Morgunblaðið - 12.10.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 12.10.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993 Guðný Anna Annasdóttir, sjö bama móðir, opnar einkarekinn leikskóla á Akureyri Orka ýmislegt ef brennandi áhugi er á málefninu GUÐNÝ Anna Annasdóttir opnaði formlega um helgina Leik- skóla Guðnýjar Önnu í Dvergagili 3 á Akureyri. Leikskólinn er í um 180 fermetra húsnæði, einbýlishúsi sem Guðný Anna og fjölskylda hennar keypti undir starfsemina. I leikskólanum verða 40 börn á aldrinum þriggja mánaða til þriggja ára, en vistun á leikskóla er ekki til staðar fyrir þennan yngsta aldurs- hóp á Akureyri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Leikskólastj órinn LEIKSKÓLI Guðnýjar Önnu var opnaður formlega um helgina, en Guðný Anna rekur leikskólann sem er fyrir börn á aldrinum 3ja mánaða til 3 ára og er sá eini sinnar tegundar á Akureyri, en 2ja ára aldurstakmark er inn á aðra leikskóla. Guðný Anna hreyfði því fyrst fyrir um ári við bæjaryfirvöld að fá leyfi til að reka leikskóla í bæn- um og hafði í fyrstu hug á að fá úthlutað lóð til að byggja á. Engin lóð var tiltæk, þannig að hún ákvað að festa kaup á einbýlishúsi við Dvergagil undir starfsemina og v^ru gerðar á því breytingar sem tóku mið af fyrirhugaðri starfsemi. Skapandi starf Fullsetinn tekur leikskólinn 40 börn, nú í upphafi eru 28 börn byijuð, en í skólanum verða börn frá þriggja mánaða aidri og upp í þriggja ára sem er nýjung í starf- semi leikskóla í bænum þar sem miðað er við tveggja ára aldurstak- mark. „Þetta er aldur sem mér finnst vera lítið sinnt, en er mjög mikilvægur," sagði Guðný Anna, en síðasta vetur var hún í fram- haldsnámi við Fósturskóla íslands í skapandi starfí sem m.a. tekur mið af þessum aldri og verður lögð áhersla á það í allri starfsemi leik- skólans. Guðný Anna sagðist hafa mætt velvild á flestum stöðum, en vissu- lega þyrfti mikla þrautseigju við að sannfæra fólk á ýmsum stöðum í kerfinu um ágæti starfseminnar. Félagsmálaráð tekur fyrir erindi hennar um rekstrarstyrk til leik- skólans á fundi á morgun, miðviku- dag, en stofnstyrkur var ekki inn á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir þetta ár, Guðný Anna sagðist þó væntanlega myndu sækja um þann styrk aftur fyrir næsta ár. Sjö börn heima Guðný Anna rekur leikskólann, er framkvæmdastjóri hans auk þess að vera leikskólastjóri og þá sér hún einnig um ræstingarnar sjálf, en ekki er nóg með að í mörg horn sé að líta í vinnunni, hún og eiginmaður hennar, Siguijón Har- aldsson eiga sjö ung börn, það yngsta fæddist í sumar. „Ég hef heilmikið að gera, en móðir mín hefur verið hjá mér síðasta mánuð og hjálpað mikið til, en hún býr á ísafirði og er farin að ræða um að fara heim,“ sagði Guðný Anna. „Þegar maður hefur gaman af því sem maður er að gera og er að velja sér verkefni af áhuga þá ork- ar maður ýmislegt. Ætli megi ekki segja að þessi brennandi áhugi minni á leikskólamálum og fyrir bættum hag barna í þessu landi knýji mig ekki áfram, en með þessu framtaki er ég að vona að ég stuðli að slíku.“ Námskeið um tjáskipti innan fjöl- skyldunnar NÁMSKEIÐ um tjáskipti innan fjölskyldunnar með norska fjöl- skylduráðgjafanum Eivind Frö- en verður haldið á vegum Fjöl- skyldufræðslunnar í Glerár- kirkju fimmtudaginn 14. októ- ber og föstudagiim 15. október frá kl. 20 til 23 bæði kvöldin. Þetta er í þriðja skipti sem fjöl- skylduráðgjafinn Eivind Fröen kennir á slíku námskéiði á Akur- eyri, en síðast hélt hann námskeið haustið 1991. Hann er vinsæll fyr- irlesari og hefur kennt á námskeið- um um fjölskylduna víða á Norður- löndum. Á námskeiðinu í Glerárkirkju á fimmtudags- og föstudagskvöld mun Eivind kenna um tjáskipti hjóna sína á milli og við börnin. Hann fjallar hispurslaust en á nærgætinn og oft smellinn hátt um viðkvæm mál. Kennsla fer fram í fyrirlestrar- formi, þrír fyrirlestrar hvort kvöld og verður túlkað jafnóðum yfir á íslensku. Skráning og nánari upplýsingar era veittar á skrifstofu Glerár- kirkju og vegna undirbúnings er fólk beðið að skrá sig sem fyrst. Morgunblaðið/Rúnar -Þór BÚNAÐUR m.a. til að fást við olíumengun úr sjó var kynntur á fundi með ýmsum aðilum sem að slíkum málum koma, en þessi búnað- ur er