Morgunblaðið - 12.10.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.10.1993, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993 Rúmlega þrítugnr Islendmgfur myrtur í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdottur, frettaritara Morgunbladsms ÍSLENSKUR Hafnarbúi, Þór Sævarsson, 31 árs gamall, var myrtur af dönskum vini sínum aðfaranótt sunnudags. Mennirnir höfðu haft náið samband um hríð, en þegar Þór vildi slíta því gat vinur hans ekki tekið því og varð Þór að bana. Banamaðurinn hringdi í lögregluna og situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann verður látinn sæta geðrannsókn. Þór heitinn hefur búið í Kaup- mannahöfn í tæp þijú ár. Kvöldið fyrir atburðinn var hann einn heima og hafði samband við bróður sinn, sem einnig býr í borginni, og sagð- ist ætla að taka kvöldinu með ró. Líklega hefur vinur hans komið seinna um kvöldið. Banamaðurinn hefur sagt lögreglunni að þeir hafi kynnst í gegnum sambandsauglýs- ingar í dönsku smáauglýsingablaði og tekið upp samband, sem staðið hefur í sjö mánuði. Þór vildi slíta því og bjóst ekki við að þeir hittust aftur, en vinur hans, sem bjó á Lá- landi, var ósáttur við að svo færi. Stunginn í svefni Banamaðurinn er atvinnulaus og ekki heill á geðsmunum, en hefur verið í meðferð. Þór hafði lagst til svefns, þegar vinur hans réðst að honum og stakk hann til bana með eldhúshníf. Banamaðurinn kallaði á lögregluna en reyndi einnig að stytta sér aldur með því að skera sig á púls, en var ekki í lífshættu. Þór heitinn hafði töluvert sam- band við íslendinga í Kaupmanna- höfn. Hann átti marga kunningja í þeim hópi og þótti rólegur og dag- farsprúður maður og var vel af hon- um látið. Fréttin um morðið kom í dönskum blöðum í gær. í Politiken var sagt stuttlega frá atburðinum, án þess að tilgreint væri um málsatvik eða þjóðerni hins látna. í Berlingske Tid- ende var greint frá málsatvikum, en sú meinlega villa var í fréttinni að banamaðurinn væri íslenskur. Blaðið hefur verið beðið um að leiðrétta fréttina. í Ekstra Bladet voru mynd- ir frá því er banamaðurinn var leidd- ur út og af börunum með hinum látna. I meðfylgjandi frétt kom fram að sá látni væri útlendingur, en ekki hverrar þjóðar hann væri. Góöur afli í Smug- unni undanfarið VEL HEFUR aflast í Smugunni undanfarinn sólarhring og lítið ver- ið um smáfisk í afla. Utgerðarmenn skipa í Smugunni funduðu í Reykjavík í gær og vilja þeir fá skýr svör frá stjómvöldum um áfram- haldandi veiðar á þessu hafsvæði. Grænfriðungar hafa látið af að trufla veiðar íslensku skipanna og hefur ekki orðið vart við þá í nokkra daga. og lítill smáfiskur í afla. Hafa Norð- menn ekki framkvæmt mælingar um borð í skipinu í nokkra daga. Snæ- fugl mun væntanlega leggja af stað heim í dag og er væntanlegur um næstu helgi. Að sögn Jónasar Har- aldssonar skrifstofustjóra LÍÚ verða þá haldin sjópróf vegna hegðunar grænfriðunga á miðunum í síðustu viku. Útgerðarmenn funda Útgerðarmenn skipanna í Smug- unni héldu fund í Reykjavík í gær þar sem þeir ræddu framhald veiða á þessum slóðum. Að sögn Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ, finnst útgerðarmönnunum að dregist hafi úr hófi hjá stjómvöldum að taka afstöðu til þessara veiða. Upphaf- lega hefðu stjórnvöld óskað eftir því að skipin færu ekki til veiða í Smug- unni þö jafnframt hafi komið fram að réttarstaða Norðmanna væri mjög óljós á