Morgunblaðið - 25.09.1993, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
37
Alþýðuflokkurinn
á villigötum
Frá Sveini E Hanssyni:
í febrúar á þessu ári urðu tölu-
verð blaðaskrif og fréttaflutningur
ljósvakamiðlanna um embættaveit-
ingar Alþýðuflokksins til flokks-
manna sinna. Þessar embættisveit-
ingar sem þá var rætt um voru bara
lognið á undan storminum, því síðan
hefur ýmislegt gerst.
Jón Sigurðsson var skipaður
seðlabankastjóri af Sighvati Björg-
vinssyni, Eiður Guðnason var skip-
aður sendiherra í Osió af Jóni Bald-
vin Hannibalssyni og síðast en ekki
síst þá skipaði stórstjarna þeirra
Hafnfirðinga, Guðmundur Árni Stef-
ánsson, flokksbróður sinn, Karl
Steinar Guðnason, forstjóra Trygg-
ingastofnunar ríkisins.
(Mikið var nú stjörnuhrapið í
Hafnarfirði.)
Að sjálfsögðu vissu allir að Karl
Steinar fengi þessa stöðu, (sama
hversu margir sóttu um hana), því
að það var samið um þetta þegar
að það var ákveðið að það yrði ekki
viðhaft prófkjör í Reykjaneskjör-
dæmi hjá Alþýðuflokknum fyrir síð-
ustu kosningar. (Þeir vissu nefnilega
um tvö embætti sem fljótlega los-
nuðu, sem þeir telja sig eiga.) Svona
hagar Alþýðuflokkurinn sér aftur
og aftur, þótt hann segist vera á
móti slíkum stöðuveitingum og saki
aðra um enn meiri spillingu. Til þess
að fá fóllk til þess að gleyma þessu
þyrlar formaður flokksins og utan-
ríkisráðherra upp miklu moldviðri í
sambandi við Hagkaupsskinkuna og
Bónus-kalkúninn, svo fólk hafi um
eitthvað annað að tala.
Svo koma þeir félagar, Jón Bald-
vin og Sighvatur, fram í fjölmiðlum
og segja: „Við viljum ekki koma í
veg fyrir að fátækt fólk fái að kaupa
ódýrt kjöt.“
Betra ef satt væri, því hverjir
voru það sem komu hinum illræmda
matarskatti á, á sínum tíma. Jú, það
voru Jón Baldvin, Sighvatur og fleiri
meðreiðarsveinar þeirra úr Alþýðu-
flokknum.
Af öllu þessu má sjá, að það er
ekki að marka eitt einasta orð frá
þessum mönnum í Alþýðuflokknum,
sama hvort það eru fyrrverandi stór-
stjörnur úr Hafnarfirði eða pólitískir
galdrameistarar af Vestfjörðum.
Því segi ég: Landsmenn góðir.
Kjósum aldrei aftur Alþýðuflokkinn!
SVEINN E. HANSSON,
Bræðraborgarstíg 2.4a, Reykjavík.
Pennavinir
Frá Ghana skrifar 24 ára karl-
maður með áhuga á íþróttum og
tónlist:
Gamaliel K. Sackey,
Old Towe,
P.O. Box 1276,
Oguaa,
Ghana.
LEIÐRÉTTINGAR
Hagkaup ekki
Clara
Þau mistök urðu í neytendaum-
fjöllun Daglegs lífs s.l. fimmtudag
að þijár snyrtivörutegundir; varalit-
ur, andlitsfarði og augnháralitur frá
Cliniqúe voru sagðar samtals 812
kr. dýrari í Snyrtivöruversluninni
Evitu en í Snyrtivöruverslun Clöru.
Hið rétta er að þær voru 812 kr.
dýrari en í Hagkaup. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
Dublin
Helgi Pétursson hjá Samvinnu-
ferðum/Landsýn benti á að rangt
hefði verið eftir sér haft í Ferðablað-
inu að 3.500 manns hefðu farið til
Dublin í fyrra. Hið rétta sé að
fimmtudaginn 23. þ.m. hafí 3.500
manns átt bókað far þangað. Að-
spurður vildi Helgi ekki gefa upp
fjölda farþega til Dublin í fyrra.
