Morgunblaðið - 12.10.1993, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
23
Sjóslys í Suður-Kóreu
Reuter
SUÐUR-kóreskri fetju með á þriðja hundrað manns innanborðs hvolfdi á
sunnudag í slæmu veðri við vesturströnd Suður-Kóreu. Þá um daginn
tókst að bjarga 67 manns en óttast er, að hátt í 200 hafi látið lífið. Feij-
an mátti flytja 207 farþega en talið víst, að þeir hafi verið fleiri. Enginn
farþegalisti fyrirfinnst. Hér ber harmi slegið fólk kennsl á ástvin sinn
meðal hinna látnu.
Nýjar, danskar tillögur um vanda Færeyinga
Boða neyðarskatt
og hagstæðari lán
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
TVÆR nefndir um ástandið í Færeyjum hafa skilað skýrslu. Ekki
er búist við að séð hafi verið fyrir endann á vandanum, en lagt er til
að lagður verði á sérstakur neyðarskattur og að Danir aðstoði Færey-
inga við að fá hagstæð lán. Erik Bonnerup forstjóri, sem er formað-
ur annarrar nefndarinnar og á sæti í hinni, segir að engar auðveld-
ar lausnir séu í augsýn.
Færeyingar verða að horfast í
augu við að framleiðslan hefur
minnkað um þriðjung síðan 1989,
tuttugu prósent landsmanna eru
atvinnulaus og níu prósent eyja-
skeggja hafa flutt burt síðan 1988,
eða 4.500 manns. Frá 1988 hafa
færeysku bankarnir tapað sem
samsvarar rúmum 35 milljörðum
íslenskra króna og Landskassen
eða ríkissjóður hefur tapað 15
milljörðum. Skuldir hans nema
fjörutíu milljörðum.
Lánstraustið ekkert
í samtali við Morgunblaðið sagði
Erik Bonnerup að tillögur nefnd-
anna væru kannski ekki frumleg-
ar, en öðru væri vart til að dreifa.
Lagt er til að meira verði sparað
og álögur auknar, til dæmis með
sérstökum neyðarskatti og álögum
á verðmæti, sem mynduðust á síð-
asta áratug. Þó heppilegt væri að
setja fram hallalaus fjárlög fyrir
eyjarnar næsta ár sagðist Bonner-
up ekki reikna með að það væri
hægt. Þá yrðu umskiptin of snögg.
Danir bjóða nú Færeyingum að
nota lánstraust sitt erlendis til að
umbreyta lánum, sem þegar hafa
verið tekin, fá ný og hagstæðari
lán. Milliganga Dana er nauðsyn-
leg, þar sem Færeyingar eiga vart
lengur kost á erlendum lánum og
þá ekki á sömu kjörum og Danir.
Á fundi í Kaupmannahöfn í dag
er búist við að Færeyingar beri
fram óskir um að Danir leggi eyj-
unum til sem svarar rúmum fimm-
tíu milljörðum íslenskra króna.
Mogens Lykketoft fjármálaráð-
herra hefur þegar sagt að bæjarfé-
lögin færeysku verði að ráða fram
úr sínum skuldum upp á um sautj-
án milljarða. Á Færeyjum hefur
neyðarskatturinn mælst mjög illa
fyrir, þar sem eyjarskeggjar segj-
ast vera skattlagðir ótæpilega fyr-
Andstaðan við
Jeltsín er mest
utan borganna
Frjósömustu landbúnaðarhéruðin
eru öflugustu vígi andstæðinganna
Moskvu. The Daily Telegraph. Reuter.
ÞÓTT Borís Jeltsín Rússlandsforseta hafi tekist að brjóta á bak
aftur uppreisn kommúnista og þjóðernissinna er ekki þar með
sagt að öll andspyrna hafi verið kæfð. Leiðtogar uppreisnar-
manna eru að sönnu á bak við lás og slá en styrk sinn sóttu þeir
til lægri stiga stjórnsýslunnar á landsbyggðinni. Tæplega 50
ráð og héraðaþing fordæmdu þá ákvörðun Jeltsíns forseta að
leysa upp fulltrúaþingið og Æðsta ráðið.
Stjórnmálaástandið er vissulega
flókið í Rússlandi en segja má að
í hveiju héraði ríki sams konar
valdabarátta og geisaði í Moskvu.
Ríkisstjórinn er yfirleitt fylgismað-
ur Jeltsíns en fylkisþingið almennt
hallt undir málstað þingheims í
Moskvu. Jeltsín hafði uppi áform
um að leita eftir samstarfi við leið-
toga lýðvelda og sjálfstjórnar-
svæða innan Rússlands. Hann
hugðist fá þeim sæti í efri deild
þingsins nýja sem kosið verður til
12._ desember.