þessu svæði. Skýr af- staða stjórnvalda í þessu máli þyrfti að koma fram. Komið hefði í ljós að veiðar í Smugunni væru arðbær- ar og með veiðunum þar hefði feng- ist þekking og reynsla sem nýtast myndi í framtíðinni. í dag Sjö barna móöir Rekur ieikskóla á Akureyri 20 Ráðstefnuland ísland fær góð meðmæii 29 Skák__________________________ Ótrúiegur reiknihraði Anands 30 íslandshestar á Ítalíu Amor frá Keldudal afiífaður 32 Leiðari Að læra af Japönum 22 íþróttir Snorri Rútsson þjálfar ÍBV - Islandsmeistaramir í körfu- knattleik kvenna og karla töpuðu fyrsta Ieik - ísland gerði jafntefli í Finnlandi. Samkvæmt skeyti sem barst frá Snæfugli SU í gær hefur ekki orðið vart við grænfriðunga síðan fyrir helgi og virðast þeir hafa látið af aðgerðum sínum í bili. Góð veiði hefur verið undanfarinn sólarhring Góð loðnuveiði 4.700 kr. fást fyrir tonnið GÓÐ loðnuveiði hefur verið útaf Vestfjörðum en 10 bátar stunda nú veiðamar. Um 410 þúsund lestir af loðnu hafa borist á land á vertíðinni. Albert GK var á leið til Akur- eyrar með 730 tonn af loðnu. Sævar Þórarinsson skipstjóri sagði að vel aflaðist á miðunum, loðnan væri væn en nokkuð af smáloðnu innanum. Verð til sjó- manna hefur hækkað og fást nú 4.700 kr. fyrir tonnið af loðnu og borguðu verksmiðjurn- ar 5.000 kr. fyrir tonnið þegar minnst aflaðist. Morgunblaðið/Rúnar Þór Slysagildra? BREKKAN bak við hús Tónlistarskólans á Akureyri og Náttúru- fræðistofnunar Norðurlands við Hafnarstræti er smám saman að hrynja og jarðvegur undir brúnni frá Sigurhæðum að kirkjutröpp- um hefur grafist burtu. Halldór Pétursson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Norðurlands sagði að menn hafi verið að horfa upp á fyllur hrynja niður úr brekkunni, en veggur sem reistur var fyrir nokkrum árum hefur bjargað miklu. Hann sagði að brekkan gæti gefið sig hvenær sem er, mest hreyfing væri á jarðvegi í asahláku, verst væri ástandið þegar skiptust á frost og þíða og færi það því eftir veðurfari hversu hratt hryndi úr brekkunni. Tveir þingmenn Framsóknarflokks Þingsálykt- unumland- ið sem eitt kjördæmi TVEIR þingmenn Framsóknar- flokksins, Jóhannes Geir Sigur- geirsson og Finnur Ingólfsson, hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar á Alþingi um að kannaðir verði kostir þess að gera landið að einu kjördæmi í kosningum til Alþingis. Vilja þingmennirnir að Alþingi kjósi nefnd tveggja fulltrúa frá hvetjum þingflokki til þess að skoða kosti þess að landið verði eitt kjördæmi og jafnframt verði hugað að því á hvern hátt þessi breyting geti tengst hugmyndum um tilfærslu verkefna frá ríkinu til héraða. Mikilvægt að breytingar dragi úr spennu í greinargerð með tillögunni segja þingmennirnir m.a. að mikil- vægt sé að breytingar á kjördæma- skipun og kosningalögum dragi úr spennu á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. „Hugmyndir í þá átt að jafna atkvæðavægi á grundvelli núgildandi skiptingar landsins í kjördæmi eða með því að fjölga kjördæmum í Reykjavík og Reykjanesi ganga hins vegar í þveröfuga átt. Hætt er við að með því yrði enn aukið á kjördæmatog- streitu,“ segja þeir. Forstjóri íslenskra aðalverktaka segir að athugun farí fram Vegalagning í Kína á algjöru frumstigi ÍSLENSKIR aðalverktakar hafa sýnt áhuga á því að taka að sér lagningu vega í Hebei-fylki í Kina, eins og greint var frá í Morgun- blaðinu sl. sunnudag. Samkvæmt upplýsingum