Morgunblaðið - 12.10.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
15
1
Dansmeyjarnar voru í frum-
textanum handverksmenn á Eng-
landi, enda leikarar og leikhús-
gestir karlkyns á tímum Sha-
kespeares, en þar sem fimm af
átta nemendum á lokaári Leiklist-
arskólans eru konur er nú farin
önnur leið. Þótt leikmyndin sé ein-
föld er hún nýtt á þann hátt að
oft kemur skemmtilega á óvart.
Enda þarf leikni til að stökkva
milli draums og vöku og frá grísk-
um goðsögnum til álfheima í
enskri þjóðtrú.
Talið er að Shakespeare hafi
skrifað Draum á Jónsmessunótt
til skemmtunar í brúðkaupi kring-
um 1594 þegar hann var þrítug-
ur. Um svipað leyti skrifaði hann
Rómeó og Júlíu og leitaði einnig
þar í kvæði Óvíds um Pýramus
og Þispu. Harmleikirnir urðu síðar
fleiri hjá skáldinu og söguleikir,
þótt enn kæmu gamanleikrit, eins
og Þrettándakvöld, sem kætt hafa
konur og menn allar götur síðan.
Leikstjóra Draumsins í Nem-
endaleikhúsinu er áður getið en
leikmynd hefur Grétar Reynisson
gert. Áttmenningarnir sem
skemmta leikhúsgestum í kvöld
og því næst á fimmtudag, föstu-
dag og sunnudag heita Benedikt
Erlingsson, Guðlaug Elísabet Ól-
afsdóttir, Halla Margrét Jó-
hannesdóttir, Hilmir Snær Guðna-
son ,Katrín Þorkelsdóttir, Margrét
Vilhjálmsdóttir, Sigrún Ólafsdótt-
ir og Þórhallur Gunnarsson.
Þ.Þ.
Zacliarias Heinesen
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það er ekki oft sem færeyskir
myndlistarmenn gista Island, en
þeir hafa jafnan verið aufúsu-
gestir, og sýningar þeirra ein-
kennt upprunalegur ferskleiki,
þó þeir vilji fara eigin leiðir og
nálgist núlistapáfana af ítrustu
varúð. Helst hefur það verið í
formi samsýninga, og nokkrar
slíkar og eftirminnilegar hafa
verið haldnar í okkar veglegustu
sýningarsölum.
Einn af þeim sem við sögu
hafa komið á þessum samsýning-
um er Zacharias Heinesen, en
hann var þátttakandi á eftir-
minnilegri sýningu í sölum Nor-
ræna hússins 1972. Þá má einnig
geta þess, að hann hóf listnám
í Handíða- og myndlistarskólan-
um hér í borg tvítugur að aldri
(1956) og muna vafalítið þó
nokkrir eftir honum frá þeim
tíma. Einkasýningar færeyskra
myndlistarmanna, eins og sú sem
var opnuð á verkum Zakariasar
í listhúsinu Borg sl. laugardag,
eru aftur á móti fágætir viðburð-
ir, og þó eiga þær erindi til okk-
ar ekki síður en íslenzkar einka-
sýningar til Færeyja, en þær eru
einnig fátíðar.
Það hefur margt vatn runnið
til sjávar frá sýningunni eftir-
Verk éftir myndlistarmanninn
minnilegu í Norræna húsinu
1972, en þá málaði Zacharias
sannverðugar landslagsmyndir
frá sínu heimalandi og þá ekki
síst af Velbastaðarhálsi, sem mér
skilst að sé afar myndríkur stað-
ur. Myndstíll listamannsins hefur
tekið miklum stakkaskiptum og
í stað safaríkra jarðlita eru
komnir sterkari litir og mynd-
byggingin er meiri lifun en lýs-
ing.
Segja má að þær séu orðnar
huglægari, í þeim meiri hugsun
Zacharias Heinesen.
og yfirvegun, en samt er stuðst
við landslag og áhrif frá lands-
lagi, og hér er þannig um að
ræða nýtt vín á gömlum belgjum.
Zacharías styðst þannig við
hefðir, sem hafa gert færeyska
myndlist dálítið sér á báti, þann-
ig að ekki er ólíklegt að umheim-
urinn eigi einn góðan veðurdag
eftir að beina sjónum sínum
þangað, og mun frekar en til
þjóða sem leggja minni rækt við
sérkenni sín en þeim meiri við
alþjóðleg einkenni.
Hvorutveggja viðhorfin eru
auðvitað fullgild og það er fyrst
og fremst árangurinn sem máli
skiptir.
Ekki hef ég upplifað færeyska
náttúru og aldrei komist lengra
en á ytri höfnina eða hafnar-
mynnið í Þórshöfn, svo mér ber
að fara varlega í alla samanburð-
arfræði, en ef maður dæmir eftir
því sem menn nefna myndræn
gæði, myndi ég hiklaust benda á
tvö málverk sem skera sig úr,
sem eru „Sólarglátti" (6) og
„Móðir listamannsins" (14). Báð-
ar eru vel upp byggðar og í þeim
öflugt form- og litrænt samspil
og þar að auki búa þær yfir ákaf-
lega lífrænu innra ferli.
Aðrar myndir á sýningunni eru
yfirleitt einfaldari og formin
stærri og opnari og kann það að
vera í samræmi við landslagið í
næsta sjónmáli hveiju sinni, auk
þess að fyrir bregður tilhneigingu
til skreytikenndra vinnubragða.
Zakarías Heinesen sýndi það
þegar á námsárum sínum á ís-
landi, að hann hefur ríka tilfinn-
ingu fyrir samræmi lita og það
virðist ennþá hans sterkasta hlið.
Heildarsvipur sýningarinnar
er jafn og traustur, en ég verð
að viðurkenna að ég hef ekki
fylgst nægilega vel með þróun
listamannsins sem málara, en
mér er kunnugt um að hann
hefur ekki alltaf synt lygnan sjó.
Og í ljósi þess hefði verið ákaf-
lega fróðlegt ef nokkrar eldri
mynda hans hefðu slæðst með
sem sýnishorn.
4WD
skutbíll
Umsagnir MAZDA eigenda eru í takt við
þau próf sem gerð hafa verið á MAZDA
bílum m.a. hjá þýska bflablaðinu "Auto
Motor und Sport". í nýjasta 100.000 km
bilanaprófinu eru 3 MAZDA fólksbílar í
fimm efstu sætu'num, af 85 bílum sem
prófaðir voru. MAZDA 323 4WD er ekki
aðeins bíll, sem þú getur treyst, hann er
ódýr í rekstri, rúmgóður fjórhjóladrifinn
skutbíll með sídrifi og læsanlegum
millikassa, 5 gírum, álfelgum o.fl.
Við eigum fáeina bíla á lager á mjög
hagstæðu verði frá kr. 1.340.000,-
MISSTU EKKI AI' ÞESSU TÆKIFÆRI.
Hafðu strax samband við sölumenn
okkar. í reynsluakstrinum upplifir þú
seigluna í þessum ágæta bíl.
SOLUAÐILAR: Akranes: Bílás sf., Þjóðbraut 1, sími 93-12622. ísafjörður: Bílatangi hf., Suðurgötu 9,
sími 94-3800. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sfmi 96-26300. Egilsstaðir: Bílasalan Fell, Lagarbraut 4c,
sími 97-11479. Selfoss: Betri Bílasalan, Hrísmýri 2a, sími 98-23100. Keflavík: Bílasala Keflavíkur,
Hafnargötu 90, sími 92-14444. Notaðir bíiar: Bílahöllin hf., Bíldshöfða 5, sími 91-674949.