Morgunblaðið - 12.10.1993, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
Þrjátíu
ára þing-
mennsku-
afmæli
MATTHÍAS Bjarnason, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og
1. þingmaður Vestfirðinga, átti
30 ára þingmennskuafmæli í
gær. Samkvæmt athugun skrif-
stofu Alþingis er Matthías 30.
þingmaðurinn í hópi þeirra sem
átt hafa sæti á Alþingi í 30 ár
eða lengur.
Matthías varð 11. landskjörinn
þingmaður í kosningunum 9. júní
1963 og kom fyrst til þings 10.
október þá um haustið. Ragnar
Arnalds, þingmaður Alþýðu-
bandalagsins, tók einnig í fyrsta
sinn sæti á Alþingi sama dag og
Matthías en hans þingseta hans
hefur ekki verið samfelld síðan.
Matthías Bjarnason
Matthías hafði fjarvistarleyfi á
Alþingi í gær en Salóme Þorkels-
dóttir, forseti alþingis, færði hon-
um árnaðaróskir við upphaf þing-
fundar í gær.
Átján mánaða fangelsi
fyrir fjárdrátt og svik
SKÚLI Sigurðsson, 50 ára lögfræðingur, hefur verið dæmdur í 18
mánaða fangelsi og sviptur lögmannsréttindum í þijú ár fyrir að
hafa gerst sekur um fjárdrátt, umboðssvik, skjalafals og misnotkun
skjals á árunum 1987 til 1991. Maðurinn var ákærður og sakfelldur
fyrir að hafa komist yfir um það bil 7,3 milljónir króna, annars
vegar með því að draga sér og nota í eigin þágu fé sem hann hafði
innheimt fyrir fimm viðskiptamenn sína og hins vegar með því að
misnota umboð til lántöku og veðleyfi sem umbjóðendur hans létu
honum í té til þess að veðsetja fasteignir þeirra. Dómurinn telur
sannað að lögmaðurinn hafi ráðstafað lánsfénu í eigin þágu.
í nóvember 1990 fengu hjón á fólksins til tryggingar á 8. og 9.
Seltjarnarnesi lögmanninum í hend-
ur tvö veðleyfi vegna fyrirhugaðrar
1.850 þúsund króna lántöku þeirra
hjá Húsnæðisstofnun sem þau
kváðust hafa ætlað lögmanninum
að hafa milligöngu um. Talið er
sannað að lögmaðurinn hafí án
heimildar strikað út prentuð ákvæði
um væntanlegan veðhafa, bætt inn
á skjalið að veðleyfm næðu einnig
til undirritunar lánsskjala og síðan
notað þau til að veðsétja fasteign
VEÐUR
IDAG kl. 12.00
Heímild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurspó kJ. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 12. OKTOBER
YFIRLIT: Yfir Grænlandi, íslandi og hatinu suðurundan er víðáttumikil
1.030 mb hæð.
SPÁ: Fremur hæg norðaustanátt á öllu landinu. Hvassast þó austan-
lands. Þar má einnig búast við smá slydduéljum en annars staðar verð-
ur víðast bjartviðri.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG, FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðaustan
strekkingur norðaustanlands á miðvikudag en annars fremur hæg breyti-
leg átt. Smá él verða norðaustan til á landinu en annars verður léttskýj-
að víðast hvar. Að deginum verður kaldast um þriggja stlga frost en
hlýjast um þriggjá stiga hiti. Búast má við talsverðu frosti að næturlagi.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
r r r * / * ***
r r * / * *
f f f f * f * * *
Rigning Slydda Snjókoma
Alskýjað
V $ V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaörimarvindstyrk,
heil fjööur er 2 vindstig.^
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
stig..
