Morgunblaðið - 25.09.1993, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
1
4
> T.
>
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) **
Það er margt að gerast í
samkvæmislífmu í dag og
þú hefur vart tíma til að
sinna verkefni úr vinnunni.
Njóttu lífsins.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Upplýsingar sem þú færð
um viðskipti í dag eru ef til
vill ekki nákvæmar. Þú ert
með hugann við ferðalög og
afþreyingu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Ekki eyða óþarflega miklu
við innkaup dagsins. Það
gæti verið misráðið að halda
boð í kvöld og betra að vera
með fjölskyldunni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) >“$£
Maka getur greint á við inn-
kaupin en að öðru leyti verð-
ur dagurinn ánægjulegur.
Hafðu hófsemi í hávegum í
kvöld.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Láttu ástvin vita um tilfinn-
ingar þínar. Horfumar í
peningamálum fara batn-
andi. Þú gerir góð innkaup
í dag.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) <jP>
Þú vilt gjaman halda áfram
viðskiptum sem lofa góðu
enda hefur (járhagurinn
batnað. Skemmtun getur
verið kostnaðarsöm.
(23. sept. - 22. október)
Þú nýtur þín vel í sam-
kvæmislífinu í dag. En þótt
þú skemmtir þér vel er betra
að varast laumuspil í ástar-
málum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú vinnur að breytingum
heima fyrir í dag. Það væri
heppilegra að eyða kvöldinu
út af fyrir þig en að bjóða
heim gestum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Ekki trúa öllu sem þér er
sagt varðandi viðskipti sem
eiga að gefa góðan arð. Þú
hefur gaman af að heim-
sækja vini í kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) m
Þú ert á réttri leið að settu
marki og þér gefst tækifæri
til að auka tekjumar. Var-
astu samt óþarfa eyðslu.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Nú væri upplagt að skreppa
í smá ferðalag eða svipast
um í nágrenninu. Viðræður
við sérfræðing gefa þér
góða hugmynd.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) SSt
Þú ert á báðum áttum varð-
andi þátttöku í samkvæmi
þar sem þú þarft að vinna
verk heima. Þú átt von á
aukatekjum.
Stjörnusþána á aó lesa sem
dægradv'ól. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staóreynda.
UOSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
Heldurðu að það sé hægt að kom- Það efa'ég, af hverju spyrðu? Ég var bara að velta því fyrir mér.
ast yfir vatnið á strandbolta?
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
Eftir opnun suðurs á sterku laufi
taka sagnir heldur óskemmtilega
stefnu. Settu þig f spor suðurs:
Norður
4 K865
¥ KIO
♦ ÁDG3
* ÁK6
Vestur Norður Austur Suður
— — 1 lauf
1 hjarta 1 spaði Pass ?
Með einum spaða sýnir makker
8+ HP og a.m.k. fimmlit. Með fjór-
lit á móti í spaða sýnist blasa við
rétt séað spila spaðasamning (hugs-
anlega slemmu) en sá er galli á gjöf
Njarðar að makker verður sagnhafí.
Ekki svo að skilja að ástæða sé til
að vantreysta félaga, heldur líst þér
illa á að fá út hjarta í gegnum kóng-
inn.
Spilið kom upp í keppni í Banda-
ríkjunum í fyrra (Reisinger) og þar
fundu þeir Tom Sanders og Bill
Pollack eftirfarandi lausn á þessum
vanda:
Suður gefur; AV á hættu.
Vestur
4 104
¥ ÁG9742
4 965
4 107
Norður
4 ÁDG32
¥ 865
♦ K102
4 85
III
Suður
Austur
4 97
¥ D3
♦ 874
4 DG9432
4 K865
¥ KIO
♦ ÁDG3
4 ÁK6
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 lauf
1 hjarta 1 spaði Pass 1 grand
Pass 3 grönd Pass 4 tíglar
Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar
Pass Pass Pass
Snotur slemma og sú eina sem
vinnst. Fyrir þessar sagnir fengu
þeir félagar viðurkenningu IMPA
(Alþjóðasambands bridsblaða-
manna), svokölluð Romex verðiaun,
sem veitt eru fyrir bestu sagnröð
ársins.
Það er kannski vafasamt að gagn-
rýna „bestu sagnröðina", en dálka-
höfundi þykir samt nokkur heppnis-
bragur á þessum sögnum. f fyrsta
lagi líst mér betur á að segja strax
tvo tígla við einum spaða til að svæla
út 3-litar-stuðninginn. f annan stað
gat norður gefið makker sínum
meira svigrúm með því að segja
bara tvö grönd, ekki þijú. Þá gæti
suður sagt afslappaða þijá tígla. En
hitt er mjög rökrétt að keyra í
slemmuna eftir að búið er að finna
4-3 samleguna, því það verður að
teljast ólfklegt að norður sé með
tvflit í hjarta og þijá hunda í laufi
(vestur sagði aðeins eitt hjarta og
austur studdi ekki litinn).
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á millisvæðamótinu í Biel í
Sviss í sumar kom þessi staða upp
í skák unga hollenska stórmeistar-
ans Loeks Van Wely (2.585), sem
hafði hvítt og átti leik, og svissn-
eska alþjóðlega meistarans Luc-
ans Brunner (2.475). Svartur lék
síðast 29. — Hd7-dl í erfíðri stöðu.
30. Bd5+! og svartur gafst upp,
þvi hann verður mát eftir bæði
30. - Hxd5, 31. De6+ - Kh8,
32. De8+ og 31. - Kf8, 32. Hfl+
og 30. — Dxd5, 31. De8 mát.
Lagleg línurofsflétta, sem hefði
einnig gengið upp þótt hvíta peðið
á b3 væri ekki til staðar og þá
verið ennþá glæsilegri.
Um helgina: Haustmót Tafl-
félags Reykjavíkur hefst sunnu-
daginn 26. september kl. 14 í
Faxafeni 12. Lokaskráning í dag,
laugardag, frá 14-22 í símum TR
681690 og 813540.