Morgunblaðið - 12.10.1993, Síða 22

Morgunblaðið - 12.10.1993, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993 Sósíalistaflokkur Papandreous sigraði í grísku þingkosningunum Aðhald varð stjóni hægriafla að falli Aþenu. Reuter. FLOKKUR grískra sósíalista, PASOK, undir forystu Andreas Pap- andreou, sigraði í þingkosningunum á sunnudag, hlaut um 47% at- kvæða og hreinan meirihluta á þingi. Konstantin Mitsotakis, forsætis- ráðherra og leiðtogi hægriflokksins Nýs lýðræðis, hyggst segja af sér leiðtogaembætti í flokknum eins og hann var búinn að heita biði stjórnarflokkurinn ósigur. Oánægja með aðhaldsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum er talin hafa vaidið umskiptunum en sósíalistar hrökkluðust frá völdum 1989 vegna ósljórnar og ýmissa hneykslismála. Papandreou er 74 ára gamall og stjórnmálaskýrendur afskrifuðu hann sem leiðtoga eftir ósigurinn 1989. En Papandreou er mikill bar- áttuj'axl og þrátt fyrir heilsuleysi leiðtogans síðustu árin, framhjáhald Kasparov vann Short London. Reuter. RÚSSNESKI stórmeistarinn Garríj Kasparov bar sigur- orð af Englendingnum Nigel Short í 15. einvígisskák þeirra sem fram fór í Lond- on á laugardag. Með sigrinum hefur Ka- sparov hlotið 10,5 vinninga gegn fjórum og hálfum vinn- ingi Shorts og þarf hann því einungis tvo vinninga úr þeim níu skákum sem eftir eru til að tryggja sér sigur í einvíg- inu. Sextánda einvígisskákin verður tefld í dag, þriðjudag. og önnur vandamál hefur PASOK- flokkur hans haft traust fylgi, eink- um í sveitahéruðum. Þar er Pap- andreou víða tignaður sem guð vegna stefnu hans á valdaárunum 1981-1989 er óspart var beitt ríkis- styrkjum til að aðstoða bændur. Velferðarkerfið var þanið út án þess að velta um of fyrir sér slæmri stöðu ríkissjóðs og verðbólgunni; fjölmarg- ir kjósendur eiga allt sitt undir því að ekki verði hróflað við kerfinú. Niðurskurður ríkisútgjalda síðustu árin og einkavæðingarstefna Mitso- takis hafa því ekki reynst vænleg til vinsælda. Papandreou var sýknaður naum- SIGUR GRISKRA SOSIALISTA lega fyrir hæstarétti í fyrra af ákær- um um íjármálaspillingu og hefur ávallt fullyrt að málaferlin hafl verið af pólitískum toga. Heisti andstæð- ingur hans, Mitsotakis, hefur að sögn vikuritsins The Economist einnig átt í vandræðum vegna ásak- ana um spillingu, m.a. gerði hann dóttur sína að menningarmálaráð- herra og íjölskyldan hefur verið grunuð um að sölsa undir sig verð- mæta fornmuni með vafasömum hætti. Andúð á Bandaríkjunum Papandreou er af þekktn fjöl- skyldu, hann varð ungur vinstrisinn- aður og var pyntaður á stjórnarárum Ioannis Metaxas hershöfðingja í Grikklandi en flutti til Bandaríkj- anna 1940. Hann lauk hagfræðinámi við Harvard-háskóla og varð pró- fessor við Berkeley-háskóla. Arið 1959 sneri hann heim og var kjörinn á þing 1964; faðir hans var þá for- sætisráðherra. Er hershöfðingjar rændu völdum 1967 var hann fang- PASOK 50% ‘ 40 30 20 6,8% Nýtt lýði 39,3% Nýtt lýort iræði 8% Kommúnista- flokkur Grikklands 4,5% Ettir að 95% atkvæða höfðu verið talin elsaður og síðar gerður útlægur. Eftir fall einræðisherranna sneri hann heim og hefur stefna hans ein- kennst af mikilli andúð á afskiptum Bandaríkjamanna af málefnum Grikkja og heift gegn Tyrkjum. Einnig þótti hann afar hallur undir sjónarmið Sovétmanna á stjórnar- árum sínum og olli þetta verulegum taugatitringi í Atlantshafsbandalag- inu. Stjórn Papandreous var einnig grunuð um að halda hlífiskildi yfir alþjóðlegum hryðjuverkamönnum á vinstrivængnum sem oft leituðu hælis í Grikklandi. Læknisfræði Tveir fá Nóbels- verðlaun Stokkhólmi. Reuter. TVEIR vísindamenn í Banda- ríkjunum, sem uppgötvuðu hvor í sínu lagi „samsetta erfðavísa", hlutu Nóbelsverð- launin í læknisfræði að þessu sinni. Er uppgötvun þeirra taiin geta auðveldað leitina að nýjum aðferðum við lækn- ingu ýmissa sjúkdóma, til dæmis krabbameins. Nóbelnefndin við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi til- kynnti í gær, að Richard Ro- berts, sem er fæddur í Bret- landi, og Bandaríkjamaðurinn Phillip Sharp hefðu fengið verð- launin fyrir rannsóknir sínar. Árið 1977 komust þeir að því, hvor á sinni rannsókna- stofu, að erfðavísar eru stund- um samsettir úr nokkrum að- skildum einingum en ekki einni samhangandi eins og áður var talið. Þá má nefna, að uppgötv- un þeirra Roberts og Sharps var undanfari samþættunar erfðavísa eða erfðavísasplæs- ingar. Fyrstu kaflarnir úr endurminningum ,tíárnfrúarinnar“ birtir / Thatcher sakar Howe um svik og Lawson um rug-! UPPBYGGING ATVINMIUFS RÁÐSTEFNA í HOLIDAYINN FIMMTUDAGINN 14.0KTÓBER 1993 DAGSKRÁ: 15:00 Afhending fundargagna. 