Morgunblaðið - 12.10.1993, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
UTANDAGSKRARUMRÆÐA A ALÞINGI UM BIFREIÐAMAL SEÐLABANKANS
Þingmenn gagnrýndu harð-
lega bflafríðindi bankastjóra
reið sem hann hafði sem banka-
stjóri. Sagðist hann ekki telja
óeðlilegt að stjórnendur þeirra
stofnana sem um væri að ræða
tækju reglur um bílamál ráðherra
sér til fyrirmyndar. „Ég sé ekki
rökin fyrir því að forsvarsmenn
stofnana ríkisins eigi að njóta
rýmri hlunninda en ráðherrar ís-
lenska ríkisins," sagði hann.
Bílar keyptir fyrir 20 millj. á síðastliðnum fjórum árum
BIFREIÐAEIGN Seðlabanka íslands samanstendur af alls tíu bif-
reiðum og var rekstrarkostnaður þeirra rúmar fimm milljónir kr.
á seinasta ári en aðkeyptur akstur bankans kostaði 3.396 millj. kr.
á sama ári. Þetta kom fram í ræðu Guðrúnar Helgadóttur, þing-
manns Alþýðubandalagsins, við utandagskrárumræður á Alþingi
í gær, sem fram fóru að beiðni Guðrúnar en hún gagnrýndi harð-
lega kaup Seðlabankans á jeppa handa Jóni Sigurðssyni seðla-
bankasljóra fyrir skömmu. Tóku fleiri þingmenn, bæði úr sljórn
og stjórnarandstöðu, undir gagnrýni á bílafríðindi forstöðumanna,
bæði Seðlabankans og annarra ríkisstofnana. Sighvatur Björgvins-
son viðskiptaráðherra, sagði að ráðherra hefði ekki vald til taka
ákvarðanir um launakjör Seðlabankastjóra heldur væri það á vald-
sviði bankaráðs, sem kosið væri af Alþingi. Hefur hann óskað
eftir að fá yfirlit yfir launakjör og ráðningarkjör bankastjóra
Seðlabankans og stjórnenda banka og sjóða sem heyra undir ráðu-
neyti hans.
Guðrún sagði að það kæmi eins þegar upplýst hefði verið að Jón
og löðrungur framan í landsmenn Sigurðsson, nýskipaður seðla-
bankastjóri, hefði fengið fimrn
milljón kr. bifreið sem greidd væri
af almannafé. Birti Guðrún upp-
lýsingar um bifreiðaeign bankans
sem hún sagði allar af dýrustu
gerð en þær eru eftirfarandi:
Chevrolet Suburban árgerð
1984, sem notaður er til seðla-
flutninga, Range Rover Vouge
árg. 1988, Pajero Wagon árg.
1990, Volvo 744 Gli, árg 1991 og
Audi 100 árg. 1992, en þessar fjór-
ar bifreiðir eru notaðar til banka-
eftirlitsferða og eftirlits með seðla-
geymslum, fyrir bankastjóm og
gestamóttöku, skv. upplýsingum
Seðlabankans.
Þá hafa bankastjórar eftirtaldar
á vinnuljósum & útiljósum
Næturverðirnir
- Ijós með skynjara
Halogen 150w
^ 4.990.
Halogen 500w
Hleðsluhandlukt
fyrir 220v og 12v
Vinnuljós
Halogen
500w
Halogen
500w
1.080.
Halogen
500 w.
Olíulukt
FAXAFEN9
SÍMI 91-677332
Opið mánud.-föstud 9-18
Laugard. 10-16
tryggtn;
bifreiðir til einkanota: Jón Sigurðs-
son Cherokee Limited árg. 1993,
Tómas Árnason Chevrolet Blazer
SIO árg. 1991, Birgir ísleifur
Gunnarsson Ford Explorer E.B.,
árg. 1991, Jóhannes Nordal, fyrrv.
Seðlabankastjóri, Range Rover
Vouge, árg, 1989 ogÞórður Ólafs-
son, forstöðumaður bankaeftirlits-
ins, 4Runner 3000i árg. 1991.
Sagði Guðrún athygli vekja að
Jóhannes Nordal hefði enn bifreið
sína til tímabundinna afnota og
sagði eðlilegt að Jón Sigurðsson
tæki við henni. Guðrún sagði að
bifreiðaeignin væri „aðeins einn
hluti hins taumlausa fjárausturs
Seðlabankans“. Bankinn væri að
lyfta risi stórhýsis að Einholti 4,
sem hýsti bóka- og myntsafn
bankans. „En fréttir eru auk þess
um að Jóhannes Nordal og Tómas
Ámason, sem lætur af störfum
vegna aldurs um áramót, fái þar
skrifstofur. Ástæða væri til að
nefna fleira. Seðlabanki íslands
hefur um langt skeið keypt mikið
safn listaverka, svo að sérstakur
listráðunautur starfar við bank-
ann, frú Bera Nordal, forstöðu-
maður Listasafns ríkisins,“ sagði
Guðrún. Bætti hún við að rekstrar-
kostnaður Seðlabankans á síðasta
ári hefði verið 608.407 þúsund kr.
Kjaramál heyra undir
bankaráð
Sighvatur Björgvinsson við-
skiptaráðherra sagði að sam-
kvæmt lögum ákvæði bankaráð
Seðlabankans, sem kosið væri af
Alþingi, laun og önnur ráðningar-
kjör bankastjóra og viðskiptaráð-
herra hefði því ekki vald yfir kjara-
málum bankastjóranna.
