Morgunblaðið - 12.10.1993, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
5
Verðbólga enn um 7% á ársgrundvelli
Framfærsluvísitalan í október 1993 (170,8)
Ferðir og flutningar (18,6)
Húsnæði, rafmagn og hiti (18,5)
Matvörur(17,1)
\
Tómstundaiðkun og menntun (11,5)
Húsgögn og heimilisbún. (6,8)
Föt og skófatnaður (6,3)
Drykkjarvörur og tóbak (4,3)
Heilsuvernd (2,5)
Aðrar vörur og þjónusta (14,3)
Vísitala vöru og þjónustu
FRAMFÆRSLUVÍSITALAN
Tölur í svigum vísa til vægis einstakra liða af 100.
-0,1 % I Breytingfrá
-0,4% H fyrri mánuði
0,4%
-0,1 % |
-0,1 % |
0,4%
■ 0,8%
| 0,6%
2,3%
Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík
Fundur verður í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
í dag, þriðjudaginn 12. október, kl. 20.30 í Átthagasal Hótels Sögu.
Dagskrá:
1. Kosning landsfundarfulltrúa.
2. Tekin ákvörðun um það hvort og þá hvenær viðhaft skuli
prófkjör vegna borgarstjórnarkosninga vorið 1994.
Stjórnin.
Agúrkur
hækkuðu
um 115%
VÍSITALA framfærslukostnað-
ar hækkaði um 0,6% milli mán-
aðanna september og október
en það jafngildir 7,3% verðbólgu
umreiknað til heils árs. Hækkun-
in síðustu þrjá mánuði jafngildir
7,6% verðbólgu og hækkunin síð-
ustu 12 mánuði er 5,8%. Vístala
vöru og þjónustu hækkaði um
0,8% milli mánaða og jafngildir
þriggja mánaða hækkun vísi-
tölunnar 8,4% verðbólgu á heilu
ári.
Matvörur höfðu hækkað um 2,9%
frá byijun september en það hækk-
aði vísitöluna um 0,47%. Þar af
má nefna að dilkakjöt hækkaði um
8,8%, sem olli 0,09% hækkun vísi-
tölunnar. Agúrkur hækkuðu um
115,4%, sem hækkaði vísitöluna um
0,15% og kartöflur hækkuðu um
42,9% sem hækkaði vísitöluna um
0,12%, að því _er fram kemur í frétt
frá Hagstofu íslands. 6,3% hækkun
tóbaks olli 0,10% hækkun vísi-
tölunnar og 2% verðhækkun á
áfengi öðru en bjór hækkaði vísi-
töluna um 0,02%.
Á móti kemur að húsnæðiskostn-
aður lækkaði um 0,8% sem svarar
til 0,08% lækkunar vísitölu og 1,4%
lækkun á bensíni lækkaði vísitöluna
um 0,06%. Bjór lækkaði um 6,3%
sem jafngildir 0,03% lækkun.
Rjúpnastofninn
Veiði-
tímabil-
ið stytt
RÁÐGERT er að stytta
ijúpnaveiðitímabilið í vetur
um einn mánuð í þeim tilgangi
að vernda ijúpnastofninn, og
verður veiðitimabilið því frá
15. október til 22. nóvember í
stað 22. desember. Þetta kom
fram í svari Ossurar Skai-p-
héðinssonar umhverfisráð-
herra á alþingi í gær.
í máli umhverfisráðherra kom
fram að ekki væru til nákvæmar
upplýsingar um stærð ijúpna-
stofnsins, en áætlað hefði verið
að um 100 þúsund ijúpur lentu
á borðum landsmanna um hver
jól, og stofninn gæti verið um
ein milljón fugla. Fuglafræðing-
ar væru ekki á einu máli um
ástand stofnsins, en því hefði
verið haldið fram að hann væri
jafnvel í mestu lægð sem hann
hefði komist í. Sagðist ráðherr-
ann ætla að beita sér fyrir aukn-
um rannsóknum.
B höldum morgnum
verflur moður bæöi að hugsa
í frosti getur hélað innan á bensíntanka bifreiða, sérstak-
lega þegar lítið er á þeim. Vatn myndast þá í tanknum og
veldur að lokum gangtruflunum og erfiðleikum við
gangsetningu. ísvari er isopropylalcohol sem hefur engin
áhrif á gæði bensíns en blandast vatninu og brennur og
eyðir þannig rakanum úrtanknum.
Ef þér er annt um bílinn þinn skaltu taka bensín
hjá Skeljungi því að þar er bensínið blandað
með ísvara í réttum hlutföllum.
Verið velkomin á næstu Shellstöð.
um sjálfan sig og bílinn
Belra fgrir bílinn -og big líha!
Skogrækt með Skeljungi
Skeljungur hf.