Á sunnudag blés Jeltsín til sókn-
ar gegn þeim lýðveldum og sjálf-
stjórnarsvæðum sem standa í vegi
fyrir hugmyndum hans. Sagði full-
trúi hans líkur á því að gefnar
yrðu úr sérstakar tilskipanir á
hendur þeim sem neituðu að viður-
kenna völd Jeltsíns. Send hefðu
verið skeyti til 31 af 88 héraðs-
stjórum þar sem þeir fengu þijá
daga .til að draga andstöðu sína
til baka. Fresturinn rann út á
sunnudag og sagði fulltrúi Jeltsíns
að aðeins tveir hefðu ákveðið að
verða við tilmælum Jeltsíns.
Á laugardag gaf forsetinn úr
tilskipun þar sem þau héraðsþing
sem studdu fulltrúaþingið í and-
stöðunni við Jeltsín, eru sett skör
lægra en leiðtogi lýðveldisins. Þá
er þeim gert að setja fram tillögur
um nýjar stjórnareiningar fyrir 15.
október, en þessar einingar eiga
að taka við af ráðum og héraða-
þingum. Ráðlagði Jeltsín leiðtog-
um sjálfsstjórnarlýðvelda að fylgja
í kjölfarið.
I hinum einstöku hlutum Rúss-
lands er stjórnmálaástandið sem
hér segir:
Moskva og Pétursborg: í þess-
um tveimur stærstu borgum Rúss-
lands fékk forsetinn mikinn stuðn-
ing í þjóðaratkvæðagreiðslunni í
aprílmánuði. Borgarstjórarnir eru
báðir dyggir stuðningsmenn for-
setans og í Moskvu hafa ráðin
þegar verið leyst upp.
Svartmoldarsvæðin: Sterk-
ustu vígi andstæðinga Jeltsíns er
að finna á landbúnaðarsvæðunum
ftjósömu í miðjum Evrópuhluta
Rússlands. Þar ræðir einkum um
Orel, Bríjansk, Kúrsk og Vor-
onezh. Alexander Rútskoj, fyrrum
varaforseti Jeltsíns og annar leið-
togi uppreisnarmanna, er frá
Kúrsk og á vormánuðum var fyrr-
um félagi í stjórnmálanefnd
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna
kjörinn ríkisstjóri í Orel.
Úral-svæðið: Jekaterínborg, er
áðúr hét Sverdlovsk, er heimavöll-
ur Jeltsíns og þar nýtur hann mik-
ils stuðnings. Óvissa ríkir á öðrum
svæðum t.a.m í Tsjeljabínsk.
Síbería: í borgum Síberíu, fyrr-
um miðstöðvum hergagnafram-
leiðslunnar, mætti ætla að harðl-
ínuöflin væru sterk. Svo er í raun
ekki, í flestum stærstu borgunum;
Krasnojarsk, Tomsk og Omsk,
reyndist víðtækur stuðningur fyrir
hendi við stefnu Jeltsíns í apríl.
Héraðaþing eru á hinn bóginn
andsnúin miðstjórnarvaldinu og
hafa m.a. tekið undir að stofnað
verði lýðveldið Síbería.
Norður-Kákasus: Jeltsín er
hvergi jafn óvinsæll og í þessum
hluta Rússlands, í lýðveldunum
Ossetíju, Ingúsetjíu og Daghestan.
Ástæðan er í senn almenn fátækt
og spenna í samskiptum einstakra
þjóðarbrota. Hins vegar er vægi
þessa svæðis lítið innan rússneska
ríkjasambandsins.
Volgu-Iýðveldin og Jakútíja:
Þrýstingur frá Moskvu kann að
verða til þess að ýta undir kröfur
aðskilnaðarsinna en á þessu svæði
er að finna miklar náttúruauðlind-
ir. Hættan er sú að óhóflegur
þrýstingur reynist upphafið að
endalokum Rússlands.
Austrið: Staða Jeltsíns er einn-
ig sterk í austurhéruðum Rúss-
lands þótt hann hafi rekið úr emb-
ætti ríkisstjóra Amúr á þriðjudag.
VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS '• VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKAN
VEM RAF* OG GÍRMÓfORAR
í FARARBRODDI
1CJÖRUTÍU
ÁR!
VEM verksmiöjurnar framleiða ailar
helstu stæröir og gerðir raf- og
gírmótora fyrir iðnaö, skip, land-
búnað og ýmsar sérþarfir.
Höfum fyrirliggjandi allar algengustu
stærðir og gerðir og útvegum
alla fáanlega mótora með
skömmum fyrirvara.
