Morgunblaðið - 12.10.1993, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
Úr uppfærslu Nemendaleikhússins á Draumi á Jónsmessunótt.
Nemendaleikhúsið frumsýnir gamanleik eftir William Shakespeare í Lindarbæ í kvöld
Draumur á
Jónsmessunótt
ÁSTIR og afbrýði, álfar og dauðlegir menn, einfaldir, útsmogn-
ir og óborganlegir. Úr penna Williams Shakespeares í ævintýra-
leiknum Draumi á Jónsmessunótt sem Nemendaleikhúsið frum-
sýnir í Lindarbæ í kvöld klukkan átta. Leikstjóranum, Guðjóni
Pedersen, finnst að útskriftarnemendur Leiklistarskólans eigi
að fást við framúrskarandi verk og sjálfir vildu þeir gjarna
gamanleik. Og víst er gaman að Drauminum, frábærlega gam-
an. í uppfærslu Nemendaleikhússins er hafður svipaður háttur
á og í Elísabetarleikhúsinu á tímum skáldsins, leikmyndin ein-
föld og búningar úr samtímanum, þótt sögusviðið í upphafi og
við leikslok sé Aþena til forna.
Vatnadansmeyjar blómum prýddar og glæsilegar.
En draumurinn gerist að mestu
í skógi þar sem Óberon álfakóng-
ur og drottningin Títanía ráða
lögum og lofum. Þangað hrekjast
elskendurnir Lýsander og Hermía
á flótta undan harðneskjulegum'
lögum Aþeninga. Egeifur faðir
Hermíu hafði skipað dóttur sinni
að giftast öðrum pilti, Demetr-
íusi, og hún fékk lögum sam-
kvæmt fjögurra daga frest til að
hlýða en skyldi líflátin ella. í skóg-
inum eru líka Demetríus og á
hælum hans Helena svo ástsjúk
að hún vill frekar þola háð og
gífuryrði en láta hann róa.
Óberon og Títanía eiga í illind-
um og í reiði sinni tekur kóngur
það ráð að senda álfinn Bokka
að finna ástarjurt og dreypa á
augu Títaníu. Honum verður að
þeirri ósk að hún festi ást á þeim
óskapnaði sem fyrst blasir við eft-
ir blundinn og á nóg eftir af ástar-
blómum til að flækja mál elskend-
anna í skóginum. Fyrir mistök
Bokka verða báðir piltarnir, Lý-
sander og Demetríus, hugfangnir
af Helenu og stefnir í óefni.
Enn beitir álfakóngur belli-
brögðum og eins og vera ber í
góðum leik finnast elskendurnir
aftur að lokum. Þeir halda til
Aþenu með hertoganum Þeseifi
og Hippólítu og stefnir í þrefalt
brúðkaup. Til skemmtunar á
þessu lokakvöldi leiksins er „hin
einkar hörmulega kómidía um
grimman dauða Pýramusar og
Þispu“ sem hópur vatnadans-
meyja hafði æft í skóginum.
Sinfóníuhljómsveitin á tónlistarhátíð í Míinchen
Opið hús í Háskólabíói í dag
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands hefur opið hús í Háskólabíói í
hádeginu í dag milli kl. 12 og 12.45 og er öllum heimill ókeypis
aðgangur. Tilefni þessa er ferð sem hljómsveitin leggur upp í á
morgun á evrópska tónlistarhátíð í Munchen. „Europa Musicale“-
hljómsveitarhátíðin er nú haldin í fyrsta í sinn og stendur allan
októbermánuð.
í Múnchen Ieikur hljómsveitin
verk eftir fimm íslensk tónskáld,
Forna dansa eftir Jón Ásgeirsson,
Concerto de Giubileo eftir Pál P.