Sagði Sighvatur einnig að
ákvörðun um launakjör banka-
stjóranna væri frá því í september
árið 1987, en þar segði m.a. að
bifreiðahlunnindi væru byggð á
reglu um að hver bankastjóri gæti
fengið til umráða bifreið í eigu
bankans sem bankinn bæri allan
kostnað af. Væri miðað við laun
hæstaréttardómara þegar laun
bankastjóra væru ákveðin. „Þó er
rétt að taka það fram, að nýleg
launahækkun til dómara hæsta-
réttar, sem þeir hafa ákveðið að
taka sér, gildir ekki gagnvart
bankastjórum Seðlabankans,"
sagði Sighvatur.
Sagðist hann ennfremur hafa
óskað eftir fundi með formanni
bankaráðs Seðlabankans til að
gera honum grein fyrir umræðun-
um á Alþingi. Sagði hann einnig
. að sambærileg hlunnindi eins og
hér um ræðir virtust ríkja hjá öðr-
um opinberum stofnunum, bæði
hjá viðskiptabönkum og hjá opin-
berum lánasjóðum. Hefði hann
þess vegna skrifað bréf til allra
þeirra sjóðsstjórna sem undir við-
skipta- og iðnaðarráðherra heyra
í gær og óskað upplýsinga um
heildarstarfskjör og fríðindi æðstu
ráðamanna. Sérstaklega verði gef-
ið yfirlit yfir grunnlaun og hvers-
kyns álag á laun og svo aðrar við-
bótargreiðslur og um lífeyriskjör.
Jafnframt er óskað eftir upplýs-
ingum um í hvaða mæli stjórnar-
mönnum og stjórnendum væru
greidd laun fyrir stjórnunarstörf í
þágu dótturfyrirtækja og vegna
bifreiðakaupa og reksturs bifreiða
viðkomandi aðila ásamt fyrir-
komulagi á ferða- og risnugreiðsl-
um.
Sighvatur sagði að bankaráðið
hefði heimilað Jóhannesi Nordal
að hafa áfram afnot af þeirri bif-
Reglur um ráðherrabíla
þrengdar
Einar Guðfinnsson þingmaður
Sjálfstæðisflokks lagði fram út-
reikninga á rekstrarkostnaði
Seðlabankans undanfarin fjögur
ár sem sýndu að lítil lækkun hefði
orðið á rekstrarútgjöldum bank-
ans. „Miðað við núvirðisútreikning
á bifreiðakostnaði vegna bifreiða-
kaupa Seðlabanka íslands, þá hef-
ur Seðlabankinn keypt bíla á und-
anförnum fjórum árum fyrir tæpar
20 milljónir króna,“ sagði þing-
maðurinn.
í máli Friðriks Sophussonar
fjármálaráðherra kom fram að rík-
isstjórnin hefði breytt reglum um
bílamál ráðherra sem fælu nú í
sér að skylt væri að auðkenna bíla
ráðherra. Þeir skuli ekki kosta
meira en þijár milljónir á verðlagi
eins og það var í upphafi árs 1992.
Innkaupastofnun ríkisins ætti að
öðru jöfnu að sjá um innkaupin
og hlunnindin væru skattskyld.
Dýrar torfærubifreiðir
Sigbjörn Gunnarsson, formaður
fjárlaganefndar, sagði óþolandi að
ýmsir af æðstu embættismönnum
þjóðarinnar nytu sérstakra bif-
reiðahlunninda í tengslum við starf
sitt. Erfitt væri að koma auga á
haldbær rök fyrir því. Sagði hann
nauðsynlegt að fram kæmu upp-
lýsingar um hvenær samningar
um bifreiðahlunnindi og starfskjör
forstöðumanna voru gerðir og
hveijir hafi gert þá.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
þingmaður Kvennalistans, gagn-
rýndi ráðherra fyrir að tala eins
og þeir kæmu engum vörnum við
þegar um starfskjör Seðlabanka-
stjóra væri að ræða og minnti á
umræður um starfskjör tiltekinna
starfsstétta á sjúkrahúsum og að
heilbrigðisráðherra hefði sagt
þeim upp.
Halldór Ásgrímsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, fór þess á
leit við fjármálaráðherra að enn
einu sinni yrði gerð tilraun til að
samræma reglur um bílakaup og
bílanotkun hjá ríkinu. Sagði hann
að bankastjórar og forstöðumenn
stofnana kepptust við að kaupa
mjög dýrar torfærubifreiðir og
ekki gæti verið brýn þörf á_ að
hafa svo dýra bila til afnota. Árni
Johnsen, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, sagði ljóst að stór hluti
bílasamninga ríkisstofnana snerti
ekkert akstursþörf viðkomandi
stofnunar. Forstöðumenn ríkis-
stofnana fengju í mörgum tilvikum
bíla til einkaafnota þótt þeir hefðu
enga þörf fyrir bíl í tengslum við
starf sitt og það væri einkennileg
þessi þörf forstöðumanna ríkis-
stofnana að eiga jeppa, sem væru
fokdýr tæki og búin til aksturs á
allt öðrum vettvangi en þessir
menn störfuðu á.
Ólafur Ragnar Grímsson og
Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðu-
bandalagi, skoruðu á viðskiptaráð-
herra að beina þeim tilmælum til
Seðlabankans að afturkalla kaupin
á Cherokee-jeppanum handa Jóni
Sigurðssyni. Sagði Ólafur að bíla-
kaupin væru siðlaus. Steingrímur
minnti á að bankastjóri Evrópu-
bankans hefði verið látinn fjúka
fyrir skömmu fyrir flottræfilshátt.
Nú yrði að gera annað tveggja;
afturkalla þennan gjörning seðla-
bankastjórans nýja eða láta hann
fara sömu leið og bankastjóra
Evrópubankans.