nýlega kominn til Akureyrar. Mengnnarvamar- búnaður kynntur VIÐBRÖGÐ við olíumengun voru rædd á fundi með fulltrúum frá norðlenskum höfnum, olíufélögum og útgerðum á Akureyri nýlega. Þá var mengunarvarnarbúnaður sem fyrir skömmu er kominn norður skoðaður, en um er að ræða ýmsan búnað til hreinsunar olíu úr sjó. Eyjólfur Magnússon fulltrúi á mengunarvarnardeild Siglingamála- stofnunar ríkisins flutti erindi á fundinum og kynnti mönnum búnað- inn við Fiskihöfnina þar sem hann er staðsettur. Auk þess sem meng- unarvarnarbúnaður er á Akureyri hafa þrjár aðrar hafnir yfir slíkum búnaði að ráða, á Þórshöfn, Siglu- firði og Sauðárkróki. Enn vantar svokallað fleytitæki sem notað er til að ná olíu upp úr sjó, en það er væntanleg eftir um þijár vikur. Þegar fleytitækið er komið sagði Guðmundur Sigur- björnsson hafnarstjóri á Akureyri að haldin yrði viðamikil æfing m.a. með fulltrúum hafnanna við Eyja- fjörð þar sem notkun búnaðarins yrði kennd. Fimm íbúðir auk félagsað- stöðu fyrir aldraða í Hrísey Heilsugæslu boðin aðstaða í húsinu HLEIN, húsnæði aldraðra í Hrísey var formlega tekið í notkun á sunnu- daginn. Húsið er á tveimur hæðum og í því eru 5 íbúðir auk félagsað- stöðu. Húsið er 579 fermetrar að stærð og eru íbúðirnar frá 67 fer- metrum upp í 96 fermetra með geymslum og sameiginlegu rými. Fram kom í máli Jónasar Vigfús- sonar sveitarstjóra Hríseyjarhrepps við athöfnina að fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin fyrir rúm- um tveimur áram, í ágúst 1991 og hafa framkvæmdir staðið yfir síðan. Pjórar íbúðir eru á efri hæð hússins' og ein á þeirri neðri, en þar er að auki félagsaðstaða, föndur, matsalur og sameiginlegt eldhús. Verður öll- um öldruðum íbúum eyjarinnar gef- inn kostur á að nýta sér félagsað- stöðuna. Heilsugæslu boðið húsnæði Að sögn Jónasar hefur heilsu- gæslunni verið boðin afnot af íbúð- inn á neðri hæð hússins undir starf- semi sína í eynni. Hreppurinn er eig- andi hússins en mun leigja íbúðirnar til íbúanna, ýmist á þann hátt að þeir greiði leigu mánaðarlega eða þeir kaupi sér búseturétt og fái fram- lag sitt endurgreitt ásamt verðbótum er þeir flytja burt. Fólk er ekki flutt í húsið enn, en Jónas sagði að marg- ar fyrirspurnir hefðu borist og greinilegur áhugi væri fyrir því. Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Lyklar afhentir JÓNAS Vigfússon sveitarstjóri í Hrísey afhendir Lilju Sigurðardótt- ur forsvarsmanni aldraðra í eynni lykla að félagsaðstöðu í Hlein, húsi aldraðra í Hrísey sem tekið var I notkun um helgina. Á inn- felldu myndinni er Hlein. ■ KÍNVERSK tónlist hljómar í Deiglunni á þriðjudagskvöld, 12. október næstkomandi, kl. 20.30. Fimm kínverskir tónlistarmenn, Þjóðlegi tónlistarhópurinn, leikur þar kínverska tónlist á kínversk hljóðfæri í rúman klukkutíma. Hóp- urinn hefur ferðast víða um heim, var m.a. á þekktri þjóðlagahátíð í Edinborg í Skotlandi. Flutt verða verk eins og Fuglar í skóginum, Vor í Tianshan-fjöll- um, Sverðið, Hausttungl yfir friðsælu vatninu og Gullsnákur- inn dansandi. Hópurinn leikur viða um land og kynnir kínversk hljóðfæri auk þess sem kínversk tónlist verður kynnt í grunnskólum. (Úr fréítatilkynninffu.) --------»■ ------------ ■ SYSTRAKVÖLD verður haldið í Glerárkirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 12. október frá kl. 20.30 til 22.00. Fjölbreytt dag- skrá þar sem áhersla er lögð á söng, lofgjörð o g bænagjörð. Næsta systrakvöld verður í kirkjunni 16. nóvember næstkomandi. Hríseyjarhreppur sækir um að verða reynslusveitarfélag SVEITARSTJÓRN Hríseyjarhrepps hefur sótt um að Hríseyjarhrepp- ur verði reynslusveitarfélag í verkefni því sem Alþingi samþykkti í maí síðastliðnum. Telur sveitarstjórn að sérstaða og að vegna fámennis fáist góður Hríseyjar sé það mikil að eðlilegt sé samanburður um mismun á kostnaði að gera tilraun með einhvern flutn- við stærri sveitarfélög. ing verkefna frá ríki til Hríseyjar Umsókn Hríseyjarhrepps er háð því að samningar takist um hváða reynsluverkefni verði flutt og gegn hvaða greiðslum. „Við viljum vera með í þessu og sýna að hægt er að reka þetta af litlu sveitarfélagi," sagði Jónas Vigfússon sveitarstjóri Hríseyjarhrepps.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.