Pálsson, Poem fyrir einleiksfiðlu
og strengjasveit eftir Hafliða Hall-
grímsson, Choralis eftir Jón Nor-
dal og Geysi eftir Jón Leifs. Osmo
Vánská stjórnar og einleikari með
hljómsveitini _ verður Sigrún Eð-
valdsdóttir. Á opna húsinu í Há-
skólabíói í dag leikur hljómsveitin
verk Hafliða, Jóns Nordals og Jóns
Leifs.
Á tónlistarhátíðinni í Þýskalandi
koma allar helstu sinfóníuhljóm-
sveitir Evrópu. Nefna má Vínarfíl-
harmóníuna, Royal Concertgebou-
hljómsveitina, Oslóarfílharmón-
íuna og Konunglegu fílharmóníu-
sveitina í London. Upphafsmaður
hátíðarinnar er baróninn Pankraz
af Freyberg, Jacques Delors for-
seti framvæmdastjórnar Evrópu-
bandalagsins er verndari hennar,
en hún er styrkt af bandalaginu.
Á hveijum hljómleikum flytur
ávarp áberandi persóna í menning-
arlífi heimalands eða borgar við-
komandi hljómsveitar. Forseti ís-
lands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
talar á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar sem haldnir verða á
fimmtudag.
stjana við þig á Lindinni. Súpa, fiskur, salatbar og
heimabakaö hvítlauksbrauð.
LIMPIM
%950#-
Rauðarárstíg 18 — Sími 623350
f! i i| jj* ■ I
* I
i-lfl ' ,1 lÉK 'H
Tónlistarmennimir fimm frá Kína.
Kínverskir virtúósar
í Islensku óperunni
Tónlist
Ragnar Björnsson
Þeir eru sannarlega snillingar
á hljóðfærin sín þessir fimm kín-
versku tónlistarmenn sem héldu
tónleika í Óperunni sl. laugardag
á vegum Tónlistarfélagsins og
Kínversk/íslenska menningarfé-
lagsins. Öll eru þau hljóðfæra-
leikarar í hinni þjóðlegu kín-
versku ríshljómsveit, hinni þjóð-
legu hljómsveit kínverska ríkis-
útvarpsins, hinni þjóðlegu hljóm-
sveit kínverska útvarpsins, hinni
hefðbundnu hljómsveit kínverska
útvarpsins og nöfn þessara fimm
framúrskarandi hjóðfæraleikara
eru Zhou Yaokun sem leikur á
tveggja strengja fiðlu sem þeir
kalla erhu, Jian Guangyi sem
leikur á flautu með nafninu dizi,
Yi Yongren sem leikur á Sheng-
munnorgel. Þetta var karlpening-
urinn í hópnum og upptalningin
tekin beint úr efnisskránni og
síðastar eru taldar dömur tvær
sem ekki voru aðeins óhemju
leiknar á hljóðfærin sín heldur
höfðu og útlit sem við lá að yrði
spilamennskunni hættulegt. Þær
hétu Miao Xiaoqin sem lék á
hljóðfæri sem pip nefnist og er
einskonar fjögurra strengja lúta,
og Li Ping sem leikur á hljóðfær-
ið Yangqin og mætti kannske
líkja við margfaldan sílófón. Tón-
listin byggist mikið á þjóðlagaút-
setningum og á að lýsa dansandi
gullsnáki, snjó á sólríku vori, lest-
inni sem brunar inn í bæinn
Dong, kappreiðum i Mongólíu,
hátíð í Tian-fjöllum eða regn-
dropum sem falla á bananalauf.
Menningarheimur sem í fyrstu
virðist nokkuð fjarlægur okkar
vestræna en spinnst þó úr sömu
þráðum, sem eru hugvit og snilli.
I heimi sem stöðugt þrengir að,
er okkur nauðsyn að skilja og
meta hvert annað, ef við ætlum
að lifa af. Þakkir til Tónlistarfé-
lagsins og Kínversk-íslenska
menningarfélagsins fyrir heim-
sókn þessara snillinga frá Kína.