Morgunblaðið - 25.09.1993, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.09.1993, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐI& LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Með morgnnkaffinu Jæja. Nú á þetta að vera komið í lag. Prófaðu að selja í samband og við skulum sjá hvað gerist. pjiorgtwWíiíiiiiJi BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hver er tilgangur lífsins? Frá Konráð Friðfinnssyni Hver er tilgangur lífsins? Er hann að vinna fúlgur fjár, t.d. í Lottó? Eignast stórt og vandað einbýlishús með öllum búnaði? Fara árlega ut- an? Ramba ölvaður á milli öldur- húsa borgarinnar að kvöldlagi? Hitta fagurt fljóð? Ef tilgang lífsins er ekki þarna að finna hvar þá? Þessari spurningu hafa margir reynt að svara í gegnum tíðina með misjöfnum árangri. í mínum huga er tilgangur lífsins ljós. Nefnilega sá einn að tilbiðja Guð og hans einkason Jesú Krist, frelsara vorn, og fylgja honum ein- um. Líf án Krists er ekki einvörð- ungu innantómt, einskisvert, hé- gómlegt, heldur einnig gleðisnautt og einkar heimskulegt fyrir mann- inn. Kristur er miðpunkturinn í þessu öllu saman og það sem hugur og hjarta kristins manns stendur ávallt til, á hverju sem annars geng- ur, í daglegu amstri hans. Að mega fylgja Kristi, taka sér orð hans í munn, falla á kné og biðja, ekki bara fyrir eigin skinni heldur líka öðrum mönnum, jafnvel þeim er lagt hafa stein í götu manns, og finna styrkinn og sigurinn er manni veitist fyrir mátt bænarinnar, er í einu orði sagt stórkostlegt. Meiri heiður en þennan getur engum manni hlotnast á viferli sínum, hve hátt sem hann annars nær í þjóðfé- lagsstiganum. Sá þegn sem hefur Krist sér við hlið, hann á í rauninni allt og þamast einskis. Já, máttur bænarinnar er mikill. Víða má finna þessari fullyrðingu minni stað í heilagri Ritningu. Bænin er einkasamtal mannsins við Guð. í bæninni leggur maðurinn spil sín á borðið og rekur raunir sínar, og ef til vill annarra, fram fyrir Guð og Guð heyrir kveinstafi mannsins. Til þess að þegninn geti ætlast til af almættinu að fá bæn- heyrslu verður hann líka að trúa að það sé til. Raunverulegt. Lif- andi. Kraftur, sem megnar allt. Maður sem ekki trúir má ekki ætla það að fá bænheyrslu hjá Guði. Trúin á Messías er sem sé grunnur- inn að þessu samfélagi. Um þetta atriði vitnar Biblían sjálf. Hinn trú- aði getur í annan stað reitt sig á þennan stuðning, hvar og hvenær sem er. Það eitt er víst. Trúaður maður og vantrúaður eru í raun andstæður. Eins og svart og hvítt eru andstæður. Samt er það svo að þeir geta vel orðið sam- mála um ýmislegt í lífinu. T.d. því að vín- og fíkniefnaneysla sé böl sem tæri manninn og kalli yfir hann hverskyns óheill, sundri fjölskyldum og þar fram eftir götunum, en málið er að þegar kemur að leiðum til úrbóta skiljast ævinlega leiðir hjá þeim. Ráið er trúaður maður gefur í þessu tilliti er aðeins eitt. Frá Benedikt Jónssyni: í tilefni af bréfi Jóns Sveinssonar hdl. til heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins, dags. 17. september, og framhaldsbréfí hans til umboðs- manns Alþingis dags. sama dag vegna afgreiðslu tryggingaráðs á umsóknum um starf forstjóra óska ég eftir að bera eftirfarandi spurn- ingar upp við nefndina: 1. Er það í samræmi við góða starfshætti lögmanns að bera upp ákæru fyrir nafnlausa skjólstæð- inga? Nafnlaus bréf í blöðum eru birt á ábyrgð ábyrgðarmanns. Hlýtur ekki sama að gilda um nafnlausa ákæru, hún sé á ábyrgð þess lög- manns sem ber hana upp? Geta þá þeir sem ranglega eru bornir sökum farið í meiðyrðamál við lögmann- inn? 2. Er það í samræmi við góða starfshætti lögmanna að bera fram kæru byggða á viilandi fréttaflutn- ingi dagblaða þegar þeim er í lófa lagið að fá frumgögn málsins? í bréfi lögmannsins vitnar hann í frétt Morgunblaðsins. Umfjöllun blaðsins er hins vegar rangtúlkun þess á brefi sem ráðið sendi ráð- herra og blaðið fékk afrit af. Blað- ið leiðrétti frétt sína laugardaginn 18. september. Lögmaðurinn sá hins vegar ekki ástæðu til þess að Og það er: „Leitið á náðir Drottins vors Jesú Krists og hann mun hreinsa burt fíkn ykkar og gefa nýtt og betra líf og frelsi í sér.“ Hinn vantrúaði segir aftur á móti eftirfarandi: „Gerið þetta gerið hitt, hlaupið hingað, verið sterkir og ákveðnir, takið einn dag í einu.“ M.