FÆRÐA VEGUM: iku 7.301 gær)
Þjóövegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Víða
er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam-
kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabíium, Gæsavatna-
leið fær til austur frá Sprengisandi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í stma 91-631500 og
ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hitl veður
Akureyri 2 iéttakýjaö
Reykjavík 3 léttskýjað
Bergen 12 skýjað
Helsinki 11 skýjað
Kaupmannahöfn 14 alskýjað
Narssaresuaq 0 heiðsklrt
Nuuk 3 heiðskírt
Ósló 8 skýjað
Stokkhólmur 10 alskýjað
Þórshöfn 7 rigning
Algarve 17 skúr
Amsterdam 17 halfskýjað
Barcelona 23 skýjað
Berlín 16 skýjað
Chicago 1 þokumóða
Feneyjar 18 skýjað
Frankfurt 16 skýjað
Glasgow 12 skýjað
Hamborg 13 rigning
London 18 skýjað
LosAngeles 18 þokumóða
Lúxemborg 15 skýjað
Madríd 17 skýjað
Malaga 21 skýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Montreal 0 skýjað
NewYork 6 léttskýjað
Orlando 21 þokumóða
París 19 skýjað
Madeira vantar
Róm 24 skýjað
Vín 15 léttakýjað
Washlngton 4 alskýjað
Winnipeg -M léttskýjað
veðrétti á tveimur handhafaskulda-
bréfum sem hann seldi í Kaupþingi
fyrir 1.713 þúsund krónur sem
lagðár voru inn á tékkareikning
lögmannsins.
Báðu um útvegun
greiðsluerfiðleikaláns
Fyrir dómi sagði hann að hjónin,
sem þekktu hann persónulega, hafi
lánað sér veðleyfi þar sem hann
hafi sjálfur þurft á láni að halda. í
niðurstöðum dómsins er því hafnað
og sagt að gögn málsins bendi ekki
til þess að kærendurnir haft verið
í stakk búnir til að veita honum þá
aðstoð en fólkið bar fyrir dómi að
hafa leitað til lögmannsins í því
skyni að hann aðstoðaði þau við að
útvega greiðsluerfiðleikalán frá
Húsnæðisstofnun ríkisins.
Þá var maðurinn sakfelldur fyrir
að hafa fengið í hendur umboð frá
hjónum til að taka fyrir þeirra hönd
lán í veðdeild Landsbanka eða ann-
arri lánastofnun fyrir 3,5 milljónir
króna en að hafa misnotað aðstöðu
sína sem handhafi umboðsins með
því að hafa án vitundar umbjóðend-
anna skuldbundið þau sem veðþola
og manninn sem skuldara sam-
kvæmt handhafaskuldabréfi fyrir 2
milljónir króna á 14. veðrétti á fast-
eign þeirra og nýtt í eigin þágu þær
1.660 þúsund krónur sem Kaupþing
greiddi honum fyrir bréfið, að frá-
töldum 331 þúsund krónum sem
hann lagði inn á tékkareikning
mannsins, auk þess sem hann
greiddi hjónunum síðar 550 þúsund
til að komast hjá kæru.
Hjónin sýknuð í innheimtumáli
Lögmaðurinn bar fyrir dómi að
hann hefði beðið hjónin að lána sér
veðleyfi. Kaupþing hafði hins vegar
fengið í hendur yfirlýsingu sem lög-
maðurinn hafði útbúið í því skyni
að greiða fyrir sölu bréfsins um að
andvirði bréfsins yrði varið til lækk-
unar á skuldum húseigendanna og
í ljósi þess skjals og þess framburð-
ar hjónanna að þau hefðu leitað til
lögmannsins eftir aðstoð í ijárhags-
erfiðleikum var þetta brot mannsins
talið sannað. í niðurstöðum dómsins
kemur fram að þessi hjón hafi ver-
ið sýknuð í dómsmáli sem Kaupþing
höfðaði til að reyna að innheimta
skuldabréfin.
Lögmaðurinn var einnig sakfelld-
ur fyrir að hafa dregið sér um fimm
milljónir króna sem hann hafði inn-
heimt hjá skuldunautum fímm við-
skiptamanna. Einn viðskiptamann-
anna fékk síðar uppgert að fullu
frá lögmanninum og tveir fengu
hluta fjárhæðarinnar endurgreidd-
an, samtals 1,5 milljón króna. Einn
þessara viðskiptamanna gerði
skaðabótakröfu í dómsmálinu á
hendur lögmanninum og voru hon-
um dæmdar 195 þúsund krónur úr
hendi hans.