VELVAKANDI
THEÓDÓR Halldórsson, yfir-
maður hjá skrúðgörðum
Reykjavíkurborgar, hringdi til
Velvakanda með athugasemd
við klausu Þórdísar sem birtist
í Velvakanda fýrir nokkru þar
sem hún talaði um hundaskít
fyrir sunnan Hljómskálann.
Hann segir að sá skítur sé ekki
eftir hunda heldur gæsir. Bæði
álftir og gæsir sitji þarna í hóp-
um og bíti gras og þá gefur
augaleið að þær skili einhveiju
frá sér. Hann segir að eftir að
þeir hættu að slá í haust beri
meira á þessum óþrifnaði. The-
ódór sagði að hundum og þá
ekki síður hundaeigendum væri
kennt nóg um þannig að ekki
væri vert að bæta á þá því sem
þeir ættu ekki. Þó vildi hann
gleðja Þórdísi með því að menn
hjá skrúðgörðunum ætla að
slóðadraga flatirnar' og vonast
með því þá dragi úr þessum
sóðaskap.
INNKAUPAKÖRF-
URÁFERÐ OG
FLUGI
HELGA hringdi til Velvakanda
og vildi koma því á framfæri
við fólk að það gengi frá inn-
kaupakörfum á sinn stað þegar
búið væri að nota þær. Hún
kvaðst hafa farið í Bónus í
Hafnarfirði sl. miðvikudag og
þá hafi fokið karfa á bílinn
hennar og stórskemmt hann.
Hún sagði að þeir Bónusmenn
segðu að fólk tæki því fremur
illa ef það væri beðið að ganga
frá körfunum og þyrftu þeir oft
að borga tjón af þeirra völdum.
Þeir væru þó tryggðir fyrir
þessu en það breytti því ekki
að það kæmi sér mjög illa fyrir
fólk að verða fyrir því að körf-
umar skemmdu bíla þess. Helga
er 75 ára og sagðist eiga erfítt
með að fara með bílinn á verk-
stæði og þurfa að sækja hann
aftur. Hún vildi eindregið beina
því til fólks að ganga nú frá
innkaupakörfunum svo fólk
þyrfti ekki að verða fyrir óþæg-
indum af þeirra völdum.
GÓÐ ÞJÓNUSTA
ÞÓ AÐ seint sé langar mig að
benda á mjög góða þjónustu hjá
Alþjóða verslunarfélaginu,
Skútuvogi 11, Reykjavík, og
einnig hjá versluninni Rafbraut
sf., Bolholti 4, Reykjavík, en sú
verslun sér um viðgerðarþjón-
ustu fyrir áðumefnt fyrirtæki.
Sl. vor þurfti ég á þjónustu þess-
arra fyrirtækja að halda og var
sú þjónusta sem veitt var þeim
báðum til mikils sóma og vil ég
hér með þakka fyrir hana.
Sóley Benna
Guðmundsdóttir,
Ásholti 1, Mosfellsbæ.
TIL STUÐNINGS
DAVÍÐ
Ei ska! tala undir rós
né yrkja bull né gjálfur.
Davíð er mitt leiðarljós
líkt og drottinn sjálfur.
Pétur
TAPAÐ/FUNDIÐ
Gullkross og lykla-
kippa töpuðust
LÍTILL gullkross á keðju og
lyklakippa með mynd af trölli
töpuðust einhvers staðar á milli
háskólans og miðbæjarins fyrir
nokkru. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 13308 eftir kl. 17.
Sjal í óskilum
SJAL eða slæða var tekin í
misgripum í Sundlaug Kópa-
vogs í vor. Eigandi má hafa
samband í síma 42258.
Ermahnappur tapaðist
SPORÖSKJULAGAÐUR erma-
hnappur með rauðum rúbín-
steini tapaðist annaðhvort við
giftingu í Bústaðakirkju eða í
veislu eftir brúðkaupið á Hótel
Sögu laugardaginn 18. þ.m.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 34366.