ö.o. hann bendir á allt nema Guð sem getur þó raunverulega hjálpað þama, eins og sem betur fer fjöl- margir einstaklingar geta staðfest með mér. Guði sé lof. KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, Þórhólsgötu la, Neskaupstað. leiðrétta ásakanir sínar í viðtali við Bylgjuna í hádeginu sama dag. Lögmaðurinn hefði getað fengið frumgögn málsins hjá Trygginga- stofnun eða einstökum ráðsmönn- um og þá farið með rétt mál áður en hann hófst handa í fjölmiðlaleik sínum. 3. Er það í samræmi við góða starfshætti lögmanna að bera menn sökum með þvíað senda þeim skeyti ífjölmiðlum án þess að senda hinum ákærðu afrit af ásökunum? Jón Sveinsson hdl. sendi afrit af upprunalegu bréfi sínu til allra fjöl- miðla sem og afrit af bréfi sem hann sendi til umboðsmanns Al- þingis. Hins vegar hirti hann ekki um að senda einum einasta Trygg- ingaráðsmanni bréf sín. Þeim var því ómögulegt að bera hönd yfir höfuð sér fyrr en eftir að fyrstu fréttir birtust. Eftir það var áhugi fréttastofa þrotinn enda rétt mál miklu minni frétt en ásakanir um ranga málsmeðferð og meiðandi gerðir. Svör við ofangreindum spuming- um hljóta að gefa almennum borg- urum ákaflega mikilvæga vísbend- ingu um stöðu þeirra gagnvart lög- mönnum og nafnlausum ákærend- um. BENEDIKT JÓNSSON, tryggingaráðsmaður. Fyrirspum til siðanefnd- ar lögmannafélagsins HOGNI HREKKVISI „éG HEFHAFT ÖAMAU AE> HEIAISÓKN HANS." Víkveiji skrifar Víkvetji var á dögunum á ferð um Dyrhólaey, einhverja mestu náttúruperlu landsins. Eyjan er stórfengleg, ekki bara fyrir sakir fjölbreyttrar lögunar, heldur er fuglalíf þar afar íjölskrúðugt. Því er það vel gert að banna umgang um eyna á varptímanum og enn- fremur hafa menn haft uppi hug- myndir um að takmarka aðgang að henni til að hlífa henni eða taka gjald af þeim sem eyna skoða til að standa straum af kostnaði við eftir- lit, viðhald vegar og fleiri þátta. Því er ljóst að mönnum þykir mikið til eynnar koma, en Víkverji telur þó einn mikinn vansa á umgengi þar. Gamlar leyfar af eins konar land- tökubúnaði smábáta liggja úr eystri hluta eynnar út í sker þar fyrir utan. Umbúnaður í landi er úr sér gengið stýrishús af bát og frá því liggja margir vírar út í skerin fyrir utan. Upphaflega var ætlunin að taka þarna upp smábáta, þannig að Mýr- dælingar gætu sótt sjóinn og nýtt aflann heima fyrir. Það hefði að sjálfsögðu átt að stöðva í upphafi, því náttúruperlur landsins má ekki eyðileggja með þessum hætti. Mýr- dælingar komust svo reyndar að því að þessi leið hentaði ekki. Þeir fundu því aðra einfaldari leið og notuðust við hjólabáta. Hins vegar gleymdu þeir að taka til eftir sig í Dyrhólaey og er það skoðun Víkveija að svo beri að gera nú þegar. Þessar leyfar landtökubúnaðar eru aðeins minnis- merki misheppnaðrar tilraunar til eins konar hafnargerðar, sem aldrei hefði átt að leyfa og eiga ekkert skylt við sögu Dyrhólaeyjar. xxx að kann að vera að bera í bakka- fullan lækinn að skrifa hér um seinagang ýmissa framkvæmda í Reykjavík, en þolinmæði Víkverja dagsins eru takmörk sett. Þingholt- in, svo dæmi sé tekið, hafa verið nánast ófær umferð í allt sumar vegna endurnýjunar vatnslagna og viðhalds ýmiskonar. Hvort tveggja hefur verið nauðsynlegt, enda hvers manns skylda að sinna viðhaldinu. Hins vegar virðist vera komin á sú venja að droll^, endalaust yfir verk- inu eins og menn séu að hugsa um það eitt að fá sem flestar vinnu- stundir út úr dæminu. Nú er eflaust megnið af þessum viðhaldsverkefn- um boðið út og því fær verktakinn jafn mikið hversu lengi sem hann dundar við verkið. Gott og vel, það skiptir hann ekki máli, en það skipt- ir íbúa viðkomandi hverfa miklu máli. Það skiptir verzlanir og veit- ingahús miklu máli ef ekki er hægt að komast þeim með góðu móti. Það eru hagsmunir sem ekki má horfa framhjá. Því ber þeim, sem verk af þessu tagi vinna, að hraða þeim sem kostur er til að valda ekki fólkinu ónæði. Það er fólkið, sem borgar framkvæmdirnar, almenningur, hóp- ur neytenda, sem í síauknum mæli er orðinn eins konar peð í pólitísku valdatafli, hvort sem er í málefnum ríkis eða sveitarfélaga. Stjórn ríkis og sveitarfélaga virðist orðin í mol- um vegna þrýstings hagsmunahópa af ýmsu tagi og keppast allir við að þóknast þessum hópum, en gleyma þeim allra stærsta, sem er hinn al- menni íslendingur, sem vill gjarnan fá ódýran og góðan mat og góða þjónustu og er tilbúinn til að legga sitt af mörkum til samneyzlunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.