15:10 Setning ráðstefnunnar. Einar Sveinsson, formaður Verslunarráðs íslands. 15:25 Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Sighvatur Björgvinsson. 15:50 Tækifæri í atvinnumálum í nútíð og framtíð. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri. 16:15 Kaffihlé £16:45 Verktakastarfsemi á íslandi. Þórður Þórðarson, framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands. I 17:10 Að snúa vörn í sókn -niðurstöður málefnastarfs Hugins. Bjarki Már Karlsson, framkvæmdastjóri Viðskiptavakans. 17:30 Ráðstefnunni slitið. Már Másson,formaður Sjáifstæðisfélagsins Hugins. Fyrirspurnir að lokinni hverri framsögu ef tími vinnst til. Ráðstefnustjóri: Bjarni Benediktsson, varaformaður Hugins. Ráðstefna þessi er opin öllum áhugamönnum um eflingu atvinnulífs. Ráðstefnugjald kr.2.000. Hugim RUS Garðabœ London. Reuter, The Daily Telegraph. MARGIR fyrrverandi samráðherrar Margaretar Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands 1979-1990, fá slæma útreið i endurminningum hennar, sem gefnar verða út síðar í þessum mánuði. Breska blaðið Sunday Times birti um helgina kafla úr bókinni og kemur þar m.a. fram hörð gagnrýni á þá Nigel Lawson, fyrrum fjármálaráðherra, og Geoffrey Howe, fyrrum utanríkisráðherra. Gagnrýni á John Major, núverandi forsætisráðherra, var aftur á móti mun vægari en búist hafði verið við. í þeim köflum, sem birtir voru í Sunday Times sakar Thatcher Howe um „gremju og svik“ og vís- ar hún til ræðu sem hann flutti í þinginu er hann lét af embætti árið 1990. Er sú ræða talin hafa valdið því að Thatcher var bolað úr emb- ætti. „Þessi hægláti, ljúfi en ótrú- lega metnaðarfulli maður, sem ég hafði átt sífellt versnandi samskipti við eftir því sem hin sífellda löngun hans til málamiðlana fór meira í taugarnar á mér og gerði það að verkum að ég hellti mér stundum yfir hann í návist annarra, ætlaði nú eftir bestu getu að koma mér í vandræði,“ segir í endurminningun- um. Howe sagðist ekki vera hissa á því hvemig Thatcher tæki til orða en hann væri ekki sammála henni. „Sekt mín felst einungis í því að eftir átján ára samstarf þá leyfði ég mér við og við að vera ósam- mála og reyndi að finna flöt á málinu sem við gætum bæði sætt okkur við. Ég lét af embætti vegna málefnaágreinings, ekki illkvittni," sagði Howe. Þá segir Thatcher tilraun Law- sons sem fjármálaráðherra til að tengja sterlingspundið þýska mark- inu hafa verið „rugl“. Ágreiningur um málið leiddi að lokum til þess að Lawson lét af embætti. í viðtali við BBC sagði Lawson að greinilega ætti Thatcher enn í erfiðleikum með að vera ekki forSætisráðherra og að hún skildi ekki enn hvers vegna hún væri ekki við völd lengur. „Það var mjög sorglegt en það varð að gerast. Hún reynir að skýra þetta með því að varpa sökina á aðra í stað þess að líta í eigin barm,“ sagði Lawson. Fundið að illkvittni Margir breskir stjórnmálamenn gagnrýndu í gær hvernig Thatcher réðist að fyrrum samstarfsmönnum sínum og sögðu hana setja ofan við þetta. „Af þeim köflum sem birtir hafa verið má geta sér til um að bókin einkennist af gremju. Það er ekki mjög áhugavert að fylgjast með árásum á hvern samstarfsmanninn M AlÁ iAUI I THE DOWNING STREET ÝÉaRS Reuter Árin í Downing-stræti BÚIST er við að endurminningar Margaretar Thatcher verði met- sölubók enda hlífir hún hvergi gömlum samstarfsmönnum sínum. á fætur öðrum,“ sagði Gilmour iá- varður, sem Thatcher rak úr ríkis- stjórn árið 1981. David Mellor, fyrr- um ráðherra í ríkisstjórn Majors, sagði að það hefði verið æskilegra að Thatcher hefði ekki verið svona illkvittin, fyrst og fremst bæri að líta á endurminningamar sem merki um hugarástand hennar. Bernard lngham, sem var blaða- fulltrúi og einn nánasti aðstoðar- maður Thatcher þau ár sem hún var við völd, sagði í viðtali við BBC kominn tíma til að hún hætti að tjá sig á þessum nótum. Aðspurður um hvað ráð hann myndi gefa henni í dag svaraði hann: „Þú átt eftjr að græða mikla peninga á útkomu bókarinnar. Þú er búin að koma henni frá þér. Nú skalt þú einbeita þér að því að sinna stofnuninni þinni, ferðast um heiminn og tala við fólk. Styddu John Major og haltu kjafti." Hann tók þó undir ýmislegt í gagnrýni hennar á Law- son, Howe og Michael Heseltine. A undan timanum i 100 ár. fyrir steinsteypu. Léttir meöfærilegir viöhaldslitlir. fyrirliggjandl. y varahlutaþjónusta. Þ. ÞORGRÍMSSON & C0 Armúla 29, sími 38640 FYRIRLIGGJANDI: GÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DffLUR STEYPUSA6IR - HRÆRIVELAR - SAGARBLÖD - Vdnduú framleiðsla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.