Morgunblaðið - 12.10.1993, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
7
Framkvæmdastjóri VSI um uppsögn verkamanns hjá Stálsmiðjunni
Fráleitur heilaspuni að
um ofsóknir sé að ræða
STEFNA Alþýðusambands íslands vegna Dagsbrúnar gegn VSÍ vegna
uppsagnar Gylfa Páls Hersis hjá Stálsmiðjunni hf. verður þingfest
fyrir Félagsdómi í dag. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri
VSÍ, segir það fráleitt að um cinhverjar ofsóknir sé að ræða gagn-
vart þessum starfsmanni fyrir að hafa átt hlut að vinnudeilu við Stál-
smiðjuna.
Forystumenn Dagsbrúnar telja að
ástæður uppsagnarinnar séu afskipti
Gylfa Páls af vinnudeilum við Stál-
smiðjuna og störf hans að málum
milli Dagsbrúnar og Stálsmiðjunnar
fyrir Félagsdómi sl. vetur, sem unnin
hafi verið að ósk félagsins og lög-
manns þess, og hafa krafist þess að
uppsögnin verði dregin til baka en
því var neitað.
„Stálsmiðjan er að fækka um sjö
starfsmenn. Einn þeirra er úr hópi
verkamanna og í stefnunni kemur
fram að fyrirtækið hugðist upphaf-
lega segja öðrum starfsmanni upp
en Gylfa Páli Hersi. Það var fyrir
Jónas Gústavsson
héraðsdómari látinn
JÓNAS Gústavsson, héraðsdómari
í Reykjavík, er látinn 52 ára að
aldri.
Hann fæddist í Reykjavík 12. mars
1941, sonur hjónanna Gústavs A.
Jónassonar, ráðuneytisstjóra, og
Steinunnar Sigurðardóttur Sívertsen.
Jónas lauk stúdentsprófí frá MR
árið 1961 og embættisprófi í lög-
fræði frá Háskóla íslands árið 1968.
Um tveggja ára skeið var hann
fulltrúi á málflutningsskrifstofu Arn-
ar Þór hrl. Árið 1970 gerðist Jónas
fulltrúi yfírborgarfógeta í Reykjavík
og 1976 varð hann aðalfulltrúi við
það embætti.
Jónas Gústavsson var skipaður
borgarfógeti í Reykjavík 1. desember
1979 og gegndi því embætti til 1. júlí
1992 er hann var skipaður héraðsdóm-
ari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem
þá tók til starfa. Jónas Gústavsson var
skipaður dómari í Félagsdómi frá 1.
október 1986 til 30. september 1989
og var skipaður varaforseti Félags-
dóms þann 1. október á síðasta ári.
Jónas Gústavsson
Eftirlifandi eiginkona Jónasar
Gústavssonar er Kristín Gyða Jóns-
dóttir, félagsráðgjafi. Þau eiga tvær
uppkomnar dætur.
tilmæli trúnaðarmanns Dagsbrúnar
að það var ekki gert. Það varð niður-
staða stjórnenda fyrirtækisins að
segja þá þessuni manni upp störfum
í stað þess sem upphaflega hafði
staðið til að segja upp,“ sagði Þórar-
inn V. Þórarinsson.
Samdráttur í málmiðnaði
„Þessi atburðarás sýnir það ljós-
lega að það er fráleitur heilaspuni,
rakalaus með öllu, að af hálfu fyrir-
tækisins sé um einhveijar ofsóknir
að ræða gagnvart þessum starfs-
manni af því að hann hafi átt hlut
að máli í deilumáli sem rekið var
fyrir Félagsdómi. Það er ekki verið
að segja upp einum manni heldur sjö
starfsmönnum. Þetta er endurspegl-
un á samdrætti í málmiðnaði sem á
sér stað hjá fleiri fyrirtækjum," sagði
Þórarinn.
Lottó
Einn með tæp-
lega 11 millj-
ón kr. vinning
EINN vinningshafi var með lottp-
vinning að upphæð rúmlega 10,7
milljónir króna þegar dregið var
sl. laugardagskvöld. Miðinn var
keyptur í söluturninum Sogaveri
við Sogaveg og var um sjálfval
að ræða.
Að sögn Bergsveins Sampsted,
markaðsfulltrúa Islenskrar getspár,
er þetta 8. hæsti vinningur frá upp-
hafi sem einum vinningshafa hlotn-
ast í lottóinu. Miðinn var sjö raða
tölvuval og kostaði vinningshafann
280 krónur.
Vinningshafinn var ekki búinn _að
gefa sig fram þegar skrifstofa Is-
lenskrar getspár lokaði í gær.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Ármann Axelsson garðyrkjumaður hreinsar brotið gler úr rúðunum
í gróðurhúsi sínu.
Suðurlandsvegur við Hveragerði
50 rúður brotn-
ar í gróðurhúsi
Selfossi. ^ ^
50 rúður í gróðurhúsi Ármanns Axelssonar í Hveragerði voru brotnar
aðfaranótt sunnudags. Vegstika var notuð við skemmdarverkið en
gróðurhúsið stendur skammt frá Suðurlandsvegi.
Ármann Axelsson garðyrkjumað-
ur kvaðst hafa orðið var við skemrrfd-
irnar þegar hann var á leið til Hvera-
gerðis úr Reykjavík á sunnudags-
morgun en hliðin á gróðurhúsinu
með brotnu rúðunum blasir við veg-
farendum á Suðurlandsvegi.
Ármann sagði að óvíst væri með
afdrif plantnanna í húsinu en meðal
plantna í húsinu eru jólastjörnur sem
komnar eru vel á veg. Það hefði
bjargað þeim að lygnt var í veðri,
annars kæmi það í ljós næstu daga
hvernig plöntunum reiddi af.
Vegstikan sem notuð var við
verknaðinn var skilin eftir uppi á
þaki hússins.
- Sig. Jóns.
Kjaradeilda svæfingalækna o g ríkisins
Frekari fundarhöld
GUÐRIÐUR Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Ríkisspítalanna, segist
vænta þess að niðurstaða og vonandi lausn fáist á næstu dögum á
launadeilu þeirri sem verið hefur vegna staðarvakta svæfingarlækna,
en fundur var í gær í samstarfsnefnd Læknafélagsins og Ríkisspítal-
anna. Annar fundur hefur verið boðaður í dag.
Guðríður sagði að verið væri að þá gert ráð fyrir að fímm klukkutíma
endurskoða greiðslur fyrir staðarvakt- hvíld næðist á vakt. Síðan þetta hefði
imar í ljósi breyttra aðstæðna. Greiðsl- verið hefði álag aukist og aðstæður
ur vegna þeirra hefðu upphaflega breyst, en hugmyndir til lausnar yrðu
byggst á greiðslum fyrir bakvaktir og ræddar áfram á fundinum í dag.
Nú finnur þú
Konuilm
á öllum betri
myndbandaleigum
ÓSKARSVERÐLAUN
sem besti leikarinn
AL PACINO
AL PACINO fer á kostum í þessari mögnuðu mynd. Hann leikur
blindan ofursta sem er staðráðinn í að gera sér glaðan dag, borða
dýrindis kræsingar, njóta fagurra kvenna, aka um í eðalvögnum
og gista á hótelsvítu. Hinn alvarlegi nemandi Charlie (CHRIS
O'DONNELL) slæst í förina af hálfum hug en hlýtur uppfræðslu
sem á eftir að endast honum ævilangt.
MYNDBÖND
Síðumúla 20, sími 679787
Láttu KONUILM ekki fram hjá þér fara.
KEMUR ÚT í DAG