Stefáns Friðfinnsson- ar, forstjóra Aðalverktaka, fer nú fram athugun á vegum fyrirtækis- ins á möguleikum í þessa veru og segir hann fulltrúa Vegagerðar ríkisins, sem nú er staddur í Kína hafa heimild til þess að nefna nafn Aðalverktaka í þessu sambandi. „Málið er á algjöru frum- stigi,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið í gær. íslenska ríkið er meirihlutaeig- andiað Aðalverktökum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi áhugi Aðalverktaka á verkefnum í Kína væri tilkominn í eðlilegu framhaldi af því að fyrir nokkrum árum hefði verið mótuð stefna sem byggði á því að æskilegt væri að halda Aðalverktökum sam- an sem verktökufyrirtæki. „Meðal annars þess vegna hafa Aðalverk- takar leitað fyrir sér erlendis með verkefni. Það hafa þeir gert víðar, eins og til dæmis í Eystrasaltslönd- unum,“ sagði utanríkisráðherra. „Við höfum fullan áhuga á að kanna þetta mál og ef það reynist mögulegt að hagnast á því að byggja vegi í Kína og nota til þess íslenskt hugvit, þá erum við mjög reiðubúnir til þess að skoða það,“ sagði Stefán. Forstjóri Aðalverktaka kvað fyr- irtækið vera í stakk búið til þess að gera ýmislegt, enda væri mikið af hæfu fólki starfandi hjá Aðal- verktökum, starfsfólki sem hægt væri að senda í sérstök verkefni hvert sem væri. Hann sagði þá hjá Aðalverktökum nú bíða þess að fá fregnir af því hvað hefði komið út úr viðræðum fulltrúa Vegagerðar- innar og Kínveijanna, áður en ákvörðun yrði tekin um næsta skref. Komhlaðan tekur við Búlandi KORNHLAÐAN hf. hefur tekið við rekstri, öllum fasteignum og vélum og tækjum Búlands hf., áður Fóðurvörudeildar Sambands- ins. Gunnar Jóhannsson forstjóri Kornhlöðunnar vildi ekki gefa upp kaupverð. Fóðurvörudeildin var áður hluti af Jötni hf., dótturfyrirtæki Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. Þegar Jötunn var seldur Ingvari Helgasyni hf. í ársbyijun fylgdi Fóðurvörudeildin ekki með í kaup- unum og var stofnað sérstakt félag um hana. Fasteignir Búlands hf. voru tvær, verksmiðja og vöru- geymsla, á Korngörðum 6 og 7. Þá tók Kornhlaðan við öllum vöru- birgðum Búlands, bæði hráefnis- birgðum og fullunnum birgðum. Gunnar sagði að birgðirnar væru borgaðar mjög hratt en fasteignirn- ar væru að hluta greiddar með yfirtöku áhvílandi veðlána og hluti gerður upp. Kornhlaðan tók við rekstrinum í gærmorgun en starf- semin var með sama sniði í gær og hún hefur verið. Liður í uppstokkun „Það hefur ekkert breyst í starf- seminni að svo komnu máli en það verða örugglega einhvetjar breyt- ingar. Það er ljóst að þessi markað- ur hefur verið að minnka og það er verið að reyna að gera hagstæð- ari einingu með þessu. Þetta er aðeins liður í uppstokkun á heildar- skipulagningu í landbúnaði. Það er þrýstingu á alla að lækka vöruverð og ekki síst bændur. Það hafa þrjú fyrirtæki verið að framleiða það fóður sem selt er á Suðvesturlandi og það eru of margar verksmiðjur á litlum markaði," sagði Gunnar. Hann sagði ekki útilokað að til enn frekari samruna fyrirtækja í þess- um iðnaði kæmi. Kornhlaðan er í eign Mjólkurfé- lags Reykjavíkur og Fóðurblöndun- ar og kvaðst Gunnar eiga von á því að í framtíðinni færðist þessi framleiðsla inn í þau fyrirtæki. Gunnar sagði að ekki kæmi til uppsagna meðan fyrirtækið yrði rekið í óbreyttri mynd en hjá Bú- landi hf. unnu fimmtán starfsmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.