Giftingarhringur
tapaðist
Á HRINGFERÐ um landið fyrir
u.þ.b. ári týndist frekar stór
karlmannsgiftingarhringur með
áletruninni „Þín ída“. Letrunin
gæti þó hafa máðst af. Hafí
einhver fundið hringinn er hann
vinsamlega beðinn að hafa sam-
band í síma 98-21598.
Varningur týndist
í Fríhöfninni
Á HEIMLEIÐ frá Edinborg tap-
aðist í fríhöfninni í Keflavík
poki með slæðu, hálsfesti o.fl.
laugardaginn 18. þ.m. Hafi ein-
hver fundið þennan poka er
hann vinsamlega beðinn að
hringja í síma 666410.
Týnt hjól
DOKKBLÁTT Mongoose Switc-
thbac-fjallahjól hvarf frá Álfta-
mýri 75 19.-20. september.
Hjólsins er mjög sárt saknað.
Hafí einhver orðið þess var er
hann vinsamlega beðinn að
hringja í síma 39004.
Svartur klútur
með kögri
FYRIR nokkru tapaðist svartur
klútur með kögri. Finnandi vin-
samlega hringi í síma 11261.
Gleraugu töpuðust
GLERAUGU töpuðust við
beijatínslu í Grafningi sunnu-
daginn 12. september. Finnandi
er vinsamlega beðinn að hringja
í síma 39242 eða 621414.
Lyklar fundust
ÞRÍR lyklar á bandi fundust í
Skipholti á móts við Gúmmí-
vinnustofuna. Upplýsingar í
síma 16363 eftir kl. 17.
Hjól fannst
STELPUHJÓL fyrir 4-5 ára,
fjólublátt með hvítu stýri, fannst
við Suðurhóla í Breiðholti fyrir
nokkru. Upplýsingar í síma
76791.
Seðlaveski tapaðist
SVART seðlaveski tapaðist í
miðbænum sl. miðvikudags-
kvöld. í veskinu voru skilríki,
atvinnuskírteini vélstjóra o.fl.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 683538.
GÆLUDÝR
Kettlingar
ÞRJÁ fallega tveggja mánaða
kettlinga vantar gott heimili
sem fyrst. Upplýsingar í síma
653672.
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ - NAMSTÆKNI
Viltu margfalda afköst í starfi og námi um alla framtíð?
Viltu lesa meira af góðum bókum? Viltu lesa góðar bækur
með meiri ánægju?
Skráðu þig þá strax á næsta hraðlestrarnámskeið sem laust
pláss er á, en það hefst miðvikudaginn 6. október nk.
Næsta námstækninámskeið sem laust pláss er á , hefst
23. október.
Skráning alla daga f sfma 641091.___________“
HRAÐLESTRARSKOLINN
...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
K! 1978- 1993 C1
Svissneskur
hótel- og ferðamálaskóli
34 ára reynsla - 1 eöa 2ja ára námskeiö á ensku
Hótelrekstrarnámskeið sem lýkur með prófskírteini
- Almennur rekstur og stjórnun
- Þjálfun í framkvæmdastjórn
HCIMA réttindi. Námið fæst viðurkennt í bandariskum og
evrópskum háskólum.
Ferðamálafræði lýkur með prófskírteini
- Feröaskrifstofunámskeið viðurkennt af IATA/UFTAA
- Þjálfun í framkvæmdastjórn
Skrifíð til:
HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL,
1854 D Leysin, Switzerland.
Sími: 9041-25-342611 - Fax: 9041-25-341821.
HOSTR
SIEMENS
—
\
A
Rafmagnsofnar frá
Siemens í miklu úrvali
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmtm
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 SÍM.I 628300
ieiðir til betri árangurs
Myndin fjallar um helstu þætti sem góður
starfsmaður þarf að hafa í huga til þess að ná betri
árangri í starfi. Mynd sem borgar sig.
myncihærhf.
Suðurlandsbraut 20, símar 35150 og 31920, fax 688408.