36,9 millj. kr. gjaldþrot
Fram kemur í dóminum að bú
lögmannsins hafi verið tekið til
gjaldþrotaskipta á síðasta ári og
hafí lýstar kröfur numið 36,9 millj-
ónum króna. „Ekki verður séð að
ákærði hafi haft nokkra möguleika
á að standa skil á þeim fjármunum
er hann komst yfir,“ segir í niður-
stöðum Hjartar O. Aðalsteinssonar
héraðsdómara, sem við ákvörðun
refsingar leit til hins mikla fjár-
hagstjóns sem lögmaðurinn hafði
valdið með athæfi sínu og er óbætt
að mestu leyti.
Auk fyrrgeindrar refsingar, 18
mánaða óskilorðsbundinnar fang-
elsisvistar, sviptingar málflutnings-
réttinda í 3 ár, og greiðslu skaða-
bóta, var maðurinn dæmdur til að
greiða saksóknarkostnað og máls-
varnarlaun veijanda sína, samtals
180 þúsund krónur, svo og annan
sakarkostnað.
Prestar eiga fund með kjaranefnd í vikulok
Höfum mátt bíða
leiðréttingar í 4 ár
PRESTAFÉLAG íslands mun eiga viðræður um launahækkun prest-
um til handa á fundi með kjaranefnd nk. föstudag. Fullmótuð kröfu-
gerð verður ekki lögð fram á fundinum en að sögn Kristins Á. Frið-
finnssonar, sem á sæti í stjórn Prestafélagsins, myndi félagið sætta
sig við úrskurð Kjaradóms á síðasta ári, en það þýddi að lágmarki
50-60 þúsund kr. Iaunahækkun á lægstu launin.
Kristinn sagði að prestar hefðu í
raun mátt bíða í fjögur ár eftir leið-
réttingu sinna iauna þar sem al-
mennur vilji var til þess þá að laga
launin. Kjaramál presta voru sett
undir Kjaradóm árið 1990 með lög-
um frá Alþingi. „Við fengum úr-
skurð frá Kjaradómi í fyrra sem var
mjög ásættanlegur en hann var síð-
an tekinn til baka. Við höfum verið
í biðstöðu síðan og erum nú komnir
undir kjaranefndina," sagði Kristinn.
Aðspurður um hvort þetta væri rétti
tíminn til að krefjast hærri launa,
sagði Kristinn: „Ég get fallist á, að
það geti verið rétt að nú sé ekki
rétti tíminn. Við spyrjum á móti
hvenær sé hagstæður tími fyrir okk-
ur? Okkur hefur alltaf verið sagt að
bíða,“ sagði Kristinn.
Laun við fátækramörk
Kristinn sagði að prestar hefðu
lág grunnlaun og auk þess álags-
greiðslur ofan á þau. „Launin hjá
okkur í dag eru við fátækramörk.
Prestar eru vissulega misvel settir
en þorri stéttarinnar þiggur sín lág-
markslaun og lágar álagsgreiðslur
ofan á þau. Meðalgrunnlaun eru um
90 þúsund kr. á mánuði hjá prest-
um,“ sagði Kristinn, sem er sóknar-
prestur í Hraungerðisprestakalli, um
500 manna sókn. Kristinn sagði að
aukaverkalaun sín (giftingar, jarð-
arfarir, fermingar og skírnir), hefðu
á síðasta ári verið um 75 þúsund kr.
Kristinn sagði að Prestafélagið
hefði lagt fyrir Kjaradóm á sínum
tíma nákvæma útlistun á vinnufram-
lagi og launakröfum og var prestum
úrskurðuð grunnlaun upp á 150
þúsund kr., 165 þúsund og 180 þús-
und með álagsgreiðslum en án auka-
verkalauna. Kristinn sagði að þessi
hækkun yrði prestum ásættanleg.
„Það hefur verið skilningur á því
lengi að það þarf að laga kjör presta.
Prestar hafa setið eftir og hafa ekki
þau laun sem eðlilegt gæti talist.
Það er að færast ákveðin harka í
málið af okkar hálfu. Við sjáum
hvernig gengið er frá hlutunum ann-
ars staðar,“ sagði Kristinn.