Veitum tæknilega ráðgjöf
við val á mótorum.
VEM - þýsk gæðavara á góðu verði!
MUI-UAbAlLILA S • ÖIMl: Sl-
Mótorvindingar, dæluviögerðir
og allar almennar rafvélaviögerðir.
Pekking Reynsla Pjónusta
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK
SlMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VELADEILD FÁLKANS
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími
S71800
Nissan SLX Sedan ’93, rauður, sjálfsk.,
ek. 12 þ., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V.
1180 þús., sk. á ód.
MMC Lancer GLX 4x4 station ’89, blás-
ans, 5 g., ek. 70 þ., 1800 vél, rafm. í rúð-
um o.fl. V. 830 þús.
*- »
Dodge Ramcharger SE’83, rauður/grár,
sjálfsk., ek. 120 þ. V. 690 þús., sk. á ód.
SSjÍB
Nissan Micra GL ’89, rauður, sjálfsk., ek.
43 þ. V. 480 þús., sk. á ód.
*ssm
MMC Galant GLSi 4x4 ’90, hvítur, 5 g.,
ek. 67 þ., rafm. í öllu, hiti í sætum, saml.
stuðarar, álfelgur o.fl. Toppeintak.
V. 1190 þús.
MMC Lancer GLX ’89, sjálfsk., ek. 47 þ.,
spoiler o.fl. V. 780 þús.
o.fl. óvenju gott eintak. V. 790 þús.
Lada 1500 station ’92, hvítur, 5 g., ek.
32 þ. V. 450 þús. stgr.
Toyota Corolla XL ’90, grásans, 4 g., ek.
89 þ. V. 590 þús. stgr.
Monda Prelude EX 2.0I 16v ’91, grásans, I
5 g., ek. aðeins 29 þ. km., rafm. í öllu, hiti l
í sætum, álfelgur, sóllúga o.fl. Sem nýr.
V. 1700 þús.
Subaru Justy J-12 ’90, rauður, ek. 35 þ.
V. 750 þús.
Daihatsu Charade CS '88, 5 dyra, 4 g.,
ek. aðeins 34 þ. V. 430 þús.
MMC Pajero langur '87, beinsín, 5 g.,
ek. 107 þ., sóllúga, o.fl. V. 1150 þús.
MMC Lancer GLXi 16v '93, sjálfsk., ek.
8 þ., sóllúga, álflegur, spoiler o.fl. V. 1530
þús.
Mazda 323 LX '87, sjálfsk., ek. 82 þ. V.
390 þús.
Audi 80 1.8 S ’88, rauður, 5 g., ek 96 þ.
Ný tímareim o.fl. V. 900 þús.
Toyota Lite Ace bensín, ’91, vsk bíll, rauð-
ur, ek. 64 þ. V. 950 þ.
M. Benz 250 '82, beinsk. Óvenju gott ein-
tak. V. 550 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla XL Sedan '88, 5 g., ek.
105 þ. V. 550 þús., tilboðsverð 450 þús.
stgr.
MMC Galant GLSi '89, sjálfsk., m/öllu,
ek. 71 þ. V. 990 þús., sk. á ód.
Range Rover 2ja dyra '82, beinsk., ek.
127 þ. Góður jeppi. V. 450 þús.
Toyota Corolla Liftback '88, sjálfsk., ek.
98 þ., góður bíll. Tilboðsverö 550 þ. stgr.
Cherokee Chief, 4 L, '87 3ra d., sjálfsk.,
ek. 130 þ. V. 1150 þ. Sk. ód.
Chevrolet Blazer Thao '86, grár (tvilitur),
sjálfsk., ek. 86 þ. km. Gott eintak. V. 1050
þús.
Chrysler Voyager V-6 ’90, brúnsans,
sjálfsk., ek. 101 þ., 7 manna, einn eig-
andi. V. 1390 þús.
MMC L-300 4x4 '88, 8 manna, grár, 5
g., ek. 87 þ. V. 1090 þús., sk. á ód.
Cherokee Pioneer 2,5L ’84, sjálfsk., ek.
79 þ. mílur. V. 690 þús., sk. á ód. (eða 2
bílum).
MMC Colt GLXi '91, 5 g., ek. 47 þ. V.
890 þús.
Daihatsu Feroza DX '89, svartur/grár, 5
g., ek. 60 þ. km., topplúga o.fl. V. 850
þús., sk. á ód.
Fjörug bílaviðskipti:
Vantar á skrá og á staðinn
góða bíla, helst skoðaða ’94.
Ath.: Bón og þvottur á staðnum.