR,
Brekkulandi 1,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir flytjum viö starfsfólki
Krabbameinsdeildar Landspítalans.
Ársæll Ársælsson,
Kjartan Þór Ársælsson,
Ársæll Ársælsson, Jóhanna Einarsdóttir,
Leifur Sveinn Ársælsson
Kjartan Gíslason, Þórleyf Guðjónsdóttir,
systkini og barnabörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrir-
vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast
síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
+
Sambýlismaður minn,
ÓLI LÚÐVÍK LAXDAL,
sem lést í Borgarsprtalanum þann 7. september, hefur verið jarð-
settur í kyrrþey. Allir þeir sem sýndu okkur samúð og vináttu fá
bestu þakkir frá allri fjölskyldunni.
Gunnhildur Eiriksdóttir,
Skúli Hersteinn Oddgeirsson.
+
Hjartanlegar þakkir sendum við öllu því fjölmarga fólki nær og
fjær sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför,
SIGURJÓNS M. JÓNASSONAR
bónda,
Syðra-Skörðugili,
Skagafirði.
Sigrún Júlíusdóttir, börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður okkar,
GUÐRÚNAR HALLSDÓTTUR
frá Gri'shóli.
Kristján Jóhannesson,
Leifur Kr. Jóhannesson,
Sigriður Jóhannesdóttir,
Hallur Jóhannesson
og fjölskyldur.
Bryndís Bjarna-
dóttir — Minning